Morgunblaðið - 18.01.2020, Page 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
✝ SverrirBjörnsson
fæddist á Fall-
andastöðum í
Hrútafirði 1. jan-
úar 1932. Hann
andaðist á sjúkra-
húsinu á Hvamms-
tanga 4. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Björn Guð-
mundsson bóndi á
Fallandastöðum og síðar í
Brautarholti í Hrútafirði, f. 23.
apríl 1897, d. 23. janúar 1977,
og Anna Sigríður Guðmunds-
dóttir húsmóðir, f. 12. janúar
1900, d. 7. desember 1997.
Systkini Sverris voru Pétur
Ingvar, f. 1921, d. 1997, Ottó f.
1922, d 2017, Ingimundur, f.
1923, d 1925 og Alda, f. 1936, d
1953.
Þann 2. nóvember 1959
kvæntist Sverrir Guðbjörgu Á.
Kristinsdóttur, f. 17 febrúar
1937.
Foreldrar hennar voru Krist-
inn Sveinsson, f. 1901, d. 1994
og Gunnlaug Helga Sigurð-
ardóttir, f. 1901, d. 1991.
Börn Sverris og Guðbjargar
eru: Björn Ingi, Kristín Anna,
Ásgeir og Alda Berglind.
búnaðarfélagið, hann var forð-
agæslumaður sveitarfélagsins
og sat í einnig stjórn þess í tvö
kjörtímabil. Einnig var hann
formaður verkalýðsfélags
Hrútfirðinga í nokkur ár. Hann
söng alla sína tíð í kirkjukórum
Staðar- og Prestbakka sókna
en söngur var honum mjög
kær. Sverrir var einn af stofn-
félögum karlakórsins Lóuþræla
og söng með þeim í fjölda ára.
Sverrir var lengi í forsvari
fyrir endurbyggingu Riis-húss
á Borðeyri og vann að því af
gífurlega miklum áhuga. Mál-
efni Staðarkirkju voru honum
einnig hugleikin og tók hann
þátt í endurbyggingu hennar
ásamt lagfæringu á kirkjugarð-
inum auk þess að vera lengi í
sóknarnefnd. Sverrir hafði
mikinn áhuga á trjárækt og
starfaði hann m.a. í hópi sem
heitir „Litlu græningjarnir“.
Eitt helsta verk hópsins var
gerð Óskalundar, útivistasvæð-
is við Reykjaskóla, með tilheyr-
andi skógrækt en þar gegndi
Sverrir mikilvægu hlutverki.
Öllum þessum samfélags-
verkum lagði hann sig allan
fram við að koma í gegn með
einstakri alúð og eljusemi og
var hann oftar en ekki í for-
svari fyrir þau.
Útför Sverris fer fram í Stað-
arkirkju, Hrútafirði, í dag, 18.
janúar 2020, klukkan 14.
Barnabörn þeirra
eru tólf talsins og
barnabarnabörnin
fjögur.
Sverrir ólst upp
á Fallandastöðum
og síðar í Braut-
arholti í Hrútafirði
og bjó hann þar
megnið ævi sinnar,
en árið 2007
byggðu þau Guð-
björg sér hús í
landi Brautarholts sem þau
nefndu Fallandastaði þar sem
þau bjuggu þar til þau fluttu á
Heilbrigðisstofnunina á
Hvammstanga þar sem þau
dvöldu síðasta æviár Sverris.
Sverrir lauk búfræðingsprófi
við Bændaskólann á Hvanneyri
árið 1950 og starfaði hann sem
bóndi í Brautarholti frá árinu
1959 og alla sína starfsævi, auk
þess að starfa sem kjötmats-
maður og endurskoðunar-
maður reikninga hjá Kaup-
félagi Hrútfirðinga á Borðeyri.
Hann var í stjórn Kaupfélagsins
í þó nokkur ár ásamt því að
vera stjórnarformaður í þrjú
ár.
Sverrir starfaði mikið að fé-
lagsmálum fyrir sveit sína og
hérað. Má þar nefna störf fyrir
Takk fyrir samfylgdina
Sestu hérna hjá mér ástin mín
horfðu á sólarlagsins roðaglóð.
Særinn ljómar líkt og gullið vín
léttar bárur þar kveða þýðan óð.
Við öldunið og aftanfrið
er yndislegt að hvíla þér við lið.
Hve dýrlegt er í örmum þér
að una og gleyma sjálfum sér.
(Jón frá Ljárskógum)
Kveðja frá Dúddu,
Guðbjörg Á. Kristinsdóttir.
Elsku Pabbi minn. Nú hefur þú
kvatt okkur og eftir sitjum við
með sorg í hjarta en einnig með
gnótt af góðum minningum.
Ég minnist uppvaxtaráranna
þegar byggingaframkvæmdir
voru í gangi á hverju ári og þess
trausts sem þú sýndir okkur
krökkunum við þá vinnu og margt
annað við bústörfin. Það voru ald-
eilis ekki tilbreytingasnauð upp-
vaxtarár. Ég man svo vel öll heil-
ræðin þín, hver var fyrsta
setningin sem þú skrifaðir á nýju
ritvélina, ráðin sem þú gafst mér
þegar ég hóf skólagöngu fjarri
heimili eða þegar ég eignaðist
minn fyrsta bíl. Ég var svo gæfu-
samur að hlusta á þau og gleyma
aldrei. Það var einnig svo gott að
vita af þér sem bakhjarli á yngri
árum þegar við vorum að koma
undir okkur fótunum.
Ég man svo vel hve gaman var
að fara í ferðalög saman og eftir að
ég flutti að heiman og eignaðist
fjölskyldu þá var það eitt af mestu
tilhlökkunarefnunum að hitta
ykkur og fara í ferðalag saman á
góðum sumardegi. Og síða,r þeg-
ar erfiðara var fyrir ykkur að
ferðast, að skreppa norður og fara
í bíltúr og fræðast af þér um ná-
grennið.
Það verður skrítið að hlakka
ekki lengur til þessara ferða eða
símtala okkar þar sem ýmislegt
var rætt og ástandið í þjóðfélaginu
krufið til mergjar.
Elsku pabbi, nú höfum við farið
okkar síðasta bíltúr saman. Megi
Guð og gæfa fylgja þér á þeirri
ferð sem þú ferð nú. Vertu bless
pabbi minn, ég sakna þín.
Björn Ingi Sverrisson.
Nú er komið að leiðarlokum
pabbi minn. Þú ert kominn á stað
þar sem þú getur spókað þig um í
guðsgrænni náttúrunni. Þú varst
gegnheill bóndi og náttúrubarn.
Vildir hvergi annarsstaðar búa en
í sveitinni þinni. Tvennt mikilvægt
gafst þú mér í veganesti út í lífið.
Fyrst og síðast að vera heiðarleg
og gefa engan afslátt af því, sagðir
að mannorð áynnist á löngum
tíma en tæki andartak að glata.
Annað sagðir þú við mig þegar ég
flutti að heiman sextán ára gömul
að ég myndi aldrei geta plumað
mig fjárhagslega því ég eyddi öll-
um peningum í nammi. Sá gamli
vissi alveg hvað hann var að segja,
hann þekkti dóttur sína. Ég er
þrjósk og olli pabba ekki von-
brigðum því ég hét því með mér á
þeirri stundu að ég skyldi sýna
honum að ég gæti alveg séð mér
farborða. Ekki orðin gjaldþrota
ennþá.
Þú varst endalaust að fram-
kvæma eitthvað. Sem barn og
unglingur man ég varla eftir öðru
en byggingaframkvæmdum nán-
ast hvert sumar eða eitthvað ann-
að sem gæti orðið til framfara. Fé-
lagsstörfin tóku drjúgan tíma og
ég hef þá trú að þér hafi ekki þótt
það leiðinlegt. Þú áttir nokkur
áhugamál sem þú sinntir af mikl-
um eldmóði. Riis-húsið var þar
framalega í flokki. Ég man árlegu
ferðir þínar suður til Reykjavíkur
þar sem við keyrðum þig milli fyr-
irtækja og stofnanna til að afla
fjár til uppbyggingar þess. Kirkj-
an og endurbætur á henni og
garðinum tók líka drjúgan tíma og
ekki er hægt að gleyma lundinum
góða í Reykjaskóla. Þú varst
þakklátur öllum þeim sem lögðu
hönd á plóg og unnu með þér að
þessum verkefnum og eins fyrir
ómetanlega hjálp fólksins í sveit-
inni er veikindi herjuðu á. Ég tek
undir það að við áttum sannarlega
góða nágranna.
Lífið var ekki alltaf dans á rós-
um því veikindi mömmu og síðar
þín voru stór partur af lífinu í
Brautarholti. Oft varstu hræddur
um að missa mömmu sem þú elsk-
aðir af öllu hjarta. Hún er reyndar
sér kapítuli, ótrúlegur barátt-
unagli sem við mættum taka til
fyrirmyndar. En þið stóðuð eins
og klettur saman í blíðu og stríðu,
fallegt hjónaband. Nú er það okk-
ar systkinanna að hugsa um
mömmu, sem við munum gera. Ég
þakka þér samfylgdina og allt sem
þú gerðir fyrir mig.
Þín dóttir,
Kristín Anna .
Elsku pabbi.
Mig langar að rifja upp lítið
minningarbrot sem þú sagðir mér
frá, af okkur tveimur.
Þetta var á þeim árum sem
mamma var að berjast við sitt
fyrsta krabbamein. Þú ungur
bóndi með fjögur ung börn og ég
sennilega aðeins fjögurra ára.
Amma og afi voru einnig búsett í
Brautarholti og voru þér til stuðn-
ings. Það breytir því ekki að þetta
var þér ótrúlega erfiður tími og
markaði djúp spor í þinni sál. Þú
varst búinn að fá fréttir af því að
mömmu væri ekki hugað líf og þér
brást allur kjarkur. Þú settist nið-
ur einn á stabbann í hlöðunni og
sást ekki neina ljósglætu fram-
undan. Þá kom ég trítlandi til þín,
en ég var ekki vön að leggja leið
mína mikið í fjárhúsin. Ég settist
við hlið þér, tók í hönd þína og
spurði „ pabbi minn, er eitthvað
sem ég get gert fyrir þig?“ Það
féllu hjá þér tár og það gerðist
eitthvað innra með þér. Þetta var
svo tilviljunarkennt að þú varst
þess fullviss að þarna hefði ég ver-
ið send af æðri mætti þér til hugg-
unar og eflingar. Þú fylltist von og
styrk til að halda áfram. Ég held
líka að eitthvað ólýsanlegt hafi
haldið verndarhendi yfir ykkur
mömmu. Það eru varla til önnur
eins dæmi um hvernig þið mamma
hafið alltaf náð að rísa aftur upp
úr öllum ykkar veikindum.
En nú kom að því að þú áttir
ekki afturkvæmt. Ég sat hjá þér
meðan þú barðist þína síðustu
lotu. Ég tók í hönd þína og hugsaði
„ Ég vildi að ég gæti gert eitthvað
fyrir þig pabbi minn“.
Kveð þig elsku pabbi minn,
Ljúft nú lát þig dreyma.
Svífðu hátt um himininn,
inn í aðra heima.
Farðu í friði, farðu nú,
með sátt í þínu hjarta.
Sálu fylgi eilíf trú,
inn í ljósið bjarta.
(abs)
Hvíldu í friði.
Þín dóttir Alda
Alda Berglind Sverrisdóttir.
Elsku afi.
Takk fyrir að kenna mér að um-
gangast dýr. Takk fyrir að kenna
mér að keyra traktor og fjórhjól.
Takk fyrir að kenna mér að ríða
hesti. Takk fyrir allar stundirnar í
fjárhúsinu. Takk fyrir að leyfa
mér að vera frjáls í gúmmítúttum
hoppandi í drullu í fjósinu. Takk
fyrir að gefa mér mitt eigið lamb.
Takk fyrir alla hlöðuslagina (þó þú
nenntir því alls ekki alltaf). Takk
fyrir alla hafragrautar- og slátur-
morgnana. Takk fyrir húmorinn
þinn. Takk fyrir að leyfa mér að
reka mig á (eins og að keyra fjór-
hjól ofan í skurð). Takk fyrir
gleðina sem þú sýndir Birki Neó.
Takk fyrir að vera afi minn. Takk
fyrir allt.
Elska þig og mun sakna þín
mikið.
Þín
Berglind Elva.
Kæri afi.
Svona er þetta án þín: Við
hugsum til þín þegar við förum í
kirkjuna og deilum augnablikinu
með þér þegar við hittum ömmu.
Við munum eftir þér þegar við
borðum jarðarber því við vitum
hvað þér þótti þau góð. Okkur
finnst þú vera hjá okkur þegar við
förum að sofa. Og þegar við ber-
um þungt þá finnst okkur sem þú
hjálpir til. Mér finnst leiðinlegt að
þurfa slá garðinn án þín (Fíus).
Það var ævintýri að geta hjálpað
þér með blómin en núna sjáum við
þig speglast í þeim þegar sólin
skín.
Mér mun líða betur þegar mér
líður illa, því ég veit að ég er aldrei
ein. Ég gleymi þér aldrei því þú
ert í mínu hjarta og vona að þú
munir heldur ekki gleyma mér.
Þitt ættarblóm blómstrar.
Nóa Sophia, Júlía Sólín,
Fíus Franz og Dagur Anton
Minningin okkar er börnin
sögðu lágt „sæll afi!“ og svo fylgdi
mjúkt, varlegt knús. Þú varst ekki
afi sem spilltir börnunum okkar,
þú varst afi sem kenndi hlýju og
virðingu.
Svo hugsum við bara lágt „bæ
afi“, með mjúkri og hlýrri virð-
ingu.
Ásgeir og Kathrin.
Við lífslok Sverris Björnssonar
fyrrverandi bónda í Brautarholti í
Hrútafirði er okkur konunum sem
höfum staðið vaktina í Riishúsi á
Borðeyri undanfarin sumur bæði
ljúft og skylt að minnast þessa öð-
lings. Það er tæplega á neinn hall-
að að halda því fram að vinnu-
framlag Sverris til alls þess sem
laut að endurbyggingu Riishúss
sé aðdáunarvert. Hann kom að
þessu verkefni strax í upphafi fyr-
ir nær þremur áratugum og það
átti hug hans fram til loka. Hann
fékk afar miklu áorkað sem for-
maður félagsskaparins sem að því
stóð. Það má segja að nær öll
vinna sem snéri að fjáröflun þess
hafi hvílt á herðum Sverris. Í
plöggum félagsins eru ófá bréfin
sem hann hefur skrifað til hinna
ýmsu stofnana og félagasamtaka í
þeim tilgangi. Orðalag þeirra svo
kurteist en þó svo staðfast og end-
urspeglar manninn sem um penn-
ann hélt. Utanumhald með verk-
legum framkvæmdum var líka á
hans könnu. Það var meira en eitt
dagsverk. Eftir að Sverrir lét af
störfum sem formaður Félags
áhugamanna um endurbyggingu
Riishúss eftir nær 20 ár í því
starfi, þýddi það ekki að áhuginn á
verkefninu hefði dalað. Þvert á
móti. Eftir að litla kaffihúsið opn-
að í Riishúsi á sumrin lagði hann
oft leið sína ásamt Dúddu sinni yf-
ir fjörð í kaffi og vöfflur og spjall
um gang mála í Riis. Þau hjón
voru ávallt aufúsugestir þar.
Sverrir átti alltaf til nóg af hlýleg-
um orðum til handa „konunum
sínum þar“ eins og hann kallaði
okkur svo fallega. Við sendum
Dúddu og fjölskyldunni allri hlýj-
ar kveðjur og minnumst Sverris
vinar okkar með væntumþykju og
virðingu fyrir honum og störfum
hans.
Lokið er vöku langri
liðinn er þessi dagur.
Morgunsins röðulroði
rennur upp nýr og fagur.
Miskunnarandinn mikli
metur þitt veganesti.
Breiðir út ferskan faðminn
fagnandi nýjum gesti.
(HA)
Kristín Árnadóttir,
Ásdís Guðmunsdóttir,
Sigurrós M. Jónsdóttir,
Katrín Kristjánsdóttir,
Kristín Guðbjörg Jónsdóttir,
Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir.
Eftir að við hjónin fluttum að
Prestbakka í Hrútafirði 1989 átt-
um við samstarf við þrjá frábæra
sóknarnefndarformenn, Ingva á
Borðeyrarbæ, Sverri í Brautar-
holti og Einar í Hvítárhlíð, hvern í
sinni sókn. Þvílíkir öðlingar, þeir
þrír, eins og ég kallaði þá. Nú er
hinn síðasti þeirra látinn, Sverrir
Björnsson sóknarnefndarformað-
ur Staðarsóknar í fjölda ára.
Sverrir var einstaklega glaður
og góður félagi, snyrtimenni hið
mesta og lét aldrei sinn hlut eftir
liggja við sjálfboðastörf. Kona
hans, Guðbjörg Kristinsdóttir,
studdi mann sinn í hvívetna og
sungu þau bæði í kirkjukórnum
heima á Stað og sameinaða kórn-
um með Prestbakkakirkjukórn-
um. Hann í tenór og hún í altrödd,
vinsæl hjá kórstjórum og félögum
okkar í kórunum.
Þeir sem aka þjóðveginn um
Hrútafjörð að austan sjá víða af-
rakstur vinnunnar hans Sverris.
Hann stóð fyrir gróðursetning-
unni í kirkjugarðinum á Stað eftir
sléttun hans, skjólbelti á þrjá vegu
og tóku ýmsir þátt í því átaki. Þá
ber að nefna trjálundinn heima í
Brautarholti sem gleður augað og
rímar við fallega umgengni þar á
hlaðinu. Ekki skemmir nýja eldri
borgara húsið þeirra Dúddu fyrir.
Húsið ber nafnið Fallandastaðir
eftir eignarjörð Sverris skammt
þar frá, en Brautarholt er nýbýli
þaðan.
Loks ber að geta hópsins Litlu
græningjanna sem Sverrir stofn-
aði og hafði forystu í. Þau beindu
kröftum sínum einkum að skóg-
arreitnum við Reykjaskóla sem
nú er farinn að teygja vel úr sér.
Vorhugurinn kom yfir Sverri þeg-
ar birta tók, jafnvel eftir að þau
hjónin fluttu á Sjúkrahúsið á
Hvammstanga. Því ævinlega
hlakkaði hann til vorstarfanna, til
að hlú aftur að nýkviknuðu lífi
gróðurs og skepna.
Í haust sem leið kvaddi ég
Sverri. Hann sat á rúmi sínu í
góðu smáíbúðinni þeirra Dúddu á
sjúkrahúsinu, glaður og glettinn
til augnanna eins og vant var, en
orðinn þreyttur, sagði hann. Ég
þakka þeim báðum samfylgdina
og votta henni, börnum og barna-
börnum innilega samúð. Góður og
hjartahlýr drengur er genginn.
Guð blessi minningu Sverris
Björnssonar og ykkur ástvini
hans.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir.
Sverrir Björnsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Yndislega mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
ÓLÖF MARÍN EINARSDÓTTIR
lést á heimili sínu hjúkrunarheimilinu Sóltúni
9. janúar.
Útförin fer fram í Dómkirkjunni
miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Bergið Headspace, stuðnings- og
ráðgjafarsetur fyrir ungt fólk og Rótina.
Rannveig Þöll Þórsdóttir
Solveig Björk Sveinbjörnsdóttir
Helga Kristín Friðjónsdóttir
Ólafur Þ. Sveinbjörnsson
Michael Klein
Helena Aðalsteinsdóttir
Anton Logi Ólafsson
Ylfa Þöll Ólafsdóttir
Gabríel Noor Helguson Mumtaz
Sonja Björt Ylfu Hjálmarsdóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVEINBJÖRN SVEINBJÖRNSSON
bifvélavirki,
Hraungerði 1, Akureyri,
lést þriðjudaginn 14. janúar.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju 24. janúar klukkan 13.30.
Þökkum starfsfólki lyflækningadeildar á SAK og Heima-
hlynningu auðsýndan samhug og umönnun.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á
Akureyri.
Hanna Soffía Jónsdóttir
Sveinbjörn Sveinbjörnsson Dröfn Áslaugsdóttir
Anna Berglind Sveinbjörnsd.
Sigríður Erla Sveinbjörnsd.
Eygló Sveinbjörnsdóttir Bergþór Ásgrímsson
Jón Helgi Sveinbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn