Morgunblaðið - 18.01.2020, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Lariat Sport
Litur: Magnetic/ Svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque
Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up-
phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver alert og distronic,
Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél.
VERÐ
11.390.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö,
togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology
pakki. 35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn-
davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í
öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat
Litur: Platinumhvítur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Helstu göngu- og hjólastígar höfuð-
borgarinnar hafa nú fengið nöfn,
rétt eins og götur borgarinnar.
Á fundi í skipulags- og samgöngu-
ráði í vikunni var samþykkt tillaga
nafnanefndar um nöfn stíganna.
Nöfnin eru þessi:
Mánaleið heitir stígurinn með-
fram Sæbraut.
Sólarleið heitir stígurinn sem
liggur meðfram Ægisíðu og í gegn-
um Fossvog inn í Elliðaárdal.
Árleið heitir stígurinn í gegn-
um Elliðaárdalinn.
Kelduleið heitir stígurinn sem
liggur frá Sæbraut, í gegnum Geirs-
nef, og svo á Vesturlandsvegi inn í
Mosfellsbæ.
Eyjaleið heitir stígurinn sem
liggur frá Bryggjuhverfi, í gegnum
Grafarvoginn og til Mosfellsbæjar,
meðfram sjónum.
Bæjarleið heitir stígurinn sem
liggur frá Nauthólsvík, meðfram
Öskjuhlíð og niður í miðbæ Reykja-
víkur.
Í nafnanefnd sitja Ármann
Jakobsson, Guðrún Kvaran og
Nikulás Már Másson. Fulltrúar
meirihlutaflokkanna í ráðinu bókuðu
að rétt eins og götur og vegir hefðu
nöfn væri eðlilegt að stígar sem ætl-
aðir væru gangandi og hjólandi
hefðu nöfn. „Vel hefur tekist til að
okkar mati. Sex ný, falleg nöfn bæt-
ast nú við á stígakort Reykjavíkur.“
Nafnanefnd fjallaði enn fremur
um tillögu frá Hólmfríði Þ. Larsen,
dóttur Ketils Larsen fjöllistamanns,
sem lést í apríl
2018. Hólmfríður
gerði það að til-
lögu sinni að litla
„eyjan“ í Úlfarsá
við Vesturlands-
veg fengi nafnið
Ketilsey. Ketill
bjó að Engi við
Vesturlandsveg.
„Hann ræktaði
upp þessa „eyju“ og þótti af-
skaplega vænt um hana,“ segir
Hólmfríður.
Nafnanefndin bendir á að heitið
Ketilsey sé þegar til í Breiðafirði.
Gerir nafnanefndin ekki athuga-
semd við það, fyrir sitt leyti, að um-
rædd „eyja“ verði nefnd Ketils-
hólmi. Féllst skipulags- og
samgönguráð á þessa tillögu.
Morgunblaðið/Hari
Hefur fengið nafn Sólarleið heitir stígurinn sem liggur meðfram Ægisíðu og í gegnum Fossvog inn í Elliðaárdal.
Helstu göngustígar í borg-
inni hafa nú fengið nöfn
Litla „eyjan“ í Úlfarsá var nefnd í höfuðið á Katli Larsen
Ketill Larsen
ÚR BÆJARLÍFINU
Sigurður Ægisson
Siglufjörður
Siglfirðingar eru orðnir lang-þreyttir á því að komast ekkiburt úr plássinu nema endr-
um og sinnum yfir vetrartímann
þótt einhver óveður geri með of-
ankomu og öðrum leiðindum. Síð-
ustu vikur hafa verið einstaklega
hvimleiðar. Og ekki bætti rafmagns-
leysið þetta. Siglufjarðarvegi er iðu-
lega lokað, sem reyndar er vel, og
eins er með Ólafsfjarðarveg, því
báðir geta verið stórhættulegir ef
eitthvað er af snjó uppi í fjöllunum.
Æ fleiri eru því teknir að spyrja
út í loftið hvenær göng verði boruð
úr austri yfir að Dalvík, því fyrir-
huguð breikkun Múlaganga leysir
ekki nema hluta vandans, og úr
vestri í Fljótin, úr Hólsdal yfir í
Nautadal, með innkomu nærri
Ketilási, eða þá aðeins norðar, úr
Skarðsdal með útkomu við Hraun.
Vegurinn um Almenningana er kafli
út af fyrir sig og bara tímaspursmál
hvenær þar gerist eitthvað sem eng-
inn þorir að hugsa til enda.
Átta bæir á Íslandi teljast enn
sem hættusvæði í C-flokki þegar
kemur að snjóflóðum, en það er sá
flokkur sem mest þörf er á að
byggja upp varnir í. Þetta eru
Bíldudalur, Eskifjörður, Hnífsdalur,
Neskaupstaður, Patreksfjörður,
Seyðisfjörður, Siglufjörður og
Tálknafjörður. Vinnunni átti að
ljúka árið 2010. Að sögn væri hægt
að klára dæmið á áratug ef lands-
yfirvöld hysjuðu nú upp um sig.
Sólardagurinn nálgast og það
léttir vissulega brúnina. Sú gula lét
sig hverfa á bak við fjöllin í suðri 15.
nóvember en fer á ný að varpa
geislum sínum yfir Ráðhústorgið 28.
janúar næstkomandi. Þá er stutt í
vorið.
Margar bækur komu út á síð-
asta ári, einkum á seinni hluta þess,
og var jafnvel talað um metfjölda
hvað þetta varðaði, ef undirritaður
man rétt. Sumar þóttu merkilegri
en aðrar og var hampað sem því
nam, eins og gengur. Sú fallegasta,
bæði að innihaldi og útliti, fór þó
hljóðlega um í jólabókaflóðinu.
Barst ekki mikið á. Lágstemmd
rödd hennar varð undir í þeim há-
vaða öllum. Hún lætur reyndar ekki
mikið yfir sér, er ekki nema rúmar
10 blaðsíður, en þeim mun áhrifa-
ríkari eru fyrir vikið myndirnar og
orðin sem hún geymir.
Bókin er eftir Særúnu Hlín
Laufeyjardóttur og er tileinkuð
minningu sonar þeirra hjóna, Sæ-
rúnar Hlínar og Arons Mars Þor-
leifssonar.
Orðrétt segir höfundurinn: „Árið
2015 misstum við son okkar. Hann
fæddist andvana á 21. viku með-
göngu. Við gáfum honum nafnið
Gabríel Máni. Dætur okkar, sem þá
voru 3 og 6 ára gamlar, áttu ekki
síður erfitt með missinn en við for-
eldrarnir, svo ég fór að spyrjast fyr-
ir og leita að barnabók sem ég gæti
lesið fyrir þær. Ég átti erfitt með að
finna bók sem mér fannst henta, svo
ég skrifaði sögu Gabríels og las
hana fyrir dætur mínar. Það er
Gleymmérei styrktarfélagi að þakka
að sagan er nú orðin að bók og við
fengum myndlistarkonuna Elínu
Hansdóttur til þess að mynd-
skreyta. Það er von okkar að sagan
geti hjálpað einhverjum í gegnum
sorgarferlið. Bókin heitir Lítið ljós
og er til bæði á íslensku og ensku.
Ég er afar þakklát fyrir að Bóka-
safn Fjallabyggðar á Siglufirði og í
Ólafsfirði og verslunin Hjarta bæj-
arins á Siglufirði eru með nokkur
eintök, bæði á íslensku og ensku,
sem fást fyrir frjáls framlög sem
renna óskipt í styrktarsjóð Gleym-
mérei.“ Ritstjóri bókarinnar var
Anna Lísa Björnsdóttir og um hönn-
un sá Helgi Hilmarsson.
Í hinni árlegu vetrarfuglataln-
ingu Náttúrufræðistofnunar Íslands
sem fór fram um land allt í kringum
áramótin sást frá Máná í Úlfsdölum
að Árósi í Siglufirði alls 21 tegund:
auðnutittlingur, bjartmáfur, díla-
skarfur, fjallafinka, hávella, hrafn,
húsdúfa, hvítmáfur, langvía, rjúpa,
silfurmáfur, silkitoppa, skóg-
arþröstur, snjótittlingur, stokkönd,
straumönd, stuttnefja, svartbakur,
svartþröstur, teista og æðarfugl.
Nanna Franklínsdóttir á Siglu-
firði er nú í þriðja sæti yfir elstu Ís-
lendingana, hún er 103 ára, fædd 12.
maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í
Kollafirði í Strandasýslu. Foreldrar
hennar voru Franklín Þórðarson frá
Stóra-Fjarðarhorni í Strandasýslu
og Andrea Jónsdóttir frá Miðhúsum
í Kollafirði. Þau eignuðust 13 börn
og af þeim hafa níu náð 90 ára aldri.
Móðir þeirra, Andrea, sem bjó síð-
ustu árin á Siglufirði og lést þar
1979, varð 97 ára. Aðeins Dóra
Ólafsdóttir í Reykjavík, 107 ára, og
Lárus Sigfússon í Reykjavík, 104
ára, eru eldri en Nanna. Frá þessu
er sagt á Facebook-síðunni Langlífi.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Siglufjörður Það er fagurt á Siglufirði allan ársins hring, líka þegar fönnin liggur yfir. En íbúarnir eru þó orðnir
langþreyttir á að komast ekki burt nema endrum og sinnum í hinum ýmsu erindagjörðum í kjölfar hríðarveðra.
Sólardagurinn
nálgast óðum