Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN
Í SKYWALKER SÖGUNNI
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
6 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÓSKARSTILNEFNINGAR11
Rás 2
FBL
LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD
Við úthlutun styrkja menningar,
íþrótta- og tómstundaráðs Reykja-
víkur var tilkynnt að Reykjavík En-
semble, fjölþjóðlegur listhópur
undir stjórn Pálínu Jónsdóttur leik-
stjóra, verði listhópur Reykjavíkur
2020. Var hópurinn styrktur um
tvær milljónir króna.
Aldrei hafa borist fleiri umsóknir
en í ár. Alls var 251 umsókn til með-
ferðar þar sem sótt var um nær 374
miljónir króna. Ráðið hafði 58 millj-
ónir til úthlutunar og veitti vilyrði
fyrir 90 styrkjum og fimm nýjum
þriggja ára samstarfssamningum
fyrir þá upphæð. Fyrir eru 11 hóp-
ar með eldri samninga í gildi.
Tveir samstarfssamningar eru
endurnýjaðir við menningarhúsið
Mengi og myndlistartvíæringinn
Sequences en nýir samstarfssamn-
ingar eru gerðir við kórinn Schola
Cantorum, Óperudaga í Reykjavík
og Myndhöggvarafélagið vegna
sýningarraðarinnar Hjólsins,
áfanga III, IV og V.
Þá eru ótaldir sex nýir borgar-
hátíðasamningar við RIFF, Hinseg-
in daga, Hönnunarmars, Iceland
Airwaves, Myrka músíkdaga og
Reykjavík Dance Festival fyrir
samanlagt 50 milljónir á ári í þrjú
ár. Einnig má nefna úrbótasjóðinn,
tveggja ára verkefni sem í ár veitti
átta milljónir til níu tónleikastaða.
Styrkt Pálína Jónsdóttir, stjórnandi
Reykjavík Ensemble, og Ewa Marcinek
samstarfskona tóku við styrknum.
Reykjavík En-
semble valinn list-
hópur Reykjavíkur
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Öllu afgreiðslufólki kvikmyndahúss-
ins Bíó Paradís hefur verið sagt upp
og að óbreyttu verður starfsemi
hússins lögð niður í sumar. Hrönn
Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri
Heimilis kvikmyndanna ses, sem
rekur Bíó Para-
dís, segir að
bíóinu verði lokað
1. maí. Ástæðan
sé stórhækkuð
húsaleiga miðað
við þá sem nú er
greidd. Þá hækk-
un ræður félagið
ekki við og neyð-
ist því til að loka
bíóinu. „Ég mun
segja upp skrif-
stofufólki, sýningarmanni og mér
sjálfri 1. apríl, við látum af störfum
30. júní og í maí og júní munum við
ganga frá eigum bíósins og ganga
frá því að loka þessum rekstri,“
segir Hrönn.
Reksturinn aldrei gengið betur
Hrönn segir reksturinn hafa
gengið mjög vel. „Við höfum aldrei
verið með fleiri gesti, aldrei selt
jafnmarga miða og reksturinn hefur
aldrei gengið betur,“ segir hún.
„Við vorum svo heppin að gera
mjög hagstæðan leigusamning við
fyrri eiganda hússins, það var hálf-
gert vandræðahús og gekk ekkert
að selja það þannig að við fengum
mjög lágt leiguverð, vel undir mark-
aðsverði og það hefur líka hjálpað
Bíó Paradís. Ég veit ekki hvort við
værum hér hefðum við þurft að
borga markaðsverð fyrir leiguna.
Húsið er líka í ákveðnu ásigkomu-
lagi, það hefur ekkert verið gert
fyrir það. Nýr eigandi hússins kom
inn fyrir fimm árum og gerði okkur
strax grein fyrir því að hann ætl-
aðist til að fá markaðsverð fyrir
leiguna að þessum samningi loknum
og við höfum öll vitað að hann rynni
út núna 2020. Ég hef verið í við-
ræðum við ríki og borg reglulega
núna síðasta árið út af þessari
stöðu. Við vissum öll að þetta væri
að skella á en það er því miður ekk-
ert á borði, hvorki frá ríki né borg,
til að leysa stöðuna,“ segir Hrönn
en nýr eigandi hússins er félagið
Karl mikli ehf.
Hrönn segir auðvitað ekki hlut-
verk eiganda hússins að niðurgreiða
menningarrekstur og því ekki við
hann að sakast. „Leigan mun vera á
verði sem við ráðum ekki við,“ segir
hún.
Ekkert annað í boði
–Það er ekkert annað húsnæði í
boði því það þyrfti væntanlega að
vera annað bíóhús og fokdýrt að
byggja þannig hús?
„Já, og við höfum alveg skoðað
hvort hægt væri að flytja. Ég
treysti mér ekki til að reka þetta bíó
í öðru póstnúmeri, við erum eina
bíóið í miðbænum og margt af því
sem við gerum snýst mikið um að
við erum í hringiðu mannlífs og
menningarlífs og líka veitingastaða,
þessa miðbæjarlífs, og við tengjum
vel við að vera í alfaraleið. Fólk ger-
ir kvöld úr því að koma hingað og
fara út að borða og á aðra staði.
Mér þætti því langsótt og erfitt að
hafa bíóið í úthverfi og ef græja á
heilt bíó annars staðar kostar það
alveg jafnmikið og þetta,“ svarar
Hrönn.
Mjög mikilvægt starf
–Þið eruð eina „art house“-bíóið á
landinu, eins og það er jafnan kall-
að, og eina bíóið sem sinnir af al-
vöru kvikmyndum frá öðrum lönd-
um en Bandaríkjunum og sýningum
á költmyndum og sígildum kvik-
myndum, ekki satt?
„Jú, og við erum eina menningar-
stofnunin á landinu sem sinnir kvik-
myndalæsi sem er orðið mjög stórt
fyrirbæri um allan heim, tökum á
móti 8.000 grunnskólabörnum á ári
og höfum tekið á móti framhalds-
skólanemum líka. Við erum með frí-
ar skólasýningar og kennslu í kvik-
myndalæsi, sem er mjög mikilvægt
starf,“ segir Hrönn og aðspurð
segir hún ekki líklegt að önnur kvik-
myndahús taki að sér þetta hlutverk
þar sem það skili ekki tekjum.
Hrönn segir Bíó Paradís orðið
rótgróið í íslensku menningarlífi og
fólk skilji orðið vel út á hvað starf-
semi þess gengur og af hverju hún
sé mikilvæg kvikmyndalistinni.
Enn er von
–Þið lokið ekki alveg strax, er
ekki enn von um að fjármagn fáist
þannig að hægt verði að halda
áfram starfsemi?
„Jú, ég ætla ekkert að leyna því
að nú leitum við allra leiða. Við vilj-
um alls ekki gefa upp á bátinn allt
þetta gífurlega starf, þróunarstarf.
Við erum komin svo langt í því sem
við erum að gera og gerum það vel,
höfum aldrei verið vinsælli og aldrei
verið með fleiri árskortshafa, aldrei
fleiri fastagesti eða jafngóða að-
sókn,“ svarar Hrönn. „Það er ekki
þannig að hægt sé að leggja þetta
niður og að einhver annar geti byrj-
að frá grunni,“ segir hún.
Bíó Paradís lokað að óbreyttu
Hækkuð leiga sögð ástæðan Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdastjóri segir
reksturinn aldrei hafa gengið jafnvel og nú Annað húsnæði ekki í boði
Morgunblaðið/Golli
Menningarstofnun Bíó Paradís hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem listrænt kvikmyndahús og haldið fjölda kvik-
myndahátíða og sérviðburða. Hér má sjá ljósmynd af einum viðburði hússins, frumsýningu á fyrsta þætti þriðju
þáttaraðar uppvakningaþáttanna The Walking Dead árið 2013. Mættu fjölmargir uppvakningar á hana.
Hrönn
Sveinsdóttir