Morgunblaðið - 18.01.2020, Page 41

Morgunblaðið - 18.01.2020, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2020 EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Vonin um að karlalandsliðið í hand- knattleik verði á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Japan næsta sumar er orðin dauf. Ísland tapaði í gær fyrir Slóveníu í fyrsta leik sínum í milliriðli II á EM í Malmö 30:27. Ís- land hefur tapað á móti tveimur þjóðum sem einnig eru í kapphlaup- inu um að komast í undankeppnina fyrir leikana, Ungverjalandi og Slóv- eníu. Er Ísland nú fjórum stigum á eftir Slóveníu og tveimur á eftir Ungverjalandi í milliriðlinum á EM. Sex stig eru enn í boði á mótinu, en Ísland mætir spútnikliði Portúgals á morgun og kunnuglegum liðum, Noregi og Svíþjóð, í vikunni. Vand- inn er hins vegar sá að frekar virðist vera að draga af íslenska liðinu held- ur en hitt. Vonandi er það rangt mat en liðið átti í það minnsta erfitt upp- dráttar gegn Slóveníu í gær og vann slóvenska liðið sanngjarnan sigur. Vörnin opnaðist illa Hin ágenga vörn íslenska liðsins hentaði ekki að þessu sinni. Því fylgir viss áhætta að spila slíka vörn því hún getur opnast svo illa þegar leikmenn lenda í stöðunni maður á móti manni á opnu svæði. Í gær skoruðu Slóvenar til dæmis fjölda marka úr dauðafærum þar sem varn- armaður náði ekki að trufla skottil- raunina. Þegar vel gengur getur þessi vörn hins vegar sett sóknarleik andstæðinganna í uppnám eins og gerðist gegn Rússum og í fyrri hálf- leik gegn Ungverjum, sérstaklega þegar mönnum tekst að drepa að- gerðir í fæðingu með því að vaða út í andstæðingana. Mörg gegnumbrot Slóvenar áttu ekki í vandræðum með að nýta sér glufurnar. Besti maður vallarins, Dean Bombac, blómstraði við þessar aðstæður. Hann skoraði níu mörk og flest þeirra með gegnumbrotum. Ofan á það bætti hann tíu stoðsendingum og átti stærstan þátt í sigri Slóvena. Ég hef vissan skilning á að Guð- mundur skuli veðja á slíkt varnar- afbrigði. Við eigum ekki marga stóra og sterka lurka til að spila klass- ískari varnir með góðu móti. 6-0 virk- aði þó ágætlega þegar Danir voru 7 á móti 6 á dögunum. En ég er svolítið undrandi á því að ekki skuli vera ein- hvers konar plan b til sem hægt sé að grípa til í vörninni. Ef til vill er slíkt erfitt í framkvæmt í ljósi þess hve nauman tíma landslið hafa til að æfa yfir árið. Betra liðið vann Sóknin var frábær í fyrstu tveimur leikjunum í keppninni og ágæt í fyrri hálfleik gegn Ungverjalandi. Hún er nú orðin stirðari og mögulega er hún of einhæf. Mótherjarnir virðast hafa brugðist við henni. Lykilmenn eins og Aron Pálmarsson og Alexander Petersson virkuðu ekki ferskir. Aron reyndi að draga vagninn með því skjóta framan af leik. Það gekk ekki í þetta skiptið og betur gekk þegar Ólafur Guðmunds- son kom frískur inn á og skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þá var Viggó Kristjánsson einnig ógnandi þegar hann kom inn á fyrir Alexander og skoraði 5 mörk. Hann hefur komist vel frá sínu til þessa á fyrsta stórmóti sínu. Ánægjulegt var að sjá Viktor Gísla Hallgrímsson verja þrjú víti í leikn- um. Hefði leikurinn unnist hefði Viktor líklega verið senuþjófurinn. Það hafðist þó ekki og við Íslend- ingar verðum að horfast í augu við það að okkar menn töpuðu fyrir betra liði í þetta skiptið. Vonin um þátttöku í Japan orðin dauf eftir annað tap  Slóvenar unnu sanngjarnan sigur gegn Íslendingum Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Malmö Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk gegn Slóvenum í gær og sækir hér að vörn þeirra í leiknum. Malmö Arena, EM karla, milliriðill II, föstudag 17. janúar 2020. Gangur leiksins: 2:2, 7:2, 8:5, 9:9, 11:12, 13:14, 15:14, 17:16, 19:17, 21:18, 26:20, 28:25, 30:25, 30:27. Mörk Slóveníu: Dean Bombac 9, Jure Dolenec 5/1, Borut Mackovsek 3, Blaz Blagotinsek 3, Igor Zabic 3, Miha Zarabec 2/2, Nik Henigman 2, Blaz Janc 2, Nejc Cehte 1. Varin skot: Klemen Ferlin 15. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Íslands: Bjarki Már Elísson SLÓVENÍA – ÍSLAND 30:27 6/2, Viggó Kristjánsson 5, Janus Daði Smárason 4, Ólafur Guðmunds- son 3, Aron Pálmarsson 3, Sigvaldi Björn Guðjónsson 3, Elvar Örn Jóns- son 1, Alexander Petersson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1. Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, Viktor Gísli Hallgrímsson 5/3. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Dómarar: Gjorgi Nach- evski og Slave Nikolov, Norður- Makedóníu. Áhorfendur: 6.026. Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði sínum öðr- um leik í röð á Evrópumótinu í Austurríki, Noregi og Svíþjóð í gær. Slóvenar, sem hafa spilað nánast óaðfinnanlega á mótinu, unnu ekkert sérstaklega sann- færandi þriggja marka sigur en sigur er sigur og Slóvenar eru með fullt hús stiga í milliriðli tvö líkt og Norðmenn sem verða að teljast líklegastir til þess að fagna Evrópumeist- aratitilinum í Stokkhólmi hinn 26. janúar. Eins og Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari benti réttilega á þá tapaði ís- lenska liðið fyrir betra liði í gær. Það hefur sýnt sig á mótinu til þessa að íslenska liðið er svo sannarlega á réttri leið en þrátt fyrir það á liðið ennþá eitthvað í land. Of mörg dauðafæri hafa farið forgörðum á mikilvægum augnablikum og það ber vott um ákveðið reynsluleysi. Ísland hefur komist yfir í báðum tapleikjum sínum á mótinu til þessa en glutrað nið- ur forystu sinni á mikilvægum augnablikum í leikjunum. Það sést best á leik bestu liðanna á mótinu að þegar þau ná for- skoti í leikjum sínum láta þau forystuna aldrei af hendi og það er munurinn á góðum liðum og frábærum liðum. Væntingar íslensku þjóð- arinnar voru litlar sem engar fyrir Evrópumeistaramótið en eftir tvo magnaða sigra fóru einhverjir að láta sig dreyma um verðlaun. Framtíðin er svo sannarlega björt og uppbygg- ingin heldur áfram. Það er ekki langt í að íslenska liðið skili verðlaunapeningum í hús á nýj- an leik og liðið fái aftur við- urnefnið „Strákarnir okkar“ hjá meginþorra þjóðarinnar, það er ég nokkuð sannfærður um. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: TM-höllin: Stjarnan – Fram.................. L16 Kórinn: HK – Afturelding ..................... L16 Ásvellir: Haukar – ÍBV .......................... L16 Origo-höllin: Valur – KA/Þór ................ L16 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: TM-höllin: Stjarnan U – ÍBV U........ S15.30 Kórinn: HK U – Fylkir ........................... S16 Kaplakriki: FH – Valur U ................. S19.30 Hleðsluhöllin: Selfoss – Víkingur ..... S19.30 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Dalhús: Fjölnir – Keflavík b .................. L16 Sauðárkrókur: Tindastóll – Njarðvík ... L16 Geysisbikar kvenna, 8-liða úrslit: Origo-höll: Valur – Breiðablik ............... S18 Ásvellir: Haukar – Grindavík................. S18 Blue-höllin: Keflavík – KR ................ S19.30 ÍSHOKKÍ Íslandsmót kvenna, Hertz-deildin: Laugardalur: Reykjavík – SA .......... L17.45 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót karla: Egilshöll: Valur – Víkingur R........... L15.15 Egilshöll: Fram – Leiknir R............. L17.15 Egilshöll: Fylkir – Fjölnir ................. S17.15 Egilshöll: KR – Þróttur R ................. S19.15 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Stórmót ÍR fer fram í 24. skipti um helgina í Laugardalshöll og stendur yfir kl. 9-17 báða dagana. Besta frjálsíþróttafólkið keppir til úrslita báða dagana kl. 14 til 16. GLÍMA Bikarglíma Íslands fer fram í Ármanns- heimilinu í Laugardal í dag kl. 13 til 15.30. Enski boltinn á Símanum Sport Watford – Tottenham........................ L12.30 Arsenal – Sheffield United (mbl.is) ...... L15 Newcastle – Chelsea ......................... L17.30 Burnley – Leicester ................................ S14 Liverpool – Manchester United ....... S16.30 UM HELGINA! Portúgal gerði sér lítið fyrir og vann tíu marka sigur gegn Svíþjóð í milli- riðli tvö á Evrópumótinu í hand- knattleik í Malmö í gær. Leiknum lauk með 35:25-sigri portúgalska liðsins sem leiddi með þremur mörk- um í hálfleik, 15:12. Svíar náðu að minnka forskot Portúgala í tvö mörk í upphafi síðari hálfleiks, 15:13, en lengra komust Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu ekki. Portúgalska liðið fagnaði öruggum og þægilegum sigri í leikslok í sínum fyrsta leik í milliriðli tvö. Miguel Ferraz og Fabio Magalha- es voru markahæstir í portúgalska liðinu með sex mörk hvor. Þá var Alfredo Quintana afar öflugur í markinu hjá Portúgölum með ellefu skot varin og 38% markvörslu. Andreas Nilsson og Daniel Petters- son skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Svía. Portúgal hefur byrjað EM með miklum látum en næsti leikur liðsins er gegn Íslandi á morgun. Portúgal- ar enduðu í öðru sæti D-riðils á eftir Noregi en liðið hefur nú þegar lagt Frakkland og Bosníu að velli á EM. Eini tapleikur liðsins á EM kom gegn Noregi en sigur Norðmanna var nokkuð sannfærandi, 34:28. Pedro Portela er markahæsti leik- maður Portúgala á mótinu með 16 mörk úr 23 skotum og er hann með 70% skotnýtingu. Þá eru Norðmenn með fullt hús stiga í milliriðli tvö, líkt og Slóvenar, eftir öruggan 36:29-sigur gegn Ung- verjum. Sander Sagosen fór mikinn í liði Norðmanna að vanda og skoraði sjö mörk en Norðmenn eru til alls líklegir á mótinu í ár. bjarnih@mbl.is AFP Sigurvíma Leikmenn portúgalska liðsins fögnuðu vel og innilega í leikslok eftir að hafa lagt heimamenn í Svíþjóð að velli í Malmö með tíu marka mun. Verðugt verkefni bíður strákanna  Portúgalar niðurlægðu Svía í Malmö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.