Morgunblaðið - 18.01.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Lögfræðingar sem Morgunblaðið
ræddi við telja athyglisvert að Róbert
Spanó skuli vera dómari í undirrétti og
yfirrétti Mannréttindadómstóls
Evrópu (MDE) í landsréttarmálinu.
Með því er farið að reglum dóm-
stólsins, nánar tiltekið d-lið 24 greinar.
Segir þar að í yfirrétti skuli ekki sitja
dómarar sem sátu í undirrétti þegar
sama mál var tekið fyrir. Undantekn-
ingin sé forseti undirréttarins og dóm-
arinn sem sat fyrir hönd ríkisins sem í
hlut átti.
Vísað til réttarins til
réttlátrar málsmeðferðar
Belginn Paul Lemmens var forseti
undirréttarins sem felldi dóm í lands-
réttarmálinu 12. mars í fyrra. Lemm-
ens skilaði ásamt öðrum dómara sér-
áliti en þeir lýstu sig ósammála
meirihlutanum í málinu. Sem kunnugt
er taldi meirihlut-
inn að slíkir ann-
markar væru á
skipan dómara í
landsréttarmálinu
að það varðaði brot
á réttinum til rétt-
látrar málsmeð-
ferðar.
Vísaði meirihlut-
inn til 1. málsgrein-
ar 6. greinar mann-
réttindasáttmála Evrópu um réttinn til
réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.
„Þegar kveða skal á um réttindi og
skyldur manns að einkamálarétti eða
um sök, sem hann er borinn um refsi-
vert brot, skal hann eiga rétt til rétt-
látrar og opinberrar málsmeðferðar
innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum
og óvilhöllum dómstóli,“ segir í 1. máls-
greininni.
Hún er efnislega samhljóða 70. grein
stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öll-
um ber réttur til að fá úrlausn um rétt-
indi sín og skyldur eða um ákæru á
hendur sér um refsiverða háttsemi
með réttlátri málsmeðferð innan hæfi-
legs tíma fyrir óháðum og óhlutdræg-
um dómstóli.“
Athyglisverð mótsögn
Íslenskur fræðimaður í lögfræði
féllst á að ræða málið undir nafnleynd.
Málið væri athyglisvert.
„Ég tel að þetta sé ekki í samræmi
við þær hefðir sem við byggjum á hér.
Mannréttindadómstóllinn er augljós-
lega ekki hefðbundinn dómstóll. Mér
finnst þetta orka mjög tvímælis, svo
ekki sé meira sagt, að sami maður sem
væntanlega hefur samið atkvæðið í
fyrri umferð sitji svo aftur í málinu
sem þá væntanlega sérfróður um mál-
efni íslensks réttarkerfis og eigi þá
aftur að hafa mögulega aðkomu að því
hver niðurstaðan verður. Ef maður
væri málsaðili og hefði verulega hags-
muni af niðurstöðu svona dóms þá liði
manni ekkert vel með þetta. Það má
skoða ákvæði í mannréttindasáttmál-
anum og mannréttindaákvæðum
stjórnarskrárinnar um að allir eigi rétt
á að fá úrlausn sinna mála fyrir óhlut-
drægum dómstóli. Getur hann í ljósi
þeirrar gagnrýni sem hefur komið
fram talist óhlutdrægur, eða er hann
kominn í þá stöðu að hann þarf að verja
fyrri niðurstöðu? Þetta er mannrétt-
indadómstóll. Er hann eini dómstóllinn
sem myndi þá leyfast að setja málin
upp með þessum hætti? Þ.e.a.s. að
málsaðilar geti sagt með allgóðum rök-
um að þeir telji að þeir séu ekki að fá
málið flutt fyrir óvilhöllum dómstól. Ef
málið yrði flutt fyrir Landsrétti [sem
er áfrýjunardómstóll] yrðu höfð uppi
andmæli gegn þessu út frá ákvæðum í
mannréttindasáttmálum og stjórnar-
skrá. Má þá ekki gera það í tilviki sjálfs
Mannréttindadómstólsins? Þetta er
mjög skrítið,“ sagði fræðimaðurinn um
málið. Það væri „meiriháttar réttar-
öryggismál“ að fá álit nýrra dómara við
áfrýjun máls.
Annar lögfræðingur sem Morgun-
blaðið ræddi við lýsti efnislega sömu
sjónarmiðum. Það væri einkennileg
regla að sami dómari og sat á fyrra
dómstigi skuli sitja áfram þegar máli
sé skotið til yfirréttar. Það gildi einu
þótt hann verði einn sautján dómara.
Seta Róberts Spanó í
yfirrétti vekur athygli
Bent er á ákvæði um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar
Ljósmynd/MDE
Í Strassborg Yfirréttur Mannréttindadómstóls Evrópu mun taka fyrir
landsréttarmálið 5. febrúar. Sautján dómarar munu sitja í réttinum.
Róbert
Spanó
Ragnar Aðalsteinsson hæsta-
réttarlögmaður segir aðspurður
það koma sér spánskt fyrir sjónir
að Róbert Spanó skuli verða dóm-
ari á báðum dómstigum Mannrétt-
indadómstóls Evrópu (MDE) í
landsréttarmálinu.
„Það verður að viðurkennast að
okkur þykir það frekar sérkenni-
legt. En ég hygg að rökin þar að
baki séu í fyrsta lagi þau að það
verður að vera einhver frá því
landi sem á aðild að málinu. Hann
er náttúrlega eini íslenski dóm-
arinn í dómstólnum. Stundum hef-
ur að vísu verið settur dómari ad
hoc, eins og kallað er, til þess að
sitja í einstökum málum. En jafn-
framt tel ég ekki ótrúlegt að þetta
sé gert til að tryggja tengsl milli
undirréttarins í landsréttarmálinu
ekki hafa komið sér á óvart.
„Ég hafði fylgst með dómum
sem höfðu gengið bæði hjá
Evrópudómstólnum, á vegum
Evrópusambandsins, og hjá EES-
dómstólnum [EFTA-dómstólnum].
Þannig að þetta kom mér ekkert á
óvart. Mér fannst þetta vera í
beinu framhaldi af því að leggja
áherslu á að draga sem mest úr
pólitískum afskiptum af skipun
dómara,“ segir Ragnar.
Róbert Ragnar Spanó var skip-
aður dómari við MDE í júní 2013.
Hann varð í apríl í fyrra annar
tveggja varaforseta dómstólsins.
Róbert var áður meðal annars
forseti lagadeildar Háskóla Ís-
lands.
málanna á fyrra
dómstiginu og
því síðara.“
– Er heppilegt
að sami maður
sitji á báðum
dómstigum, sé
litið svo á að
verið sé að áfrýja
málinu?
„Svona al-
mennt séð er það ekki heppilegt.
Þarna kann hins vegar að vera
fyrir hendi nauðsyn til að tryggja
samfelluna í málsmeðferðinni. Að
þar sé þessi Íslendingur sem
tryggir að ekki sé neinn misskiln-
ingur varðandi íslenskan rétt,“
segir Ragnar.
Hann segir aðspurður dóm
Óheppileg þátttaka á báðum dómstigum
RAGNAR AÐALSTEINSSON TELUR ÞÖRF Á SAMFELLU EIGA HLUT AÐ MÁLI
Ragnar
Aðalsteinsson
www.efling.is
Rafræn atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar félags-
manna í Eflingu-stéttarfélagi sem starfa hjá Reykjavíkurborg
hefst kl. 12:00 þriðjudaginn 21. janúar 2020 og lýkur kl. 12:00
sunnudaginn 26. janúar 2020.
Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna Eflingar sem vinna hjá
Reykjavíkurborg skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar-
stéttarfélags sem rann út þann 31. mars 2019.
Vinnustöðvunin tekur til allra þeirra starfa sem unnin eru sam-
kvæmt ofangreindum samningi.
Vinnustöðvunin er með þeim hætti að félagsmenn leggja niður
vinnu annars vegar tímabundið á tilgreindum dögum og hins vegar
ótímabundið frá tiltekinni dagsetningu.
Þriðjudagur 4. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.
Fimmtudagur 6. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
Þriðjudagur 11. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59.
Miðvikudagur 12. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
Fimmtudagur 13. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59.
Mánudagur 17. febrúar 2020:
Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það.
Atkvæðisrétt eiga félagsmenn Eflingar sem vinna hjá Reykjavíkur-
borg.
Telji einhver sig eiga atkvæðisrétt en er ekki á kjörskrá eða fái
einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki senda tilkynningu
um atkvæðagreiðsluna, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu
Eflingar fram til loka kjörfundar, og ef við á fengið sig færðan á
kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram nauðsyn-
leg gögn.
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags
hjá Reykjavíkurborg
Atkvæðagreiðsla
um verkfallsboðun