Morgunblaðið - 18.01.2020, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
Hann Helgi mág-
ur minn lést 28. nóv-
ember sl. og í tilefni
af afmælisdeginum
hans sem er á morgun, 19. janúar,
langar mig að minnast hans með
nokkrum orðum.
Ég fann það best þegar hann
Helgi veiktist hvað mér þótti
vænt um hann. Margs er að minn-
ast á langri samleið. Skemmti-
legra ferðalaga þegar börnin voru
lítil – og svo voru það allar afmæl-
is- og fermingarveislurnar sem
þau hjónum munaði ekkert um að
slá upp. Þá var ætíð glatt á hjalla
– sungið og spilað.
Hann Helgi var sérstaklega
bóngóður maður og var ósjaldan
kallaður til þegar góð ráð voru
dýr. Hann var listasmiður og
hafði töfrahendur. Hann var afar
Helgi Brynjar
Þórisson
✝ Helgi BrynjarÞórisson fædd-
ist 19. janúar 1942.
Hann lést 18. nóv-
ember 2019.
Útför Helga fór
fram 13. desember
2019.
félagslyndur og allt-
af var notalegt að
spjalla við hann um
heima og geima.
Margt gengur á í
stórum fjölskyldum.
Eitt sinn veiktist
ættmóðirin og var
dálítið rugluð í
nokkra daga. Hún
lét dæturnar rúnta
með sig um þveran
og endilangan Borg-
arspítalann og harðneitaði að fara
í rúmið. Hún, þessi fína dama,
ætlaði ekki að láta stelpuskját-
urnar dætur sínar segja sér fyrir
verkum. Dæturnar litu hver á
aðra – nú voru góð ráð dýr. „Hann
Helgi getur kannski komið henni
í rúmið.“ Helgi mætti og auðvitað
hlýddi hún honum og var sofnuð
eins og barn skömmu síðar.
Svona var hann Helgi.
Hans Helga verður sárt sakn-
að. Hann var einstakur maður og
það er mikil sorg fyrir fjölskyld-
una að missa hann svo skyndi-
lega. Ég votta öllum ástvinum
samúð.
Elsa Lúðvíksdóttir.
Elsku mamma,
tengdó og amma.
Það er mjög erfitt
að átta sig á því að
þú sért farin frá okk-
ur en hugga mig við að þú hefur
mjög marga yndislega sem taka
vel á móti þér með opinn faðm.
Vona svo innilega að þú náir að
njóta þín eins og við vorum svo
mikið að óska eftir og þú áttir það
svo skilið. Nýbúin að finna
draumastaðinn þinn í Hafnarfirði
og þú hlakkaðir svo til að geta
dundað þér heima við og gera
heimilið að þínu. Sinna áhugamál-
unum sem voru handavinna, mál-
un og að vera með fjölskyldu og
vinum. Þetta var yndislegur tími
sem við áttum saman síðustu mán-
uði, þó svo að hann hafi verið mjög
erfiður þegar þú varðst veikari.
Þegar við vorum að koma þér fyrir
í íbúðinni og skiptast á að gista hjá
þér þegar þú gast verið heima síð-
ustu vikurnar. Skildir ekkert í
þessu hjá okkur og fussaðir en
hafðir samt gaman af því, vildir
aldrei vera byrði á neinum og þú
varst það aldrei og hefðir aldrei
verið, það var svo gott og nærandi
að vera með þér og eiga stundir
með þér.
Þetta var stutt og erfið barátta
en þú barðist vel og vildir svo
klára þetta verkefni eins og öll
önnur sem þú tókst að þér, held að
þetta sé það eina sem þú kláraðir
ekki, orkan var því miður búin.
Ekki hafa áhyggjur af prjóna-
skapnum sem var eftir, það verður
einhver sem klárar hann fyrir þig.
Það eru sem betur fer mjög
margar góðar minningar sem við
eigum og það er hægt að hugga
sig eitthvað við þær, samt aldrei
eins og að geta hitt á þig og spjall-
að yfir kaffibolla. Því miður gaf ég
mér ekki nógu mikinn tíma í það á
seinni árum og það er eitthvað
sem ég á alltaf eftir að sjá eftir, en
við vorum líka öll upptekin í lífinu
eins og gengur og gerist. Elísa og
öll hin barnabörnin eiga eftir að
sakna þín mjög mikið, þú varst svo
yndislega góð við þau og áttir
mjög gott samband við þau öll.
Ágústa Jóna
Jónsdóttir
✝ Ágústa JónaJónsdóttir
fæddist 1. janúar
1958. Hún lést 3.
janúar 2020. Útför-
in fór fram 10. jan-
úar 2020.
Gafst þeim öllum
tíma og hlýju. Þetta
er mjög stórt skarð
sem myndaðist þeg-
ar þú fórst frá okkur
og við fjölskyldan
verðum að reyna að
þjappa okkur betur
saman til þess að það
verði ekki eins sárt.
Stærsta verkefnið
þitt var að koma
okkur öllum á legg
og eins ólíkur og barnahópurinn
innbyrðis var sem þú þurftir að
eiga við og mörg uppátækin sem
við tókum upp á, þá tókst þér mjög
vel til og þú getur verið stolt af
okkur öllum og það var mjög gott
að heyra að þú varst það og elsk-
aðir okkur öll.
Takk fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur um ævina og við erum
það sem við erum vegna þín, elsk-
um þig og munum alltaf sakna þín,
hvíldu í friði, kærleik og hlýju.
Þinn sonur, tengdadóttir og
barnabörn,
Hjörleifur, Karitas, Selma,
Sylvía Lind og Elísa Björk.
Elsku mamma.
Ég var ekki tilbúin og verð lík-
legast aldrei. Hugurinn reynir að
skilja en augun kíkja og eyrun
hlusta eftir þér, hendurnar fálm-
andi og öll restin af líkamanum
leitandi því ég hef aldrei á það
reynt að vera án þín. Nærvera þín
umvafði mig ætíð öryggi og hlýju.
Þú varst alltaf til staðar og gafst
mér rými þegar ég þurfti. Við átt-
um þannig samband að við gátum
verið saman heilan dag án þess að
segja orð. Þegar tók að líða á
kvöldið var hinsvegar eins og við
hefðum ekki talað saman í mánuð
og þurftum að ræða allt milli him-
ins og jarðar. Þessar samræður
áttu sér yfirleitt stað í þvottahús-
inu áður en þú fluttir. Þar varstu
mín trúnaðarkona, hugsanir eða
vandamál sem lágu þungt á hjart-
anu runnu af mér. Hrein af
áhyggjum kom ég a.m.k. þaðan út.
Það eru þessar hversdagslegu
stundir sem eru mér kærastar
núna, eins og að dotta í sófanum
við hljóðin í prjónunum þínum
renna saman við útvarpið eða Kilj-
una. Við fórum á sýningar saman
og það var svo gott að fara með
þér því þú varst bæði hreinskilin
en hlustaðir líka og hafðir gaman
af því þegar ég reyndi að túlka eða
tala um verk frá mínu sjónarhorni.
Þú leyfðir mér að vera týnd og
gafst mér færi á að finna eigin
leiðir. Þú kenndir mér að kenna
sjálfri mér og það er ómetanlegt,
oftar en einu sinni minntir þú mig
þó á að vera raunsæ. Ég var hepp-
in að eiga þig að og er enn því þú
verður alltaf hjá mér í formi minn-
inga, mynda og sagna systkina
minna.
Kveðja,
Dóttir þín
Berglind Hreiðarsdóttir.
Elsku mamma mín.
Að minnast þín er svo sárt en á
sama tíma er svo gott að hugsa til
þín. Við erum rík af dýrmætum og
fallegum minningum sem munu
hjálpa okkur að kljást við sökn-
uðinn sem er svo mikill. Þú gafst
okkur svo mikið, svo mikla ást og
svo mikinn stuðning. Alltaf varstu
til staðar fyrir mig og börnin og
þau voru ófá kvöldin sem fóru í
spjall hjá okkur mæðgum. Við
ræddum oft um krakkana og þú
gafst mátulega mikið af uppeldis-
ráðum á sama tíma og þú lést mér
líða eins og ég væri að standa mig
svo vel í móðurhlutverkinu. Ekki
vottur af gagnrýni. Við ræddum
allt sem hægt var að ræða, frá
prjóni til heimsmála, mikið um
bækur, áætlanir um framtíðina,
það fylgdi stundum dass af pólitík
og yfirleitt var stutt í húmorinn.
Heimsóknir til þín voru tíðar,
enda bað Ari nánast um það dag-
lega að kíkja á ömmu sína og Agla
hljóp skælbrosandi inn til ammí.
Davíð þótti alltaf einstaklega vænt
um þig og vinskapinn ykkar á
milli.
Hann mun sjá til þess að reglu-
lega verði haldin spilakvöld í þínu
nafni með volgan bjór og skál af
góðu súkkulaði við hönd. Það leið
varla sá dagur sem ég heyrði ekki
í þér, og mér leið eins og eitthvað
vantaði þegar það kom fyrir, sem
gerir dagana núna svo ótrúlega
erfiða.
Heimsins besta mamma, amma
og mín allra besta vinkona. Við er-
um þér svo þakklát og munum
alltaf vera. Þú munt fylgja okkur
og hjálpa með hlýju þinni og ást,
svo lengi sem við lifum, þar til við
sameinumst á ný. Eins og þú
sagðir alltaf, við heyrumst elskan
mín.
Áslaug Sara, Davíð, Ari
Nóel og Agla Sóley.
Þakklæti.
Mér er efst í huga þakklæti til
elsku Ágústu, þakklæti fyrir að fá
að kynnast þér, gjafmildi þinni og
vináttu. Við áttum margar góðar
spjallstundir yfir kaffibolla þar
sem bar á góma nýjustu bækurn-
ar sem við vorum að lesa, prjóna-
skap, börnin okkar eða heimsmál-
in.
Við stunduðum leikhúsið í all-
mörg ár og þótti okkur alltaf jafn-
gaman hvort sem leikritið höfðaði
til okkar eða ekki.
Leiðir okkar hefðu aldrei legið
saman ef ekki hefði verið fyrir vin-
skap dætra okkar Berglindar og
Hjördísar Grétu sem eru nú búnar
að vera vinkonur í 20 ár. Með góð-
mennsku sinni tóku Ágústa og
fjölskylda á móti Hjördísi Grétu
opnum örmum og var hún alltaf
aufúsugestur á heimili þeirra.
Með þakklæti í huga kveð ég
góða vinkonu og bið almættið að
umvefja hana og fjölskylduna ást
og umhyggju.
Kom, huggari, mig huggar þú,
kom hönd og bind um sárin,
kom dögg og svala sálu nú,
kom sól og þerra tárin,
kom hjartans heilsulind,
kom heilög fyrirmynd,
kom ljós og lýstu mér,
kom líf er ævin þver,
kom eilífð bak við árin.
(Valdimar Briem)
Jóna og Hjördís Gréta.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangaamma,
HERDÍS E. JÓNSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 4. janúar,
verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn
21. janúar klukkan 13. Blóm og kransar
eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar
er bent á Umhyggju - félag langveikra barna.
Ingvar Einarsson Ragnhildur Jónsdóttir
Sigríður Einarsdóttir Eiríkur Jónsson
Friðjón Einarsson Sólveig Guðmundsdóttir
Herdís R. Einarsdóttir Guðlaugur Óskar Jónsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarn
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
MAGNHILDAR SIGURÐARDÓTTUR
frá Efsta Dal.
Sigurður Sigurðsson
Jórunn Sigurðardóttir Sigurður K. Eggertsson
Sigrún Sigurðardóttir Þröstur Þorvaldsson
Jón Sigurðsson Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir
Hilmar Steinar Sigurðsson Þórdís Sigurðardóttir
Jóhanna Ellý Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
auðsýndu okkur ómetanlegan stuðning
og hlýju við andlát og útför elskulegs
eiginmanns míns og föður,
ÞÓRÐAR ODDSSONAR
skipstjóra.
Hildur Maríasdóttir
Linda Bára Þórðardóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
ELÍNAR JÓNSDÓTTUR
kennara,
sem lést annan jóladag á Dvalarheimilinu
Hlíð, Akureyri.
Aníta L. Þórarinsdóttir Jón Helgi Þórarinsson
Erna Þórarinsdóttir Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
HILMARS ÞORKELSSONAR,
Vogatungu 75, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
Landspítalans fyrir alúð og umhyggju.
Guðlaugur Ævar Hilmarsson
Jóhannes Ævar Hilmarsson Berglind Jóhannsdóttir
Sverrir Ævar Hilmarsson Steinunn S. Jakobsdóttir
Jakob Ævar Hilmarsson Kristín Þorsteinsdóttir
Hilmar Ævar Hilmarsson Anna Heiða Pálsdóttir
Kristinn Ævar Hilmarsson Suwanna Munthong
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR BRYNDÍS
GUÐMUNDSDÓTTIR,
Garðabyggð 16, Blönduósi,
lést þriðjudaginn 10. desember.
Útförin fór fram í kyrrþey fimmtudaginn 19. desember að ósk
hinnar látnu.
Stefán Árnason
Jónína Olesen
Guðmundur Kristinn F. Jónasson
Hjörtur Jónasson
Árni Stefánsson
Ingunn Stefánsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför móður okkkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁGÚSTU ÞURÍÐAR GÍSLADÓTTUR.
Ólafur Davíðsson Helga Einarsdóttir
Sigrún Davíðsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
GUÐFINNU HELGADÓTTUR.
Edda Sigurgeirsdóttir Þórður Kristinsson
Helgi Sigurgeirsson Gerður Garðarsdóttir
Svanberg Sigurgeirsson Rannveig Ása Reynisdóttir
Gunnar Guðjónsson
og ömmubörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÚLÍUS GESTSSON
rafvirkjameistari,
sem lést miðvikudaginn 8. janúar verður
jarðsunginn frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. janúar klukkan 13.
Halldóra Guðmundsdóttir
Jón Júlíusson
Sigríður S. Júlíusdóttir
Helga Júlíusdóttir Arnfinnur Róbert Einarsson
Bjarni Júlíusson Þórdís Klara Bridde
Hrönn Júlíusdóttir Ársæll Hreiðarsson
Sigríður Rut Júlíusdóttir Hjalti Már Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn