Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
✝ Jón ÞorkellGunnarsson
fæddist í Reykjavík
23. júlí 1979. Hann
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
21. janúar 2020.
Foreldrar hans eru
Gunnar Þorsteinn
Jónsson, f. 10. júlí
1947, og Selma Sig-
urðardóttir, f. 23.
september 1947.
Systkini Jóns Þorkels eru: 1)
Hilmar Gísli, f. 28. ágúst 1963,
kona hans er Árný Björk Árna-
dóttir og eiga þau þrjár dætur
og fjögur barnabörn. 2) Sig-
urður Gunnar, f. 15. september
1965, kona hans er Hilda Bára
Víglundsdóttir og eiga þau fjög-
ur börn. 3) Kristinn Baldvin, f.
30. desember 1967, kona hans er
Hrafnhildur Hreinsdóttir og
eiga þau þrjú börn. 4) Yngvi
Rafn, f. 23. mars 1969, kona
Nonni ólst upp í Breiðholtinu
og gekk í Hólabrekkuskóla. Eft-
ir grunnskóla lá leiðin í Iðnskól-
ann í Reykjavík þar sem hann
lærði prentun. Samhliða námi
vann Nonni í Kassagerðinni og
Prentmet. Það sem átti hins
vegar best við Nonna var að
vinna með börnum og ungmenn-
um, hann skipti því um starfs-
vettvang og hóf störf sem leið-
beinandi í Hólabrekkuskóla og
þar kynntist hann ástinni í lífi
sínu, henni Unni. Hann vann um
tíma í Plastprenti, Toyota Kaup-
túni og hjá Bifreiðaverkstæði
Reykjavíkur. Hugur hans leitaði
þó alltaf aftur til kennslunnar
og hóf Nonni störf í Norðlinga-
skóla þar sem hann sá um stuðn-
ing við nemendur og félags-
störf. Eftir að hafa búið um tíma
í Norðlingaholtinu festu þau
hjón kaup á parhúsi á Selfossi
þar sem Nonni hóf störf sem for-
stöðumaður íþróttahússins við
Sunnulækjarskóla og gegndi
hann því starfi á meðan heilsan
leyfði.
Útför Nonna fer fram frá Sel-
fosskirkju í dag, 31. janúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
13.
hans er Íva Sigrún
Björnsdóttir og
eiga þau þrjú börn.
5) Selma, f. 9. júní
1982, maður henn-
ar er Birgir Stein-
arsson og eiga þau
fjögur börn.
Jón Þorkell, allt-
af kallaður Nonni,
giftist Unni Björk
Hjartardóttur 18.
desember 2015.
Foreldrar hennar eru Hjörtur
Elíasson, f. 10. janúar 1957, og
Kristín Brynja Ingólfsdóttir, f.
26. desember 1955. Nonni og
Unnur eiga saman dótturina
Kolbrúnu Klöru, f. 24. júní 2013.
Fyrir á Unnur þrjú börn: 1)
Brynja Rán, f. 20. október 1994,
sambýlismaður hennar er Jó-
hann Michael Franks, f. 20. nóv-
ember 1992, 2) Hjörtur Breki, f.
14. ágúst 1998, og 3) Anna Krist-
ín, f. 1. maí 2008.
Elsku hjartans ástin mín eina!
Takk fyrir alla ástina, gleðina,
hugrekkið, lífið saman og börnin
okkar. Ég elska þig.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Sakna þín sárt.
Þín að eilífu,
Unnur Björk.
Nonni var besti maður sem ég
þekkti, ég get ekki ímyndað mér
lífið án hans. Hann gerði lífið
léttara og skemmtilegra. Að
kveðja Nonna var það erfiðasta
sem ég hef gert því hann var ekki
bara stjúppabbi minn, hann var
besti vinur minn og eiginlega
bara hjartað mitt. Ég elska
Nonna meira en lífið sjálft og
hann hefur alltaf verið í lífi mínu.
Hann tók í hjartað mitt og
kveikti á því, hann greip í hjartað
á mér og sleppti því ekki. Hann
var bestur í að hugga og hjálpa
manni, hann hjálpaði mér meira
en allir aðrir með kvíðann minn.
Hann gerði allt til að láta mér
líða vel og það tókst og þótt ég
sýndi það ekki alltaf vel þá tókst
það inni í hjarta mínu. Nonni var
það besta sem hefur komið fyrir
mig og okkur öll, núna sef ég í
bolnum hans og er með hálsmen-
ið hans sem hann var alltaf með.
Það er svo skrítið að segja að
Nonni sé dáinn en þótt hann sé
dáinn þá deyr hann aldrei inni í
hjarta mínu.
Ég elska þig, elsku besti
Nonni minn, hvíldu í friði, þú
varst mér allt. Nonni, ég vona að
þú sjáir hvað ég er að skrifa. Mig
langar svo að liggja í fangi þínu
aftur eins og ég hef gert allt mitt
líf en mun aldrei geta gert aftur.
Takk fyrir að vera hjá okkur og
takk fyrir að vera í lífi mínu.
Núna eru allir að koma heim með
gjafir og kveðjur en í hvert sinn
sem einhver kemur þá fer maður
að gráta út af það er svo skrítið að
hlaupa ekki inni í herbergið þitt
og segja: „Nonni, það eru komnir
gestir, viltu ekki koma fram?“
eins og maður var vanur. Þú ert
partur af fjölskyldunni og hefur
alltaf verið og munt alltaf vera, og
þótt þú sért dáinn þá munt þú
alltaf vera í fjölskyldunni minni.
Hvíldu í friði, elsku Nonni
minn.
Þín dóttir,
Anna Kristín Kjartansdóttir.
Elsku Nonni.
Það er sárt að kveðja mann
eins og þig. Mann sem elskaði
mömmu okkar af öllu sínu hjarta
og gaf henni það líf sem hún átti
skilið. Mann sem tók okkur opn-
um örmum og elskaði okkur eins
og sín eigin. Mann sem vildi allt
fyrir okkur gera, sem við gátum
alltaf treyst á að vera til staðar og
var ekkert nema stoltur af því að
fá að vera hluti af okkar lífi.
Það er með miklum trega sem
við göngum inn í framtíðina án
þín. Það verður sárt að horfa á
stelpurnar vaxa og dafna án þess
að hafa þig sér við hlið. Þú varst
til staðar þegar við gengum inn í
unglingsárin og leiddir okkur inn
í fullorðinsárin og það fellur í okk-
ar hendur að sjá til þess að litlu
systur okkar fái að finna fyrir
sama öryggi, hlýju og væntum-
þykju og við fengum.
Það sem er okkur efst í huga
þegar komið er að kveðjustund er
þakklæti; þakklæti fyrir tímann
okkar saman, fyrir hamingjuna
sem þú gafst mömmu og fyrir að
hafa gefið okkur hana Kolbrúnu
Klöru. Fyrst og fremst erum við
þakklát fyrir minningarnar sem
við höfum, sem við getum haldið á
lífi og deilt með stelpunum þegar
þær eldast. Við fengum of stuttan
tíma saman en eftir stendur ekk-
ert nema hlýjar og góðar minn-
ingar.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir.
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku Nonni, takk fyrir okkur,
takk fyrir mömmu og takk fyrir
stelpurnar.
Þín verður sárt saknað, en þér
verður aldrei gleymt.
Stóru börnin þín,
Brynja Rán og Hjörtur Breki.
Það er erfitt að setjast niður
og ætla sér að skrifa nokkur orð
um barnið sitt. Það er á stund
sem þessari sem minningarnar
bera mann ofurliði. Tárin
streyma og maður spyr sig hver
er tilgangur lífsins, að taka ung-
an mann í blóma lífsins burt frá
eiginkonu og börnum. En það er
ekki spurt að því.
Það var yndislegt veður, sól og
blíða þegar Nonni fæddist, og
finnst mér það hafa fylgt honum
allt hans líf. Hann sá alltaf það
góða í fari fólks, var alltaf tilbú-
inn að hjálpa ef hann gæti. Skóla-
ganga hans var hefðbundin,
barnaskóli, gagnfræðaskóli og
svo iðnskóli, þar sem Nonni lærði
prentun. Vann hann við það í
nokkur ár en fór þó líka í önnur
störf á bílaverkstæðum. Það kom
svo fljótt í ljós að börn hændust
að honum og átti hann eftir að
vinna með þeim en það var það
sem hann elskaði. Það var ein-
mitt í einum skólanum sem hann
hitti Unni sína og felldu þau hugi
saman og giftu sig eftir að hafa
eignast Kolbrúnu Klöru. Það var
svo 2017 sem þau festu kaup á
parhúsi á Selfossi. Mikil vinna
var eftir við húsið og bað hann
mig um að hjálpa sér, sem var
auðsótt mál. Þá kynntist ég
Nonna mínum enn betur, en
hann var orðinn mjög veikur í
ristlinum en áhuginn og kappið
dró hann áfram. Mér fannst ynd-
islegt að vera vitni að því hversu
samrýnd þau voru með allar
ákvarðanir, enda er húsið þeirra
glæsilegt í alla staði. Svo kom
pallurinn og skjólveggirnir og
var unnið af sama kappi og áður,
ekkert slegið af þrátt fyrir að
heilsan væri ekki upp á það
besta. Þú vildir bara klára allt
fyrir fjölskylduna þína. Svona
varst þú bara, elsku Nonni minn,
vildir allt fyrir alla gera. Þú
hugsaðir alltaf svo vel um okkur
mömmu, vildir alltaf að við vær-
um nálægt þér og fékkst okkur
til að flytja á Selfoss svo þú gætir
alltaf kíkt við hjá okkur og við til
þín.
Það eiga svo margir um sárt
að binda og sakna þín mikið, eig-
inkona og börnin, systkini þín,
við mamma og bara allir sem
kynntust þér. Hvíli í friði, elsku
Nonni okkar.
Pabbi og mamma.
Nonni bróðir hefur verið kall-
aður til starfa á æðri stöðum. Af
hverju svona snemma? Drengur
sem alltaf hefur tekið aðra fram
fyrir eigin velgengni og lífshætti,
frama og peninga. Ég er þá tala
um þá minnimáttar og þá sem
eiga erfiðara en flestir að feta
spor meðalmennskunnar, sér-
staklega unga krakka. Sennilega
er þörf fyrir hans einstöku
krafta á æðri stöðum, það er eina
skýringin. Nonni þurfti að hafa
meira fyrir lífinu en margir aðr-
ir. Veikindi hans voru alvarleg,
en hann tókst á við þau af hug-
rekki og með jákvæðni að vopni,
og er það lýsandi fyrir hann. Það
var fljótt ljóst með Nonna að að-
stoð og væntumþykja gagnvart
börnum sem stóðu utan hins
verndaða ramma var honum
hugleikin. Ég þekki svo marga
krakka sem tala vel um hann. Ég
plataði hann í að læra til prent-
iðnaðar og Nonni kláraði það
með stæl og vann hjá mér um
hríð. Hann var flottur prentari
og náði fljótt tökum á hinum
ýmsu afbrigðum prenttækni-
nnar, kominn með glimrandi góð
laun. En þetta var ekki það sem
hann ætlaði sér. Hann hætti í
prentaranum og fór aftur að
vinna við stuðning barna með
sérþarfir og seinna sá ég að það
voru hans ær og kýr og hætti að
hneykslast á umskiptunum, en
launin voru eins ólík og hægt er
að hugsa sér, en það skipti hann
engu máli, bara krakkarnir. Nú
síðast vann hann sem forstöðu-
maður íþróttahússins á Selfossi
og gat þar stokkið inn í aðstæð-
ur, ef honum fannst vera þörf á
því. Það starf var fullkomið fyrir
Nonna, þar gat hann verið í
kringum íþróttir og börn, eitt-
hvað sem hann elskaði af öllu
hjarta. Ég á agalega erfitt með
að sætta mig við það að geta ekki
heyrt í honum. Nonni var – og er
– ótrúlega stór hluti af mínu lífi.
Sigurður Gunnar
Gunnarsson.
Ég trúi ekki enn að þú sért
farinn. Þó að staðfesting á veik-
indum þínum lægi fyrir þá hélt
maður alltaf í vonina, alveg fram
á síðasta dag. Svo hellist sorgin
yfir mann af þvílíkum þunga að
mér finnst ég ekki geta andað.
Við vorum örverpin í fjölskyld-
unni, tvíeykið Nonni og Selma.
Meira að segja til barnabók sem
ber þennan flotta titil. Við áttum
allt lífið framundan, áttum að
verða gömul saman, fylgjast
saman með börnum okkar vaxa
úr grasi, verða amma og afi en
skyndilega er allt breytt.
Æskuminningarnar rifjast
upp. Við ólumst upp á ástríku
heimili í stórum systkinahópi þar
sem eldri bræður okkar fluttu
einn af öðrum að heiman og eftir
vorum við tvö með mömmu og
pabba. Lékum okkur í bíló á efri
hæðinni þar sem sængin í hjóna-
rúminu var risastóra fjallið sem
bílarnir keyrðu yfir, ein jólin
fékk ég Barbie-heimilið og þú
Barbie-rokkhljómsveitina. Nin-
tendo-tölvan sem við áttum sam-
an var óspart notuð þegar við
vorum orðin aðeins eldri, kunn-
um flesta leikina utan að og vor-
um orðin lunkin í að blása aftan á
tölvuleikina til að allt virkaði. Þú
hélst með Manchester United og
KR og auðvitað gerði litla syst-
irin það líka. Þegar þú fékkst
áhuga á hnefaleikum horfði ég
með, við vöktum frameftir og
vöknuðum stundum um miðjar
nætur með pabba til að horfa á
bardaga með Mike Tyson, hann
var sko aðalmaðurinn og svo var
Bubbi að lýsa bardögunum,
átrúnaðargoðið þitt. Sumrin
okkar í Þjórsárdalnum voru
mörg og endalausar gleðistundir
sem við áttum þar með fjöl-
skyldu og vinum, bæði í uppvext-
inum og svo seinna meir þegar
við vorum komin með okkar eig-
in börn. Ég varð móðir snemma
og bjó heima með þér og for-
eldrum okkar. Þú gekkst Ró-
berti mínum í föðurstað og dekr-
aðir við hann og gafst honum alla
þína ást og athygli, þú munt allt-
af eiga sérstakan sess í hjarta
hans.
Við kynntumst stóru ástinni í
lífi okkar á svipuðum tíma. Það
sem ég gladdist með þér þegar
þú kynntist henni Unni þinni og
stofnaðir með henni heimili. Þig
hafði alltaf dreymt um að verða
faðir og þarna fékkstu konu og
þrjú börn á einu bretti. Að vera
fjölskyldufaðir átti svo vel við
þig, það var eins og þú hefðir
aldrei gert neitt annað. Nokkr-
um árum síðar eignuðumst við
svo börn á sama árinu þegar þú
eignaðist litla gullmolann þinn
hana Kolbrúnu og ég minn þriðja
son. Þú varst að springa úr stolti
og ég með þér. Hún varð eðlilega
algjör pabbastelpa og er það enn.
Það var ómetanlegt að fylgjast
með þér í þessu hlutverki og sjá
hve mikið þú elskaðir öll börnin
þín fjögur og hana Unni þína.
Síðustu árin vorum við koll-
egar, það lá svo vel fyrir þér að
vinna með börnum og ungmenn-
um og þar liggur líka áhugasvið
mitt. Þú varst vinsæll og fólk lað-
aðist að þér. Ég fylltist stolti í
hvert sinn sem fólk dásamaði þig
og komst svo að því að ég væri
litla systir þín. Allir sem þekktu
þig dáðu þig, þú varst einstök
manneskja með hjarta úr gulli,
stóri bróðir minn sem ég hef allt-
af litið upp til. Ég mun alltaf
halda minningu þinni á lofti,
elsku Nonni minn.
Selma systir.
Ef ég ætti eina ósk þá værir
þú ennþá hér, elsku Nonni minn,
verkjalaus, hamingjusamur
pabbi og ástfanginn upp fyrir
haus af Unni þinni. Allt eins og
það hefði átt að verða, verður því
miður aldrei.
Það er svo óendanlega sárt að
þurfa kveðja þig og reyna að
sætta sig einhvern veginn við að
þú varst tekinn allt of snemma
frá okkur og fyrir að þú hafir
þurft að þjást svona eftir ótrú-
lega hetjulega baráttu við
krabbamein.
Lífið getur verið svo óréttlátt
og í sorginni trúi ég þessu varla,
finnst þetta svo óraunverulegt.
Vissi að það yrði á brattann að
sækja en hélt samt svo innilega
og sterkt í vonina að þér myndi
batna, allavega í smátíma. Þá
hefði ég fengið tækifæri til að
bjóða þér á sólarströnd með fjöl-
skyldunum okkar sem þið fjöl-
skyldan misstuð af í fyrrasumar
sökum veikinda þinna. Fjölnir
minn var svo staðráðinn í að
bjóða þér á United-leik í VIP-
sæti þegar þér væri farið að líða
betur, sem varð svo aldrei því
miður.
Staðan er bara svona þótt ég
geti ekki sætt mig við hana eins
og er. Ég vissi alveg í hvað
stefndi, en hvað með smátíma
verkjalausan og glaðan eins og
þú varst nánast alltaf. Vonin er
sterkasta vopnið okkar í svona
baráttu og sama hversu slæmt
ástandið var orðið þá trúði ég
hreinlega á kraftaverk alveg til
loka. Svo ertu bara allt í einu far-
inn og hugsanir mínar snúast
nánast bara um „hvað ef þetta og
hvað ef hitt og hvað varð svo um
kraftaverkið sem ég grátbað um
svo oft?“ Allt er svo óskiljanlegt.
Þess vegna er kannski missirinn
svona hrikalega sár.
Á sama tíma og ég græt af
söknuði og vanmætti þá er ég
þér svo innilega þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
fyrir þann tíma sem við fengum
saman. Svo þakklát fyrir að þú
hafir birst Unni systur og heillað
hana upp úr skónum frá fyrstu
sýn og gefið henni og okkur Kol-
brúnu. Þú varst besti pabbi í öll-
um heiminum og líka heimsins
besti eiginmaður. Það getur
Unnur systir auðveldlega stað-
fest. Minnisstætt er mér þegar
þið hélduð fallegasta óvænta
brúðkaup ever! Þú gerðir alla
daga betri fyrir Önnu Kristínu
okkar. Brynja Rán og Hjörtur
Breki duttu líka aldeilis í lukku-
pottinn með stjúppabba. Það
sem þau elska þig og sakna. Þú
varst einfaldlega með kærleiks-
pláss í hjartanu fyrir alla í kring-
um þig.
Elskaðir Unni þína svo heitt
og þið áttuð svo vel saman. Minn-
ist þess líka þegar þú varst á
spítalanum og við ræddum sam-
an í síma, þá hafðirðu alltaf frek-
ar áhyggjur af því hvernig Unni
liði. Þú sagðist ætla að „massa
þetta“ en gætir samt ekki lofað
því að allt færi vel. Þú varst sem
sagt að hughreysta mig í veik-
indum þínum á meðan ég hágrét
í símtalinu. Þannig maður var
Nonni. Það eina sem ég get sætt
mig við eftir að við misstum þig
er að þú þurfir ekki að kveljast
lengur, elsku besti Nonni minn.
Ég lofa þér að ég mun passa upp
á Unni þína og börnin ykkar og
gefa þeim alla mína ást og um-
hyggju til æviloka.
Hvíldu í friði, elsku Nonni
minn.
Við sjáumst síðar.
Hrafnhildur.
Þau eru orðin allmörg árin síð-
an við Nonni kynntumst. Hann
var á höttunum eftir henni Unni
minni hennar Kristínar systur og
reyndi allt sem hann gat til að
gera hosur sínar grænar fyrir
henni. Án þess að láta á því bera
þá verð ég að viðurkenna að hon-
um tókst mjög vel til – ég vildi
bara ekki að hann vissi af því.
Hann átti að hafa fyrir þessu og
augun mín áttu ekki að gefa til
kynna að hann væri á góðri leið –
augun sem hann í upphafi okkar
samveru óttaðist mjög. Við
Nonni unnum saman á tímabili
en þar sannaði Nonni enn og aft-
ur hversu góður og vel gerður
einstaklingur hann var. Ég þori
að fullyrða að öllum líkaði vel við
Nonna. Persónutöfrar hans og
framkoma var þannig að manni
þótti vænt um hann frá fyrstu
kynnum.
Þann 15. desember 2015 fékk
ég tölvupóst frá Nonna þar sem
hann óskaði eftir formlegri inn-
göngu í Hólastekksfjölskylduna
því hann vildi giftast henni Unni
sinni. „Jafnframt skuldbind ég
mig til að sinna öllum þeim störf-
um sem mér kann að vera út-
hlutað á vegum stórfjölskyldunn-
ar og sinna þeim eftir bestu getu.
En fyrst og fremst skuldbind ég
mig til að elska og virða alla með-
limi stórfjölskyldunnar eins og
um mína eigin ættingja sé að
ræða, en samt aðallega Unni
Björk Hjartardóttur og börnin
hennar.“
Það er óhætt að segja að
Nonni hafi staðið við sitt eins og
hann gerði reyndar alltaf, hann
elskaði hana Unni sína og börnin
þeirra öll einlæglega og bar
mikla virðingu fyrir því ástar-
sambandi sem hann var í alveg
frá fyrsta degi. Í svari sem
Nonni fékk við beiðninni kom
fram að „til að standast þær
kröfur sem þar eru gerðar, þarf
viðkomandi að vera rúmlega full-
kominn í alla staði, vel gefinn,
fríður sýnum, ljúfur og dagfars-
prúður, manneskjulegur, hjálp-
fús og undirgefinn“. Það er
skemmst frá því að segja að
Nonni stóðst allar kröfurnar með
prýði. Yndisleg og látlaus gifting
fylgdi í kjölfarið, þar sem þau
ákváðu að ganga veginn til eilífð-
ar saman.
Það er því erfitt að þurfa að
sætta sig við að hann hafi þurft
að láta í minni pokann í baráttu
sinni við krabbameinið, þrátt fyr-
ir mikla baráttu og þá trú að
hann gæti haft betur, alveg fram
á síðustu stundu. Með jákvæðina
að vopni ætlaði hann að sigra
eins og honum hafði tekist í fyrri
veikindum sínum. En mikið
óskaplega getur lífið stundum
verið mikið ósanngjarnt.
Nonni var svo einstakur
drengur. Þegar við Sóley mín
vorum að ræða fráfall Nonna við
Björgeyju Njálu sagði hún að
Jón Þorkell
Gunnarsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi.
Þú ert besti pabbi í heimi
og ég vildi
að þú gætir
verið með mér.
Þín
Kolbrún.