Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 ● „Meginskýringin er sú að við náðum ekki alla leið með nógu mörg mál til þess að klára þetta,“ segir Gunn- ar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, um ástæður þess að viðræðum um mögulega samein- ingu sjávarútvegsfyrirtækjanna Þor- bjarnar og Vísis í Grindavík var hætt. „Þetta þarf mikið lengri tíma. Við höf- um slitið viðræðum en erum enn betur tilbúnir að fara í enn meira samstarf. Við rekum þrjú fyrirtæki saman og það kæmi jafnvel frekari samrekstur til greina,“ segir Gunnar. Fyrirtækin sem um ræðir heita Haustak, Codland og Pytheas. Síðastnefnda félagið er framleiðslu- og markaðsfyrirtæki í Grikklandi. „Við höfum farið í gegnum ágætis vinnu. Bæði höfum við kynnst þeirra fyrirtæki betur og þeir okkar. Við sjáum vel hvaða snertifletir koma helst til greina. Við eigum eftir að útfæra það aðeins betur,“ segir Gunnar. Spurður hvort til greina komi að hefja viðræður um sameiningu síðar segir hann ekkert útilokað í því efni. Hafa slitið viðræðum um sameiningu að sinni Gunnar Tómasson Landsframleiðsla Kína jókst um 6,1% í fyrra og er það minnsti vöxtur hennar sem mælst hefur frá árinu 1990. Er minnkandi vöxtur m.a. rak- inn til veikari einkaneyslu, aukins at- vinnuleysis og erfiðleika í fjármála- kerfi landsins, að sögn Financial Times. Þar er einnig þeirri spurningu velt upp hvort áhrifa af viðskiptastríði milli Kína og Bandaríkjanna muni áfram gæta í hagkerfinu á árinu 2020 eða hvort þau hafi nú þegar komið fram. Tölurnar sem vitna um frekari kulnun annars stærsta hagkerfis í heimi, á eftir því bandaríska, koma örfáum dögum eftir að fréttir bárust um að leiðtogar Kína og Bandaríkj- anna hefðu ákveðið að bera klæði á vopnin og ná nýjum viðskiptasamn- ingum milli ríkjanna tveggja. Sérfræðingar hafa á síðustu dög- um varað við of mikilli bjartsýni yfir þeim jákvæðu skrefum sem tekin hafa verið í deilum ríkjanna tveggja. Þó er talið líklegt að svartsýni meðal fjárfesta muni dvína, nú þegar vilji virðist til þess í Washington og Pek- ing að snúa af braut síharðnandi átaka og tollsetningar milli ríkjanna tveggja. Færri börn Fæðingartíðni í Kína mældist 1,05% á nýliðnu ári og hefur aldrei mælst minni. Undirstrika tölurnar þá staðreynd að á komandi áratug- um mun ungu fólki fækka til muna í þessu fjölmennasta ríki veraldar. Sú fækkun mun gera landinu erfitt að halda uppi hagvexti til lengri tíma litið. Ljósmynd/AFP Vöxtur Enn mælist töluverður hag- vöxtur í Kína en þó minni en áður. Hagvöxtur í Kína ekki minni frá 1990  Fæðingartíðni hefur aldrei mælst lægri í landinu VEITINGASTAÐUR Á BESTA STAÐ Í SMÁRALIND NÝR OG GLÆSILEGUR ALLIR LEIKIR · ALLAR DEILDIR · ALLT SPORT Á EINUM STAÐ 18. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.34 122.92 122.63 Sterlingspund 159.66 160.44 160.05 Kanadadalur 93.77 94.31 94.04 Dönsk króna 18.256 18.362 18.309 Norsk króna 13.794 13.876 13.835 Sænsk króna 12.912 12.988 12.95 Svissn. franki 127.01 127.71 127.36 Japanskt jen 1.1115 1.1181 1.1148 SDR 169.0 170.0 169.5 Evra 136.44 137.2 136.82 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.8126 Hrávöruverð Gull 1555.2 ($/únsa) Ál 1778.0 ($/tonn) LME Hráolía 64.26 ($/fatið) Brent STUTT nota er mun hærra á Norðurlönd- um en í löndum ESB. Ólíkt Íslandi og Kanada hækkar raforkuverð í Noregi og í löndum ESB vegna kolefnisskatts á raf- orkuframleiðendur, að sögn Jack- son, en á móti kemur að norska ríkið niðurgreiðir orku til við- skiptavina. Vatnsaflsvirkjanir eru sam- keppnishæfasti orkugjafinn sam- kvæmt Jackson, enda er útblástur koldíoxíðs frá þeim nær enginn, og því er enginn beinn kostnaður því samfara. Til samanburðar er með- altalsútblástur koldíoxíðs vegna ál- framleiðslu í heiminum 9,6 tonn af koldíoxíði á hvert tonn af áli. Jackson kom einnig inn á það hvernig álver utan Kína reyndu í auknum mæli að bæta samkeppn- isstöðu sína. Þau vildu marka sér sérstöðu með því að leggja áherslu á sjálfbærni og græna framleiðslu, en 87% af áli í Kína eru framleidd með orku úr jarðefnaeldsneyti, eins og fram kom í grein í Morg- unblaðinu fyrr í vikunni. Nefndi hann meðal annars þróunarverk- efnið Elysis, sem álrisarnir Alcoa og Rio Tinto standa að, en þar er markmiðið að útrýma öllum út- blæstri vegna álframleiðslu. Þetta er mikilvægt, að sögn Jackson, því kolefnisskattar munu hækka í framtíðinni og niðurgreiðslur vegna þeirra minnka. Nefndi Jack- son að svo gæti fari að kolefn- isskattar yrðu allt að 44 Banda- ríkjadalir á tonn af áli innan tíu ára. Eins og Jackson kom inn á þarf einnig að horfa til óbeins út- blásturs koldíoxíðs vegna álfram- leiðslu, sem kemur til vegna þeirr- ar orku sem notuð er til að knýja álverin. Álver á Norðurlöndum samkeppnishæfari en í ESB  Ódýrasta orkan í Kanada  Vatnsaflsvirkjanir samkeppnishæfasti kosturinn Orkukostnaður vegna álframleiðslu Árið 2019 Heimild: CRU Evrópa Heimsmeðalverð Önnur lönd Or ku ko st na ðu r, U SD /t on n Noregur Ísland Ka na da 0 10 20 30 40 50 60 Framleiðsla (uppsafnað), milljónir tonna BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Álver á Norðurlöndum eru mun samkeppnishæfari en álver í lönd- um Evrópusambandsins vegna mun lægri orkukostnaðar. Þetta kom fram í máli Martin Jackson, álsérfræðings hjá breska greiningar- fyrirtækinu CRU, á morgun- verðarfundi Landsvirkjunar á Hótel Nordica í vikunni. Álver á Íslandi eru í þeim samanburði skrefi framar en álver í Noregi og í löndum ESB, eins og sjá má á meðfylgjandi skýringarmynd, sem Jackson birti á fundinum. Eins og einnig má sjá á mynd- inni hafa álver í Kanada þó vinn- inginn í þessum efnum, en orkan sem þau fá úr vatnsaflsvirkjunum þar í landi er mun ódýrari en á Norðurlöndum og löndum ESB. Ástæða hinnar góðu stöðu kanad- ísku álveranna er samkvæmt Jack- son að búið er að afskrifa mikið af innviðafjárfestingum í orkukerfinu. Önnur ástæða er að mörg álver- anna eiga sjálf sín eigin orkuver. Ólíkur uppruni orkunnar Þá sagði Jackson að ástæðan fyrir betri samkeppnishæfni Norð- urlandaríkja borið saman við lönd ESB í þessum efnum væri ólíkur uppruni orkunnar, en hlutfall end- urnýjanlegrar orku sem álverin Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Gestir Morgunverðarfundur Landsvirkjunar á Hótel Nordica var vel sóttur. Martin Jackson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.