Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 1 8. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  15. tölublað  108. árgangur  Hamingjaog harmur Íslensk Armanifyrirsæta Á leiksviði og í lífinu sjálfu má finna stórar tilfinningar, hamingju og harm. Leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir segir leikhúsið bæði hættulegt og heilandi en vill hvergi annars staðar vera. Hún nýtur sín vel sem leikkona, leikstjóri og framleiðandi. Sjónvarpsserían Fangar hefur nú verið seld til Hollywood. 12 19. JANÚAR 2020SUNNUDAGUR Ekkert starf stendurhjartanu nær Arnaldur KarlEinarssonsýndi nýjuherralínuArmanií Mílanó. 18 Þórhildur Líndal var fyrstiumboðsmaður barna. 20 EftirmálarsnjóflóðsinsRagnar Axelsson ljósmyndarivar á ferð á Vestfjörðum fyrirhelgi og myndaði eftirmálasnjóflóðsins. 6-11 FRÁ TÓNLIST TIL MIÐALDA- FRÆÐANNA CYBER OG HATARI Í FERÐALAG HRUN MENNINGAR 44ÓTTAR FELIX SJÖTUGUR 38 Mjög alvarlegt slys varð í Hafnar- firði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar bifreið fór fram af Óseyrar- bryggju og hafnaði í sjónum. Þrír voru í bílnum og náðust þeir út og voru fluttir á slysadeild en lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu sagð- ist í gærkvöldi ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu. Lögregla, sjúkralið og slökkvilið voru kölluð út vegna slyssins. Þá voru fimm kafarar frá séraðgerða- deild Landhelgisgæslunnar kallaðir út samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. Alvarlegt slys í Hafnarfjarðarhöfn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Aðgerðir Kafarar að störfum í Hafnarfjarðarhöfn í gærkvöldi. Sjónvarpsserían Fangar er fyrsta ís- lenska serían sem verður endurgerð í Hollywood, en rétturinn var nýlega seldur þangað, að sögn Unnar Aspar Stefánsdóttur, leikara og eins fram- leiðanda Fanga. Unnur greinir frá þessum tíðind- um í viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. „Stærsta verkefnið mitt hingað til er Fangar, sem var áratug í vinnslu, en við Nína Dögg Filippusdóttir unn- um það saman, ásamt frábærum hópi fólks. Og það er gaman að segja frá því að nú erum við heldur betur að uppskera. Það er búið að skrifa undir samning og er þetta fyrsta íslenska serían sem er endurgerð í Holly- wood,“ segir hún og brosir út að eyr- um. Unnur segir málið enn á frumstigi og segist enn ekki vita hvort íslenska teymið komi að seríunni á einhvern hátt erlendis. „Það er allt opið. Þetta er rosa stórt! Mjög stór nöfn koma að þessu sem við megum ekki greina frá strax. Og þetta sem byrjaði bara sem hug- mynd þegar við Nína vorum að láta okkur leiðast í fæðingarorlofi!“ Fangar til Hollywood  Búið að skrifa undir  Stór nöfn koma að seríunni Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir Frægð Sjónvarpsserían Fangar hef- ur verið seld til Hollywood. Íbúar á Flateyri segjast finna fyrir óvissu og öryggisleysi eftir að í ljós kom, er á reyndi, að snjóflóðavarnargarðar ofan við þorpið reynd- ust ekki sú vörn sem talið var. „Ég er í áfalli yfir því að hafa ekki vitað að höfnin væri hættusvæði og eins því að hún var óvarin fyrir snjóflóðum,“ segir Guðrún Páls- dóttir. Hún á hlut í fjölskyldufyrirtækinu Hlunnum, sem gerði út Blossa ÍS. Báturinn sökk ásamt þremur öðrum í snjóflóðinu á þriðjudag. Það að varnargarðarnir hafi ekki varið höfn bæjarins eru þó ekki ný sannindi, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra Ísafjarðar. Hann segir að Flateyringar og Ön- firðingar, sem tengjast sjávarútvegi, hafi ekki legið á þeirri skoðun sinni á sínum tíma að verja þyrfti höfnina fyrir snjóflóðum og ljóst að nú verði að gera nýtt hættumat. Sýrlendingurinn Tojan Al Nashi hefur búið á Flateyri í tvö ár, en hann var einn þeirra sem tóku þátt í að grafa Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf úr flóðinu. Fjölskyldan flúði stríðið í Sýr- landi fyrir tveimur árum, og segist Tojan þau hafa talið sig vera örugg hér. „Auðvitað vekur svona lagað spurningar en við stefnum ótrauð á að búa áfram á Íslandi. Hér líður okkur vel.“ Morgunblaðið/RAX Flateyri Vinkonurnar María Kristjánsdóttir og Zuzanna Majewska á Flateyri lyfta upp hjörtum úr snjó sem minna á að sjaldan er samtakamáttur fólks jafnmikill og þegar áföll dynja á. Öryggisleysi eftir snjóflóðin  Flateyringar upplifa óvissu  Vissi ekki að höfnin væri hættusvæði  Sýrlendingur sem flúði stríðið segir sláandi að horfa á eyðilegginguna  Bæjarstjóri og lögregla boðað til íbúafunda eftir helgi MSnjóflóðin … »4, 9 og sunnudagsblað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.