Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 18.01.2020, Qupperneq 27
MINNINGAR 27Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 AKURINN kristið samfélag | Samkoma kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Áramóta- guðsþjónusta Eldriborgararáðs kl. 11, sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Þórey Dögg Jónsdóttir djákni þjóna fyrir altari og sr. Þór Hauks- son prédikar. Kór Árbæjarkirkju syngur. Kórstjóri og organisti er Kristina Kalló Szlenár. Kaffiveitingar í boði kirkjunnar og Eldriborgarar- áðs. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djáknakandídats, sr. Sigurðar Jónssonar og Ingu Stein- unnar Henningsdóttur, sem leikur á píanóið. Hressing í Ási á eftir. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Um- sjón með stundinni hafa Sigrún Ósk, Þórarinn Kr. og Guðmundur Jens. BORGARNESKIRKJA | Sr. Þor- björn Hlynur Árnason þjónar fyrir alt- ari. Kirkjukórinn undir stjórn Stein- unnar Árnadóttur. Meðhjálpari er Heiðrún Bjarnadóttir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Magnús Björn Björnsson. Umsjón sunnudagaskóla Steinunn Þorbergs- dóttir djákni og Steinunn Leifsdóttir. Alþjóðlegi söfnuðurinn í Breiðholts- kirkju kl. 14. Lofgjörðar- og bæna- stund á ensku. Sunnudagaskóli á sama tíma. Prestur er Toshiki Toma. Djákni er Steinunn Þorbergsdóttir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Hressing eftir samveruna. Guðs- þjónusta kl. 14. Organisti: Antonia Hevesi, félagar úr Kammerkór Bú- staðakirkju syngja. Sr. Pálmi messar og þjónar. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur:Gunnar Sigurjónsson. Org- anisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Samkór Kópavogs leiðir söng. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sunnudagaskólinn á þessu vormiss- eri verður ekki með því sniði að hann sé á sama tíma og messurnar hvern sunnudag. Nánara fyr- irkomulag auglýst fljótlega. Æðru- leysismessa kl. 20. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Sunnudaga- skólinn á sama tíma í umsjá Mörtu og Ásgeirs. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur organista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng og organisti er Há- kon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11 á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Sig- urður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og org- anisti er Hilmar Örn Agnarsson. GRENSÁSKIRKJA | Samkirkjuleg guðsþjónusta kl. 11 í tilefni Alþjóð- legrar samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar. Dr. Eric Guð- mundsson, prestur Aðventkirkj- unnar, prédikar. Dr. María G. Ágústs- dóttir og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjóna ásamt messu- hópi og lesurum frá Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga á Íslandi. Vox Gospel ásamt Barna- og ungdóm- skórum Fossvogsprestakalls. Stjórn- andi Þórdís Sævarsdóttir, organisti Ásta Haraldsdóttir. Fjölskyldukirkjan þri. kl. 17.15-18.30. GRUND dvalar- og hjúkr- unarheimili | Guðsþjónusta 19. janúar í umsjón Félags fyrrverandi þjónandi presta kl. 14 í hátíðasal. Prestur er Örn Bárður Jónsson. Grundarkórinn undir stjórn Kristínar Waage organista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kirkjukór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá Péturs Ragnhildarsonar. Fermingarbörn úr Ingunnarskóla verða með boð þar sem allir koma með veitingar. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Fé- lagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs: Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragn- heiður Bjarnadóttir. Bænastund mán. kl. 12.15. Fyrirbænaguðsþjón- usta þri. kl. 10.30. Árdegismessa mið. kl. 8. Kyrrðarstund fim. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Félagar úr Kordíu kórs Háteigskirkju leiða messusöng. Organisti er Krist- ín Jóhannesdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA | Sunnudag 19.1. verður messað kl. 11 í Digra- neskirkju. Prestur er Gunnar Sig- urjónsson og organisti er Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Hádegisverður í safnaðarheimili að messu lokinni. Fjölskyldumessa er sama dag í Hjallakirkju kl. 17. Prestar: sr. Gunn- ar Sigurjónsson og Sunna Dóra Möller. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Kvöldverður í safn- aðarheimili að messu lokinni. HVERAGERÐISKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Halldóra Þorvarðardóttir prófastur setur sr. Ninnu Sif Svav- arsdóttur í embætti sóknarprests í Hveragerðisprestakalli. Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandarsóknar syngur, organisti er Miklós Dalmay. Veitingar í boði sóknarnefnda. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Service. Transla- tion into English. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma á spænsku kl. 16. Reu- niónes en español. Samkoma Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn samkoma kl. 13. Aldursskipt barna- starf og heilög kvöldmáltíð. Ólafur H. Knútsson prédikar. Kaffi. KEFLAVÍKURKIRKJA | Sunnudag kl. 11 er árleg Rótarýmessa í Kefla- víkurkirkju. Félagi Rótarýklúbbs Keflavíkur, fráfarandi menningar- fulltrúi og menningarverðlaunahafi Reykjanesbæjar 2019, Valgerður Guðmundsdóttir, flytur hugleiðingu. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, org- anista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Jóhanna, Helga og Ingi Þór halda utan um sunnudagaskóla- samveru á sama tíma. Súpuþjónar og fermingarforeldrar reiða fram súpu og brauð í Kirkjulundi að lok- inni messu. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sighvatur Karlsson, settur héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogs- kirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová, kantors. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu Borg- um. KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholts- stræti 17 kl. 20. Séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir prédikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og leik- ur á píanó. Kaffisamvera að lokinni messu. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr Fílharmoníunni syngja undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Ása Laufey Sæmundóttir héraðs- prestur þjónar. Sara Gríms leiðir sögu og söng í sunnudagaskól- anum. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimilinu að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Arngerð- ur María Árnadóttir. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédik- ar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Betri stofan Hátúni 12 kl. 13. Helgi- stund með sr. Davíð Þór og Arngerði Maríu. Þriðjudagur 21.1.: Kyrrðarbæn kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.40. Kristin íhugun. Fimmtudagur 23.1.: Kyrrðarstund kl. 12 í Áskirkju. Málsverður og opið hús á eftir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Dís Gylfadóttir leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurunum. Messa kl. 20. Kór Lindakirkju leiðir lofgjörð undir stjórn Óskars Ein- arssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar. NESKIRKJA | Messa og sunnu- dagskóli kl. 11. Sameiginlegt upp- haf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti er Stein- grímur Þórhallsson. Prestur er Stein- unn Arnþrúður Björnsdóttir. Barna- starf. Umsjón Ari Agnarsson, Katrín Helga Ágústsdóttir og Gunnar Th. Guðnason. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameig- inlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðs- salnum Háaleitisbraut 58-60. Barna- starf. Túlkað á ensku. SANDGERÐISKIRKJA | Sól- risumessa kl. 14. Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Arnórs Vilbergs- sonar. Ræðumaður er Gunnar Sig- urðsson stjórnarformaður Hjálp- arstarfs kirkjunnar. Prestur er Sigurður Grétar Sigurðsson. Kaffi- sala kvenfélagsins Hvatar eftir messu. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Óli og Jóhanna leiða samveruna. Söngur, biblíusaga. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sighvatur Karlsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Hvað er að gerast í Mið-Austurlöndum? Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, pró- fessor við Willams College, Massa- chusset, talar. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er org- anisti. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveit- ingar og samfélag eftir athöfn í safnaðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjón- ustuna. Organisti er Jón Bjarnason. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Halldór Reynisson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjón- um. Félagar í kór Vídalínskirkju synga og organisti er Jóhann Bald- vinsson. Boðið upp á messukaffi. Sunnudagaskóli á sama tíma sem Matthildur Bjarnadóttir æskulýðs- fulltrúi leiðir ásamt Þórdísi Jónu Eggertsdóttur og Davíð Sigurgeirs- syni. Sjá gardasokn.is. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Karla- kórinn Þrestir syngur undir stjórn Ástvalds Traustasonar. Hressing í safnaðarsal að guðsþjónustu lok- inni. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Guðsþjón- usta kl. 20. Létt tónlist. Orð dagsins: Brúðkaupið í Kana (Jóh. 2) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglufjarðarkirkja. ✝ Þórveig Sig-urðardóttir fæddist á Sleitu- stöðum í Skaga- firði 11. mars 1925. Hún lést 11. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Sigurð- ardóttir húsmóðir frá Víðivöllum í Skagafirði, f. 29. júní 1886, d. 4. júlí 1969, og Sigurður Þorvaldsson, kenn- ari, bóndi og hreppstjóri frá Álftártungukoti á Mýrum, f. 23. janúar 1884, d. 21. desem- ber 1989. Þórveig ólst upp hjá for- eldrum sínum á Sleitustöðum í stórum systkinahópi og eru þau: Sigrún, f. 1910, d. 1988; Gísli, f. 1911, d. 1966; Gerður, f. 1915, d. 2012; Sigurður, f. 1917, d. 1999; Guðrún, f. 1918, d. 2000; Þorvaldur Pétur, f. 1920, d. 1922; og tvíburi hans, drengur, d. 1920; Lilja, f. 1923, d. 2008, og tvíburi hennar, Rósa, d. 1923; Jón, f. 1927, d. 1928; Jón, f. 1929, og Guðjón Þór Ólafsson (fósturbróðir), f. 1937, d. 1998. Þann 14. ágúst 1956 giftist Þórveig Ólafi Jóhanni Jóns- syni, kennara og skólastjóra. Í uppvextinum tók Þórveig þátt í almennum störfum á stóru sveitaheimili. Hún gekk í barnaskóla sveitarinnar í Hlíð- arhúsi, var í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943-1944, í Kvennaskólanum á Blönduósi 1945-1946, tók handavinnu- kennarapróf frá Kennaraskól- anum 1947 og handavinnu- kennarapróf frá Handíða- og myndlistaskólanum 1949. Hún kenndi við Barnaskólann á Hellissandi 1949-1950, Gagn- fræðaskólann í Vestmanna- eyjum 1950-1951 og Héraðs- skólann í Reykholti 1951-1955. Fjölskyldan bjó í Keflavík frá 1956-1979. Þar kenndu þau Þórveig og Ólafur við barna- skólann, hún með hléum vegna barneigna. Ólafur var skóla- stjóri við skólann frá 1972- 1979. Haustið 1979 fluttu þau á Svalbarðsströnd þar sem þau kenndu og hann var skóla- stjóri til ársins 1987. Frá 1987- 1994 kenndu þau við Grunn- skólann í Gaulverjabæ og var Ólafur jafnframt skólastjóri þar. Að lokinni starfsævi fluttu þau Þórveig og Ólafur í Ártún, húsið sitt á Sleitustöðum. Á Sleitustöðum dvöldu þau öll sumur og undu sér best. Eftir andlát Ólafs flutti Þórveig til Akureyrar og bjó þar til ævi- loka. Útför Þórveigar fer fram frá dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal í dag, 18. janúar 2020, og hefst athöfnin klukk- an 11. Ólafur lést af slys- förum 13. febrúar 1999. Foreldrar hans voru Ingi- björg Arngríms- dóttir og Jón Jóa- kimsson. Þau bjuggu í Fljótum í Skagafirði og þar ólst Ólafur upp. Börn Þórveigar og Ólafs eru: 1) Drengur, f. 1957, lést á fyrsta ári. 2) Ragnar Smári, f. 1958, var kvæntur Bryndísi Símonardóttur. Bryn- dís á einn son. 3) Sigrún Erla, f. 1959, gift Jóhanni F. Þór- hallssyni og eiga þau tvö börn. 4) Hrafnhildur Inga, f. 1960, gift Magnúsi Traustasyni og eiga þau þrjú börn. 5) Sólveig Jóna, f. 1964, gift Jóhanni Þor- varði Ingimarssyni og eiga þau fimm börn. Barnabarnabörnin eru þrettán talsins. Árin sem Þórveig og fjöl- skylda bjó í Keflavík voru Gerður systir hennar og Ragn- hildur Björk Sveinsdóttir, f. 1957, dóttir Gerðar, til heimilis hjá þeim. Ragnhildur og börn Þórveigar og Ólafs eru uppeld- issystkin. Eiginmaður Ragn- hildar er Eiríkur Oddur Georgsson og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. Elsku Lóley amma. Ég er full þakklætis fyrir að hafa átt þig að frá fyrstu stundu. Þú varst kona sem auðvelt var að líta upp til, staðföst, heiðarleg og ósérhlífin. Allar stundirnar í sveitinni með þér og afa eru lík- legast með þeim betri sem nokk- uð barn getur óskað sér, hakkbuff með vel brenndum lauk tekur mig aftur um 27 ár og minnir mig á að blaðra ekki yfir hádegisfréttirn- ar. Minningu um fallegu og góðu ömmu mína geymi ég í hjartanu og gleymi sögunum af ömmu í sveitinni aldrei. Bryndís Rán Magnúsdóttir. Elsku amma. Leiðir okkar skilja hér, alla vega í bili. Mikið er ég þakklát fyrir allar samveru stundirnar okkar og allar fallegu minning- arnar sem ylja. Dásamlegar minningar úr sveitinni, þar sem við krakkarnir lékum okkur allan daginn, fengum ömmumat að borða og kókópuffs alla morgna, því það mátti í sveitinni. Hvergi annarsstaðar leið okkur jafn vel. Þú varst alltaf svo góð og ljóm- aðir alltaf þegar þú sást Freyju og Loka litla, eins og þú kallaðir hann alltaf. Ég mun sakna þess að fá þig í kvöldmat á hverjum föstu- degi að borða pítsu, þér fannst pítsan mín svo góð og varst alltaf svo glöð að koma í heimsókn. Nú liggur leiðin þín aftur í faðminn á afa eftir langa bið. Við sjáumst aftur síðar. Þín Vigdís. Elsku hjartans amma. Við erum hér, við mamma. Og vitum ei hve skamma stund þú átt. Svona byrjar Ömmulagið með hljómsveitinni Evu. Þetta lag er búið að glymja í hausnum á mér síðan ég sá ljósin á sjúkrabílnum. Þetta fallega lag um ömmu höf- undarins finnst mér svo lýsandi fyrir hana ömmu mína. Ég er svo þakklátur fyrir hana ömmu, hún kenndi mér svo margt. Ég fékk að búa hjá henni einn vetur þegar að ég var í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Þá lærði ég til dæmis að það tekur því ekki að hita feit- ina til þess að steikja kleinur nema ef maður ætlaði að steikja kleinur úr að minnsta kosti tveim- ur kílóum af hveiti. Við amma vor- um ekki alltaf sammála þegar við bjuggum saman þennan eina vet- ur en veturinn einkenndist af því að við sátum flest kvöld og spil- uðum ótukt. Spil sem að amma hikaði ekki við að skemma fyrir mér svo að hún gæti unnið. Amma var algjör vinnuþjark- ur, ég man eiginlega ekki eftir henni öðruvísi en á fullu að baka og elda ofan í mannskapinn þegar við komum í heimsókn í sveitina. Eða að sauma út harðangur og klaustur, skera út allskonar muni, þó aðallega klukkur, og svo sat hún við og heklaði teppi í metrav- ís síðustu árin. Ég er svo heppinn að hún gaf mér muni eftir sig, út- skorna klukkan sem hún gaf mér í jólagjöf, harðangur og klaustur- srúmfatasettið sem ég á eftir hana og teppið með litasamsetn- ingu sem ég hefði aldrei látið mér detta í hug en mér þykir svo vænt um. Amma sagði manni ótrúlegar sögur úr sveitinni á Sleitustöðum, af langafa og -ömmu og hvernig lífið var á þeim tíma, hvernig verkin voru og hvernig fyrsti pen- ingaseðillinn sem hún eignaðist hefði brunnið í húsbrunanum á Sleitustöðum er hún var barn. Amma hefði orðið 95 ára á þessu ári, hún var södd lífsdaga og er ég ofboðslega þakklátur fyr- ir það að hún hafi komið austur í sumar og eytt tíma með okkur í sveitinni. Einnig að hún hafi kom- ið austur og verið hjá okkur nú um hátíðarnar í Fljótsdalnum. Takk, elsku amma Lóley, fyrir allt, allar stundirnar sem við spil- uðum og spjölluðum. Allar stund- irnar í eldhúsinu, spjallið um blómin og takk fyrir að vökva blómin mín á sumrin þegar að ég var á bak og burt upp um fjöll og firnindi. Sérstakar þakkir fyrir allar heiðarlegu tilraunirnar til þess að lækna þágufallssýkina hjá mér. Ég vil enda þessa grein á síð- asta erindinu úr Ömmulaginu: Og ef til vill að ofan Í gegnum blámann, roðann, er útsýnið ögn öðruvísi en hér. Þú lítur yfir lífið Baráttuna, stríðið Með söknuði og kannski líka þökk í hjarta þér. Takk fyrir mig, amma, ég bið að heilsa afa. Þórhallur Jóhannsson. Elsku amma mín, mig langaði bara að þakka þér fyrir allt. Allar samverustundirnar í gegnum ár- in, sérstaklega þegar ég var með þér í sveitinni, þær eru ómetan- legar þegar ég horfi á þær aftur í huganum. Hefði óskað þess að ég hefði verið duglegri að kíkja í Skagafjörðinn eftir að ég varð fullorðinn en kannski var ég bara byrjaður að taka þér og kofanum þínum sem sjálfsögðum hlut. Ég mun aldrei gleyma þér eða síð- asta símtalinu sem við áttum sam- an. Það var myndsímtal þar sem ég sýndi þér nýfæddan son minn, langömmubarnið þitt. Þú sagðir hlæjandi frasa sem hefur heyrst svo oft: „Þetta er líklega bara fal- legasta barn í heimi“ á meðan þú borðaðir einn af uppáhaldsréttun- um þínum, pítsu. Þetta var í eina skiptið sem þú sást óskírðan son minn og er ég mjög þakklátur fyr- ir það. Góða ferð í sumarlandið, amma mín, bið að heilsa afa mínum og nafna sem er án efa mjög glaður að hitta þig aftur eftir langa bið. Þinn Ólafur Jóhann. Þórveig Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.