Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS
MARRAKESH
VERÐ FRÁ137.900 KR.
ÁMANNM.V. TVO FULLORÐNA
17. - 23. APRÍL
6. NÆTUR, 7. DAGAR
Flygildi með LIDAR-mæli var flog-
ið yfir snjóflóðin við Flateyri í gær.
Gert verður landlíkan út frá mæl-
ingunum og
þannig fæst rúm-
mál snjóflóð-
anna, að sögn
Hörpu Gríms-
dóttur, hópstjóra
ofanflóðavökt-
unar Veðurstof-
unnar.
Flateyringar
hafa gagnrýnt að
höfnin hafi ekki
verið varin fyrir
snjóflóðum. „Þessi varnargarður er
ekki hannaður til að verja höfnina.
Hann er hannaður til að verja
íbúðabyggðina en ekki smábáta-
höfnina,“ sagði Harpa.
„Það að varnargarðurinn ofan
við Flateyri sé ekki ætlaður til að
verja höfnina eru ekki ný sann-
indi,“ sagði Guðmundur Gunn-
arsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar. Hann sagði að Flateyringar
og Önfirðingar, einkum þeir sem
tengjast sjávarútvegi, hafi farið
fram á það á sínum tíma að höfnin
yrði varin fyrir snjóflóðum. Þeir
hafi ekki legið á þeirri skoðun sinni.
Hann sagði að gera þyrfti nýtt
hættumat.
Að sögn Veðurstofunnar flæddu
snjóflóðin úr Innra-Bæjargili og
Skollahvilft yfir leiðigarðana ofan
Flateyrar á löngum köflum. Mikill
flóðsnjór er ofan við þvergarðinn á
milli leiðigarðanna. Neðan við þver-
garðinn eru flóðtungur innan við
báða leiðigarðana. Þar hefur snjór-
inn gusast yfir leiðigarðana og líka
að einhverju leyti flætt yfir þver-
garðinn eftir að hafa farið yfir leiði-
garðana ofar. Flóðin virðast hafa
gusast yfir garðana á talsverðri
ferð. Flóðin eru tiltölulega þunn á
milli garðanna og neðan þvergarðs-
ins, víðast hálfur til einn metri að
þykkt. Með görðunum að utanverðu
eru þykkar hrannir af flóðsnjó, víða
margra metra þykkar. Doppler-
ratsjá á Skollahvilftargarðinum
mældi hraða flóðsins áður en það
skall á honum og var hann 45-60
m/s eða 150-200 km/klst. Snjóflóð-
in tvö eru með þeim allra stærstu
sem skollið hafa á leiðigörðum í
heiminum. gudni@mbl.is
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Flateyri
Snjófl óð úr
Innra-Bæjargili
14. jan. kl. 23.03
Varnar-
garðar
Snjófl óðin
á Flateyri
Snjófl óð úr
Skollahvilft
14. jan. um kl. 23.10
Snjófl óðið
26. okt. 1995
Innra-Bæjargil
Skollahvilft
Höfnin
Heimild: Veðurstofan
Snjór yfir garðana
á löngum köflum
Varnargarðarnir verja byggðina
Harpa
Grímsdóttir
„Ég er í áfalli yfir því að hafa ekki
vitað að höfnin var hættusvæði og
eins því að hún var óvarin fyrir snjó-
flóðum,“ sagði Guðrún Pálsdóttir á
Flateyri.
Hún á hlut í fjölskyldufyrirtækinu
Hlunnum ehf. sem gerði út Blossa
ÍS. Hann sökk ásamt þremur öðrum
í snjóflóðinu á þriðjudagskvöld.
Tveir til viðbótar strönduðu. Blossi
ÍS útvegaði sex til sjö manns vinnu.
Áform um gerð snjóflóðavarnar-
garða til að verja Flateyri voru
kynnt á íbúafundi nokkru eftir snjó-
flóðið mannskæða 1995.
„Ég benti á það á fundinum að ef
það kæmi hamfaraflóð, eins og 1995,
þá færi það beina leið í smábátahöfn-
ina. Mér var svarað því að kæmi flóð
mundi litla lónið, sem svo er kallað,
taka við því. Ég var ekki sátt og mót-
mælti þessu,“ sagði Guðrún. „Ég
spurði í framhaldinu hvort bátarnir
væru tryggðir fyrir snjóflóðum. Þá
var hlegið að mér. Þetta rifjaðist allt
upp nú þegar báturinn minn fór.“
Ótti Guðrúnar reyndist ekki
ástæðulaus. Hún segir ljóst að bát-
urinn sigli aldrei meir, allavega ekki
hjá þeim. „Það er sorglegt að missa
svona mikið gæfuskip. Báturinn var
tryggður en við vorum ekki með
rekstrarstöðvunartryggingu. Við
urðum fyrir svakalegu tjóni.“
Neyðarviðvörunarkerfi var um
borð í Blossa ÍS. „Klukkan 23 sendi
tækið að það væri eldur í vélarrúmi
og eldur í stýrishúsinu. Ég hringdi í
tengdason minn og bað hann að fara
niður á bryggju því það væri kviknað
í Blossa. Maðurinn minn fór líka.
Þegar þeir komu þangað blasti það
við þeim að allt var farið.“
Guðrún kveðst finna til mikils ör-
yggisleysis. Höfnin og bátarnir hafi
verið flóttaleið yfir að Holti þegar
Flateyrarvegur er ófær. Nú sé ljóst
að ekki sé hægt að treysta á hana því
höfnin sé óvarin. gudni@mbl.is
Finnur til öryggisleysis
vegna skorts á vörnum
Höfnin á Flateyri óvarin Öryggishlekkur brostinn
Morgunblaðið/RAX
Flateyri Guðrún Pálsdóttir sagði Flateyringa hafa treyst á höfnina og bátana sem flóttaleið þegar vegurinn lokast.
Morgunblaðið/RAX
Í kafi Mikill snjór er á Flateyri en unnið var að því í gær að ryðja götur.
Snjóflóðin á Vestfjörðum
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ og
lögreglustjórinn á Vestfjörðum
hafa boðað til íbúafunda vegna
snjóflóðanna á Flateyri og í Súg-
andafirði.
Íbúafundur á Flateyri verður
haldinn á mánudag klukkan 17 í
Félagsbæ og fundur á Suðureyri
verður sama dag klukkan 20 í fé-
lagsheimilinu. Á þriðjudagskvöld
verða fundir á Ísafirði klukkan 17
og Súðavík klukkan 20.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Náttúru-
hamfaratrygginga Íslands, og
Tómas Jóhannesson, fagstjóri hjá
Veðurstofunni, munu hafa fram-
sögu á fundinum, auk bæjar-
stjóra.
Þá munu fulltrúar Ofanflóða-
sjóðs, Heilbrigðisstofnunar Vest-
fjarða, Rauða krossins, almanna-
varnadeildar ríkislögreglustjóra,
Landsbjargar og fleiri sitja fyrir
svörum.
Funda með íbúum
vegna snjóflóðanna