Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 59

Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 59
Dagskrárgerðarmenn K100 senda út frá Ítalíu Ferðalag Jón Axel og Ásgeir Páll ásamt eiginkonum sínum Maríu Johnson og Elínu Hrund Garðarsdóttur. Í loftinu Jón Axel og Ásgeir Páll saman í útsendingu á Ítalíu. Eins og áður hefur komið fram á K100 fluttist Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum Ísland vaknar á K100, tímabundið til Ítalíu í vetur og sendir þaðan út á hverjum degi. Félagi hans úr þættinum, Ásgeir Páll, ákvað að flýja vetrarhörkurnar hér á Íslandi ásamt eiginkonu sinni og heimsækja Jón á Ítalíu. Hafa þeir félagar því vaknað saman á morgn- ana þar og sent þáttinn út og ferðast svo um eftir hádegið. Það heyrir svo sem ekkert til tíðinda þegar menn fara í frí en hins vegar verður að segjast að það var ansi spaugilegt að sjá fararkost þeirra félaga í ferð sem þeir fóru á dögunum ásamt eig- inkonum sínum. Bílaleigubíll var pantaður í verkið en það vildi svo illa til að fyrir mistök var minnsti bíllinn á leigunni pantaður og þurftu þau fjögur með einhverju móti að kom- ast fyrir í honum. Engum sögum fer af þægindum í ferðinni en þau kom- ust a.m.k. á leiðarenda. Ísland vaknar er á dagskrá K100 alla virka morgna frá 6-10. Jón Axel Ólafsson, einn af þáttastjórnendum K100, hefur verið með útsendingar frá Ítalíu hin síðustu misseri. Mál- tækið „þröngt mega sáttir sitja“ átti svo sannarlega við þegar þeir Ásgeir Páll fóru í ferðalag um Ítalíu ásamt konum sínum. Sá minnsti Í þessum bíl máttu dagskrárgerðarmenn Ís- land vaknar og eiginkonur þeirra sitja í í fleiri klukkutíma. Innköllun hlutabréfa Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf., kt. 600269-2089 („SS“), gerir kunnugt að með heimild í 2. mgr. 27. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög og 4. mgr. 13. gr. í samþykktum félagsins hefur hún tekið ákvörðun um að hlutabréf í B-deild stofnsjóðs verði tekin til rafrænnar skráningar í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. Stefnt er að skráning taki gildi föstudaginn 17. apríl 2020 kl. 9.00 árdegis. Frá þeim tíma eru hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu ógild í samræmi við heimild í ákvæði til bráðabirgða nr. II í lögum nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa, sbr. 6. gr. laga nr. 32/2000, um breytingar á ýmsum lögum vegna tilkomu rafrænnar eignarskráningar á verðbréfum, og reglugerð nr. 397/2000, um rafræna eignarskráningu verðbréfa í verðbréfamiðstöð. Nánar tiltekið verða öll hlutabréf SS (B-deild stofnsjóðs) tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudagsetningar er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hluta- bréfa sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá SS að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár SS, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík á netfangið hluthafaskrass@ss.is. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, sbr. 10. gr. laga nr. 131/1997 um rafræna eignarskráningu verðbréfa, innan þriggja mánaða frá síðari birtingu innköllunar þessarar í Lögbirtingablaði. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Stjórn SS hefur ákveðið að eftir að innköllunarfrestur er liðinn og rafræn skráning á ofangreindum hlutabréfum hefur átt sér stað í kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf. skuli arðgreiðslur til hluthafa einungis fara fram í gegnum kerfi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., sbr. heimild í 4. tölul. 54. gr. reglugerðar nr. 397/2000. Hluthafar skulu fela reikningsstofnun sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. umsjón með eignarhlut sínum í félaginu og stofna vörslureikning. Reykjavík, 13. janúar 2020. Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf. JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI jeep.is AFMÆLISTILBOÐ VERÐ FRÁ: 10.390.000 KR. AFMÆLISTILBOÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTT LISTAVERÐ VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.