Morgunblaðið - 18.01.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Gera atlögu að stóru forgangsmáli
Fundað stíft yfir alla helgina til að reyna að ná samkomulagi um vinnutímamál vaktavinnufólks
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Kraftur hefur verið settur í kjaravið-
ræður um styttingu vinnuvikunnar
fyrir vaktavinnufólk og er stefnt að
því að reyna að leiða þau mál til lykta
með stífum fundarhöldum yfir alla
helgina.
Samningaviðræður opinberra
starfsmanna við ríkið, Reykjavíkur-
borg og Samband íslenskra sveitar-
félaga hafa ekki síst strandað á
ágreiningi um fyrirkomulag vakta-
vinnu á umliðnum vikum og mánuð-
um. Náist niðurstaða í þessu máli eins
og stefnt er að gæti það greitt fyrir
viðræðum í fjölda kjaradeilna sem
enn eru óleystar.
,,Við upplifum að það sé komast
gangur í þennan þátt viðræðnanna,“
sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, for-
maður BSRB, í gær „Við sitjum núna
við og það er búið að taka frá daginn í
dag og bæði laugardaginn og sunnu-
daginn. Við erum sammála um að við
ætlum að reyna að gera atlögu að því
að klára umræðuna um styttingu
vinnuvikunnar í vaktavinnu,“ segir
Sonja Ýr.
Leitað hefur verið leiða til að ná
samkomulagi um fyrirkomulag
vaktavinnu og starfskjör vaktavinnu-
fólks í starfshópi fulltrúa BSRB,
BHM, Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og Eflingar með viðsemj-
endum hjá ríki, borg og Sambandi ísl.
sveitarfélaga á undanförnum vikum
og nú er loks komin hreyfing á þau
mál.
Sonja Ýr segir aðspurð að samhliða
séu samtöl í gangi varðandi aðra
þætti kjaraviðræðna en allir séu sam-
mála um að þetta mál sé eitt af for-
gangsmálunum og þess vegna sé lögð
hvað mest vigt á það.
Í umfjöllun á vef BSRB í gær er
minnt á að öðrum stórum málum sé
einnig ólokið, til dæmis kröfum um
jöfnun launa milli markaða, launaþró-
unartryggingu og fleiri málum sem
BSRB og aðildarfélög bandalagsins
hafi lagt áherslu á í kjaraviðræðun-
um. Þá eigi eftir að ræða launahækk-
anir, sem eru ekki á sameiginlegu
borði BSRB heldur á forræði ein-
stakra aðildarfélaga.
„Allir tilbúnir í aðgerðir“
Í pistli á vef Sameykis, stærsta
stéttarfélags opinberra starfsmanna,
segir að árangur kjaraviðræðna fé-
lagsins við ríki, sveitarfélög, Strætó,
Orkuveituna og Isavia undanfarna
daga hafi verið æði misjafn. Nú verði
atlaga gerð yfir helgina í vinnuhópi
um styttingu vinnuvikunnar hjá
vaktavinnufólki. Félagið muni ekki
skrifa undir samninga nema vakta-
vinnufólkið fái sitt.
„Í ljósi þess hve samningaviðræð-
urnar hafa tekið langan tíma og
hversu mikillar óþolinmæði gætir í
okkar hópi þá höfum við hafið funda-
herferð og höfum heimsótt nokkra
stærstu vinnustaðina undanfarna
daga. Á fundunum hefur verið rætt
um stöðuna í kjaraviðræðunum og af-
stöðu félagsfólks til mögulegra að-
gerða til þess að þrýsta á um að samn-
ingar náist. Það er áberandi að hvort
sem rætt er við fólk á Landspítala,
Sjúkratryggingum, félagsfólk okkar í
grunnskólum eða á Höfðatorgi, það
eru allir tilbúnir í aðgerðir,“ segir þar.
Erla María Markúsdóttir
Jóhann Ólafsson
Fjórir erlendir ferðamenn eru alvar-
lega slasaðir eftir að jeppi og jepp-
lingur skullu saman við Háöldukvísl
á Skeiðarársandi, miðja vegu milli
Núpsstaðar og Skaftafells, á öðrum
tímanum í gær. Svo virðist sem öðr-
um bílnum hafi verið ekið yfir á öf-
ugan vegarhelming og hann lent
framan á hinum bílnum, sem kom úr
gagnstæðri átt. Flughált var á svæð-
inu og hvasst, en skyggni ágætt.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu eru ferðamennirnir frá Frakk-
landi og Suður-Kóreu, og eru þrjú
hinna alvarlega slösuðu börn á aldr-
inum 5-10 ára sem öll voru í öðrum
bílnum. Beita þurfti klippum til að
ná þeim fjórða, sem er fullorðinn, út
úr bílnum og tók það töluverðan
tíma, að sögn Gríms Hergeirssonar,
starfandi lögreglustjóra á Suður-
landi.
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunn-
ar voru kallaðar á vettvang, en um
borð voru tveir læknar, hjúkrunar-
fræðingar og bráðatæknar, auk
hefðbundinnar áhafnar Landhelgis-
gæslunnar. Voru farþegarnir fluttir
á Landspítala í Reykjavík. Auk
þeirra fjögurra, sem eru alvarlega
slasaðir, voru þrír minna slasaðir
einnig fluttir með sjúkrabíl til borg-
arinnar, til eftirlits á bráðadeild.
Er Morgunblaðið talaði við Jón
Magnús Kristjánsson, yfirlækni
bráðalækninga á Landspítala, í gær-
kvöldi voru farþegarnir fjórir enn á
gjörgæsludeild en hann sagði of
snemmt að segja til um hvort ein-
hverjir þeirra væru í lífshættu.
Jón Magnús sagði að sjúklingar
hefðu verið færðir til innan spítalans
þannig að pláss væri á bráðamót-
tökunni til að taka á móti hinum
slösuðu. Þá hefði verið tekin um það
ákvörðun fyrir hálfum mánuði að
opna rými á efri hæð bráðamót-
tökunnar og af þeim sökum hefði
verið hægt að takast á við þetta hóp-
slys með eðlilegum hætti.
Hópslysaáætlun almannavarna
var virkjuð og var vegurinn um
Skeiðará lokaður í um fjórar klukku-
stundir. Rauði kross Íslands opnaði
um stund fjöldahjálparmiðstöð á
Kirkjubæjarklaustri, en þar var 17
farþegum í rútu, sem kom að slys-
inu, veitt áfallahjálp, áður en hóp-
urinn hélt áfram leiðar sinnar.
Fjórir slösuðust
alvarlega í bíl-
slysi við Skeiðará
Þrjú börn eru meðal hinna slösuðu
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Alvarlegt slys Lögregla og björgunarsveitir að störfum við Skeiðará í gær þar sem harður árekstur varð.
Í bílskúr í Vestmannaeyjum hefur
ungur fálki fengið skjól. Fálkinn, sem
hefur fengið nafnið Sindri, fannst
niðri á bryggju í bænum fyrir fimm
dögum, blautur og hrakinn. „Pabbi er
lögregluþjónn í bænum og var á vakt
þegar hann fann fálkann niðri á
bryggju. Hann hafði fengið grút á sig
og flughæfnin var algjörlega farin,“
segir Ágúst Halldórsson, sem hefur
séð um fuglinn síðan.
Sindri er evrópskur förufálki, en
talið er að hann hafi komið hingað til
lands með fiskiskipi. Í gær vó Sindri
850 grömm, en fálkar af hans tegund
vega jafnan um 1.200 grömm.
Síðustu daga hefur Sindri verið í
góðu yfirlæti á heimili Ágústs og fjöl-
skyldu. „Ég byrjaði á að gefa honum
rib-eye steik og síðan hefur hann
fengið gæsabringu og fleira,“ segir
Ágúst. Í gær var svo komið að þvotti
og segir Ágúst að hann hafi notið lið-
sinnis Margrétar Lilju Magnús-
dóttur hjá Sealife, eins helsta sér-
fræðings landsins í fuglaþrifum.
Ágúst segir að þrifin hafi gengið vel,
en þó þurfi að þrífa fálkann aftur síð-
ar til að ná grútnum endanlega af.
Ágúst segir að Sindri sé gæfasta
villta dýr sem hann hefur komist í
kynni við, og láta heimilismenn vel af
honum. „Ég held að við þurfum að
hafa hann hér fram á sumar til að
leyfa honum að jafna sig, en konan er
reyndar ekki alveg sammála.“
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Þvottur Sindri fálki var ljúfur sem lamb þegar kom að þvotti í gær. Að launum fékk hann lundapysju í kvöldmat.
Förufálki í góðu yfirlæti í Eyjum
Forseti Mannréttindadómstóls
Evrópu hefur hafnað ósk Sigríðar
Andersen, fyrrverandi dóms-
málaráðherra, um að koma á fram-
færi sjónarmiðum sínum í máli á
hendur íslenska ríkinu sem rekið
er fyrir yfirdeild dómsins.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Sigríður að sér hefði þótt eðlilegt
að fá að skýra frá sinni hlið með
greinargerð í ljósi þess að fjallað sé
um hana í „annarri hverri máls-
grein“ í málflutningi lögmanns
sækjanda, Vilhjálms H. Vilhjálms-
sonar. Sjónarmið hennar muni þó
engu að síður koma fram í mál-
flutningi ríkisins, segir Sigríður, en
hún hefur sent ríkislögmanni yfir-
lýsingu, að hans ósk, þar sem farið
er yfir málavöxtu. »10-11
Sigríður fær ekki að svara fyrir sig