Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 31.01.2020, Qupperneq 26
MARKAMET Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Christine Sinclair frá Kanada er orðin markahæsta landsliðskona heims í fótbolta frá upphafi eftir að hafa skorað tvívegis fyrir landslið þjóðar sinnar í fyrrakvöld. Hún gerði þá tvö mörk á fyrstu 20 mín- útunum þegar Kanada vann yfir- burðasigur á St. Kitts og Nevis, 11:0, í undankeppni fyrir Ólympíu- leikana sem nú stendur yfir í Texas. Sinclair jafnaði metið þegar hún skoraði strax á 7. mínútu og sló það 15 mínútum síðar. Hún hefur nú skorað 185 mörk í 290 lands- leikjum fyrir Kanada. Áður hafði Abby Wambach skor- að 184 mörk fyrir bandaríska landsliðið. Þær tvær eru lang- markahæstar en Mia Hamm er þriðja með 158 mörk fyrir Banda- ríkin. Af körlum er Ali Daei markahæstur landsliðsmanna með 109 mörk fyrir Íran en níu konur hafa gert fleiri mörk en hann. Sinclair er þriðja leikjahæst frá upphafi en hinar bandarísku Krist- ine Lilly (352) og Christie Rampone (311) hafa spilað fleiri landsleiki. Samherji Dagnýjar í þrjú ár Sinclair, sem hefur verið fyrirliði Kanada um árabil, leikur sitt tutt- ugasta ár með landsliðinu en hún er 36 ára gömul, fædd í nágrenni Vancouver, lék þar framan af ferl- inum og hefur spilað með banda- rískum liðum frá árinu 2008. Þar hefur hún leikið með Portland Thorns frá 2013 og var því sam- herji Dagnýjar Brynjarsdóttur öll þrjú árin sem hún lék með Port- land. Sinclair hefur fagnað banda- ríska meistaratitlinum þrisvar, tvisvar með Portland og einu sinni með Western New York Flash. Markaskor hennar með landsliði Kanada er magnað en þar hefur hún mest gert 23 mörk á einu ári, 2012, og þrisvar leikið 20 lands- leiki eða meira á einu ári. Hún er að sjálfsögðu bæði langleikjahæsti og langmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Landslið Kanada er í áttunda sæti á heims- lista FIFA og Sinclair hefur leikið með því á fimm heimsmeistara- mótum. Mörk í fimm lokakeppnum HM Hún er önnur tveggja kvenna, ásamt Mörtu frá Brasilíu, sem hafa skorað á fimm lokamótum HM. Þá hefur hún leikið með Kanada á þrennum síðustu Ólympíuleikum og stefnir á þá fjórðu í sumar. Hún varð markahæst á Ólympíu- leikunum 2012 með sex mörk og vann þar bronsverðlaun með Kan- ada. Þann leik endurtók hún á ÓL í Ríó 2016. Sinclair er í hópi vinsælustu íþróttamanna Kanada og hefur fengið margvísleg verðlaun í heimalandi sínu. Hún hefur verið kjörin íþróttamaður ársins í land- inu og var í desember valin besti knattspyrnumaður Kanada á síð- asta áratug. 185 Christine Sinclair skorar og skorar fyrir landslið Kanada. Metið fallið og alls ekki hætt Á AKUREYRI Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Nágrannarnir í Þór Akureyri og Tindastól mættust í gær í 16. um- ferð Dominos-deildar karla í körfu- bolta. Leikurinn var mikilvægur báðum liðum. Stólarnir eru að berj- ast um heimaleikjarétt í úr- slitakeppninni en liðið sat í 3. sæti með 18 stig fyrir leik, sömu stiga- tölu og Njarðvík, KR og Haukar. Þór var með 10 stig, í mikilli glímu um að halda sæti sínu í deildinni. Gestirnir í Tindastól höfðu tíu stiga sigur, 96:86, eftir nokkuð jafn- an leik þar sem Stólarnir leiddu lengstum. Gerel Simmons spilaði ekkert með Tindastól í gær en hann er að glíma við smávægilega tognun. Nýi maðurinn þeirra, Terrell Geiger, fékk því heilan leik til að sanna sig. Hann sýndi nú lítið í fyrri hálf- leiknum en honum óx ásmegin þeg- ar leið á leikinn. Hann átti algjöran lykilþrist undir lokin sem slökkti endanlega vonir Þórsara, sem höfðu á örskotsstundu unnið upp sjö stig. Þá var staðan allt í einu orðin 85:81 fyrir Stólana og tæpar tvær mín- útur eftir. Þristurinn breytti stöð- unni í 88:81 og eftir hann var sigur Stólanna nánast í höfn. Þórsarar urðu fyrir skakkaföllum seint í fyrri hálfleik þegar Mantas Virbalas fór meiddur af velli og kom hann ekkert meira við sögu. Í raun má segja að leikurinn hafi verið jafn allan tímann en það sem helst reið baggamuninn var tvennt. Stólarnir tóku tíu fleiri fráköst í leiknum og söknuðu Þórsarar Mantas sárlega í seinni hálfleiknum. Síðan verður að minnast á afleita vítahittni Þórsara, sem var aðeins 65% en hún lagaðist samt þegar leið á leikinn. Bestu menn Þórs í gær voru Bandaríkjamennirnir Terrence Motley og Jamal Palmer. Spánverj- inn Pablo Hernandes var öflugur en Kólumbíumaðurinn Hansel Atencia var í strangri gæslu allan leikinn og sást minna en venjan er. Stólarnir voru með einn yfirburðaskorara í Sinisa Bilic en landi hans Jaka Brodnic sá um fráköstin. Króatinn Jasmin Perkovic virtist sprunginn strax í fyrri háfleik og nýttist liðinu illa. Áður var minnst á framlag Geigers en Pétur Rúnar Birgisson hrökk svo í gang þegar leið á leik- inn.  KR vann ÍR í einvígi liðanna sem mættust í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð á heimavelli, 120:92. Um sannkallaðan liðssigur var að ræða, en fimm leikmenn KR skoruðu 10 stig eða meira. Sigurinn var kær- kominn hjá KR-ingum eftir óvænt tap fyrir Þór Akureyri í síðasta leik. KR er á fínni siglingu og með þrjá sigra í síðustu fjórum leikjum. Það skyldi þó ekki vera að KR-ingar toppi enn og aftur á réttum tíma. Stutt sigurganga ÍR-inga er á enda, en þeir unnu tvo leiki í röð fyrir leik- inn gegn KR. ÍR er í sjöunda sæti og fer væntanlega í úrslitakeppnina.  Haukar hafa flogið skemmti- lega undir radarinn fræga, en þeir unnu fjórða leik sinn í röð í deildinni er Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn í Ólafssalinn, 92:86. Haukar náðu litlum stöðugleika í leik sinn framan af tímabilinu. Liðið vann og tapaði til skiptis og voru Haukamenn ekki í umræðunni þegar kom að liðum sem væru líkleg í úrslitakeppninni. Haldi sigurgangan áfram eru Haukar til alls líklegir. Þórsarar hafa gefið verulega eftir að undanförnu eftir fína byrjun á leiktíðinni og var tapið í gær það þriðja í röð og það fimmta í síðustu sex leikjum. Liðið er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti. Stólarnir með montréttinn fyrir norðan  KR vann einvígi liðanna sem léku til úrslita í fyrra  Haukar á sigurbraut Morgunblaðið/Eggert Sókn KR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson sækir að körfunni gegn sínum gömlu félögum. Danero Thomas úr ÍR fylgist með honum. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Reykjavíkurmót karla Undanúrslit: KR – Víkingur R . 1:1 (6:4 eftir vítakeppni) Ægir Jarl Jónasson 75. – Óttar Magnús Karlsson 7. Valur – Fjölnir ......................................... 1:0 Kaj Leo í Bartalssstovu 54.  KR og Valur mætast í úrslitaleik í Egils- höll á mánudagskvöldið, 3. febrúar. Fótbolti.net-mót karla Úrslitaleikur: Breiðablik – ÍA......................................... 2:5 Gísli Eyjólfsson 54., Benedikt V. Warén 60. Rauð spjöld: Guðjón Pétur Lýðsson 73., Brynjólfur Darri Wilumsson 76. – Tryggvi Hrafn Haraldsson 15., 39., 51., Marteinn Theodórsson 32., Steinar Þorsteinsson (víti) 66. Katar Al-Arabi – Umm-Salal............................. 1:1  Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið.  Dominos-deild karla Haukar – Þór Þ..................................... 92:86 KR – ÍR ............................................... 120:92 Þór Ak. – Tindastóll ............................. 86:96 Staðan: Stjarnan 15 13 2 1371:1218 26 Keflavík 16 12 4 1425:1293 24 Tindastóll 16 10 6 1403:1336 20 KR 16 10 6 1387:1341 20 Haukar 16 10 6 1430:1366 20 Njarðvík 15 9 6 1280:1150 18 ÍR 16 8 8 1351:1436 16 Þór Þ. 16 6 10 1280:1314 12 Grindavik 15 5 10 1255:1340 10 Þór Ak. 16 5 11 1371:1523 10 Valur 16 5 11 1278:1389 10 Fjölnir 15 1 14 1279:1404 2 Dominos-deild kvenna Valur – Keflavík.................................... 80:67 Staðan: Valur 18 16 2 1509:1185 32 KR 18 13 5 1368:1171 26 Keflavík 18 12 6 1329:1265 24 Haukar 18 12 6 1298:1230 24 Skallagrímur 18 10 8 1215:1191 20 Snæfell 18 6 12 1202:1375 12 Breiðablik 18 2 16 1110:1412 4 Grindavík 18 1 17 1160:1362 2 1. deild karla Höttur – Hamar.................................... 70:75 Breiðablik – Vestri ............................. 104:98 Staðan: Höttur 16 14 2 1376:1199 28 Breiðablik 15 13 2 1529:1257 26 Hamar 15 13 2 1472:1307 26 Álftanes 16 8 8 1366:1395 16 Vestri 14 7 7 1231:1140 14 Selfoss 14 5 9 1076:1126 10 Snæfell 15 2 13 1200:1481 4 Skallagrimur 13 2 11 1063:1264 4 Sindri 12 1 11 964:1108 2 Evrópudeildin Alba Berlín – Fenerbahce .................. 70:74  Martin Hermannsson skoraði 10 stig, tók 1 frákast, gaf 2 stoðsendingar og stal 3 boltum með Alba á 26 mínútum. Danmörk Horsens – Randers .......................... 105:107  Finnur Freyr Stefánsson þjálfar Horsens.  Efstu lið: Randers 32, Horsens 30, Bakken Bears 28, Svendborg 20. NBA-deildin Indiana – Chicago............................. 115:106 Brooklyn – Detroit ........................... 125:115 New York – Memphis ...................... 106:127 San Antonio – Utah .......................... 127:120 Sacramento – Oklahoma City ......... 100:120 Portland – Houston .......................... 125:112   KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Mustad-höllin: Grindavík – Fjölnir..... 18.30 MG-höllin: Stjarnan – Njarðvík .......... 20.15 1. deild karla: Ice Lagoon-höll: Sindri – Skallagrímur .. 20 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – Stjarnan ........................ 19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Víkingur ............... 18 1. deild karla, Grill 66-deildin: Hertz-höllin: Grótta – Víkingur ............... 20 REYKJAVÍKURLEIKAR  Alþjóðlegt keilumót í Egilshöll kl 10 til 17.  Skvass, Stórhöfða 17, kl. 17 til 21.  Hjólreiðar, brekkusprettur á Skóla- vörðustíg kl. 19.  Crossfit í Laugardalshöll kl. 16 til 21. Í KVÖLD! Portúgalski knattspyrnumaðurinn Bruno Fernandes er loksins orðinn leikmaður Manchester United sem gekk frá kaupum á honum frá Sporting Lissabon í gær eftir lang- dregið ferli. United greiðir 47 millj- ónir punda fyrir þennan 24 ára gamla sókndjarfa miðjumann og upphæðin gæti hækkað í allt að 68 milljónir punda, eftir því hvernig hann stendur sig. Fernandes hefur skorað 15 mörk í 28 mótsleikjum fyrir Sporting í vetur og gerði 33 mörk á síðasta tímabili. Hann hefur spilað 19 landsleiki fyrir Portúgal. Frágengið með Fernandes AFP Tilbúinn Bruno Fernandes er orð- inn leikmaður Manchester United. Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvars- son vann til gullverðlauna í svigi á móti í Jasná í Slóvakíu í gær. Mótið er hluti af Evrópumótaröð Alþjóðaól- ympíuhreyfingar fatlaðra. Hilmar var með besta tímann í fyrri og seinni ferðinni en heildar- tíminn var 1:46,42 mínúta. Ítalinn Davide Bendotti varð annar, fjórum sekúndum á eftir Hilmari. Hilmar vann til gullverðlauna í stórsvigi á miðvikudag og hefur því unnið tvenn gullverðlaun á mótinu og er hann efstur á stigalista Evrópu- mótaraðarinnar í svigi og stórsvigi. Hilmar krækti í annað gull Ljósmynd/Íþróttasamband fatlaðra Gull Hilmar Snær Örvarsson með gullverðlaunin um hálsinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.