Morgunblaðið - 27.01.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
HÁDEGIS-
TILBOÐ
Mánudaga-föstudaga
kl. 11.00-14.30
Borðapantanir í síma 562 3232
Verð frá 990
til 1.990 kr.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ungt fólk sem á framtíðina fyrir
sér á að fá tækifæri til starfsgetu
og að upplifa lífsgleði. Því er al-
varlegt að þúsundir íslenskra
ungmenna skuli á hverjum tíma
ekki vera í vinnu, námi eða starfs-
endurhæfingu,“ segir Kristín Sig-
geirsdóttir framkvæmdastjóri
Janusar endurhæfingar. Í síðustu
viku voru haldnir Læknadagar
2020, fræðaþing lækna á Íslandi
þar sem Kristín kynnti niður-
stöður rannsóknar á langtíma-
árangri af starfsemi Janusar, sem
reynist mjög góður.
Sinna um 270
manns á hverju ári
Janus endurhæfing sem hef-
ur aðsetur við Skúlagötu í Reykja-
vík var sett á laggirnar fyrir 20
árum. Framan af var fólk hátt á
fertugsaldri stærsti hluti skjól-
stæðinga. Svo breyttist og þróað-
ist starfsemin. Hingað til hafa
verið um 270 manns á ári í endur-
hæfingu, en þjónustan er lækn-
isfræðileg þar sem þverfaglegur
hópur lækna, iðjuþjálfa, sálfræð-
inga, sjúkraþjálfara, félags-
ráðgjafa, hjúkrunarfræðings,
kennara og fleiri vinna saman.
Síðustu ár hafa á hverjum
tíma verið í meðferð 130-150
manns og er helmingurinn ung-
menni 25 ára og yngri. Öllu þessu
fólki er vísað til Janusar endur-
hæfingar í gegnum starfsendur-
hæfingarsjóðinn Virk, sem er
kaupandi þjónustunnar. Á samn-
ingi Virk við Janus endurhæfingu
kann þó að verða breyting á næst-
unni. Færri sem leita til Virk virð-
ast þurfa á þjónustunni að halda.
Hefur tilvísunum sem berast Jan-
usi endurhæfingu fækkað umtals-
vert.
Áföll hafa áhrif
„Margt af okkar fólki hefur
orðið fyrir ýmsum þungum áföll-
um eða veikindum. Þau hafa litað
uppvöxt sem aftur hefur áhrif á
heilsu fólksins og dregur úr getu
þess til náms og vinnu,“ segir
Kristín. „Sjálf tel ég þjóðfélagið
hafa brugðist þessu unga fólki,
sem þarf nauðsynlega endurhæf-
ingu. Hana þarf að aðlaga hverj-
um og einum en mismunandi er
hvenær viðkomandi sjálfur er
tilbúinn að taka á móti verkfær-
unum sem honum eru rétt, bæði
vegna þroska og andlegrar stöðu.
Mörg ungmenni þarfnast hæf-
ingar sem kemur á undan starfs-
endurhæfingu og svo eftirfylgd á
sama stað. Kerfið býður hins veg-
ar ekki upp á heildræna endur-
hæfingu sem er alvarlegur mis-
brestur. Ungmennin okkar geta
lent á milli skips og bryggju. Þau
sem eru með þung vandamál
þarfnast oft starfsendurhæfingar
sem tekur jafnvel tvö til þrjú ár.
Þetta er mikilvægt að viðurkenna
og gefa þann tíma sem þarf.“
Ungar konur eru í meirihluta
þeirra sem njóta þjónustu Janus-
ar. Einstæðum mæðrum hefur
fjölgað og nánast allir skjólstæð-
ingar glíma við geðrænan vanda.
Kvíði, þunglyndi og félagsfælni
eru algeng vandamál en oft eru
ungmennin einnig með athyglis-
brest og námserfiðleika. Margir
hafa sömuleiðis verið í neyslu eða
eru með röskun sem leitt hefur til
árekstra þeirra við samfélagið.
Þá tiltekur Kristín að mörg ung-
mennin hafi ekki notið þess sem
almennt er talið „heilbrigt“ fjöl-
skyldulíf eða haft „góðar“ fyrir-
myndir.
Skylda samfélagsins
„Mörg ungmenni eru álitin of
veik eða með of víðtækan vanda
til að geta nýtt sér starfsend-
urhæfingu. Að fá þann úrskurð að
vera ekki tækur til endurhæf-
ingar tel ég að ekki sé rétt að
gera. Þetta unga fólk á að fá tæki-
færi til að ná heilsu og færni. Okk-
ur hlýtur að bera skylda til þess
sem samfélagi að koma á móts við
þennan hóp, þótt bakland hans sé
brotið,“ segir Kristín.
Hjá Janusi endurhæfingu er
skjólstæðingum mætt hverjum á
sínum stað og til þess eru mörg
verkfæri notuð. Þar má nefna
gervigreindarforritið Völvu. Eru
þess dæmi að Völvan bendi á at-
riði sem trufla endurhæfingu
skjólstæðingsins en sérfræð-
ingum yfirsjást.
„Svona er hægt að bregðast
við í tíma enda hefur gervigreind-
in bætt þjónustu okkar og vakið
eftirtekt erlendis. Stundum segj-
um við að völvan sé hlutlaus þátt-
takandi í þeim hópi okkar fólks
sem sinnir meðferðarstarfinu,“
segir Kristín og bætir við að lok-
um:
Sér bróður eigi
„Það veldur mér annars
nokkrum áhyggjum að margir
sem hér hafa verið síðastliðin ár
haldast skemur í vinnu en fyrri
ár. Hugsanlega er eitthvað í um-
hverfinu sem minnir á fyrri áföll
þegar fólkið er komið út á vinnu-
markaðinn sem veldur bakslagi.
Slíkt segir mér að við þurfum að
gera betur, veita ungmennunum
eftirfylgd og stuðning oft í
nokkra mánuði eftir útskrift. Það
segir líka í gömlum bókum að ber
sé hver að baki nema sér bróður
eigi og þau orð eiga ágætlega við
hér.“
Hundruð íslenskra ungmenna þurfa endurhæfingu til að blómstra í lífinu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Janus Alvarlegt að þúsundir íslenskra ungmenna skuli á hverjum tíma ekki
vera í vinnu, námi eða starfsendurhæfingu,“ segir Kristín Siggeirsdóttir.
Starfsgeta og lífsgæði
Kristín Siggeirsdóttir fædd-
ist árið 1960. Iðjuþjálfi frá Há-
skólanum í Lundi og lauk mast-
ersprófi 2001. Stofnaði Janus
endurhæfingu um aldamót og
framkvæmdastjóri frá 2003.
Frá 2002 hefur Kristín starf-
að hjá Hjartavernd og er fram-
kvæmdastjóri þróunar þar.
Hefur birt fjölda ritrýndra vís-
indagreina um endurhæfingu
og faraldsfræði.
Hver er hún?
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Snjóflóðið sem féll úr Skollahvilft of-
an Flateyrar að kvöldi 14. janúar var
verulega mikið minna að rúmmáli en
snjóflóðið mannskæða sem féll þar ár-
ið 1995. Það var mun stærra en flóð
sem féll 1999 og var stærsta snjóflóð
sem fallið hafði eftir að snjóflóða-
varnargarðarnir risu þar til nú.
Flóðið úr Skollahvilft 1999 var 130
þúsund rúmmetrar og er talið að snjó-
flóðið 1995 hafi verið 400-500 þúsund
rúmmetrar. Snjóflóðið sem féll úr
Skollahvilft nú er þar á milli, að sögn
Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra
hjá Veðurstofu Íslands. Hann sagði
að svo virtist sem snjóflóðið nú hefði
fallið tiltölulega hratt miðað við stefn-
una sem það tók og hraðamælingu.
Það kynni því að hafa verið nær snjó-
flóðinu 1995 að hraða og afli heldur en
rúmmálið eitt benti til.
Snjóflóðið sem féll nú úr Innra
Bæjargili var mun minna en stærstu
snjóflóð sem þekkt eru þar. Það kann
að hafa verið svipað að stærð og snjó-
flóð sem féll árið 2000. Ekki er búið að
meta rúmmál snjóflóðsins nú að fullu
enda erfiðara að reikna það út, þar
sem nokkur hluti þess fór út í sjó.
Sama gilti um snjóflóðið árið 2000,
sem var stærsta flóðið sem fallið hafði
úr Innra Bæjargili á snjóflóðavarnar-
garðinn fram til þessa.
Tómas sagði að snjóflóðið nú hefði
örugglega verið aflmeira en snjóflóðið
árið 2000, sem fór ekki yfir garðinn
eins og snjóflóðið nú gerði. Að öðru
leyti kynnu þessi flóð að hafa verið
svipuð. Skriðlengdin, eins og hún er
metin af líkönum miðað við að garð-
arnir væru ekki þarna, er mun minni
en þekkt er um eldri flóð sem féllu
þarna og fóru lengst áður en efstu
húsin voru byggð á Flateyri. Talið var
að þau hefðu numið staðar skammt of-
an við skólann.
Snjó var rutt frá snjóflóðavarnar-
görðunum á Flateyri fyrr í vikunni. Þá
sást hve mikið var af óhreyfðum snjó
undir snjóflóðinu og var stuðst við
þær upplýsingar við útreikningana.
Mun minna að rúmmáli en 1995
Snjóflóðið úr Skollahvilft á Flateyri í janúar var þó stærra en flóðið 1999 Féll tiltölulega hratt
Morgunblaðið/RAX
Flateyri Gífurlegur snjór barst með snjóflóðinu 14. janúar 2020.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri-grænna,
mun í vikunni leggja fram þingsályktunartillögu um að
fela ríkisstjórninni að standa fyrir minningardegi um hel-
för gyðinga 27. janúar ár hvert, sama dag og Rauði her-
inn frelsaði þá fanga sem eftir voru í Auschwitz fyrir 75
árum. Að sögn Rósu er Ísland hið eina af 57 ríkjum Ör-
yggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) þar sem hel-
fararinnar er ekki minnst með opinberum hætti, og tíma-
bært að þar verði breyting á.
„Við höfum séð aukningu hatursglæpa sem tengjast
trúarbrögðum um alla Evrópu og víðar síðustu árin. Það
er ekki í boði fyrir okkur að sitja hjá og láta eins og það snerti okkur ekki
neitt,“ segir Rósa.
Útfærsla minningardagsins yrði í höndum stjórnvalda hverju sinni.
Leggur til minningardag um helförina
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir