Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 16.01.2020, Blaðsíða 59
Dagskrárgerðarmenn K100 senda út frá Ítalíu Ferðalag Jón Axel og Ásgeir Páll ásamt eiginkonum sínum Maríu Johnson og Elínu Hrund Garðarsdóttur. Í loftinu Jón Axel og Ásgeir Páll saman í útsendingu á Ítalíu. Eins og áður hefur komið fram á K100 fluttist Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar á K100, tímabundið til Ítalíu í vetur og sendir þaðan út á hverjum degi. Félagi hans úr þættinum, Ásgeir Páll, ákvað að flýja vetrarhörkurnar hér á Íslandi ásamt eiginkonu sinni og heimsækja Jón á Ítalíu. Hafa þeir félagar því vaknað saman á morgn- ana þar og sent þáttinn út og ferðast svo um eftir hádegið. Það heyrir svo sem ekkert til tíðinda þegar menn fara í frí en hins vegar verður að segjast að það var ansi spaugilegt að sjá fararkost þeirra félaga í ferð sem þeir fóru á dögunum ásamt eig- inkonum sínum. Bílaleigubíll var pantaður í verkið en það vildi svo illa til að fyrir mistök var minnsti bíllinn á leigunni pantaður og þurftu þau fjögur með einhverju móti að kom- ast fyrir í honum. Engum sögum fer af þægindum í ferðinni en þau kom- ust a.m.k. á leiðarenda. Ísland vaknar er á dagskrá K100 alla virka morgna frá 6-10. Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum K100, hefur verið með útsendingar frá Ítalíu hin síðustu misseri. Mál- tækið „þröngt mega sáttir sitja“ átti svo sannarlega við þegar þeir Ásgeir Páll fóru í ferðalag um Ítalíu ásamt konum sínum. Sá minnsti Í þessum bíl máttu dagskrárgerðarmenn Ís- land vaknar og eiginkonur þeirra sitja í í fleiri klukkutíma. Innköllun hlutabréfa Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089 („SS“), gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 4. mgr. 13. gr. í samþykktum félagsins hefur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í B-deild stofnsjóðs verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Stefnt er að skráning taki gildi föstudaginn 17. apríl 2020 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma eru hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógild í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tiltekið verða öll hlutabréf SS (B-deild stofnsjóðs) tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudagsetningar er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hluta- bréfa sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá SS að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár SS, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík á netfangið hluthafaskrass@ss.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Stjórn SS hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. skuli arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., sbr. heimild í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000. Hluthafar skulu fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu og stofna vörslureikning. Reykjavík, 13. janúar 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTT LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.