Morgunblaðið - 18.01.2020, Blaðsíða 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020
50 ára Kristín fæddist í
Tuscaloosa í Alabama en
ólst upp í Keflavík og býr
þar. Hún er viðurkenndur
bókari og er rekstrar- og
fjármálastjóri hjá Skólum
ehf. og situr líka í stjórn
fyrirtækisins.
Maki: Bleda Tusha, f. 1980, málari hjá
Málningarþjónustu Magga Daða.
Sonur: Tristan Ingi Baranowski, f. 2010.
Foreldrar: Vigdís Kristjánsdóttir, f. 1950,
fv. starfsmaður Fríhafnarinnar, búsett í
Reykjanesbæ, og John Joseph Baran-
owski, f. 1948, fv. hermaður, búsettur í Ala-
bama.
Kristín Margrét
Baranowski
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er ekki við aðra að sakast,
þótt allt virðist ganga á afturfótunum.
Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður
en þú talar.
20. apríl - 20. maí
Naut Það getur verið bæði fræðandi og
skemmtilegt að hlusta á það sem eldra
fólk hefur til málanna að leggja. Hug-
myndir þínar um umbætur falla ekki í
kramið heima.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það sitja margir um þig og vilja
hafa áhrif á ráðagerðir þínar. Aðrir eru þó
tilbúnir til þess að hlusta á þig. Þér eru all-
ir vegir færir.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það hefur ekkert upp á sig að
fresta málum sem verður að vinna. Stuttar
vinnuferðir munu einkenna næstu mánuði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver er að reyna að ná sambandi
við þig, opnaðu augun. Mundu að mann-
orðið er meira virði en efnahagslegur
ávinningur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Stundum þarf að vita hvenær á að
henda sér út í djúpu laugina. Láttu góðvild
þína ekki verða á þinn eigin kostnað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Óvænt áform um ferðalög gætu kom-
ið þér á óvart. Þú færð glaðning frá góðum
vini. Ekki setja öll eggin í sömu körfu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Samband þitt við makann er
afar gott núna. Vertu opin/n og óhrædd/
ur við að takast á við nýja og spennandi
hluti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hvort sem þú trúir því eður ei
þá er þetta rétti tíminn til að halda út á
nýjar brautir. Taktu einn dag í einu, ekki
hugsa um framtíðina.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Deilur um eignir eða peninga
geta spillt vináttu. Ekki hugsa þig um
tvisvar þegar vinur býður þér í óvissuferð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Notaðu daginn til þess að sinna
skapandi verkefnum og vinna með börn-
um. Samvera styrkir sambönd svo nú er
rétti tíminn til að skipuleggja ferðalag með
makanum.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Allt hefur sinn stað og stund og nú
þarftu ekki annað en grípa tækifærið þeg-
ar það gefst. Lífið leikur við þig og þér hef-
ur aldrei liðið betur.
allri starfsemi SEB. Kjarnavörur
uxu smám saman og döfnuðu og
var Óttar Felix framkvæmdastjóri
þess í 11 ár.
Um aldamótin ákvað hann að
söðla um og seldi hlut sinn. Hann
kom inn í tónlistarlíf landsmanna
af fullum krafti, stofnaði útgáfu-
fyrirtækið Sonet (Zonet), fjárfesti
m.a. í útgáfuréttindum Japís, tón-
listardeildar Eddu og Tónaflóðs
auk þess að tryggja sér alþjóð-
legan útgáfurétt á hljóðritum silf-
urbarkans Robertinos. Þekktir
listamenn á borð við Hljóma,
Mannakorn, KK og Magnús Ei-
ríksson, Guitar Islancio og Geir
Ólafsson eru meðal þeirra sem
Sonet-útgáfan hefur gefið út.
Óttar hafði um árabil forgöngu
að því að íslenskum tónlist-
armönnum var boðin þátttaka í
hinni árlegu alþjóðlegu tónlist-
arhátið í Shanghai. Óttar end-
urreisti Austurbæjarbíó sem tón-
leikasal 2004 og hélt þar fjölmarga
tónlistarviðburði. Hann stóð fyrir
vel sóttum minningartónleikum um
John Lennon 9.9. 2009 og heið-
urshljómleikum í Hörpu í tilefni
sjötugsafmælis Bobs Dylans. Hann
gerðar bakara, fyrirtækis sem ís-
lenskir bakarar höfðu stofnað 1939
um framleiðslu á smjörlíki, sultu
og annarri efnisvöru fyrir bakaríin
í landinu. Óttar samdi um starfslok
hjá Sambandinu og gekk til liðs
við SEB í ársbyrjun 1989. SEB
stóð höllum fæti um þessar mund-
ir, skuldir miklar vegna offjárfest-
ingar í húsnæði. Til að geta haldið
áfram framleiðslu stofnaði Óttar, í
félagi við annan starfsmann, fyrir-
tækið Kjarnavörur sem tók við
Ó
ttar Felix Hauksson
fæddist 19. janúar
1950 í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann
gekk í Laugarnesskóla
og Laugalækjarskóla. Hann lagði
stund á tónlistarnám í
Barnamúsíkskólanum í Reykjavík
frá 10 ára aldri. Hann hélt ungur
út á tónlistarbrautina, hætti námi
aðeins sextán ára gamall og stofn-
aði hljómsveitina Sonet. Hann hóf
störf hjá Hljómum frá Keflavík ár-
ið 1968 en gekk ári seinna til liðs
við hljómsveitina Pops.
Í ársbyrjun 1970, þá tvítugur,
venti hann sínu kvæði í kross og
hélt til Danmerkur ásamt góðum
vini sínum. „Þessi tími litaðist af
ungæðislegri róttækni,“ segir Ótt-
ar. „Viðkvæðið var nokkurn veginn
í þá veru að maður þyrfti að koma
sér í burtu af skerinu, burt frá
þessu rotna gerviþjóðfélagi og
finna sjálfan sig,“ segir Óttar og
brosir. En ári seinna var Óttar
kominn heim aftur. Hann tók þátt
í stofnun Framboðsflokksins og
skipaði efsta sæti O-listans í
Reykjaneskjördæmi við alþingis-
kosningarnar 1971.
Haustið 1972 settist Óttar á
skólabekk að nýju og var í hópi
fyrstu nemenda við nýstofnaðan
Lýðháskóla í Skálholti en eftir að-
eins átján daga skólasetu bauðst
honum starf við innflutnings-
verslun og starfaði næstu sjö árin
við það, fyrst hjá Garðari Ólafs-
syni, þá eigin verslun og síðast hjá
heildverslun Herlufs Clausen.
Hann hóf þá nám í bakaraiðn hjá
fósturföður sínum, Guðfinni Sig-
fússyni bakarameistara í Grímsbæ.
Með sveinspróf í bakaraiðn og góð-
ar einkunnir úr Iðnskólanum í
Reykjavík hlotnaðist Óttari styrk-
ur til framhaldsnáms og 1985 flutt-
ist fjölskyldan til Danmerkur þar
sem Óttar hóf nám í matvæla-
tækni. Hann lauk námi 1988, kom
heim og hóf störf hjá Versl-
unardeild Sambandsins um haust-
ið. Síðla það ár leituðu forsvars-
menn bakara hófanna hjá Óttari
um að hann tæki við fram-
kvæmdastjórastöðu Sultu- og efna-
endurvakti unglingahljómsveitina
Pops ásamt Birgi Hrafnssyni,
Pétri Kristjánssyni, Ólafi Sigurðs-
syni og Björgvini Gíslasyni. Starf-
aði Pops á árunum 1992-2009 en
síðasta áratuginn hefur Óttar Felix
starfrækt hljómsveitina Gull-
kistuna ásamt Gunnari Þórðarsyni,
Magnúsi Kjartanssyni, Ásgeiri
Óskarssyni og Jóni Ólafssyni.
Nýr kafli hófst í lífi Óttars
haustið 2010, þá settist hann á
skólabekk í íslensku- og menning-
ardeild Háskóla Íslands. „Ég hafði
lengi haft í huga, að þegar ég yrði
sextugur og farið að róast, þá ætl-
aði ég í íslenskuna,“ segir Óttar.
Hann stóð við það, lauk BA-prófi í
íslensku 2013 og MA-prófi í ís-
lenskum fræðum 2015 og hóf dokt-
orsnám sama ár.
Óttar Felix hefur gegnt trún-
aðar- og forystustörfum í fé-
lagasamtökum í áranna rás. Má
þar nefna m.a.: Þjálfun og stjórn-
arstörf fyrir Knattspyrnufélagið
Val, nefndastörf fyrir Félag ís-
lenskra iðnrekenda, setu í stjórn
Sambands hljómplötuframleiðenda,
formennsku í Taflfélagi Reykjavík-
ur, varaforseti Skáksambands Ís-
lands, formaður fulltrúaráðs sjálf-
stæðisfélaganna í Kópavogi og
situr nú í fulltrúaráði Knatt-
spyrnufélagsins Vals. Áhugamál
Óttars eru tónlist, lestur, skák og
fluguveiði auk þess að fylgjast með
í heimi alls kyns íþrótta.
Fjölskylda
Eiginkona Óttars er Guðný Þöll
Aðalsteinsdóttir, f. 21.11. 1955, við-
urkenndur bókari. Foreldrar henn-
ar voru Aðalsteinn Valdimarsson,
f. 8.9. 1928, d. 10.6. 1979, deildar-
stjóri á Akureyri, og Margrét Ás-
geirsdóttir, f. 21.8. 1928, d. 29.5.
2016, loftskeytamaður og símritari.
Börn Óttars og Guðnýjar eru: 1)
Aðalsteinn Rúnar, f. 11.10. 1978,
tölvuleikjaframleiðandi og fjár-
festir í Los Angeles. Kona hans er
Belinda Navi og dóttir þeirra er
María Shirin; 2) Ingibjörg Ösp, f.
19.2. 1982, verkefnastjóri barna-
og unglingastarfs í Borgarbóka-
safninu en maður hennar er Davíð
Óttar Felix Hauksson, útgefandi og íslenskufræðingur – 70 ára
Fjölskyldan Óttar, Guðný, börn, tengdabörn og barnabörn árið 2018.
Í músík og miðaldabókmenntum
Íslenskufræðingurinn Óttar Felix.
40 ára Sigurður er
Reykvíkingur, ólst upp
í Seljahverfi og býr
þar. Hann er jarð-
vinnuverktaki og véla-
maður.
Maki: Linda Rún
Traustadóttir, f. 1990,
aðstoðarleikskólastjóri á leikskólanum
Borg.
Stjúpdóttir: Bjarney Sara Haraldsdóttir,
f. 2011.
Foreldrar: Magnús E. Baldursson, f.
1954, verktaki, og Helga Ingibjörg Sig-
urðardóttir, f. 1960, húsmóðir. Þau eru
búsett í Reykjavík.
Sigurður Margeir
Magnússon
Til hamingju með daginn
Reykjavík Alex Davíðsson fæddist 12.
apríl 2019 kl. 11.43. Hann vó 3.600 g
og var 51 cm langur. Foreldrar hans
eru Kolbrún Edda Aradóttir og Davíð
Einarsson.
Nýr borgari
V E R S L U N S N O R R A B R A U T 5 6 · 1 0 5 R E Y K J A V Í K · F E L D U R . I S
Hinn 14. janúar síðastliðinn áttu Björk
Axelsdóttir, kennari og íslenskufræð-
ingur, og Jón Sveinn Pálsson, fyrrver-
andi skólastjóri, 60 ára brúðkaups-
afmæli. Afkomendur og tengdafólk
fögnuðu merkum tímamótum með þeim.
Demantsbrúðkaup