Morgunblaðið - 27.01.2020, Page 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl.9:30-12:30, nóg pláss - Hreyfisalur-
inn er opinn milli 9:30-11:30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur - Kraft-
ur í KR kl.10:30, rútan fer frá Vesturgötu kl.10:10, Grandavegi 47 kl.
10:15 og Aflagranda kl.10:20 - Félagsvist kl.13:00 - Myndlist kl.13:00 -
Kaffi kl.14:30-15:20 - Nánari upplýsingar í síma 411-2702 - Allir vel-
komnir.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opin vinnustofa kl. 9-12. Opin
handavinnuhópur kl. 12-16. Leikfimi með Hönnu og Maríu kl. 9. Morg-
unsagan kl. 11. Göngubretti, æfingarhjól m/leiðb. kl. 12:30. Félagsvist
með vinningum kl. 12.45. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-
12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Boccia kl.10.30. Gönguhópur kl.10.30. Félagsvist (FEBK)
kl.13.00. Myndlist kl.13.00. Vatnsleikfimi kl.14.30.
Dalbraut 18-20 Myndlist í vinnustofu.
Dalbraut 27 Píla í parketsal, verðlaun fyrir stigahæðsta spilarann
2019.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Qigong kl. 7-8. Við hringborðið kl.
8:50. Frjálst í Listasmiðju kl. 9-12. Komdu að púsla kl. 9-16. Byrjenda-
námskeið í Línudansi kl. 10. Hádegismatur kl. 11:30. Myndlistarnám-
skeið kl. 12:30-15:30. Foreldrastund kl. 13. Handavinnuhornið kl. 13.
Félagsvist kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Allir velkomnir óháð aldri.
Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8:30. Núvitund kl. 10:30.
Silkimálun kl. 12:30. Skoðunarferð um Alþingi kl. 12:30. Handaband
kl. 13:00. Bridge kl. 13:00. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13:10-13:30. Skák
kl. 14:00. Handavinnuhópur hittist kl. 15:30. Verið öll hjartanlega vel-
komin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450.
Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Stólajóga í Jóns-
húsi kl. 11:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. Sjál. kl. 7:10/7:50
/15:15. Kvennaleikf Sjál. kl. 9:30. Kvennaleikf Ásg. kl.11:00. Zumba
salur Ísafold kl. 16:15.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofan kl 08:30-16:00. Útskurður
m/leiðb. kl. 09:00-16:00. Qigong 10:00-11:00 Leikfimi Helgu Ben 11:00-
11:30. Kóræfing kl. 13:00-15:00. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9.00 handavinna, kl. 9.00 boccia, kl. 9.30 postulínsmál-
un, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 canasta, kl. 16.30 kóræfing, kl. 19.00 skap-
andi skrif.
Grænamörk 5 Kl. 09:00 glerlist VM. Kl. 09:30 fornsögulestur. Kl.
10:00 gönguhópur Þórunnar, rúta frá GT fylgir. Kl. 10:30 krossgátu-
kaffi. Kl. 11:10 Qigong fellur niður í dag. Kl. 12:00 bridge. Kl. 13:00
hannyrðir GG. Kl. 13:00 postulínsmálun. Kl. 13:00. Kl. 15:30 enska í
Fjölheimum
Gullsmára Postulínshópur kl. 9.00. Jóga 9.30 og 17.00 Bridge og
Handavinna kl. 13.00. Félagsvist kl. 20.00.
Hraunbæ 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-14. Jóga kl. 10:00-11:00. Hádegismatur kl. 11.30.
Sögustund kl. 12:30-14:00.
Hraunsel Ganga alla daga í Kaplakrika fra kl. 8.00-12.00. Myndmennt
kl. 9.00. Gaflarakórinn kl. 11.00. Félagsvist kl. 13.00. Ganga frá Hauka-
húsi kl. 10.00.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Jóga með
Carynu kl. 9. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Samverustund kl. 10:30. Jóga
með Ragnheiði kl. 11:10 og kl. 12:05. Kynning á leiklistarnámskeiði
,,Eldri borgarar og endurminningaleikhús" kl. 12:00. Tálgun – opinn
hópur kl. 13:00-16:00. Frjáls spilamennska 13:00. Liðleiki í stólum
13:30.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og inni í Egils-
höll. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum allir vekomnir í prjónagleðina og
gefið til líknarmála. Félagsvist kl. 13 í Borgum. Tréútskurður í umsjón
Gylfa kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Kóræfing Korpusystkina með Kristínu
kórstjóra kl. 16:00 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl.9.45, upplest-
ur kl.11, trésmiðja kl.13-16, Gönguhópurinn kl.13.30, bíó í betri stof-
unni kl.15.30. Uppl. í s.4112760.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins kl. 9. og 13. Leir
Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbein-
anda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Minn-
um alla skráða á þorragleðina í safnaðarheimili kirkjunnar á morgun
þriðjudag kl. 12.30.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist
sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586.
Stangarhylur 4 ZUMBA Gold framhald kl. 10.30 umsjón Tanya.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald og fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Rað- og smáauglýsingar
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
✝ Halla Gunn-laugsdóttir
fæddist í Ólafsvík
19. febrúar 1932.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans 18. janúar
2020.
Foreldar hennar
voru Gunnlaugur
Bjarnason, sjómað-
ur og verkamaður,
f. 25. október 1895,
d. 27. júlí 1980, og Guðríður
Kristólína Sigurgeirsdóttir
verkakona, f. 3. júní 1900, d. 2.
ágúst 1992.
Systkini Höllu voru Ólafur
Friðrik, f. 23. júní 1921, d. 30.
október 1986, og Ingibjörg, f. 12.
október 1925, d. 12. október
2008.
Halla var gift Guðlaugi Hjör-
leifssyni verkfræðingi, f. 23. júlí
1931, d. 4. janúar 2018. Halla og
störf sem sölumaður hjá sælgæt-
is- og kaffibrennslu Blöndals.
Eftir að leiðir Höllu og Guð-
laugs lágu saman fluttust þau til
Svíþjóðar, þar sem þau bjuggu
um árabil.
Þegar heim var komið helg-
aði hún sig fjölskyldunni og
sinnti henni og þörfum hennar,
eins og margar húsmæður
gerðu á þeim árum.
Upp úr 1970 vann Halla við
afgreiðslustörf í búsáhaldabúð
Þorsteins Bergmanns á Skóla-
vörðustíg.
Seinna vann hún sem deild-
arritari á deild 1A á Landakoti.
Guðlaugur og Halla fluttu að
Hagamel 10 í Skilmannahreppi
þegar Járnblendiverksmiðjan á
Grundartanga tók til starfa. Í
Skilmannahreppi tók Halla
virkan þátt í félagsstörfum, svo
sem kvenfélagi og hesta-
mennsku.
Við starfslok Guðlaugs flutt-
ust þau til Reykjavíkur og voru
síðast búsett á Hlaðhömrum 2 í
Mosfellsbæ.
Útför Höllu fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 27. janúar
2020, klukkan 13.
Guðlaugur eign-
uðust tvær dætur.
Soffíu Bryndísi
bankastarfsmann,
f. 1955, og Hildi
matreiðslumeist-
ara, f. 1958. Soffía
Bryndís er gift
Hauki Má Stef-
ánssyni verkfræð-
ingi, börn þeirra
eru Lilja Björk,
Guðlaugur Örn og
Edda Þuríður.
Hildur er gift Nirði Snæland
húsasmið. Börn hennar af fyrra
hjónabandi eru Halla Hjördís og
Eyjólfur.
Halla ólst upp til 9 ára aldurs í
Ólafsvík en fluttist þá með fjöl-
skyldu sinni til Reykjavíkur.
Hún gekk í Austurbæjarbarna-
skólann en varð gagnfræðingur
frá Ingimarsskóla.
Þegar námi lauk hóf Halla
Elsku besta amma mín.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig og söknuðurinn er mikill. En
nú hefur þú fengið hvíldina þína
og líður vonandi betur, hugsan-
lega sameinuð afa á ný.
Ég á um þig óendanlega marg-
ar og hlýjar minningar sem munu
lifa áfram og ég er þakklát fyrir
þær. Að heimsækja ykkur afa í
sveitina þegar ég var lítil var með
því allra skemmtilegasta sem ég
gerði. Þá fékk ég að vera hjá ykk-
ur í vikulöngu dekri og kósýheit-
um. Þar var alltaf svo gott að
vera, enda gerðuð þið afi bókstaf-
lega allt til þess að stjana við mig.
Á meðan afi var í vinnunni
þreyttist þú aldrei á að spila við
mig hvert spilið á fætur öðru.
Marías, Olsen Olsen og Kan-Kan
í marga klukkutíma á dag með
PK tyggjó og „gott“ úr nammi-
skápnum. Á sumrin fékk ég að
hjálpa til við störfin í fallega
garðinum ykkar afa og þú kennd-
ir mér að gera rabarbarasultu. Á
jólunum þegar við komum varstu
búin að baka ógrynni af smákök-
um og alltaf aukaskammt af
blúndum, því þú vissir að það
væru mínar uppáhaldskökur.
Eftir að þið afi fluttuð í Mosó
var líka svo gott að koma til ykk-
ar þangað. Þið tókuð alltaf vel á
móti okkur systrum og eigin-
mönnum, með krakkaskarann
með okkur. Allir fengu einlægt
bros og þétt faðmlag og alltaf
gáfuð þið ykkur tíma og þrek í
spjall. Þú varst hæglát og róleg,
en á sama tíma svo lúmskt fyndin
og skemmtileg. Með kaldhæðnu
pískri um menn og málefni fliss-
uðum við saman. Ég minnist þín
sem hlýjustu ömmu í heimi og
krakkarnir minnast þín sem
bestu langömmu í heimi sem var
alltaf svo góð.
Þú varst mesti nagli sem ég
veit um og kvartaðir aldrei, þrátt
fyrir erfið veikindi undir hið síð-
asta. Við áttum saman stutta en
dýrmæta stund þegar ég heim-
sótti þig í síðasta sinn sem ég er
svo þakklát fyrir. Ég mun aldrei
gleyma fallega brosinu sem þú
gafst mér þegar ég kvaddi þig.
Elsku amma mín, takk fyrir
samfylgdina. Ég elska þig.
Edda Þuríður Hauksdóttir.
Elsku amma. Það var gott að
ná að hitta þig og kveðja áður en
þú lagðir af stað í þína hinstu för.
Minningarnar um þig eru
margar og eru flestar af ykkur
afa saman enda voruð þið afar
samhent og samrýnd hjón. Við
áttum þó okkar stundir bara
tvær saman þegar ég fékk að
koma til þín í sveitina. Það sem
við hlógum mikið þegar við spil-
uðum Hæ, gosi! og þú ruglaðist í
hverju einasta spili. Og hvað þú
vandaðir þig mikið við að setja
taglið í hárið á mér á nákvæm-
lega réttan stað! Þessar minning-
ar og fleiri eru góðar og ég er svo
glöð að eiga þær.
Þú varst svo góð amma, dekr-
aðir við okkur barnabörnin og
áttir alltaf kökur með kaffinu. Við
hlökkuðum líka alltaf til að fá
ykkur afa heim frá útlöndum því í
„bleika pardusnum“ leyndust
yfirleitt einhverjar gjafir handa
okkur krökkunum, og þá oft ein-
hver föt í stíl á okkur frænkurnar
sem gerir það að verkum að í dag
er enn skemmtilegra að skoða
myndir frá þessum tíma.
Nú eruð þið afi bæði farin héð-
an en ég ætla að ímynda mér að
þið hafið hist aftur einhvers stað-
ar annars staðar og dansið þar
eins og þið gerðuð á böllunum
þegar þið hittust fyrst.
Þín,
Lilja.
Halla
Gunnlaugsdóttir
✝ Lars DavidNielsen var
fæddur 18. júní
1941 á Lálandi í
Danmörku. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnun Suður-
lands 14. janúar
2020.
Foreldrar hans
voru Liddý og Ejn-
ar Nielsen, bæði
látin. Hann átti tvo
bræður, Erik og Børge, sem báð-
ir eru látnir.
Eftirlifandi eiginkona Lars er
Ragnheiður Guðmundsdóttir, f.
1946, frá Borg í Skötufirði.
Börn þeirra hjóna eru 1) Snjó-
laug Elisabet, f. 1966. Synir
hennar og Barða Sigurðssonar,
f. 1966 (þau skildu 1987) eru: a)
Jóhann David, f. 1985, giftur
Rósu Siemsen, f. 1985, og eru
börn þeirra Brynja Karen, f.
2006, og Jökull Logi, f. 2012. b)
Stefán F.B. Nielsen, f. 1986, gift-
ur Höllu Ómarsdóttur, f. 1989,
Ungur byrjaði Lars að vinna
við hin ýmsu störf og að lokinni
tveggja ára herskyldu fór hann
að vinna á gróðrarstöð rétt fyrir
utan Kaupmannahöfn. Þar
kynntist hann íslenskri fjöl-
skyldu. Að áeggjan þeirra kom
hann til Íslands árið 1964 með
ms Gullfossi. Hann vann við
garðyrkju, fyrst hjá Hannesi
heitnum Arngrímssyni og síðar
á Garðyrkjuskóla ríkisins að
Reykjum í Ölfusi, þar sem hann
kynntist ástinni sinni.
Lars og Ragnheiður hófu bú-
skap í Alaska í Breiðholti 1. apríl
1966 og gengu í hjónaband 22.
október 1966. Þau fluttu í
Hveragerði 1975 og stofnuðu
Garðplöntusöluna Borg en ráku
jafnframt garðplöntusöluna
áfram í Alaska í Breiðholti allt
til ársins 1985. Í gegnum tíðina
hafa þau hafa fengið ótal viður-
kenningar, meðal annars heið-
ursverðlaun garðyrkjunnar árið
2011. Borg ráku þau allt til 1.
maí 2019 er Einar sonur þeirra
tók við rekstri stöðvarinnar. All-
an sinn búskap störfuðu þau
saman.
Útför Lars verður gerð frá
Hveragerðiskirkju í dag, 27. jan-
úar, klukkan 14, jarðsett verður
í Kotstrandarkirkjugarði.
dætur þeirra eru:
Dagbjört Fanný, f.
2010, og Lilja Dröfn,
f. 2015. Börn Snjó-
laugar og Gunnars
Magnússonar, f.
1960 (slitu sam-
vistum 2006) eru: a)
Ísabella Ósk, f. 1991
sambýlismaður
Mads Døssing, f.
1993. b) Lars Davíð,
f. 1993 og c) Heiða
Rós, f. 1998. 2) Einar Magnús, f.
1967, börn hans og Írisar Jó-
hannsdóttur (þau skildu 2009)
eru: a) Pétur Einar, f. 1999, sam-
býliskona Olivia Stupart, f. 1998.
b) Ragnar Már, f. 2000. c) Eva
Marín, f. 2004. 3) Guðmundur
Magnús, f. 1970. Dóttir hans og
Lydíu G. Gísladóttur, f. 1970 (þau
slitu samvistum), Ragnheiður
Dís, f. 1998. Guðmundur er giftur
Jónu Sigríði Gunnarsdóttur, f.
1980. Börn þeirra eru: a) Mar-
grét Ólafía, f. 2003, og b) Gunnar
Smári, f. 2014.
Með hjartans þökk fyrir sam-
fylgdina.
Minning þín lifir í hjörtum
okkar.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Kær kveðja,
Ragnheiður, Snjólaug,
Einar, Guðmundur, Jóna,
barnabörn og fjölskyldur.
Elsku afi.
Við eigum margar fallegar og
góðar minningar saman sem við
munum aldrei gleyma.
Þú tókst alltaf svo vel á móti
okkur, með opnum faðmi og stóru
brosi.
Minning þín mun ætíð lifa í
hjörtum okkar.
Við lofum að passa vel upp á
ömmu fyrir þig.
Við sjáumst síðar, elsku afi.
Farinn ertu jörðu frá og sárt ég þín
sakna,
stundum þig ég þykist sjá á morgnana
þegar ég vakna.
Ég veit þér líður vel, afi minn vertu nú
hress og kátur,
innra með mér nú ég finn þinn
yndislega hlátur.
Fyrir sál þinni ég bið og signa líkama
þinn,
í von um að þú finnir frið og verðir
engillinn minn.
Hvert sem ég fer ég mynd af þér
í hjarta mér ber.
(Hanna 1981)
Jóhann David, Stefán
F.B. Nielsen, Ísabella
Ósk, Lars Davíð, Heiða
Rós og fjölskyldur.
Lars David
Nielsen
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á
útfarardegi verður greinin að hafa borist
eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í
Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000
slög. Ekki er unnt að senda lengri grein.
Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli
sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hve-
nær hann lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum, sem er
feitletraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningargreinar