Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Sagt var frá því í 200 mílum ámbl.is um helgina að litlar líkur
væru á að gefin yrði út ráðgjöf um
veiðar miðað við árangur þeirrar
loðnuleitar sem staðið hefur yfir að
undanförnu. Þetta var mat fiski-
fræðings sem
rætt var við, en
sá stýrði loðnu-
leitinni.
Binda má von-ir við að
veðrið var óhag-
stætt og að ís
hindraði sums
staðar leit. Þá er
loðnan þannig að hún getur komið á
óvart, eins og fiskifræðingurinn
benti á, og vonandi gerir hún það í
næsta mánuði, þegar lokaleit fer
fram.
Það er ekki svo að engin loðnahafi fundist, aðeins að magnið
hefur ekki verið mikið. Þess vegna
telur fiskifræðingurinn ekki líkur á
ráðgjöf um veiðar, sem er auðvitað
mikið alvörumál, enda milljarðar í
húfi fyrir þjóðarbúið.
Þetta er þó enn verra þegar hafter í huga það sem fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
benti á í samtali við 200 mílur á dög-
unum. Hann sagði hættu á að mark-
aðir töpuðust þar sem nú væri útlit
fyrir að engar veiðar yrðu annað ár-
ið í röð.
Framkvæmdastjórinn nefnir aðhægt væri að gefa út lítinn
loðnukvóta til að halda mörkuðum
opnum án þess að taka mikla áhættu
með lífríkið.
Þetta er óvenjuleg hugmynd enaðstæður eru líka óvenjulegar.
Og hún er vissulega áhugaverð og í
ljósi þeirra hagsmuna sem eru í húfi
er sjálfsagt að hún verði skoðuð.
Loðnan kemur
vonandi á óvart
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þjóðkirkjan hefur auglýst til sölu
flugafgreiðslu í Önundarfirði.
„Ekki er það á hverjum degi sem
kirkjan býður flugafgreiðslu til
sölu,“ segir í frétt á vef kirkjunnar.
Í jaðri flugvallarins í Önundar-
firði stendur hús eitt sem notað var
áður sem flugafgreiðsla. Flugvöll-
urinn er aflagður og stendur í landi
prestssetursins Holts og húsið er
eign kirkjunnar.
Í fundargerð kirkjuráðs frá 11.
desember sl. kemur fram að ráðið
hafi samþykkt að „auglýsa flugaf-
greiðsluna ... til sölu með mögu-
leika á lóðarleiguréttindum eða eft-
ir atvikum til brottflutnings. Komi
til gerðar lóðarleigusamnings ann-
ist fasteignasvið um að afmarka
hæfilega lóð fyrir eignina“.
Fram kemur á kirkjan.is að hús-
ið sé úr timbri og í þokkalegu
ástandi.
Flugvöllurinn í Önundarfirði var
talsvert notaður á árum áður og
þjónaði Flateyri þótt fjarlægðin
þaðan væri um 20 kílómetrar. Með
tilkomu Vestfjarðaganga 1996 tók
Ísafjarðarflugvöllur við því hlut-
verki. sisi@mbl.is
Kirkjan vill selja
flugafgreiðslu
Stendur við flugvöllinn í Önundarfirði
Ljósmynd/kirkjan.is
Holtsflugvöllur Flugafgreiðslan er úr timbri og er í þokkalegu ástandi.
Í húsakynnum Taflfélags Reykjavík-
ur við Faxafen afhjúpaði Lilja Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra í
gær, 26. nóvember, brjóstmynd af
Friðriki Ólafssyni stórmeistara í
skák. Þetta var gert í tilefni af 85 ára
afmæli Friðriks, en þess má geta að
hann var útnefndur heiðursborgari í
Reykjavík á áttræðisafmæli sínu ár-
ið 2015.
Friðrik varð aðeins sautján ára
gamall Íslandsmeistari, Norð-
urlandameistari varð hann ári síðar
og stórmeistari 23 ára, fyrstur ís-
lenskra skákmanna. Það var árið
1958 en hann var þá þegar kominn í
flokk bestu skákmanna veraldar.
Skáksögufélagið lét steypa brjóst-
myndina góðu og naut til þess meðal
annars fjárstuðnings frá Alþingi, en
Friðrik var skrifstofustjóri þess um
langt árabil. Þá var Friðrik forseti
alþjóðaskáksambandsins FIDE á
árunum 1978-1982.
Við þetta er því að bæta að Skák-
sögufélagið gerði nýlega samstarfs-
samning við Hið íslenska bók-
menntafélag um útgáfu á sögu
Friðriks Ólafssonar, þar sem sagt
verður frá löngum skákferli hans og
mörgum afrekum á því sviði. Helgi
Ólafsson skákmeistari hefur nýlokið
við að skrifa bókina, sem er væntan-
leg síðar á árinu. sbs@mbl.is
Brjóstmynd af Friðriki afhjúpuð
Skákmeistarinn er 85 ára Bók um
langan feril er væntanleg síðar á árinu
Morgunblaðið/Eggert
Skák Lilja Alfreðsdóttir afhjúpar
brjóstmyndina af Friðriki Ólafssyni.