Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.01.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 27. JANÚAR 2020 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – KR ..................... 19:15 Í KVÖLD!  Alfreð Finnbogason, landsliðs- maður Íslands í knattspyrnu, sneri aftur á knattspyrnuvöllinn um helgina þegar félagslið hans, Augsburg, sótti Union Berlin heim í þýsku 1. deildinni. Alfreð hefur verið frá keppni frá því 14. nóvember síðastliðinn þegar hann meiddist á öxl í landsleik Íslands og Tyrklands í undankeppni EM á Laug- ardalsvelli. Alfreð kom inn á sem varamaður hjá Augsburg á 77. mínútu en leiknum lauk með 2:0-sigri Union Berlin. Augsburg er í tólfta sæti deild- arinnar með 23 stig.  Tryggvi Snær Hlinason og liðs- félgar hans í körfuknattleiksliði Zara- goza halda áfram að þjarma að topp- liðum efstu deildar Spánar en Zaragoza vann sterkan útisigur gegn Joventut Badalona á laugardaginn. Leiknum lauk með 93;72-sigri Zara- goza en Tryggvi Snær skoraði fjögur stig, tók þrjú fráköst og gaf eina stoð- sendingu á þeim sextán mínútum sem hann spilaði. Zaragoza er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum minna en topplið Real Madrid og Barcelona, eftir nítján umferðir.  Nacho Fernández reyndist hetja Real Madrid þegar liðið tyllti sér á toppinn í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu í gær. Fernández skoraði sigurmark Real Madrid í 1:0-útisigri gegn Real Valladolid en Real Madrid er nú með 46 stig á toppi deild- arinnar, þremur stigum meira en Barcelona sem tapaði 2:0 á útivelli gegn Valencia á laugardaginn.  Finnur Freyr Stefánsson og læri- sveinar hans í danska körfuknattleiks- liðinu Horsens eru komnir aftur á beinu brautina í deildinni eftir stórt tap gegn Bakken Bears í þar síðustu umferð. Horsens heimsótti Svendborg um helgina og vann sex stiga sigur, 82:76. Horsens er með 30 stig eftir átján leiki, líkt og Randers. Bakken Bears koma þar á eftir í þriðja sæti með 28 stig en Bakken Bears eiga leik til góða á Horsens og Randers.  Jacob Friis, þjálfari danska knatt- spyrnufélagsins AaB, segir að Valgeir Valgeirsson, hinn 17 ára gamli leik- maður HK sem hefur verið til reynslu hjá félaginu undanfarna daga, sé afar áhugaverður fótboltamaður. Valgeir lék í gær sinn annan æfinga- leik með aðalliði AaB þegar hann lék einn hálfleik gegn sænska liðinu Gautaborg. Í vik- unni spilaði hann í jafnlangan tíma gegn danska lið- inu AGF. „Hann er gríðarlega duglegur og vel spilandi bakvörður svo það gæti alveg verið að við mynd- um vilja auka sam- keppnina í þeim stöðum hjá okk- ur,“ sagði Friis í samtali við Nordjyske í gær. Eitt ogannað Bryant skoraði 31 stig að meðatali það tímabil, tók tólf fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Bryant ákvað á lokaári sínu að hann ætlaði sér ekki í menntaskóla og hann stóð við það. Tuttugu ára farsæll ferill 26. júní 1996 var Kobe Bryant valinn þrettándi í nýliðavali NBA- deildarinnar. Það var hins vegar ekki Los Angeles Lakers sem valdi hann heldur Charlotte Hornets. Hann var ekki lengi í herbúðum Hornets því sextán dögum síðar fékk Hornets Vlade Divac frá Lakers og sendi Bryant í skiptum til Los Angeles. Þrátt fyrir að vera einungis 18 ára gamall vakti hann strax athygli fyrir vasklega fram- göngu. Hann var um tíma yngsti leikmaðurinn til þess að spila í deildinni, 18 ára og 72 daga gamall. Bryant lék allan feril sinn með Lakers, á árunum 1996-2016. Átján sinnum var hann valinn til að spila í stjörnuleik deildarinnar, tvívegis var hann valinn besti leikmaður úr- slitanna og árið 2008 var hann val- inn besti leikmaður deildarinnar. Þá var hann tvívegis stigahæsti leikmaður deildarinnar og er í dag í fjórða sæti yfir stigahæstu leik- menn deildarinnar frá upphafi. Hann varð einnig Ólympíumeistari með Bandaríkjunum árin 2008 og 2012. Bryant spilaði síðasta leik sinn 13. apríl 2016 gegn Utah Jazz. Hann skoraði 60 stig í leiknum og varð um leið elsti leikmaður í sögu deildarinnar til þess að afreka það. Eftir að Bryant hætti voru tvær treyjur hans, númer 8 og 24, hengdar upp í Staples Center, heimavelli Lakers, honum til heið- urs, en enginn annar leikmaður í sögu félagsins hefur fengið þann heiður. Árið 2018 vann Bryant til Óskarsverðlauna fyrir stuttmynd sína „Dear Basketball“. Einn sá besti fallinn frá  Kobe Bryant lést af slysförum 41 árs að aldri  Fimmfaldur NBA-meistari og tvöfaldur ólympíumeistari  Sá fjórði stigahæsti í deildinni frá upphafi AFP 2009 Kobe Bryant fagnar fjórða meistaratitli sínum með Lakers. KÖRFUBOLTI Bjarni Helgsaon bjarnih@mbl.is Körfuknattleiksgoðsögnin Kobe Bryant lést í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, 41 árs að aldri. Í slysinu fórst einnig þrettán ára gömul dóttir hans, Gianna Maria, en hún var af- ar efnileg körfuknattleikskona, og þrír aðrir. Bryant lætur eftir sig eiginkonu og þrjár dætur. Bryant er af mörgum talinn besti körfu- knattleiksmaður sögunnar en hann varð fimm sinnum NBA-meistari með liði sínu Los Angeles Lakers. Kobe Bryant fæddist í Philadelphiu í Bandaríkjunum 23. ágúst árið 1978. Hann var yngstur af þremur systkinum en faðir hans, Joe Bryant, lék í NBA-deildinni á árunum 1975-1983 með Phila- delphia 76ers, San Diego Clippers og Houston Rockets. Árið 1984 flutti Bryant ásamt fjölskyldu sinni til Ítalíu þar sem faðir hans hélt áfram með körfuknattleiksferil sinn en fjölskyldan flutti svo aftur til Bandaríkjanna árið 1991 þegar Joe Bryant lagði skóna á hilluna. Kobe byrjaði að spila körfubolta þriggja ára gamall og uppáhaldslið hans var Los Angeles Lakers. Hann sló í gegn í körfubolta í Lower Merion-miðskólanum í Philadelphiu en á lokaári sínu í skólanum leiddi hann háskólaliðið til fyrsta fylkissigurs síns í 53 ár. markinu úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Þá lentu Englandsmeistaraefnin í Liverpool í vand- ræðum gegn C-deildarliði Shrewsbury á Montgomery Waters Meadow-vellinum. Curtis Jones kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik og Donald Love, leikmaður Shrews- bury, varð svo fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upp- hafi síðari hálfleiks. Á 60. mínútu kom Jason Cumm- ings inn á í liði Shrewsbury og hann breytti heldur betur gangi leiksins. Hann minnkaði muninn fyrir C- deildarliðið á 65. mínútu með marki úr vítaspyrnu og tíu mínútum síðar jafnaði hann metin eftir að Dejan Lovren, varnarmanni Liverpool, mistókst að hreinsa frá marki. Liverpool og Shrewsbury þurfa því að mæt- ast á nýjan leik á Anfield, heimavelli Liverpool, 4. eða 5. febrúar næstkomandi. bjarnih@mbl.is Manchester City og Manchester United eru bæði komin áfram í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir afar sannfærandi sigra í 4. umferð bikarkeppninnar í gær. City, sem á titil að verja í keppninni, vann 4:0-sigur gegn B-deildarliði Fulham á Etihad-vellinum í Man- chester. Tim Ream, varnarmaður Fulham, fékk að líta beint rautt spjald eftir sex mínútna leik og eftir það var róðurinn þungur fyrir leikmenn Fulham. Ilkay Gün- dogan og Bernardo Silva skoruðu hvor sitt markið fyr- ir City og Gabriel Jesus skoraði tvennu. Manchester United vann stórsigur gegn C-deildarliði Tranmere Rovers á Prenton Park, 6:0. United leiddi 5:0 í hálfleik þar sem þeir Harry Maguire, Diogo Dalot, Jesse Lingard, Phil Jones og Anthony Martial skoruðu mörk United. Mason Greenwood bætti svo við sjötta Manchester-liðin voru sannfærandi AFP Fyrirliði Harry Maguire skoraði sitt fyrsta mark fyrir United í gær. Sundkappinn Anton Sveinn McKee setti tvö mótsmet í sundkeppni Reykjavíkurleikanna fram fram fór í Laugardalslauginni um helgina. Það fyrra setti hann á laugardag- inn í 100 metra bringusundi þegar hann kom fyrstur í mark á tímanum 1:01,18. Alexander Dale Oen heitinn átti fyrra metið sem var 1:01,38 og Anton því að bæta metið umtalsvert. Anton Sveinn bætti einnig met Alex- anders Dales Oens í 200 metra bringusundi í gær þegar hann synti á tímanum 2:11,96 en met Alexanders var 2:15,43. Þá náði Jóhanna Elín Guðmunds- dóttir lágmarki á Evrópumótið í 50 metra laug sem fram fer í Búdapest á laugardaginn þegar hún kom í mark á 26,03 sekúndum í 50 metra skrið- sundi. Stigahæstu sundmenn helg- arinnar voru þau Anton Sveinn McKee og Mie Nielsen, Danmörku.  Viktor Samúelsson, Kraftlyft- ingafélagi Akureyrar, fagnaði sigri í karlaflokki í kraftlyftingakeppninni sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Í öðru sæti varð Friðbjörn Bragi Hlynsson úr Kraftlyftingafélagi Mos- fellsbæjar og í því þriðja Ingvi Örn Friðriksson úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar. Í kvennaflokki fagnaði Kimberly Walford frá Bandaríkjunum sigri en hún gerði sér lítið fyrir og setti heims- met í réttstöðulyftu í -72 kg flokki. Arna Ösp Gunnarsdóttir úr Kraftlyft- ingafélagi Mosfellsbæjar varð önnur og þriðja Kristín Þórhallsdóttir úr Kraftlyftingafélagi Akraness.  Þá höfnuðu þeir Kári Gunn- arsson og Davíð Bjarni Björnsson í öðru sæti í badmintonkeppninni í TBR-húsunum. Í úrslitum mættu þeir sterku finnsku pari, Anton Monnberg og Jesper Paul, í jöfnum og spennandi leik sem endaði með 26:24- og 21:14-sigri Finnanna. Morgunblaðið/Eggert Árangur Anton Sveinn McKee er að eiga frábært tímabil í sundlauginni og hann hélt áfram að toppa sig um helgina með tveimur mótsmetum. Anton Sveinn setti tvö mótsmet  Nýtt heimsmet í réttstöðulyftu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.