Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 Draghálsi 14 -16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Þú finnur gæðin! Skoðaðu úrvalið í netverslun isleifur.is Nú þegar loðnu- veiðar ættu að vera að hefjast þá finnst ekki nein loðna þó svo að mörg skip leit hennar, ekki aðeins rannsóknarskip Hafró, heldur einnig loðnuveiðiskip sem Hafró hefur tekið á leigu til leitarinnar fyrir ómældar fjár- hæðir. Það er með ólíkindum hvað stórútgerðar- aðilarnir komast upp með. Þeir fá greitt fyrir að leita að því sem þeir hafa tortímt. Ég er sannfærður um að meg- inástæðan fyrir þessu sé hvernig mannskepnan hefur hagað sér við veiðar úr þessari náttúruauðlind. Loðnan er ein af þeim fiskiteg- undum sem hrygna aðeins einu sinni, svipað og laxinn og allir vita að sárafáir laxar komast eftir hrygningu í ánni lif- andi aftur til sjávar. Hjá loðnunni er þetta alveg eins og eftir hrygningu drepst mik- ill meirihluti hennar. Á undanförnum ár- um hafa veiðar á loðnu verið mikilvægar fyrir þjóðarbúið, gott verð fyrir þennan fisk og sérstaklega fyrir hrognin úr honum sem eru jafnvel verðmeiri en fiskurinn sjálfur. Þegar útgerðarmenn sáu að mesta verðmætið í fiskinum var rétt fyrir hrygningu ákváðu stórútgerðarstjórnendur að hefja veiðar á loðnunni áður en hún byrj- aði að hrygna. Þetta varð til þess að mikill meirihluti loðnustofnsins hrygndi ekki, því að hrognin voru í fiskinum þegar hann var drepinn. Það sem þarna var gert er há- mark heimsku og glæpur, því með þessari gjörð var verið að tortíma þessari fiskitegund við Íslands strendur, eins og nú er að koma í ljós. Þessi fiskitegund (er) var ein af auðlindum þjóðarinnar og sameign hennar. Stjórnlaus græðgi í stjórn- um stórútgerðanna er orðin stór- hættuleg stærstu auðlind þjóðar- innar, þ.e. lífríki hafsins innan lögsögu hennar. Einnig virðist þorskstofninn nú vera minnkandi sem er ekki óeðli- legt því loðnan var helsta fæða hans. Tilurð þessara greinar er að ég og gamall skipsfélagi minn áttum tal saman um sjávarútvegsmál. Var minn gamli vinur stóryrtur um hvernig þessum málum væri stjórnað. Hann sagði t.d. að há- skólamenntaðir hálfvitar á Haf- rannsóknastofnun væru óhæfir til að stjórna stærstu auðlind þjóðar- innar. Þeir hlytu að vera á mála hjá stórútgerðarmönnum og leyfa þeim að gera það sem þeir vildu. Einnig sagði hann að brottkast á fiski úr skipi í sjó væri bannað og minnti á að t.d. tveir togaraskip- stjórar sögðu í opinberu blaða- viðtali að þeir hefðu tekið 900 tonn úr sjó en komið aðeins með 300 tonn í land, þ.e. aðeins flökin úr fiskinum. Þetta lét Hafró óátalið þó að margir eftirlitsaðilar um borð í togurunum hefðu opinberlega látið hana vita. Að lokum sagði hann að það ætti að banna með lögum allar togveiðar, bæði í bottntroll og flott- roll og veiða allan fisk á Íslands- miðum á vistvænan máta á línu, í nót eða net. Ég er algerlega sammála þessum gamla skipsfélaga mínum, því verði ekkert að gert til að stöðva þessa glæpsamlegu græðgi og vitfirrtu verk stórútgerðaraðila þá er voðinn vís. Loðnuveiðar Eftir Hafstein Sigurbjörnsson Hafsteinn Sigurbjörnsson »Um stórútgerðir og Hafrannsókna- stofnun Höfundur er eldri borgari. hafsteinnsig@internet.is „Bjarni Benedikts- son og Illugi Gunn- arsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, eru þeirrar skoðunar að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu,“ segir í frétt Viðskiptablaðsins frá árslokum árið 2008 og er þar vitnað í að- senda grein þingmann- anna í Fréttablaðið þar sem þeir tala fyrir aðildar- viðræðum við ESB. Það var svo ekki nema rétt rúmum þremur mánuðum síðar sem Bjarni Bene- diktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. Beint lýðræði sniðgengið En hafa skoðanir formanns Sjálfstæðisflokksins í raun breyst á þeim árum sem hann hefur starf- að sem formaður? Nú situr flokk- urinn í ríkisstjórn en þar er hleypt í gegn hverri ESB-reglugerðinni á fætur annarri og má þeirra á með- al nefna hinn umdeilda orkupakka þrjú. Eins gleymum við seint þeim aðildarviðræðum við ESB sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar- dóttur hleypti af stokkunum og hefur aldrei verið hætt. Umsókn Íslands stendur því enn þann dag í dag galopin á borð- inu hjá bjúrókröt- unum í Brussel. Er því ekki eðlilegt að velta fyrir sér hver raunveruleg afstaða flokkanna innan rík- isstjórnarinnar er gagnvart ESB? Þau segjast ef til vill ekki vera ESB-sinnar en erfitt getur reynst að trúa þeim þegar þau sýna ekki nokkurn vilja til að skjóta loku fyrir aðildar- viðræðurnar eða spyrja þjóðina um álit á þeim. Blekkingar helga meðalið Við Íslendingar höfum áður ver- ið blekktir. Margir kusu Vinstri græn eftir hrunið því talið var að sá flokkur myndi standa í vegi fyr- ir því að þjóðin hæfi aðildar- viðræður. Þegar á hólminn var komið seldi flokkurinn sál sína til að komast í ríkisstjórn og honum datt ekki í hug að spyrja þjóðina fyrst áður en haldið var af stað að semja við Brussel um inngöngu. Þvílík var valdaáfergjan að öllu mátti til fórna. Horfa verður því á þá staðreynd að ekki var hægt að treysta flokknum þá og það er ekki frekar hægt nú þar sem margt af sama fólkinu situr enn við stjórnartaumana. Hryggleysingjar Ég barðist hart gegn þriðja orkupakkanum því í mínum huga var hann enn eitt risaskrefið inn í Evrópusambandið og ekki gat ég hugsað mér að gefa eftir hænufet þegar kemur að auðlindum þjóð- arinnar. Mér gramdist því vissu- lega að sjá ríkisstjórnina þvinga hann í gegnum þingið. Sérstaklega í ljósi þess að þjóðin var ekki að meirihluta sátt í þessu máli og hæf- ustu sérfræðingar bentu á að þarna gæti verið á ferðinni of mikið fram- sal á ríkisvaldi til að standast stjórnarskrána. Síðan þetta átti sér stað verður mér oft hugsað til orða Þorsteins Pálssonar um þriðja orkupakkann. Hann er fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, ásamt því að vera einn stofnenda Viðreisnar, og þótt hann sé ESB-sinni klingir skýr viðvörun í því sem hann hér segir: „Þegar þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru einu sinni búnir að komast að þeirri niðurstöðu að lauflétt sé að komast fram hjá álita- málum með fullveldið með því einu að gera fyrirvara gagnvart sjálfum sér verða einfaldlega færri kostir um varnir þegar kemur að þeirri stundu að aðildarviðræðurnar fara aftur á dagskrá. Það gæti þess vegna gerst innan þriggja ára.“ Brexit Að ímynda sér að við séum hólp- in þegar kemur að ESB því Bret- land hefur loksins náð að slíta sig laust tel ég vera glapræði. Við skul- um ekki gleyma öllum þeim áróðri og þeirri bölsýni sem borin var á borð fyrir almenning Bretlands á þeim hátt í fjórum árum sem það tók fyrir ráðamenn að framfylgja vilja fólksins. Lýðræðið var haft að háði og spotti, líkt og það væri einskis virði því niðurstaðan hent- aði ekki elítu landsins og Brussel. Það var sannarlega hrikalegt að horfa á hvernig ráðamenn og framámenn hegðuðu sér þar ytra. Vandinn er hins vegar sá að ís- lenskir ráðamenn eru litlu skárri, þeirra áhugi á áliti almennings er því miður ekki meiri en elítunnar í Bretlandi. Má ekki ræða Mér var boðið í viðtal á dögunum þar sem þáttarstjórnendur gerðu lítið úr áhyggjum mínum af ESB og neituðu í raun að ræða sambandið. Það setur að mér ugg ef þetta eru þau skilaboð sem á að bera á borð fyrir þjóðina. Samkvæmt skýrslu stjórnarráðsins frá 2007 er áætlað að Ísland innleiði 70-80% af öllum reglum ESB á grunni EES- samningsins. Regluverk ESB hefur því víðtæk áhrif á íslenska löggjöf nú þegar og ég sé ekki betur en við séum frekar að gefa í við innleið- ingarnar en að slá af. Stórútgerðin eftir en kjötið komið Þetta er því svo sannarlega eitt- hvað sem vert er að hafa áhyggjur af. Samkvæmt mínum skilningi á skýrslunni erum við Íslendingar að 70-80% leyti komin inn í Evrópu- sambandið og það eina sem vantar upp á er herslumunurinn. Land- búnaðurinn er nokkurn veginn af- greiddur og hrátt kjöt flæðir yfir markaðinn með hugsanlegum hörmungum fyrir þjóðina. Hvað á maður svo að hugsa þegar stór- útgerðin er að gefa eftir og er nú er beðið um erlenda fjárfesta inn í stórútgerðarfyrirtækin eins og Brim? Nei, við Íslendingar erum svo sannarlega ekki laus við ESB- drauginn og að mínu mati er ekkert sem bendir til þess að hann ætli sér að hætta að ásækja þjóðina í bráð. Hver ræður í rauninni? Eftir Guðmund Franklín Jónsson »… þegar kemur að þeirri stundu að aðildarviðræðurnar fara aftur á dagskrá. Það gæti þess vegna gerst innan þriggja ára … Guðmundur Franklín Jónsson Höfundur er viðskipta- og hagfræðingur. gundi.jonsson@gmail.com Það er aldeilis verið að kitla hé- gómagirndina í landanum þessa dagana. Stærstu víðerni Evrópu, ekkert minna en það. Hvað á svo að gera með þetta grjót og þessi fjöll? Hér fyrr meir trúðu menn að til væru útilegumannabyggðir; grónir dalir með frjálsu fólki og fögru mannlífi þar sem allt væri betra en í fátæktinni í raunheimum. Nú trúa einhverjir því að farsældin felist í því að við afsölum okkur landinu og hættum að „lifa á landsins gæðum“. Það getur verið að við höfum farið illa með landið á liðnum öld- um en það var mest í nauðvörn, til að lifa af. Náttúran sjálf er líka eyðileggingarafl ef út í það er far- ið. Eldgos, hafís, kólnandi veð- urfar og og ólmir vindar. Allt þetta hefur mætt á landinu frá örófi alda og það gagnar lítið að koma með klisju eins og að „nátt- úran eigi að njóta vafans“. Náttúr- an verður söm við sig. Hún gefur og tekur og maðurinn er sem eitt peð í því stórgerða tafli. Eitt gos og allir plastpokar landsins sem hjóm eitt og reykur. Vitið þér enn eða hvat? Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Þjóðtrú á fjöllum Umbrot Náttúran gefur og tekur. Morgunblaðið/Júlíus

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.