Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 27.01.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 England Bikarkeppnin, 4. umferð: Burnley – Norwich.................................. 1:2  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Millwall – Sheffield United .................... 0:2  Jón Daði Böðvarsson kom inn á hjá Mill- wall á 71. mínútu. Brentford – Leicester .............................. 0:1 Coventry – Birmingham.......................... 0:0 Newcastle – Oxford United..................... 0:0 Portsmouth – Barnsley............................ 4:2 Reading – Cardiff ..................................... 1:1 Southampton – Tottenham...................... 1:1 West Ham – WBA.................................... 0:1 Hull – Chelsea........................................... 1:2 Manchester City – Fulham ..................... 4:0 Tranmere – Manchester United............. 0:6 Shrewsbury – Liverpool .......................... 2:2 Ítalía Orobica – AC Milan ................................. 0:1  Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék allan leikinn með AC Milan. B-deild: Crotone – Spezia...................................... 0:1  Sveinn Aron Guðjohnsen var varamaður hjá Spezia og kom ekki við sögu. C-deild: Carpi – Padova ........................................ 1:1  Emil Hallfreðsson lék allan leikinn með Padova. Þýskaland Union Berlín – Augsburg ....................... 2:0  Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs- burg á 77. mínútu. Freiburg – Paderborn ............................ 0:2  Samúel Kári Friðjónsson var varamaður hjá Paderborn og kom ekki við sögu. Grikkland Larissa – Panathinaikos ......................... 0:2  Ögmundur Kristinsson lék í marki Lar- issa og varði vítaspyrnu. Frakkland Montpellier – Dijon ................................. 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson var varamark- vörður Dijon. Ungverjaland Debrecen – Újpest ................................... 4:0  Aron Bjarnason lék síðasta hálftímann með Újpest. Kýpur Doxa – APOEL Nikósía .......................... 0:3  Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi APOEL. Lakatamia – Apollon Limassol ............ 0:10  Jasmín Erla Ingadóttir lék seinni hálf- leikinn með Apollon. Belgía B-deild: Union St. Gilloise – Lommel................... 2:2  Aron Sigurðarson lék allan leikinn með Union St. Gilloise og Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn með Lommel.  Olísdeild kvenna Fram – HK............................................ 32:22 ÍBV – KA/Þór ....................................... 26:15 Valur – Stjarnan ................................... 35:22 Staðan: Fram 13 12 0 1 409:274 24 Valur 13 10 1 2 366:266 21 Stjarnan 13 6 3 4 321:308 15 Haukar 13 5 2 6 283:314 12 HK 13 5 2 6 348:361 12 ÍBV 13 4 2 7 286:311 10 KA/Þór 13 5 0 8 297:365 10 Afturelding 13 0 0 13 248:359 0 Meistaradeild kvenna Kristiansand – Esbjerg....................... 31:35  Rut Jónsdóttir skoraði eitt mark fyrir Esbjerg. Þýskaland Göppingen – Neckarsulmer............... 33:22  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði ekki fyrir Neckarsulmer. Svíþjóð B-deild: Hallby – Kristianstad.......................... 23:28  Andrea Jacobsen skoraði 6 mörk fyrir Kristianstad.   Spánn Joventut Badalona – Zaragoza.......... 72:93  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza, tók 3 fráköst og átti eina stoðsendingu. Hann lék í 16 mínútur. 1. deild kvenna Hamar – ÍR........................................... 50:69 Grindavík b – Tindastóll ...................... 70:60 Grindavík b – Tindastóll ...................... 90:65 Njarðvík – Fjölnir ................................ 68:81 Staðan: Keflavík b 15 11 4 1134:1052 22 Fjölnir 15 11 4 1122:980 22 ÍR 16 10 6 1038:914 20 Njarðvík 16 9 7 1049:939 18 Tindastóll 17 8 9 1137:1187 16 Grindavík b 16 4 12 922:1148 8 Hamar 15 2 13 872:1054 4   með 42% markvörslu. Domagoj Duvnjak, sem var valinn besti leik- maður EM fyrr í gær, var marka- hæstur Króata með fimm mörk. Þetta var sjötti úrslitaleikur Spánverja á EM, en þeir eru aðeins önnur þjóðin til þess að verja Evr- ópumeistaratitil sinn síðan Svíar gerðu það á árunum 1998 til ársins 2002. Danir fengu tækifæri til þess að gera það árið 2014 en þá töpuðu þeir fyrir Frökkum í úrslitaleik í Herning. Spánn varð Evrópumeist- ari 2018 í Króatíu eftir 29:23-sigur gegn Svíþjóð í úrslitaleik í Zagreb en Spánverjar léku einnig til úrslita 2016 en töpuðu þá fyrir Þjóðverjum í Kraká. Þetta voru fjórðu gullverðlaun Spánverja á stórmóti en Króatar, sem hafa tvívegis fagnað sigri á Ól- ympíuleikunum og einu sinni orðið heimsmeistarar, bíða enn eftir fyrsta Evrópumeistaratitli sínum.  Þá unnu Norðmenn sannfær- andi sigur gegn Slóvenum í leik um bronsið í Stokkhólmi á laugardag- inn, 28:20. Sander Sagosen, stór- skytta Norðmanna, skoraði fjögur mörk í leiknum, en hann endaði sem langmarkahæsti leikmaður mótsins með 65 mörk. Enginn leikmaður hef- ur skorað fleiri mörk á EM. Þetta voru fyrstu bronsverðlaun Norð- manna, sem bíða enn eftir gull- verðlaunum á stórmóti í handbolta.  Í leiknum um fimmta sætið höfðu Þjóðverjar betur gegn spútnikliði Portúgala með 29 mörk- um gegn 27. Portúgalar eru það lið sem hefur komið einna mest á óvart á mótinu, en besti árangur á EM, fyrir leik laugardagsins, var sjöunda sætið árið 2000. Þjóðverjar, sem hafa tvívegis orðið Evrópu- meistarar, voru að lenda í fimmta sæti á EM í annað sinn. Meistaravörn hjá Spáni  Fyrirliði Króata besti maður mótsins AFP Vörn Spánverjar eru annað liðið í sögu EM sem tekst að verja titil sinn. EM 2020 Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Spánverjar vörðu Evrópumeistara- titil sinn í handknattleik þegar liðið vann 22:20-sigur gegn Króatíu í úr- slitaleik á EM í Tele2 Arena-höllinni í Stokkhólmi í gær. Þetta var annar Evrópumeistaratitill Spánverjar en Króatar, sem hafa aldrei orðið Evr- ópumeistarar, voru að tapa þriðja úrslitaleik sínum á EM frá árinu 2008. Mikið jafnfræði var með liðunum allan leikinn og var lítið skorað. Króatar náðu mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 12:11, Spánverjum í vil. Spánverjar náðu svo fjögurra marka forskoti í upphafi síðari hálfleiks en Króatar jöfnuðu metin þegar tíu mínútur voru til leiksoka. Spánverj- ar skoruðu síðustu tvö mörk leiksins og fögnuðu vel og innilega í leikslok. Aleix Gómez var markahæstur Spánverja með fimm mörk og þá varði Gonzalo Pérez átta skot og var Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, tryggði sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi með góðum árangri á loka- úrtökumóti mótaraðarinnar á La Manga-golfsvæðinu á Spáni í gær. Guðrún Brá lék fimm hringi á lokaúrtökumótinu á samtals þrem- ur höggum yfir pari. Hún endaði í 10.-17. sæti en tuttugu efstu kylf- ingarnir fá keppnisrétt í flokki 9b á næsta keppnistímabili.Valdís Þóra Jónsdóttir er einnig með keppn- isrétt á mótaröðinni sem hefst í lok febrúar með móti í Ástralíu. Frábær árangur meistarans Ljósmynd/Sigfús Gunnar Best Guðrún Brá Björgvinsdóttir er ríkjandi Íslandsmeistari í golfi. Knattspyrnumaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina, en það er vefmiðill- inn 90min sem greindi frá þessu í gær. Landsliðsmaðurinn er samn- ingsbundinn Levski Sofia í Búlg- aríu en enska úrvalsdeildarfélagið Bournemouth er sagt íhuga tilboð í hann. Bournemouth er í miklum vandræðum í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 23 stig, stigi frá öruggu sæti. Hólmar Örn er fædd- ur árið 1990 en hann á að baki 14 A- landsleiki þar sem hann hefur skor- að tvö mörk. sport@mbl.is Á leið í ensku úrvalsdeildina? Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Miðvörður Hólmar Örn Eyjólfsson hefur leikið í Búlgaríu frá 2017. Þórey Rósa skoraði níu mörk, þar af fjögur úr hraðaupphlaupum, fyrir Fram og Ragnheiður Júlísdóttir skor- aði átta. Hjá HK var Jóhanna Mar- grét Sigurðardóttir markahæst með sjö mörk. Fram er áfram í efsta sæti deildarinnar með 24 stig en HK er í fimmta sætinu með 12 stig og í harðri baráttu við Hauka um sæti í úrslita- keppninni.  Eyjakonur eru ósigraðar í síðustu þremur deildarleikjum sínum eftir ell- efu marka sigur gegn KA/Þór í Vest- mannaeyjum á laugardaginn. Leikn- um lauk með 26:15-sigri ÍBV, sem leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 12:5. Liðunum gekk illa að skora á fyrstu mínútum leiksins og var staðan 1:1- HANDBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Íslandsmeistarar Vals styrktu stöðu sína í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, þegar liðið vann stórsigur gegn Stjörnunni í Origo-höllinni á Hlíðarenda í þrett- ándu umferð deildarinnar á laugar- daginn. Leiknum lauk með þrettán marka sigri Vals, 35:22, en Lovísa Thompson fór mikinn í liði Vals- kvenna og skoraði átta mörk. Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með og þau skiptust á að skora á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður var forskot Valskvenna hins vegar allt í einu orðið fimm mörk, 10:5, og Hlíðarendaliðið leit aldrei um öxl eftir það. Valskonur leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 18:11, og þær héldu áfram að auka forskot sitt. Það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti. Íris Björk Símonardóttir átti stór- leik í marki Valskvenna og var með 47% markvörslu með sautján skot varin. Ásdís Þóra Ágústsdóttir skor- aði sjö mörk fyrir Valsliðið og Díana Dögg Magnúsdóttir sex. Hjá Stjörn- unni voru þær Karen Tinna Demian og Sigrún Ása Ásgrímsdóttir marka- hæstar með fjögur mörk hvor. Valskonur eru áfram í öðru sæti deildarinnar með 21 stig, þremur stigum minna en topplið Fram, en Stjarnan er í þriðja sætinu með 15 stig.  Þá unnu Framkonur níunda sig- ur sinn í röð í deildinni þegar liðið fékk HK í heimsókn, en lokatölur í Safamýrinni urðu 32:22. Þórey Rósa Stefánsdóttir og Ragnheiður Júlís- dóttir voru atkvæðamestar í liði Fram og Kópavogsliðinu gekk illa að ráða við þær stöllur. Framkonur voru með yfirhöndina í leiknum frá fyrstu mínútu, en eftir fimm mínútna leik leiddi Fram með tveimur mörkum, 4:2. Fimm mínútum síðar var munurinn orðinn fjögur mörk, 10:6, og Framkonur leiddu með sex mörkum í hálfleik, 17:11. Kópa- vogsliðið var aldrei líklegt til þess að minnka muninn í síðari hálfleik, Framarar juku forskot hægt og ró- lega og innbyrtu öruggan sigur. eftir einungis fimm mínútna leik. Eyjakonum gekk hins vegar betur að skora eftir því sem leið á leikinn en það sama verður ekki sagt um KA/ Þór. Marta Wawrzykowska var stór- kostleg á milli stanganna hjá ÍBV, varði 15 skot, og var með 58% mark- vörslu. Þá fór Ásta Björt Júlísdóttir mikinn fyrir ÍBV og skoraði sjö mörk, þar af fimm af vítalínunni. Hjá KA/Þór voru þær Anna Þyrí Hall- dórsdóttir og Rakel Sara Elvars- dóttir markahæstar með þrjú mörk hvor. ÍBV fer upp fyrir KA/Þór með sigrinum en bæði lið eru með 10 stig í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar. Morgunblaðið/Eggert Markahæst Lovísa Thompson reyndist Stjörnukonum erfið viðureignar. Níu í röð hjá Framkonum  Valskonur fóru illa með Stjörnuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.