Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 18.01.2020, Síða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 ✝ Sumarrós Jó-hanna Helga- dóttir, eða Rósa eins og hún var kölluð, fæddist í Ólafsfirði 20. mars 1926. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku Ólafs- firði 6. janúar 2020. Foreldrar Rósu voru hjónin Helgi Jóhannesson, f. 20. desember 1893, d. 26. febrúar 1978, og Guðrún Pál- ína Jóhannsdóttir, f. 20. októ- ber 1897, d. 26. desember 1991. Rósa var sjötta í röð 12 systk- ina sem kennd eru við Syðsta- bæ í Ólafsfirði. Systkini hennar eru: Guðrún Hulda, f. 2. októ- ber 1917, d. 23. júní 2015, Sig- urbjörg, f. 9. mars 1919, d. 17. júlí 2005, María Sigríður, f. 22. maí 1920, d. 27. maí 2010, Jó- fríður, f. 7. september 1922, d. 23. september 2015, Sigríður, f. 6. júlí 1924, d. 26. apríl 2017, inga- og veggfóðrarameistari, f. 10. apríl 1968, sambýliskona María Magnúsdóttir sjúkra- þjálfari, f. 22. apríl 1972. Dæt- ur þeirra eru Helga, f. 9. mars 1999, og Tinna, f. 13. nóvember 2002. c) Rósa, heilsunuddari og hjúkrunarnemi, f. 20. júlí 1973, eiginmaður Sigurbjörn Þor- geirsson lögreglumaður, f. 16. febrúar 1971. Börn þeirra eru Þorgeir Örn, f. 29. mars 1999, Guðrún Fema, f. 9. ágúst 2000, og Sara, f. 16. febrúar 2003. 2) Arnar verkamaður, f. 11. októ- ber 1949. Rósa var búsett á Ólafsfirði alla sína tíð, lengst af í Ólafs- vegi 7 frá 1947. Hún vann við ýmis störf: fiskvinnslu, ræst- ingar, barnauppeldi og í þvottahúsi Hornbrekku. Einnig hafði hún mikinn áhuga á félagsmálum, hún tók þátt í störfum Rauða krossins, Barna- verndarnefndar, undirbúnings- nefndar fyrir byggingu leik- skóla og margt fleira. Rósa og Klemens voru mjög samrýnd alla tíð. Árið 2016 fluttist Rósa á hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekku og bjó þar til ævi- loka. Útförin fer fram frá Ólafs- fjarðarkirkju 18. janúar og hefst athöfnin klukkan 14. Helga, f. 15. nóv- ember 1927, d. 21. október 1941, Ses- selía Jóna, f. 3. apríl 1931, Guð- laug, f. 19. mars 1933, Ásta, f. 28. mars 1937, Viðar, f. 29. ágúst 1938, d. 17. október 1979, Jóhann, f. 1. októ- ber 1940. Rósa giftist 4. janúar 1946 Klemensi Jónssyni byggingameistara á Ólafsfirði, f. 22. febrúar 1918, d. 10. des- ember 2005. Synir þeirra eru: 1) Jón Ævar húsasmíðameist- ari, f. 7. apríl 1946, eiginkona Helga Jónsdóttir, f. 13. janúar 1949. Börn þeirra eru: a) Guð- rún hjúkrunarfræðingur, f. 24. janúar 1967, eiginmaður Árni Jónsson kennari, f. 4. ágúst 1964. Börn þeirra eru Kolbeinn Arnar matreiðslumaður, f. 5. september 1995, og Katrín Eva, f. 2. september 2001. b) Klem- enz, húsasmiður og dúklagn- Elsku amma. Mig langar að skrifa nokkur orð um ömmu Rósu. Hún var mín fyrirmynd á margan hátt þrátt fyrir að ég væri ekki alltaf tilbúin að viðurkenna það. Það fyrsta sem kemur í huga minn er hversu harðdugleg og vinnusöm hún var. Hún hafði unun af því að vinna, að hafa alltaf eitthvað fyrir stafni. Þrátt fyrir vinnusemina gætti hún þess að hvíla sig og ná upp þreki. Ef einhverjar fram- kvæmdir áttu sér stað í fjölskyld- unni var hún mætt fyrst á stað- inn til að skipa fyrir og aðstoða. Þetta gerði hún alla tíð. Fram á gamals aldur fór hún í veiði, flak- aði fiskinn og bjó til fiskibollur, tíndi aðalbláber og fjallagrös, hugsaði um sumarhúsið Lón og bakaði snúða, kleinur, klatta og lummur. Ekki má gleyma hinu árlega, mánaðarlanga, rjóma- bollutímabili en þá færði amma okkur rjómabollur nánast dag- lega. Þegar við komum í heim- sókn var hún alltaf tilbúin með eitthvað matarkyns, krakkarnir fengu snúða og hinir kleinur og brauð. Amma bauð okkur oft í mat. Þetta gerði hún oft á föstu- dögum þegar margir voru þreyttir og svangir í lok vinnu- vikunnar. Oftast bauð hún upp á lambalæri og meðlæti eða þá lambahrygg. Verður að segjast að þetta var einstaklega ljúffengt hjá henni, sérstaklega þar sem hún fann ekki mikið bragð. Hún bara vissi hvað ætti að krydda kjötið mikið og líka hvað ætti að fara í sósuna. Fólkið hennar var henni allt. Þegar amma varð níræð hélt hún afmælisveisluna heima í Ólafsveginum. Hún sá að mestu leyti um hana sjálf, bakaði og eldaði. Svo hress var hún. Um sumarið dundi ógæfan yfir, hún fékk heilablóðfall og lamaðist að mestu vinstra megin á líkaman- um. Þá tók við nýr kafli hjá ömmu og hún fluttist úr Ólafs- veginum og á hjúkrunar- og dval- arheimilið Hornbrekku. Henni leið vel á Hornbrekku. Þrátt fyr- ir það ætlaði hún sér að komast aftur á fætur, fór á líkamsrækt- arhjólið daglega og talaði mikið um það að nú þyrfti hún að ná sér góðri þannig hún kæmist heim í Ólafsveginn. Oft nefndi hún hvort við ættum ekki að æfa okk- ur í stiganum. En hún réð ekki við veikindin. Hægt og rólega dró af henni og fékk hún lang- þráðu hvíldina 6. janúar. Þann tíma sem hún dvaldi á Horn- brekku fylgdist hún allan tímann mjög vel með og hafði skoðanir á því sem var í gangi í fjölskyld- unni hverju sinni. Elsku amma, takk kærlega fyrir samfylgdina öll þessi ár. Ég kveð þig með kvöldbæninni sem þú kenndir mér í æsku sem við fórum saman með: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Þín nafna, Rósa Jónsdóttir. Líklega hefur enginn á minni ævi veitt mér jafnmikla hvatn- ingu til að láta gott af mér leiða og koma hlutum í verk og amma Rósa. Allt frá árinu 1992 hefur hún verið okkur Guðrúnu mikil stoð í okkar lífi. Margt höfum við brallað og hún var ekki mikið að draga úr því ef eitthvað þurfti að gera. Oftar en ekki var hún til í að hjálpa. Sama var uppi þegar samræður voru í gangi, hún var alltaf til í leggja til málanna og vera okkur innan handar ef með þurfti. Góður hlustandi og rétt- sýn en bar samt virðingu fyrir skoðunum annarra. Einnig má segja að þakklæti hafi einkennt fas hennar og hún var mjög þakklát fyrir allt og samskipti við fjölskyldu og vini var henni mik- ilvæg. Hennar heimili var öllum opið og var gestagangur tíður. Amma Rósa var eðalkokkur og einstakt var vínarbrauðið henn- ar. Við stofnuðum saman fiski- bollufélagið sem hafði það að markmiði að búa til fiskibollur. Amma Rósa var á hnífnum, flak- aði og steikti og ég var sendur út á bryggju til að veiða fisk í fram- leiðsluna. „Ég hélt að þú ætlaðir að veiða í dag, Árni,“ var stund- um viðkvæðið hjá þeirri gömlu, en þá vantaði eitthvert verkefni þann daginn. Fiskinum var redd- að og hún tilbúin með bollurnar daginn eftir. Margar stundir átt- um við saman á Lóni, í veiðinni og trjáræktinni. Hún var ein- stakur veiðimaður og var ákefðin í að veiða mjög mikil. Hún veiddi með maðk en ég reyndi að hafa við henni á flugu. Henni þótti stundum þetta prik mitt veiða frekar lítið en hún og sagði oft við mig við bakkann „verður þú ekki var?“ en þá hafði ég rétt misst fisk sem hún veiddi síðan litlu síðar. En það var einstakt að vera með henni við ána og njóta augnabliksins þegar fiski var landað. Hún svipti þeim upp á bakkann í hvelli, rotaði og kast- aði síðan aftur. Hún passaði líka upp á að við hefðum einhverja hressingu ýmist á Lóni eða í bíln- um. Mentos var einnig alltaf við höndina og þurfti maður oft ekk- ert að fá sér sjálfur því hún sá al- veg um þann part. Lón var henn- ar griðastaður sem hún kallaði oft Paradísskóg og er nú skógi vaxið og mikið skjól sem gerir staðinn mun fýsilegri en norðan- áttin getur bitið vel í. Segja má að hún hafi stundum farið offari í umhirðu á plöntunum en ég var sendur eitt sinn til að ná í hana á Lón og ætlaði að vera fljótur í förum. Sé ég hvar hún er að sýsla uppi í brekku og ég kalla til hennar. Hún biður mig að koma og spyr hvort ég geti náð í smá skít, sem ég og geri. Þar á eftir þarf ég að ná í mold í fötu og síð- an vatn í lækinn. Þetta var alveg hún. Plönturnar voru hennar líf og yndi. Norðlenskan hefur oft verið okkar sameiginlega áhuga- mál. Ég sagði nú oft að ég þyrfti sérstaka orðabók til að skilja hana en bekkjarýjan eða druslan kom stundum upp í okkar sam- ræðum þar sem ég þurfi að hugsa áður en ég skildi. Einnig voru orð eins og glugghús, maðk og gera sætt torskilin um tíma. Að endingu get ég með sanni þakkað þér samfylgdina og að sjálfsögðu Klemensi líka en þið hittist vissulega fyrir hinum megin og eigið þar góðar stundir saman. Árni Jónsson. Það eru ekki margir á mínum aldri svo heppnir að eiga svona langa samleið með ömmu sinni – fyrir það er ég óendanlega þakk- lát. Það er margs að minnast og margt sem hægt er að þakka fyr- ir. Gott fannst mér að koma í heimsókn í Ólafsveginn því oftast beið heimabakað vínarbrauð, partar, kleinur og annað góð- gæti. Þvílík orka í einni konu. Alveg sama hvað þú tókst þér fyrir hendur var ekki slegið slöku við. Byrjaðir snemma á morgnana og þurftir rétt að leggja þig eftir há- degi og þú entist fram á kvöld. Við yngra fólkið vorum oft að undrast úthaldið í þér. Þú varst mikið náttúrubarn, veiddir silung, tíndir ber og fjallagrös. Einnig ræktaðir þú kartöflur. Þú hafðir mikinn áhuga á gróðurrækt og hver planta fékk sérstaka umhyggju hvort heldur var heima á lóð eða á Lóni. Margir færðu þér fisk sem veiddur var á bryggjunni og þú gerðir fiskibollur úr öllum afl- anum sem komið var með til þín, ekkert fór til spillis. Þarna var „fiskibollufélagið“ komið á fullt. Margar ferðirnar komstu suð- ur og alltaf var fyrsta verkið að fara í þvottahúsið og ganga frá þvotti. Meðan þú varst í bænum var þvottavélin stanslaust í gangi. Þegar kom að heimferð var allt frágengið. Fjölskyldan var mjög sam- rýnd og hjálpsöm. Ef stóð til að framkvæma var aðstoð ekki langt undan hvort heldur sem var mætt á staðinn eða ráðlegg- ingar í síma. Þú hafðir alltaf mik- inn áhuga á framkvæmdum ef einhver í fjölskyldunni var að gera eitthvað fylgdist þú með. Ég fékk nokkur símtölin frá þér þegar við vorum að breyta eld- húsinu en þú hafðir ekki tök á að koma suður vegna veikinda og fylgjast með. Mér er minnisstætt þegar ég spurði þig hvernig þú hefðir það og þú svaraðir að þú hefðir engan áhuga á að tala um veikindi vildir bara fá fréttir af framkvæmdunum. Elsku amma, takk fyrir allar samverustundirnar, þín verður sárt saknað. Minningin lifir. Berjamór Undursamleg sú náttúra sem Guð mér gaf til að tigna, til að erfa og njóta. Fagrir stígar, falleg tré umlukin náttúru umm, svo notalegt. Berjablá, út að eyrum eftir góðan göngutúr, um stokk’ og steina. held ég glöð heim á leið. (Hulda Ólafsdóttir) Guðrún Jónsdóttir. Elsku amma Rósa, mig langar að kveðja yndislega langömmu. Þú varst alltaf svo hress og kát þegar við komum í heimsókn. Ég þakka þér fyrir allt og allar góðu minningarnar eins og þegar við fórum á Lón. Þér fannst alltaf svo gaman að veiða og varst svo dugleg að hugsa um trén. Minningarnar lifa í hjarta mínu. Hér er bænin sem þú kenndir mér. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Katrín Eva. Rósa móðursystir hefur lokið göngu sinni í þessari jarðvist, 93 ára að aldri. Hennar verður sárt saknað. Hún kom úr hópi tólf systkina sem kennd eru við Syðstabæ í Ólafsfirði. Fjögur systkini lifa systur sína. Rósa og Ásta móðursystur okkar urðu bjargvættir fjöl- skyldu okkar þegar aðstæður heima fyrir breyttust árið 1964. Rósa var okkur ómetanleg, okk- ar helsta stoð og stytta og upp- flettirit þegar við unglingarnir þurftum að takast á við húsmóð- urstörfin á Pósthúsinu í Ólafs- firði, eftir að móðir okkar veikt- ist. Dæmi um símtölin á þessum tíma voru: Hvernig á að hræra skyr? Hve lengi sýður maður saltkjöt? Rósa var ræðin og ákveðin, glaðlynd, skemmtileg og fróð og sagði okkur margt frá gömlum tíma í Ólafsfirði. Í bréfi frá því í febrúar 1945 frá afa Helga í Syð- stabæ til mömmu okkar, sem þá starfaði á Akureyri, segir: „Það er ekkert að frétta. Okkur líður þetta svipað. Rósa flutti héðan í gær og ég býst við að nú þyki ekki neitt fjörlegt í kotinu.“ Rósa fylgdist vel með í lands- málum og bæjarmálum. Margir höfðu gaman af að rökræða við hana um stjórnmál. Hún stóð föst á sínu og gaf ekkert eftir. Hún var mikil og góð húsmóðir enda höfðu börnin í Syðstabæ tekið þátt í öllum verkum frá fyrstu tíð og þar lærði hún af for- eldrum sínum og eldri systrum. Hún gaf áfram til næstu kyn- slóða. Aldrei fór maður tómhent- ur frá henni. „Æ taktu þetta með þér, ég var að gera fiskibollur, flatkökur, lifrarpylsu, kæfu, sultu...“ Rósa lærði síðar meira um nýja matreiðslu og var þá Bogga systir hennar, móðir okkar, henni innan handar eftir að hafa gengið í Húsmæðraskólann á Laugalandi. Þessi fræðsla milli systra skilaði sér síðar meir til okkar systkinanna, ekki beint frá mömmu heldur frá Rósu og Ástu. Rósa elskaði að vera úti í náttúrunni og ekki var verra ef hún gat haft einhverjar nytjar af henni. Hún fór til berja og til grasa fram á síðustu ár. Hún ræktaði kartöflur og sinnti trjá- rækt á Lóni ásamt syni sínum Arnari. Oft minntist hún á það að hún hefði svo mikið yndi af garðyrkj- unni að hún vonaði að Guð myndi leyfa henni að sinna gróðrinum þegar hún færi. Við trúum að það verði eftir henni látið. Rósa var líka mikil veiðikló, hún stundaði stangveiði og átti t.d. tíma í Ólafsfjarðará sama dag og hún veiktist sum- arið 2016, enda hafði hún á orði við lækninn að hún hefði nú ætl- að að gera annað þennan dag en leggjast í rúmið. Hún hafði alltaf verið heilsugóð enda hafði lækn- irinn á orði við hana að hún hefði átt 90 góð ár. Tengsl Rósu og mömmu komu vel í ljós við veikindi mömmu, þá var það Rósa sem sinnti henni mest eftir að hún kom heim af sjúkrahúsi og úr endurhæfingu. Ekkert dró úr tryggð og um- hyggju hennar fyrir fjölskyldu okkar með árunum og hún fylgd- ist vel með öllu og öllum og tók þátt í gleði okkar og sorgum. Við viljum þakka Rósu af öllu hjarta umhyggju hennar fyrir fjöl- skyldu okkar, og vottum fjöl- skyldu hennar ættingjum okkar innilegustu samúð. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir. Elsku Rósa mín, Þá er víst komið að kveðju- stundinni. Síðustu fjögur ár höf- um við hist í hverri viku þegar ég fór til sjúkraþjálfara og hafði fyr- ir reglu að heimsækja þig og drekka með þér morgunkaffi og taka gott spjall við þig. Þú hafðir alltaf góða skoðun á hlutunum og hafa það eflaust verið þung spor fyrir þig að leggjast á sjúkra- deild og vera upp á aðra komin, en þú lærðir að taka því með æðruleysi með tímanum. Þú varst oft á leiðinni heim til að sulta eða taka slátur fyrir ykk- ur Adda og játaði ég því þó við vissum báðar að það yrði ekki í þessi lífi. Þú varst alltaf svo bjartsýn, það var ekki spurning. Þú skammaðir mig ef ég kom ekki vikulega til að spjalla og vitja um þig. Nú ert þú farin úr þessu lífi, ekki heim á Ólafsveg, heldur til að hitta elsku Klemens þinn sem hefur beðið á ströndinni í sólar- landinu til að taka á móti þér. Elsku Rósa mín, enn og aftur, þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Ég mun sakna þeirra. Elsku Addi, Jónsi, Helga, börn og tengdabörn og aðrir ættingjar – mínar dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra. Kristín Margrét Adolfsdóttir Sumarrós Jóhanna Helgadóttir Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI BRAGASON, Miðstræti 18, Bolungarvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 10. janúar. Útför hans fer fram frá Hólskirkju í Bolungarvík föstudaginn 24. janúar klukkan 14. Ásdís Gústavsdóttir Svava Ingþórsdóttir Þorsteinn Konráð Ólafsson Sigríður Maggý Helgadóttir Bragi Helgason Natalia Pitala og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.