Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við
ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu,
kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og
arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur
afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur
skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur.
Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m².
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna-
sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur
fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is.
Nýtt og spennandi verslunar- og
þjónustuhúsnæði á Brynjureit
TIL LEIGU
Ífundarboði frá stjórnmálaflokki, sem ég ber virðingu fyrir, heyri ég orð-in: „Öll velkomin.“ Ég hrekk í kút. Ætlum við virkilega að sætta okkurvið að menn knýi fram breytingar á málinu sem einungis munu valdamálótta? Við erum „leiðrétt“: Þú átt ekki að segja „allir“, þú átt að segja
„öll“. Þórarinn Eldjárn (Til í að vera til 2019) talar um afkynjun í þessu sam-
bandi í fyrri hluta eftirfarandi vísu, en í seinni partinum minnir hann óbeint á
að orðið „maður“ hefur víðari merkingu en sumir (ekki „sum“) vilja halda:
Öll geta sagt það saman
sem er afkynjað:
Aðili er aðila gaman
eins og Hávi kvað.
Þessi vísa ásamt fyrirsögninni Málvönun (ekki Málvöndun!) er tilvalin til
kennslu í öllum skólum.
Kennari (hefur brugðið vísunni á skjá): Jæja, krakkar mínir, hver er þessi
Hávi?
Nemandi I (eftir langa þögn): Jú, ég held þetta sé Óðinn.
Kennari: Hárrétt, Óðinn er „hinn hávi“ sem talar til okkar í Háva-málum og
segir þar meðal annars: „Maður er manns gaman.“ – En hvað merkir orðið
„málvönun“?
Nemandi II: Vönun er
sama og gelding, þannig að
málvönun væri þá gelding
málsins, afkynjun málsins,
eins og Þórarinn kallar það.
Umræðan varð fjörug og
fræðandi um kyn orða og kyn
manna og þann mun sem þar getur verið á. Næsti tími var svo helgaður Háva-
málum.
Ég lagði til að orð ársins yrði „málvönun“. En nei, upplýst hefur verið við há-
tíðlega athöfn að „hamfarahlýnun“ hefði hlotið náð fyrir augum aðstandenda.
Gárungarnir eru strax farnir að glotta og vilja breyta h-i í s.
Í jólakorti frá þýskum vini kom fram að æviskeiði mannsins mætti skipta í
fjögur stig:
1. Þú trúir á jólasveininn; 2. Þú trúir ekki á jólasveininn; 3. Þú ert jólasveinn-
inn; 4. Þú ert eins og jólasveinninn.
Það er gott að fá jólakort. Og það er líka gott að skrifa jólakort, staldra við og
ávarpa vininn eða ættingjann persónulega. Þess vegna finnst mér sárt að vita
til þess að menn séu smátt og smátt að afleggja þennan sið.
Við stillum óró andans við jólakortaskrifin í öllu atinu á aðventunni. – Reynd-
ar ættum við að skrifa eitthvað á hverjum degi. Þar á ég við dagbókina. Hversu
indælt er það ekki að setja á blað stutta hugleiðingu fyrir svefninn? Ég er ekki
að biðja um neina snilld. En það er nú samt svo að maður fer að huga meir og
meir að orðalagi eftir því sem á dagbókina líður – og þetta skilar sér allt í dags-
ins önn. Áramótaheitið gæti verið: Ég ætla að fá mér penna og dagbók og
skrifa eitthvað á hverju kvöldi. Og sjá: Að nokkrum mánuðum liðnum verður
óvænt til setning sem jafnvel góðskáldin gætu verið stolt af.
Og loks þetta: Gaman var að heyra tilbrigðin við kunnuglegu stefin í jóla-
kveðjum útvarpsins að þessu sinni: a) „Hugheilustu kveðjur allra tíma“ og b)
„Hundurinn Nói sendir óskir um kæfuríkt ár“.
Hvað
merkir orðið
„málvönun“?
„Málvönun“
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Landið okkar – Ísland – er hættulegt land.Þannig hefur það alltaf verið. Það erunáttúruöflin sem skapa þessar hættur.Stundum eru það eldgos, stundum snjó-
flóð, stundum hraunelfar, stundum óveður, hvort
sem er á landi eða á hafi úti.
Þegar Morgunblaði 20. aldar er flett má segja að
reglulega birtist forsíður með myndum af sjómönn-
um, sem farizt höfðu í sjóslysum. Það er fyrst á átt-
unda áratug síðustu aldar, sem þeim fréttum fer að
fækka og síðustu áratugi aldarinnar voru þær orðn-
ar alger undantekning. Þær fréttir snertu flestar
fjölskyldur þessa lands með einum eða öðrum hætti.
Móðir greinarhöfundar missti þrjá af fjórum bræðr-
um sínum á sjó. Sá fjórði fékk berkla og varð að
fara í land.
En þannig hefur þetta verið um aldir, eftir að fólk
fór að sækja sjó.
Með einhverjum hætti þurfum við að minnast
allra þeirra sjómanna, sem frá upphafi Íslands
byggðar hafa horfið í hafið. Það er hægt að gera
með því að efna til verðlauna-
samkeppni um risastórt kórverk í
minningu þeirra eða með risastórri
höggmynd á stað sem hæfir.
Raunar má segja að einn af rithöfundum okkar,
Jón Kalman Stefánsson, hafi með ritverki sínu,
Himnaríki og helvíti, reist íslenzkum sjómönnum
minnisvarða, sem lengi mun lifa með þjóðinni.
Þegar ég var lítill strákur átti ég erfitt með að
skilja hvað fólst í orðunum að verða úti. Smátt og
smátt skildi ég að fólk gat orðið úti – dáið – með því
að vera úti í vondum veðrum á Íslandi. Og raunar er
í fyrrnefndri skáldsögu Jón Kalmans Stefánssonar
sönn saga af sjómanni, sem varð úti á sjó fyrir vest-
an. Hann gleymdi að taka stakkinn sinn með sér og
þegar í land var komið var hann dáinn, frosinn við
þóftuna.
Í æsku birtist Katla mér sem mesta ógnin í til-
veru okkar. Þegar horft var til baka löngu seinna
varð ljóst hvers vegna. Föðuramma mín var ættuð
úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hún var að vísu farin
þaðan, þegar Katla gaus 1918, en móðir hennar bjó í
Mýrdal og fleiri ættmenni hennar á þeim slóðum.
Umtal hennar um Kötlugosið 1918 hefur greinilega
haft þessi áhrif á litla barnssál.
Raunar ólst hún upp sem barn á heiðarbýli, fjarri
öllum mannabyggðum, sem heitir Eintúnaháls. Þar
var henni bannað að borða ber. Hvers vegna? Vegna
þess að fólkið á bænum trúði því, hundrað árum eft-
ir Skaftárelda, að ber væru eitruð.
Í nútímanum birtast hætturnar í landi okkar með
öðrum hætti. Það hafa of margir erlendir ferðamenn
misst líf sitt í slysum hér á seinni árum. Þar er
Reynisfjara ofarlega á blaði. Og ekki margir áratug-
ir síðan hópur erlendra ferðamanna var á ferð á há-
lendi Íslands og ók yfir fallega á, sem tók skyndi-
lega á sig aðra mynd og hreif bílinn með sér með
alvarlegum afleiðingum.
Þessar hugleiðingar sækja á, þegar sjávarplássin
fyrir vestan verða illa úti í annað sinn á aldarfjórð-
ungi. Snjóflóðin á Flateyri og áhrif snjóflóðs í Súg-
andafirði á háttsemi hafsins, sýna hversu vanmáttug
við í raun og veru erum, gagnvart náttúruöflunum í
þessu landi, þegar þau fara í sinn versta ham.
Önnur tilvik sem upp hafa komið að undanförnu
benda svo til þess að nýjar kynslóðir Íslendinga hafi
gleymt sögu okkar í þessum efnum og fari þess
vegna ekki nægilega varlega. Vélsleðaferð að jökli
bendir til þess svo og erfið rútuslys.
Og hvernig á að skýra þær upplýsingar, sem fram
komu í gær um að hægt hafi verulega á fram-
kvæmdum við snjóflóðavarnir á undanförnum árum
og að því markmiði, sem átti að ná fyrir áratug
verði ekki náð fyrr en að nokkrum árum liðnum.
Hver eða hverjir tóku slíkar
ákvarðanir og með hvaða rökum?
Fannst einhverjum í kerfinu
kannski lítil ástæða til vegna þess
að snjóflóða hafði ekki orðið vart að ráði í nokkur
ár?
Þau gera ekki boð á undan sér.
Það þarf augljóslega að gera fleira en að ljúka
fyrirhuguðum framkvæmdum við snjóflóðavarnir.
Það þarf að rifja upp glímu þessarar þjóðar við
náttúruöflin með þeim hætti að sú glíma gleymist
ekki.
Það er ekki hægt að útiloka að við eigum eftir að
finna meira fyrir henni á næstu árum og áratugum.
Í gær og í fyrradag birtust fréttir í alþjóðlegum
fjölmiðlum um að hitastig á jörðinni hafi verið með
mesta móti síðasta áratuginn.
Í því felst að hitastigið í hafinu fer hækkandi.
Það hefur afleiðingar. Fiskurinn færir sig norðar.
Veðurfarið verður sveiflukenndara, eins og við
sjáum hér en engir finna þó meira fyrir um þessar
mundir en Ástralar. Það ríkir neyðarástand í
Ástralíu vegna gróðurelda, sem æða um allt.
Við þurfum, auk framkvæmda, að hefja mjög víð-
tæka og markvissa upplýsingamiðlun og fræðslu-
starfsemi til þess að uppvaxandi kynslóðir Íslend-
inga átti sig á í hvers konar landi við búum.
Þótt við búum í góðum húsum en ekki lengur í
torfbæjum standast hús nútímans hvorki snjóflóð né
sjávarflóð.
Og þótt við ráðum yfir margvíslegri nýrri tækni
dugar hún skammt, þegar náttúruöflin láta til sín
taka.
Framan af 20. öldinni voru það sjóslysin, sem
voru okkur þungbær.
Getur verið að á 21. öldinni verði það náttúru-
váin?
Að sjálfsögðu verða einhverjir, sem halda því
fram, að þetta sé tómt rugl.
En er hægt að taka þá áhættu, að svo sé?
Ísland er hættulegt land
Náttúruváin sækir á
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Fræg er sagan af því, þegarBandaríkjamenn spurðu Zhou
Enlai, einn af leiðtogum kínverskra
kommúnista, að því árið 1971, hvað
hann segði um frönsku stjórnarbylt-
inguna. „Það er of snemmt um það að
segja,“ svaraði Zhou. Þetta hefur
verið haft til marks um kínverska
speki þegar horft er langt fram og
aftur í tímann. En það er misskiln-
ingur eins og kom fram í Financial
Times 10. júní 2011. Túlkurinn við
þetta tækifæri, Charles W. Freeman,
upplýsti að Zhou hefði verið að tala
um stúdentaóeirðirnar í París 1968.
Sagan er samt merkileg fyrir
tvennt. Í fyrsta lagi voru kommúnist-
arnir sem stjórnuðu Kína engir spek-
ingar, heldur þröngsýnir og grimmir
ofstækismenn. Eftir að þeir höfðu
sigrað í borgarastríði 1949 hófust
fjöldaaftökur um allt Kína, sann-
kallað blóðbað. Milljónir manna voru
drepnar. Og í „Stóra stökkinu“ fram
á við árin 1958-1962 féllu 44 milljónir
manna úr hungri, eins og sagnfræð-
ingurinn Frank Dikötter hefur sýnt
fram á, en hann hefur rannsakað kín-
versk skjalasöfn sem áður voru lok-
uð.
Í öðru lagi var alls ekki of snemmt
um þetta að segja. Þegar í nóv-
emberbyrjun 1790 hafði breski
stjórnmálaskörungurinn Edmund
Burke gefið út Hugleiðingar um
Frönsku byltinguna (Reflections on
the Revolution in France) þar sem
hann kvað hana dæmda til að mistak-
ast. Frönsku byltingarmennirnir
teldu að allt vald ætti að vera í hendi
lýðsins og það merkti ekki annað en
að allt vald ætti að vera í hendi þeirra
sem teldu sig hafa umboð lýðsins en
þeir væru sökum reynsluleysis og of-
stækis síst allra til mannaforráða
fallnir. Byltingarmennirnir ætluðu
að rífa allt upp með rótum en það
hlyti að enda með ósköpum enda
hefðu þeir óljósar hugmyndir um
hvað taka ætti við. Breskt stjórn-
arfar einkenndist hins vegar af því,
sagði Burke, að valdinu væri dreift til
margra aðila og þess vegna mynd-
aðist jafnvægi milli þeirra og fram-
vindan yrði hæg og örugg.
Allt gekk fram sem Burke sagði.
Ógnarstjórn hófst í Frakklandi og
fallöxin hafði ekki undan. Loks hrifs-
aði herforingi frá Korsíku völdin og
krýndi sjálfan sig keisara.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Kínversk ekki-speki