Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 19

Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 Síðumúli 13 577 5500 108 Reykjavík www.atvinnueign.is Fasteignamiðlun Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Lagerhúsnæðimeð góðri lofthæð 1.335,4m2 Húsnæðið er mikið opið rými með góðri lofthæð og skiptist í um 1.200m2 lagerrými og um 135m2 skrifstofur og kaffistofu á annarri hæð. Möguleiki er að skipta húsnæðinu niður í tvöminni leigurými frá 550m2 til 800m2. Í húsnæðinu eru þrjár ca. 5 metra háar innkeyrsluhurðar. Stórt malbikað plan við húsið. Ekki vsk. húsnæði. Húsnæðið er laust samkvæmt samkomulagi. Iðnaðar og lagerhúsnæði 390m2 Til leigu 390 fm iðnaðar- og lagerhúsnæði á vinsælum stað við Smiðshöfða. Lofthæð er um 8metrar þar sem hæst er. Innkeyrsluhurð er ca. 4,5 metra hámeð rafmagnsopnun. Þriggja fasa rafmagn. Á 2. hæð eru tvær skrifstofur, parketi á gólfi og starfsmannaastaða. Húsnæðið er allt hið snyrtilegasta. Rýmið skiptist í 328m2. iðnaðarhúsnæði á jarðhæð auk um 62m2. millilofts, samtals 390m2. TIL LEIGU TIL LEIGULYNGÁS 15, GARÐABÆ SMIÐSHÖFÐI 11, RVK Upplýsingar veitir: HalldórMár Sverrisson löggiltur fasteignasali og leigumiðlari í síma 898 5599 eða halldor@atvinnueign.is Bergey VE kom í fyrsta skipti til heimahafnar í Vestmannaeyjum í gær. Skipið var smíðað í skipa- smíðastöð Vard í Aukra í Noregi og er eitt af sjö systurskipum sem skipasmíðastöðin smíðaði fyrir íslensk fyrirtæki. Bergey var afhent Bergi-Hugin, dótt- urfyrirtæki Síldarvinnslunnar, 1. október sl. og kom til Akureyrar 6. október. Þar annaðist Slippur- inn frágang á millidekki skipsins. Bergey staldrar ekki lengi við í Eyjum. Veiðarfæri verða tekin um borð og er gert ráð fyrir að haldið verði til veiða í dag, laug- ardag. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar í gær að hon- um litist mjög vel á skipið. „Það verður gaman að hefja veiðar á þessu nýja skipi. Á leiðinni frá Akureyri fengum við aðeins brælu úti fyrir Norðurlandinu og það lét ágætlega. Það eru öðru- vísi hreyfingar á þessu skipi en á gömlu Bergey. Það er flott að hefja veiðar á nýju skipi á laug- ardegi: Laugardagur til lukku,“ sagði Jón. Áður hafði Bergur-Huginn tekið á móti systurskipinu Vest- mannaey VE sem kom til lands- ins í júlímánuði sl. Skipin eru 28,9 metra löng og 12 metra breið togskip. Skipin eru búin tveimur aðalvélum og tveimur skrúfum. aij@mbl.is Flott að byrja á laugardegi Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Nýtt skip Á efri myndinni eru þeir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs, Jón Valgeirsson skipstjóri og Arnar Richardsson, framkvæmdastjóri Bergs/Hugins ehf. Á neðri myndinni siglir Bergey fánum prýdd til hafnar.  Bergey kom til heimahafnar í Eyjum í gær Ökumaður almenningsvagns, sem lést á sjúkrahúsi mánuði eftir að hafa lent út af Ólafsfjarðarvegi sum- arið 2018, var ekki í bílbelti. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknar- nefndar samgönguslysa sem gefin var út í gær. Almenningsvagninn var á leið frá Siglufirði til Akureyrar 5. júní 2018 er ökumaður missti stjórn á bílnum og hafnaði í vegkanti hægra megin. Auk bílstjóra var einn farþegi um borð, níu ára stúlka, en hún notaðist við bílbelti og slasaðist lítillega. Ökumaðurinn var fluttur á spítala, þar sem hann lést af sárum sínum tæpum mánuði síðar. Við rannsókn málsins kom í ljós að hann átti við margvísleg heilsufarsvandamál að stríða, og segir í skýrslunni að öku- hæfni hans hafi sennilega verið skert sökum veikinda og lyfjanotk- unar. Ökumaður rútunnar ekki í belti Banaslys Ökumaðurinn lést af sár- um sínum tæpum mánuði síðar.  Ökuhæfni sennilega skert vegna veikinda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.