Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Sími 555 3100 www.donna.is
Honeywell gæða lofthreinsitæki
Hreint loft - betri heilsa
Loftmengun er hættuleg heilsu og
lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki
eru góð viðmyglu-gróum, bakteríum,
frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt
að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum.
Verð kr.
18.890
Verð kr.
49.920
Verð kr.
35.850Verð kr.15.960
Útskrift af bylgjum jarðskjálfta
var meðal þess sem framhalds-
skólanemum gafst kostur á að
kynna sér í Háskóla Íslands í gær
þar sem efnt var til kynningar fyr-
ir ungt fólk sem nú stefnir á æðsta
menntastigið. Öll fræðasvið skól-
ans, sem eru fimm talsins, voru
með opna dagskrá fyrir áhuga-
sama krakka og af nægu var að
taka enda spannar háskólastarfið
flestar víddir samfélagsins. Margir
sýndu áhuga á kennaranámi á
menntavísindasviði og heilbrigðis-
greinar freista margra.
Verkefni þetta heitir Háskóla-
hermir og því er haldið úti í dag
og á morgun. Alls mæta þangað
um 300 ungmenni, sem er liður í
því að efla samstarf HÍ og fram-
haldsskólana. Með þátttöku í
herminum gefst framhaldsskóla-
nemum kostur á að vera virkir
þátttakendur í háskólasamfélag-
inu. Hver nemi heimsækir fjögur
af fimm fræðasviðum skólans auk
þess að kynna sér aðstöðu og þjón-
ustu skólans við nemendur.
sbs@mbl.is
Framhaldsskólanemar flykkjast í Háskóla Íslands og kynna sér námsframboð og tækifæri
Jarðskjálfti
í háskóla-
herminum
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Mönnum sem sýknaðir voru í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálum af
Hæstarétti – og afkomendum þeirra
sem voru sýknaðir og eru nú látnir –
voru á miðvikudag greiddar bætur úr
ríkissjóði. Albert Klahn Skaftason
fékk 15 millj. kr., Guðjón Skarphéð-
insson 145 millj. kr., Kristján Viðar
Júlíusson fékk 204 millj. kr., aðstand-
endum Tryggva Rúnars Leifssonar
var greidd 171 millj. kr og börn Sæv-
ars Marinós Ciesielskis fengu 239
millj. kr.
Undirstrikar vilja
„Þetta er að einhverju leyti tákn-
rænn gjörningur sem sýnir vilja lög-
gjafans og framkvæmdavaldsins til
að sýna yfirbót,“ segir Katrín Jakobs-
dóttir forsætisráðherra um bóta-
greiðslurnar í samtali við mbl.is í
gær. Bæturnar eru greiddar út skv.
lögum sem sett voru í kjölfar sýknu-
dóms Hæstaréttar haustið 2018. For-
sætisráðherra leggur áherslu á að
greiðslurnar hafi ekki fordæmisgildi
og möguleikinn á að fara í dómsmál
hafi ekki verið tekinn af þeim
mönnum. Framhaldið eigi því eftir að
skýrast.
Bæturnar nema samtals 774 millj.
kr. en við bættist kostnaður vegna
hagsmunagæslu, um fimm prósent af
greiddri bótafjárhæð. Heildarfjár-
hæðin er því 815 millj. kr. „Greiðsl-
urnar eru sambærilegar við það sem
fram kom í
greinargerð með
frumvarpinu, fyr-
ir utan greiðslurn-
ar til afkomenda
Sævars Cies-
ielskis, sem
hækkuðu lítillega
eftir mat forsætis-
ráðuneytsins,“
segir Katrín.
Kemur þar til að
Sævar hlaut þyngsta dóminn, sat
lengst í einangrun og sætti þar harð-
ræði.
„Ég lagði mikla áherslu á að ljúka
þessu frumvarpi og ég var mjög
ánægð með það hversu breið sam-
staða skapaðist um það í þinginu
þrátt fyrir tilfinningaríka umræðu.
Ég held að þetta hafi verið mikilvægt
til að undirstrika vilja löggjafans til
þess að segja að ríkið bæri bóta-
skyldu gagnvart þessum aðilum sem
voru til umfjöllunar í dómi Hæsta-
réttar,“ segir forsætisráðherra um
málið.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að
fyrir skjólstæðing sinn sé greiðsla
miskabótanna ánægjuleg. Þá sé sú
hlið á málinu uppi að því hærri sem
bæturnar séu, þeim mun líklegra sé
að hegðun ríkisvaldsins gagnvart
borgurunum sé í lagi. Yfirboðararnir
krefjist þess af þeim sem stjórna að
þeir hagi sér samkvæmt lögum. „Ég
lít svo á að því dýrara sem það er fyrir
ríkissjóð, því meiri líkur séu á að
þetta hafi áhrif til framtíðar,“ segir
Ragnar.
Heldur stefnu til streitu
Guðjón Skarphéðinsson heldur til
streitu stefnu sinni gagnvart ríkinu til
greiðslu frekari bóta. Að sögn Ragn-
ars er málið langt komið en ekki er
búið að flytja það ennþá. Málalyktir
gætu þó tafist sakir þess að hugsan-
legt er að málið fari úr héraði í Lands-
rétt og þaðan í Hæstarétt. Krafa
Guðjóns er upp á rúman milljarð
króna í bætur fyrir frelsissviptingu á
sínum tíma, sem varði í alls 792 daga.
Táknrænn gjörningur sýnir yfirbót
Morgunblaðið/Hari
Hæstiréttur Dómsuppkvaðning og sýkna í septembermánuði árið 2018.
Bætur greiddar til sýknaðra í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Samtals 815 milljónir kr. Háar
upphæðir hafi áhrif til framtíðar, segir lögmaður Breið samstaða skapaðist, segir forsætisráðherra
Ragnar
Aðalsteinsson
Brunabótamat fasteigna á Íslandi
fór yfir 10 þúsund milljarða núna í
janúar, að því er fram kemur á vef
Þjóðskrár. Í árslok 2015 nam
brunabótamat allra fasteigna hér á
landi rúmlega sjö þúsund millj-
örðum króna og hefur matið því
hækkað um tæpa þrjá milljarða
síðan.
Fasteignamat allra fasteigna á
landinu var í ársbyrjun rúmlega
9.154 milljarðar króna, en það var
5.428 milljarðar 2015. Hækkunin
nemur rúmum 3.700 milljörðum
króna, sem er nokkru meiri hækk-
un hlutfallslega en á brunabóta-
matinu.
Fram kemur á vef Þjóðskrár að
heildarfjöldi fasteigna í ársbyrjun
var 203.563. Um aukningu um
4.093 fasteignir var að ræða frá
fyrra ári. Árið 2015 voru fasteign-
irnar 191.738.
Brunabótamat fasteigna
yfir tíu þúsund milljarðar
Meiri hækkun
á fasteignamati
Fasteigna- og brunabótamat 2015-2019
Árslokastaða í þúsundum milljarða króna
10
8
6
4
2
0
Fasteignamat Brunabótamat
2015 2016 2017 2018 2019
7,3
5,4
7,6
6,4
8,3
7,5
9,1
8,5
10,0
9,2
Heimild: Þjóðskrá Íslands
204 þúsund fasteignir voru skráðar á
landinu í ársbyrjun 2020