Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
✝ Bergur IngiGuðmundsson
fæddist í Bolung-
arvík 3. ágúst 1964.
Hann lést á heimili
sínu í Vesturhlíð í
Skálatúni 7. janúar
2020. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Krist-
jánsson, f. 21. nóv-
ember 1923, d. 23.
september 1987, og
Guðrún Pálmadóttir, f. 31. júlí
1925, d. 3. maí 2013. Bergur var
yngstur fimm systkina: 1. Bene-
dikt, f. 15. nóvember 1951, d. 8.
c) Guðmundur, í sambúð með
Svövu Tyrfingsdóttur, þau eiga
eina dóttur. 4. Jónína Elva, börn
hennar eru a) Sandra Dögg í
sambúð með Inga Þór Jónssyni
og þau eiga saman eina dóttur
en Sandra á tvær dætur af fyrra
hjónabandi með Sigurði Ólafi
Oddssyni. b) Benedikt Páll í
sambúð með Þórunni Eydísi
Jakobsdóttur og eiga þau eina
dóttur.
Bergur ólst upp í Bolungar-
vík til 9 ára aldurs en fluttist þá
á Skálatúnsheimilið í Mos-
fellsbæ. Þar bjó hann glaður við
gott atlæti en tryggðin við Bol-
ungarvíkina bar hann alla tíð
og var duglegur að heimsækja
fólkið sitt þar.
Útför Bergs Inga fer fram
frá Hólskirkju í Bolungarvík í
dag, 18. janúar 2020, klukkan
11.
nóvember 1966. 2.
Pálmi Árni, f. 8.
júlí 1954. Kona
hans er Lene B.
Vestergaard. Þau
eiga tvo syni, a)
Magnús sem er í
sambúð með Sofie
Brandi og eiga þau
eina dóttur. b) Jó-
hann. 3. Kristján
Jón, f. 19. nóv-
ember 1956. Hans
kona er Drífa Gústafsdóttir og
þeirra börn eru a) Íris Björk í
sambúð með Einari Sigursteini,
þau eiga þrjú börn. b) Birgitta.
Við andlát okkar kæra Bergs
Inga sitjum við saman fjölskyld-
an í Stínubæ og rifjum upp allar
samverustundirnar sem við höf-
um átt með honum.
Við grátum og hlæjum til
skiptis. Grátum yfir því að fá ekki
að skapa fleiri minningar með
elsku frænda okkar, hlæjum yfir
öllum gleðistundunum sem við
áttum með honum. Við erum
samt sátt að elsku vinurinn okkar
hafi ekki þurft að þjást, hann var
nefnilega dramadrengur og þoldi
illa veikindi eða að sjá aðra veika.
Það voru forréttindi að hafa
þennan hjartahlýja gleðigjafa sér
við hlið frá barnæsku, kenndi
okkur að gleðjast yfir litlu hlut-
unum í lífinu og fordómaleysi
gagnvart þeim sem eru öðru vísi.
Gleðin yfir pítsusneið eða súkku-
laðistykki og kóki var svo innileg,
það þurfti lítið til að gleðja okkar
mann. Hann var alltaf svo hepp-
inn.
Bergur var mikill tónlistar-
unnandi, hann hlustaði á tónlist
og sló taktinn af mikilli snilld
með. Hann taldi upp alla tónlist-
armennina og vissi í hvaða hljóm-
sveit þeir voru. Rolling Stones
voru hans goð og var hann búinn
að upplifa það að fara út í heim á
tónleika með þeim.
Mamma hefur fylgt Bergi frá
barnæsku sem frænka og
barnapía hans, eins og henni er
lagið sýndi hún honum alla tíð
mikla hlýju og umhyggju. Sam-
band þeirra var einstakt alla tíð
og mikill kærleikur á milli þeirra.
Þau töluðu þau saman í síma
reglulega og heimsóttu hvort
annað.
Bergur var mikið inn á heimili
okkar í minni æsku og eftir að
foreldrar hans féllu frá gisti hann
í Stínubæ þegar hann kom í Bol-
ungarvíkina sína.
Í ferðum okkar til og frá
Reykjavík var komið við í Skálat-
úni í heimsókn og voru það ávallt
gleðistundir, 55 ára afmæli Bergs
var haldið í ágúst 2019 og þá var
sko partí. Við gerðum okkur samt
grein fyrir því að elsku vinurinn
var farinn að eldast og orðinn
veikari síðustu ár.
Nú er komið að kveðjustund og
ljóst að stundirnar í Stínubæ og
Skálatúni með Bergi verða ekki
fleiri. Við munum samt halda
áfram að heimsækja vini hans og
okkar í Skálatúni. Elsku hjartans
Giggi okkar er farinn, við erum
öll sorgmædd en glöð í hjarta að
hafa fengið hann í líf okkar.
Við systkinin og börnin okkar
höfum öll átt dýrmætar stundir
með elsku hjartans frænda og
það hefur kennt okkur öllum að
meta lífið á annan hátt.
Kennt okkur að það eru ekki
allir eins, að umgangast alla af
virðingu sama hvernig þeir koma
í þennan heim.
Sendum öllum aðstandendum
okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Stínubæjargengið kveður
hjartans frænda í hinsta sinn með
texta úr lagi Bubba Morthens
Kveðja. Far þú í friði elsku vinur.
Farðu í friði vinur minn kær.
Faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Fyrir hönd allra í Stínubæ,
Sólveig Sigurðardóttir.
Elsku kallinn minn. Það er svo
sárt að horfa á eftir þér elsku
frændi minn og vinur. Frá því ég
var barn var samvera okkar fjöl-
skyldna alltaf mikil og sterk og ég
svo heppinn að hafa fengið að
alast upp við hlið þér. Ég vil fyrst
og fremst þakka mömmu fyrir
þann fjársjóð sem hún gaf okkur
systkinunum með því að galopna
heimili okkar fyrir þér. Í staðinn
launaðirðu með endalausri gleði
og hamingju.
Alltaf var jafn mikil tilhlökkun
þegar von var á þér vestur í heim-
sókn yfir jól, páska eða sumarfrí.
Ég var svo ánægður þegar
krakkarnir mínir fóru að stálpast
og þegar við fórum suður báðu
þau alltaf um að fá að kíkja í
heimsókn til þín í Skálatún. Þau
sóttu í það. Það var engin Reykja-
víkurferð án þess að heimsækja
þig, ef svo var var sú ferð mun fá-
tækari.
Ég gæti aldrei talið upp allar
skemmtilegu upplifanirnar með
þér því þær eru endalausar. Fyr-
ir það er ég þakklátur. Þó eru
nokkrar sem koma upp í hugann
nú þegar komið er að kveðju-
stund og þá standa upp úr allir
tónleikarnir sem þú tókst þátt í,
bæði í Skálatúni og svo á alls kyns
mannamótum. Hæst ber kannski
þegar þú spilaðir með okkur á
AFÉS árið 2012 og bera mynd-
bönd þau vitni að þú varst í sælu-
vímu hverja einustu mínútu á
sviðinu. Þarna voru allir þínir vin-
ir samankomnir á sviðinu með
okkur; Elton John, Mick Jagger,
Keith Richards, Queen og fleiri.
Þarna varstu í essinu þínu.
Þú kenndir mér meira á lífið en
nokkur annar og varst örugglega
hamingjusamari en margur ann-
ar. Þú þurftir ekki að fara í skóla
til að læra núvitund; þú bara
tókst þér penna í hönd, settir eitt-
hvað gott á fóninn og þar varst þú
á staðnum með algjöra einbeit-
ingu. Henni varð ekki haggað.
Ég hitti þig í síðasta skipti í af-
mæli Halldórs Bjarna núna rétt
fyrir jólin þar sem við Karolína
komum og sungum með ykkur.
Þá varstu fljótur að koma og
tromma á gítarinn hjá mér í takt
með hægri hendinni og borða
pítsu með vinstri! Já, þú varst
fjölhæfur. Það sem þú varst
ánægður að fá okkur í heimsókn,
faðmaðir okkur til skiptis og spil-
aðir út öllum gleðispilunum þín-
um.
Það er óhætt að segja að stórt
skarð sé höggvið hjá okkur fjöl-
skyldunni. Við munum aldrei
gleyma þér og munum halda
minningu þinni á lofti um ókomna
tíð. Minningu um einstakan gleði-
gjafa!
Við fjölskyldan á Sólvöllum
vottum fjölskyldu Bergs, Nínu og
öllu starfsfólkinu og ábúendum í
Skálatúni okkar allra dýpstu
samúð.
Benedikt Sigurðsson.
Bergur Ingi
Guðmundsson
✝ Knútur Eyj-ólfsson fædd-
ist í Hvammi í
Landsveit 7. jan-
úar 1949. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspít-
alans 31. desem-
ber 2019.
Foreldrar hans
voru Eyjólfur
Ágústsson bóndi,
f. 9.1. 1918, d.
30.3. 1997, og Guðrún Sigríður
Kristinsdóttir húsmóðir, f. 9.12.
1921, d. 24.5. 2009. Knútur var
næstyngstur sex systkina sem
eru Kristinn, f. 24.2. 1942, d.
13.11. 1996, Katrín, f. 19.9.
1943, Ágúst Sigurvin, f. 5.6.
1945, d. 7.12. 1996,
Ævar Pálmi, f. 21.8.
1946, d. 27.9. 2017,
og Selma, f. 25.07
1961.
Fyrri kona Knúts
var Guðríður Sig-
urðardóttir og eign-
uðust þau tvær dæt-
ur, Sigríði Theo-
dóru, f. 4.2. 1975,
og Guðrúnu Sigríði,
f. 28.11. 1977. Eft-
irlifandi eiginkona Knúts er
Edda Halldórsdóttir og eign-
uðust þau saman soninn Aron,
f. 1.10. 1995.
Útför Knúts fór fram í kyrr-
þey í Grafarvogskirkju 10. jan-
úar 2020.
Ekki ætla ég að rekja lífsferil
Knúts frænda míns, en vil beina
huga lesenda austur í Landsveit í
Rangárvallasýslu. Þar skagar
eitt fjall, Skarðsfjall, upp úr
fremur flötu landi. Aldrei hefur
mér fundist fjallið fagurt, en hins
vegar fylgir því þægileg nærvera
og jafnvel einhver dulúð. Þar í
nánd standa nokkrir bæir og þar
nyrst undir fjallinu vestanverðu
er bærinn Hvammur. Þar hefur
sama ættin búið lengi og verður
það rakið til Gunnars Jónssonar
er þar býr árið 1655 – en ekki er
vitað hverjir bjuggu þar áður.
Það er í Hvammi sem Knútur elst
upp, ásamt nokkuð stórum systk-
inahópi.
Hluti af uppeldinu var að taka
þátt í störfum hinna fullorðnu og
þar lá alveg ljóst fyrir til hvers
var ætlast. Gengu hlutirnir ekki
að vilja Eyjólfs föður þeirra, þá
var það látið heyrast með orðum
sem ekki var neitt silkimjúkt
barnamál.
Þeir bræður gátu snemma orð-
ið uppátektarsamir. Um 5-6 ára
aldurinn stunduðu þeir það, þeg-
ar faðir þeirra var frá bæ, að
gangsetja bæði dráttarvél og bíl
og aka um að húsabaki, þar sem
móðir þeirra sá ekki til. Slíkir
menn urðu síðar ákaflega næmir
og hæfir til að beita vélknúnum
tækjum og gátu alls ekki skilið
klaufaskap annarra við slíkt.
Fleiri bæir eru undir Skarðs-
fjalli og var á sumum þeirra
nokkuð mannmargt á sumrin
vegna aðkomuunglinga og
kaupavinnufólks. Eyjólfssynir
frá Hvammi urðu oft þátttakend-
ur í gleðinni, þegar fólk tveggja
eða fleiri bæja hittist. Líf og gleði
þess fólks sem bjó fyrrum á bæj-
unum undir Skarðsfjalli lifir að-
eins í minningu þeirra sem það
þekktu, enda hefur margt gjör-
breyst frá því sem þá var.
Knútur var margsamsett
manngerð. Hann hafði ánægju af
að hitta fólk og varð þá, í gleði
sinni, stundum nokkuð fyrirferð-
armikill þegar áfengis var neytt.
Innst inni var hann einfari og fór
því margar ferðir inn í óbyggðir,
oft einbíla og einn.
Í slíkum ferðum gisti hann
stundum hjá mér þegar ég starf-
aði í Veiðivötnum. Knútur hafði
mikla hæfni til að meðhöndla vél-
ar, en í hug sínum og hjarta var
hann fyrst og fremst íslenskur
sveitamaður.
Ég tel það miður að hann varð
ekki bóndi í Hvammi. Á bls. 622-
624 í bókinni Veiðivötn á Land-
mannaafrétti er Knúti lýst nán-
ara en hér er gjört.
Ungur kynntist Knútur fyrri
konu sinni, Guðríði Sigurðardótt-
ur. Ég man það svo, að leit hafi
verið á jafn fallegu pari og þau
voru, en kannski sýndi hann
henni ekki alltaf það tillit sem
hún verðskuldaði.
Eftirlifandi ekkja Knúts er
Edda Halldórsdóttir. Einhverju
sinni lét Knútur einhver þau orð
um hana falla, að ég fann að hann
var fullur af sterku þakklæti til
hennar, vegna þess hve hún væri
honum skilningsrík og hjálpsöm í
veikindum hans. Í síðasta símtali
okkar Knúts var hann einstak-
lega glaður vegna flugnámsins
sem sonur þeirra er nú í.
Töluðum orðum Knúts mátti
treysta. Hann hafði þá dóm-
greind fram yfir ýmsa aðra, að
geta séð í gegnum lygabull. Aldr-
ei sá ég hann öðruvísi en glaðan.
Hann var einstaklega vinnusam-
ur og mikill fjáraflamaður og að
auki góður eignagæslumaður. Í
anda forfeðranna held ég að hann
hafi gætt þess, að fjölskylduna
skorti aldrei neitt.
Gunnar Guðmundsson
frá Heiðarbrún.
Knútur Eyjólfsson, þú varst
ástkær föðurbróðir okkar og við
munum eftir þér sem miklu nátt-
úrubarni í sveitinni. Þú varst hlýr
og traustur maður með mikinn
húmor, það var gaman að vera í
návist þinni. Við minnumst þín
með hlýju og minnumst góðu og
skemmtilegu stundanna. Takk
fyrir stuðninginn þinn gegnum
árin.
Við sendum fjölskyldu og vin-
um hugheilar samúðarkveðjur.
Þegar þú ert aðskilinn frá vin, átt þú
ekki að syrgja; því að það sem þú elsk-
ar mest hjá honum getur orðið sýni-
legra í fjarvist hans, líkt og fjallið verð-
ur sýnilegra fyrir fjallgöngumanninn úr
fjarlægð.
Guðrún Sigríður, Ágúst
Krister og fjölskyldur.
Knútur Eyjólfsson
Okkar ástkæri faðir og afi,
HILMAR AXEL KRISTJÁNSSON,
Funafold 60,
lést föstudaginn 9.janúar.
Hann verður jarðsunginn mánudaginn
20. janúar klukkan 13 frá Grafarvogskirkju.
Hilmar, Letetia, Christien og barnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
sjúkraliði,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 3. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Jón Friðjónsson Hulda Sigurðardóttir
Sigríður Friðjónsdóttir Garðar Pétursson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
BORGHILDUR STEFÁNSDÓTTIR
frá Akurholti,
Huldubraut 25,
lést 10. janúar.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 23. janúar
klukkan 15.
Þórður Flosason
Stefanía Anna Þórðardóttir Þorvaldur Geir Sigurðsson
Rósbjörg S. Þórðardóttir Hjálmur Þ. Guðmundsson
Sesselja Kristjánsdóttir
og barnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
REYNIR KARLSSON,
lést miðvikudaginn 15. janúar á
hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útförin fer fram í Seltjarnarneskirkju
föstudaginn 24. janúar klukkan 15.
Sérstakar þakkir til starfsfólks biðdeildar HVE á Akranesi
og hjúkrunarheimilisins Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir alúð og
umhyggju.
Svala Kristinsdóttir
Anna Reynisdóttir Sturla Óskar Bragason
Ragnheiður Björk Reynisd. Björgvin Halldórsson
Karl Reynisson Anna Þorsteinsdóttir
Kristinn Reynisson
Reynir G. Brynjarsson Sólrún J. Böðvarsdóttir
Magnús Reynisson Sigríður Jóhanna Tyrfingsd.
Okkar ástkæri,
HAUKUR HLÍÐAR ÞORGILSSON
þúsundþjalasmiður,
lést 15. janúar á Landspítalanum í
Fossvogi.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. janúar klukkan 15.
Geir Gunnar Geirsson, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir
og fjölskylda
Guðbjörg Ragnheiður Þorgilsdóttir
Páll Óli Þorgilsson
Anna Ólafía Þorgilsdóttir
Guðmundur Þorgilsson
Guðfinna Ásta Þorgilsdóttir
og aðrir aðstandendur og ástvinir