Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is GLÆSILEGIR „PLUG IN HYBRID“ TIL SÖLU AUDI A3 E-TRON, VW GOLF GTE, VW PASSAT GTE OG M. BENZ E350E M.BENZ E 350E AVANTGARDE EQ POWER nýskr. 02/2018, ekinn 22 Þ.km, bensín/ rafmagn, sjálfskiptur, stafræntmælaborð. Glæsilegt eintakmeð fullt af aukahlutum! Verð 7.450.000 kr. TILBOÐ 6.999.000 kr. Raðnúmer 259893 getur tekið á sig ýmsar myndir, og er undir frumkvöðlinum komið hvað hann vill leggja áherslu á. „Trúnaðar- maður frumkvöðla hjálpar fólki að staldra við, skoða stöðuna, koma betri fókus á markmiðin, bæta samskiptin og ákveða hvernig best er að komast þangað sem ferðinni er heitið,“ segir Svava og bætir við að þessi aðstoð geti snúið að stofnandanum og stjórn- andanum einum, eða að öllu teyminu. Þá segir hún að rétt eins og með markþjálfa og ráðgjafa almennt sé hlutverk trúnaðarmanns frumkvöðla ekki að taka ákvarðanir um rekstur- inn, heldur hjálpa stjórnendunum að taka betri ákvarðanir upp á eigin spýtur. Frumkvöðullinn er það sem knýr sprotann áfram Í stuðningsverkefninu miðlar Svava af reynslu sinni og samböndum og leyfir frumkvöðlinum að viðra áhyggur sínar tæpitungulaust. Hún segir að sumir séu svo heppnir að búa t.d. að leiðsögn reyndari aðila (e. mentor) eða geta leyft sér að eiga í mjög opinskáum samskiptum við fjár- festa og aðra bakhjarla um þær per- sónulegu áskoranir og vandamál sem fylgja daglegum rekstri sprotafyrir- tækis. Margir eru þó ekki svo lánsam- ir, eða þá að þeim þykir óþægilegt að sýna bakhjörlum fyrirtækisins og samstarfsfólki sínu annað en sínar bestu og sterkustu hliðar. Trúnaðarmaður frumkvöðla er sér- hæfður á sínu sviði, er hlutlaus í störf- um sínum og gætir fulls trúnaðar í viðtölunum. Segir Svava að fjárfestar og sjóðir geti jafnvel séð ávinning í því að búa svo um hnútana að stjórnend- ur sprotafyrirtækja sem fjárfest er í eigi reglulega fundi með trúnaðar- manni frumkvöðla svo að þeir eflist í starfi og séu sem best í stakk búnir til að leiða sprotann áfram. Hluti af því, segir Svava, er að frumkvöðullinn kunni að finna rétta jafnvægið milli vinnu og einkalífs: „Frumkvöðlum hættir til að keyra sig út og verður að gæta að því að þeir hlúi að sjálfum sér. Frumkvöðullinn er aflið sem knýr sprotafyrirtækið áfram og ef hann er ekki í nógu góðu standi getur vegferðin orðið erfiðari.“ Hjálpar frumkvöðlum að efla sig og reksturinn Morgunblaðið/Eggert Stoð „Trúnaðarmaður frumkvöðla hjálpar fólki að staldra við, skoða stöðuna, koma betri fókus á markmiðin, bæta samskiptin og ákveða hvernig best er að komast þangað sem ferðinni er heitið,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir.  Trúnaðarmaður frumkvöðla er ný þjónusta sem leyfir frumkvöðlum að ræða vandamál sín opinskátt  Byggja sig upp sem stjórnendur og skerpa á stefnunni Þurfa að ræða málin » Frumkvöðlar þurfa að gæta þess að keyra sig ekki út og finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. » Sumir vilja ekki sýna bak- hjörlum sínum og samstarfs- fólki annað en sínar bestu hliðar. » Trúnaðarmaður frumkvöðla starfar ekki ósvipað og mark- þjálfi. VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Að vera frumkvöðull er ekki alltaf tekið út með sældinni. Álagið er tölu- vert, vinnudagarnir langir, pening- arnir af skornum skammti, mikið í húfi og oftar en ekki algjör óvissa um framtíðina. Jafnvel þótt frum- kvöðullinn sé með gott fólk í kringum sig er allur gangur á því hve mikils stuðnings hann getur leitað hjá fjár- festum, stjórnarmeðlimum, sam- starfsfólki sínu innan sprotafyrir- tækisins eða annars staðar: „Þeir sem ég hef fengið til mín í viðtal hafa iðu- lega haft á orði hvað þeim þykir gott að hafa einhvern til að tala opinskátt við um áskoranirnar, og nefna að makinn og vinirnir séu oft ekki að tengja við frumkvöðlareksturinn á sama hátt og aðili sem lifir og hrærist í umhverfinu,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, sem hefur margra ára reynslu úr stuðningsumhverfi frum- kvöðla í gegnum störf sín hjá Ice- landic Startups. Hún starfar nú sjálf- stætt og hefur, í félagi við Hafdísi Huld Björnsdóttur, sett á laggirnar ráðgjafarfyrirtækið RATA. Meðal þess sem þar er í boði er þjónusta sem Svava kallar trúnaðarmaður frum- kvöðla, og mætti kannski best lýsa sem markþjálfun fyrir frumkvöðla. Að auki má láta RATA sjá um starfs- daga, námskeið, fundarstjórnun, stærri umbótaverkefni og ráðgjöf, en tilgangur fyrirtækisins er að efla ein- staklinga og teymi. Bæði Svava og Hafdís eru miklir reynsluboltar þegar kemur að verkefnastjórnun, en leiðir þeirra lágu saman í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) við HR. Að staldra við og finna rétta leið Undanfarin ár hefur markþjálfun notið vaxandi vinsælda meðal stjórn- enda stöndugra fyrirtækja og hjá metnaðarfullu fagfólki sem stefnir á toppinn. Minna hefur farið fyrir um- ræðu um þörf frumkvöðla fyrir mark- þjálfun, en að sögn Svövu er það ekki síst á sprotastiginu sem frumkvöðlar þurfa á góðri aðstoð að halda, bæði til að efla sig í starfi en líka til að vega og meta hvaða stefnu væri skynsamlegt að taka með reksturinn. Aðstoð trúnaðarmans frumkvöðla 27. janúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 124.35 124.95 124.65 Sterlingspund 162.91 163.71 163.31 Kanadadalur 94.59 95.15 94.87 Dönsk króna 18.359 18.467 18.413 Norsk króna 13.804 13.886 13.845 Sænsk króna 13.022 13.098 13.06 Svissn. franki 128.06 128.78 128.42 Japanskt jen 1.1344 1.141 1.1377 SDR 171.17 172.19 171.68 Evra 137.22 137.98 137.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 168.344 Hrávöruverð Gull 1554.05 ($/únsa) Ál 1781.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.01 ($/fatið) Brent ● Óvissa vegna mögulegra áhrifa Wuhan-veirunnar svokölluðu hafði nei- kvæð áhrif á markaði í liðinni viku. Á föstudag varð töluverð niðursveifla á Wall Street og lækkaði Dow Jones- vísitalan um 0,58%, S&P 500 um 0.90% og Nasdaq-vísitalan um 0.93%. Að sögn Reuters er þetta mesta lækk- unin á bandarískum verðbréfamarkaði í þrjá mánuði og var vikulækkun S&P 500 sú mesta í sex mánuði. Lækkunin á föstudag er rakin til þess að bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá að skæð kórónaveira sem breiðst hefur út um Kína hefði í fyrsta sinn greinst í sjúklingi á bandarískri grundu. Virðast fjárfestar hafa orðið það hvekktir við þessar fréttir að þeir færðu fjármagn sitt úr hlutabréfum yfir í örugg- ari eignaflokka. Markaðsgreinendur sem Reuters ræddi við telja þó sumir að fjár- festar hafi notað Wuhan-veiruna sem af- sökun til að innleysa hagnað af hækk- unum undanfarinna mánaða enda þykir hlutabréfaverð orðið nokkuð hátt. Veiran smitaði fleiri eignaflokka en hlutabréf, því Brent-hráolía lækkaði um 2,2% á föstudag og var vikulækkunin sú mesta í heilt ár, eða 6,4%. Kína er næst- stærsti olíunotandi heims og hætta á að sjúkdómsfaraldur þar í landi dempi olíu- eftirspurn. Þá veiktist Bandaríkjadalur lítillega gagnvart japanska jeninu á föstudag, eða um 0,22% sem þykir til marks um að fjárfestar séu að leita skjóls í öruggari eignum þar til afleiðingar kínversku kór- ónaveirunnar hafa komið betur í ljós. ai@mbl.is Einkenna veirunnar gætir á mörkuðum Stopp Piltur á lestarstöð í Hong Kong. Veiran hefur raskað samgöngum í Kína. AFP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.