Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 07.01.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég hlakka mikið til að syngja í Hörpu í fyrsta sinn,“ segir baritón- söngvarinn Jóhann Schram Reed sem ásamt píanóleikaranum Aladár Rácz kemur fram á Kúnstpásu, fyrstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar á nýju ári, sem haldnir verða í Norðurljósum í dag kl. 12.15 og er aðgangur ókeypis. „Það má segja að þema tónleik- anna séu ferðalög og ákveðin leit að tilgangi með lífinu,“ segir Jóhann, en á efnisskránni eru ljóðaflokkurinn Songs of travel eftir Vaughan Willi- ams og ljóðaflokkur eftir David Conte. „Ég hef reglulega sungið lög úr báðum flokkum, en þetta verður í fyrsta sinn sem ég flyt þá í heild sinni, sem er gaman.“ Spurður um samstarf þeirra Alad- árs segist Jóhann lengi hafa fylgst með Aladár sem árum saman hafi unnið með föður Jóhanns, söngv- aranum Keith Reed. „Við Aladár unnum fyrst saman fyrir rúmu ári þegar ég tók þátt í Vox Domini,“ segir Jóhann og vísar þar til söng- keppni klassískt menntaðra söngv- ara sem Félag íslenskra söngkenn- ara stendur fyrir. Jóhann gerði sér lítið fyrir og vann keppnina 2019 í Opnum flokki. „Hluti verðlaunanna fólst í því að syngja á Kúnstpásu Íslensku óperunnar og það er ánægjulegt að koma því loksins við þótt bráðum sé liðið ár frá keppn- inni,“ segir Jóhann sem býr og starf- ar í Bandaríkjunum. Þangað hélt hann árið 2010 að loknu framhalds- prófi í söng og lauk bachelornámi í Kaliforníu og síðan mastersprófi 2017 frá Bloomington í Indiana. „Ég hélt síðast tónleika á Íslandi í mars í fyrra með konunni minni, Emily Dyer sópran,“ segir Jóhann og tekur fram að þau Dyer hafi frá námslokum verið nokkuð á ferð og flugi í Bandaríkjunum, en einnig í Japan. „Við sungum nýverið saman í Rakaranum frá Sevilla hjá óperunni í Virginiu og unnum einnig saman í Utah. Við tókum snemma þá ákvörð- un að vera ekki aðskilin of lengi í einu, þannig að oft fylgir annað okk- ar hinu þegar spennandi verkefni bjóðast. Það þýðir að við höfum ekki búið á sama stað nema í nokkra mánuði í einu þar til núna, en við er- um nýbúin að koma okkur fyrir í San Francisco þar sem ég mun seinna í þessum mánuði halda tónleika til- einkaða kvikmyndatónskáldinu Elmer Bernstein,“ segir Jóhann og tekur fram að þau Dyer sinni söng- kennslu samhliða öðrum störfum. „Við kennum mikið söng í gegnum Skype, sem er skemmtileg áskorun, því þá þarf að reiða sig meira á það sem maður sér en heyrir. En það er reyndar mjög hollt í allri söng- kennslu,“ segir Jóhann að lokum. „Hlakka til að syngja í Hörpu“  Jóhann Schram Reed á Kúnstpásu Morgunblaðið/Eggert Félagar Aladár Rácz og Jóhann Schram Reed á æfingu í Norðurljósum. Bandaríski myndlistarmaðurinn John Baldessari er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn áhrifa- mesti konseptlistamaður Banda- ríkjanna og hefur undanfarna hálfa öld haft mikil áhrif á þróun myndlistar í heimalandinu, sem og utan þess, bæði með verkum sín- um og rómaðri kennslu við listahá- skóla í Los Angeles. Eitt megineinkenni á listsköpun Baldessaris var húmorinn sem ætíð var undirliggjandi í verk- unum. Hann hóf ferilinn sem hálf- abstrakt málari en rúmum áratug síðar hafði hann fengið nóg af slíkri handavinnu og fór með öll sín málverk á útfararstofu og lét brenna þau. Öskuna notaði hann síðan í allra handa önnur verk en Baldesari vann í ýmiskonar miðla; vídeó, ljósmyndun, grafík, skúlp- túra, texta, innsetningar og einnig af og til málverk, og blandaði þessu saman eins og hugmynd- irnar kölluðu á. Samkvæmt The New York Times taldi hann mikil- vægt að bjarga hugmyndalistinni frá því sem hann leit á sem inn- byggðan alvarleika í stefnunni. Er honum í sömu umfjöllun eignað að hafa meira en nokkur annar mótað og rifið upp samtímalistasenuna í Los Angeles. Árið 2001 var sett upp yfirlits- sýning á verkum Baldessaris í Listasafni Reykjavíkur, í sýning- arstjórn Þorvaldar Þorsteinssonar. Meistari írónískrar konseptlistar allur Morgunblaðið/Þorkell Áhrifavaldur Listamaðurinn John Baldessari á sýningu sinni í Listasafni Reykjavíkur vorið 2001, við verk sem hann mótaði með íslensku myndefni. Íslenski dans- flokkurinn mun 21. mars flytja Black Marrow, verk Damiens Ja- lets og Ernu Óm- arsdóttur, list- ræns stjórnanda flokksins, í Queen Elizabeth Hall í London. Í umfjöllun listrýna The Guardi- an um það sem helst sé á döfinni í danslistum í Bretlandi er sérstak- lega mælt með þessari sýningu. Rifjað er upp að hluti kóreó- grafíunnar sjáist í stuttmynd tón- listarmannsins Thoms Yorkes og leikstjórans Pauls Thomas And- ersons, Anima, og nú gefist tæki- færi til að sjá verkið í heild í flutn- ingi „hins svala dansflokks frá Reykjavík“. Í því sé spurt mikil- vægra spurninga um það hversu háðir olíu mennirnir séu. Mælt með verki Jalets og Ernu Erna Ómarsdóttir Málaferlin yfir bandaríska kvik- myndaframleið- andanum Harvey Weinstein hófust í dómsal á Man- hattan í New York í gær. Ásakanir tuga kvenna á hendur Weinstein um kynferðisbrot og áreitni mörkuðu upphaf #MeToo- herferðarinnar en fyrir réttinum er kann kærður fyrir fimm brot. Þeirra alvarlegast er kæra fyrir fyrirfram undirbúna kynferðislega árás en harðasta refsing fyrir það er lífstíðarfangelsisdómur. Fyrstu vikur réttarhaldanna fara í val á kviðdómendum og geta málaferlin varað í einhverja mánuði. Málaferlin yfir Weinstein hafin Harvey Weinstein

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.