Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 21
Nonni hefði verið fyndinn og
skemmtilegur, hugulsamur og
hjartahlýr, barngóður og já-
kvæður. Hún hitti naglann á höf-
uðið – þetta var nákvæmlega
stutta lýsingin á því hvernig
maður Nonni var.
Það er mikið á þau lagt sem
eftir sitja, Unni, börnin og fjöl-
skylduna alla, foreldrana, systk-
ini og alla aðstandendur og vini
Nonna. Engin orð fá því lýst
hversu mikið við Sóley mín finn-
um til með þeim öllum, en nú
þarf að þétta raðirnar og standa
saman til að komast í gegnum
þessa miklu sorg og horfa til
framtíðar. Eftir situr minning
um einstakan dreng sem aldrei
mun gleymast.
Þinn vinur,
Björgvin Njáll.
Elsku Nonni minn.
Að þetta sé komið á það stig
að ég sé að skrifa um þig minn-
ingargrein er alveg fjarstæðu-
kennt og líður mér bara hrein-
lega eins og ég sé stödd í
einhverri martröð sem ætlar
enga enda að taka.
Fyrir aðeins 8 mánuðum feng-
um við þær hræðilegu fréttir að
þú hefðir greinst með krabba-
mein, ofan á allt sem var búið að
leggja á þig. Síðan komu verri og
verri fréttir, en inn á milli komu
góðar fréttir og héldum við að þú
værir bara að fara að lifa með
þetta og allt mundi fara vel.
En nei, ekki fór það svo, af
hverju þarf lífið að vera svona
ótrúlega óréttlátt? Ég er svo
reið, ég er svo sár, þú varst rétt
orðinn fertugur, búinn að koma
þér svo vel fyrir á Selfossi með
Unni þinni og stelpunum og
kominn í alveg æðislegt starf á
Selfossi.
Fallega draumahúsið ykkar
Unnar og stelpnanna orðið hér
um bil klárt. Hús sem kostaði sko
blóð, svita og tár að klára, og átt-
uð þið fjölskyldan að njóta héðan
í frá.
Þú varst svo mikið gull af
manni, vildir allt fyrir alla að
gera. Þú varst svo mikill barna-
karl, börn flykktust að þér eins
og segull, vinna þín með börn var
alveg einstök og þá sérstaklega
börn sem þurftu aðeins meiri að-
stoð en aðrir.
Brúðkaupið ykkar Unnar var
ein sú fallegasta athöfn sem ég
hef verið viðstödd ... „surprise“-
partíið sem varð að brúðkaupi,
svo þegar Unnur kemur gang-
andi eftir ganginum heima hjá
ykkur þá var ekki þurrt andlit í
veislunni.
Þú varst einn af fjórum veislu-
stjórum í brúðkaupi okkar Sigga
og lagðir sko mikið á þig fyrir
það.
Myndbandið sem þú gerðir
fyrir okkur, sem ætlaði að krassa
daginn áður, en þú hættir ekki
fyrr en þetta var komið, ræðan
sem þú hélst í brúðkaupinu og
kom mér svo til að gráta og að
sjálfsögðu hlæja.
Ef maður þurfti að fá aðstoð
við flutninga eða málningarvinnu
þá varst þú sko fyrstur á staðinn
til að aðstoða.
Ég tel mig einstaklega hepp-
inn að hafa fengið að kynnast
þér. Takk fyrir að vera vinur
minn, Nonni, ég mun sakna þín
alveg ótrúlega mikið, elsku kall-
inn minn, sjáumst aftur í sum-
arlandinu, en þangað til mun ég
reglulega opna einn kaldan með
Sigga mínum og setja Bubba á
fóninn þér til heiðurs.
Elsku Unnur, Brynja, Hjört-
ur, Anna Kristín, Kolbrún,
Gunni, Selma, Hilmar, Siggi,
Yngvi, Kiddi, Selma og fjölskyld-
ur, megi guð styrkja ykkur í
þessari miklu sorg.
Þín mágkona og vinkona,
Hilda.
Kveðja,
Hilda Bára Víglundsdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Jón Þorkel Gunn-
arsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
✝ Hildur SolveigPálsdóttir
fæddist í Stykk-
ishólmi 1. nóv-
ember 1916. Hún
lést á Droplaug-
arstöðum 21. jan-
úar 2020. Foreldrar
hennar voru Mar-
grjet Árnadóttir,
fædd í Höfnum á
Skaga 12.8. 1884, d.
29.10. 1985 og Páll
F. Vídalín Bjarnason, fæddur á
Geitaskarði 16.10. 1873, d. 28.10.
1930, sýslumaður í Stykkishólmi.
Systkini Hildar voru Bjarni Ein-
ar, Bergur Guðmundur, Einar
og svo Jóninna Margrét, sem lifir
systkini sín.
Hildur giftist Halldóri Þor-
björnssyni hæstaréttardómara
10.1. 1964, fæddur í Neðra-Nesi í
Stafholtstungum 6.4. 1921, d.
6.1. 2008. Foreldrar
hans voru Þorbjörn
Sigurðsson, bóndi í
Neðra-Nesi, og
kona hans Þórdís
Halldórsdóttir.
Dóttir Hildar var
Unnur Þorvalds-
dóttir, f. 21.9. 1940,
d. 18.12. 1981.
Hildur ólst upp í
Stykkishólmi. Hún
tók gagnfræða-
skólapróf í Reykjavík og nokkru
síðar dvaldi hún veturlangt í
Kaupmannahöfn við nám í hús-
stjórnarskóla. Hildur vann við
skrifstofustörf, lengst af í vél-
smiðjunni Héðni en síðar á skrif-
stofu Ríkisspítalanna.
Hildur verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í dag, 31. janúar
2020, og hefst athöfnin klukkan
15.
Eftir árin mörg kvaddi hún
Hildur Solveig Pálsdóttir. Hún
var kær frænka, sem skildi eftir
hjá mér, og ugglaust fleirum,
hlýju sína og væntumþykju. En
þessir þættir, ásamt háttvísi
hennar, koma sérstaklega í hug-
ann þegar ég kveð hana föður-
systur mína nú með þessum orð-
um.
Fyrstu kynni sem ég man
voru þegar við gengum þrjú ung
að árum, systir mín Valgerður og
Unnur dóttir Hildar, eftir Báru-
götu. Skyndilega urðum við vör
við sjúkleika sem Unnur var
haldin. Þetta olli okkur nokkrum
ótta en Hildur kom að til hjálpar.
Og hún tók á þessu með sinni
hlýju og vísaði okkur systkinum
til hliðar. Þetta er mér enn minn-
isstætt bráðum 70 árum síðar.
Fallegt rautt hús stendur við
litla götu í Vesturbænum. Með
sanni má segja að þar hafi hjarta
fjölskyldunnar slegið í marga
áratugi. Amma bjó þar hjá Hildi
og eiginmanni hennar, Halldóri
Þorbjörnssyni. Ættartengslum
var ekki haldið sérstaklega að
mér en á stundum fann ég og
finn enn vel fyrir hlýju og hátt-
vísi sem fylgdi Hildi. Og öllum
þeim sem þessu húsi tengdust.
Gjafir frá Hildi til mín í bernsku
og seinna til okkar hjóna alltaf
vel valdar. Og sumar þeirra enn í
notkun. Fyrir kom að Halldór
nefndi safn bréfa sem amma
hafði varðveitt. Og í þessu bréfa-
safni fjölskyldunnar má lesa fal-
leg samskipti Páls afa míns við
Hildi Solveigu móður sína. Og
einnig samskipti Páls og Brynj-
ólfs bróður hans. Hlý orð og
háttvísi í hverju bréfi. Bréfin lýsa
samskiptum þeirra á tíma þegar
ekki voru notaðir ópersónulegir
símar til fljótlegra samskipta
eins og nú. Og maður færist í
tíma og finnur hug skrifenda fyr-
ir jafnvel einni og hálfri öld.
Þessi hlýja auk látleysis fylgdi
fylgdi Hildi frænku. Væntum-
þykja sem hún leyfði manni að
finna og endurgjalda. Og mér
sýnist líklegt að þessi góði andi
muni fylgja og verða gott nesti
um tíð.
Fjölskylduboð voru meira og
minna árlegir viðburðir í æsku
minni. Við þau tækifæri var setið
og spjallað, borðaðar góðar kök-
ur og tekinn tími til að láta sér
líða vel saman. Augnablikið jafn-
vel fest á mynd og hlegið. Já oft
mikið hlegið. Síðasta boð af
þessu tagi var einmitt haldið,
reyndar fyrir áratugum, í þessu
rauða húsi hjá Hildi og Halldóri.
Svo var það að árin liðu og færð-
ust yfir hana Hildi eins og okkur
hin. Í heillar aldar afmæli hennar
fyrir þremur árum kom fjöldi.
Hildur naut fagnaðar eins og
aðrir og móttók hamingjuóskir
okkar hjónanna með sínu lítil-
læti. Og sagði þá við okkur: Já,
lítið var en liðið er.
Páll Ólafur Bergsson.
Ef við ættum að lýsa frænku
okkar með fjórum nafnorðum
væru það gleðigjafi, trygglyndi,
skapfesta og rausnarskapur. Alls
þessa urðum við bræður aðnjót-
andi allt frá fæðingu okkar til að-
skilnaðar hennar. Þessi bönd eru
samofin á óteljandi vegu. Í barn-
æsku var stutt milli Hringbraut-
ar og Bárugötu heim til Hildar
og Unnar, dóttur hennar, sem
var okkur bræðrum sem eldri
systir. Síðar kom Stýrimanna-
stígur til sögunnar og við bættist
Halldór með sína fáguðu fram-
komu og hafsjó af fróðleik. Og
áfram jókst hylli hússins númer
sex þegar Margrjet amma okkar
flutti úr Drápuhlíð á efri hæðina.
Stýrimannastígur 6 er sögufrægt
hús, var kallað Andalúsía vegna
miðilsfunda þeirra tíma, en nú
var nýtt upphaf og húsið
blómstraði af lífi og fjölskyldun-
ánd, og þar nutum við bræður
þess að vera í innri hring. Hildur
var miðpunktur hrynjandinnar á
Stýró, dyggilega studd af Hall-
dóri. Heimili þeirra var sérstak-
lega fallegt, hver hlutur valinn af
kostgæfni og listrænum smekk.
Það var alltaf sérstök upplifun að
koma til þeirra, oft komum við
þar fyrst til að líta til Margrjetar
ömmu og Unnar, en svo til Hild-
ar og Halldórs. Boðið var upp á
kaffi og meðlæti, Halldór í hæg-
indastól sem jafnan var í ná-
munda við uppflettibækur, til að
öruggt væri að ekkert fleipur
færi af stað, og ættfræðin
stemmdi. Ekki er ósennilegt að
kveikt hafi verið í pípu eða vindli
til að gera góða lykt í húsið.
Veislurnar voru margar enda
matreiðsla Hildar annáluð og
þau sérlega góð heim að sækja,
full af fróðleik og skemmtileg-
heitum. Saman voru þau sannir
heimsborgarar. Við bræðurnir
og fjölskyldur okkar nutum sam-
vistanna við þau. Barngæska
þeirra var einstök, sem laðaði að
börn úr grenndinni og ekki síst
okkar börn. Jól og áramót voru á
sínum stað, haldin annað hvert
ár á Stýrimannastíg en hitt í
Granaskjóli. Tengslin voru þó
mest milli systranna, Jóninnu og
Hildar, dagurinn ekki formlega
hafinn fyrr en þær höfðu talast
við og það fréttnæma krufið.
Þessi tengsl jukust með tíman-
um, ekki síst eftir að Unnur féll
frá og svo síðar við fráfall Hall-
dórs. Hildur hélt heimili á Stýri-
mannastíg allt til níutíu og níu
ára aldurs, en eftir það dvaldi
hún á Droplaugarstöðum í nær
fjögur ár. Er starfsfólki þar
þökkuð afar hlý umönnun. Fyrir
utan móður okkar, sem heimsótti
hana nær hvern dag, leið vart sá
dagur að hún fengi ekki heim-
sókn einhverra vina eða ætt-
ingja. Því til vitnis eru fjórar
þéttskrifaðar gestabækur. Eitt
hundrað og þrjú ár, og vel það, er
löng ævi og margt á dagana drif-
ið hjá frænku okkar allt frá fæð-
ingu í Stykkishólmi til Droplaug-
arstaða með giftudrjúgri
viðkomu á Stýrimannastíg. Á
þessari vegferð hafa skipst á skin
og skúrir eins og vænta má.
Hildur tókst á við allt með æðru-
leysi, jákvæðu hugarfari og innri
gleði sem smitaði út í umhverfið.
Hún kvaddi södd lífdaga og hef-
ur nú sameinast aftur Unni og
Halldóri fyrir handan. Blessuð sé
minning hennar.
Hjalti, Leifur, Bogi og
Páll Franzsynir.
Ævin var orðin löng, rúm 103
ár. Geri aðrir betur. Hildur fór
samt ekki í fjallgöngur eða
stundaði aðrar heilsubætandi
íþróttir, enda var það ekki komið
í tísku. En gott þótti henni að
reykja, reyndar mjög í hófi. Al-
mennt virðist hún ekki hafa verið
upptekin af eigin heilsufari; hún
hugsaði meira um aðra. Þegar
Jóhannes Páll páfi kom til að
blessa Reykvíkinga, ætlaði Hild-
ur að skjótast upp á Landakot-
stún og taka kveðju hans en fékk
fyrir hjartað á leiðinni upp Stýri-
mannastíginn og varð að snúa
við. Heima hjá henni var full
stofa af gestum þennan hátíðis-
dag og hún hélt áfram að sinna
þeim og neitaði að fara á sjúkra-
húsið. Það var ekki fyrr en dag-
inn eftir að Halldóri tókst að
koma henni á bráðamóttökuna.
Hún var víst hætt komin. En hún
hristi þetta nú af sér og lifði í
áratugi eftir það án þess að
breyta háttum sínum. Og gest-
irnir héldu áfram að koma.
Heimilið á Stýrimannastíg 6
var óvenjulega smekklegt og
hæfði þessu fallega húsi. Uppi
bjó móðir Hildar, sýslumanns-
ekkjan frú Margrét Árnadóttir,
einstakur „karakter“ og orð-
heppin svo í minnum er haft. Og
Unnur dóttir Hildar var hjá þeim
Halldóri þangað til hún féll frá,
langt um aldur fram.
Bóklestur var helsta tóm-
stundaiðja hjónanna. Ég sé þau
fyrir mér í bókaherberginu, Hildi
í sófanum að lesa Svipþing
Sveins Skorra en Halldór í hæg-
indastólnum að glugga í Íslenzka
annála. Síðustu árin, þegar Hild-
ur var orðin ein og sjónin farin að
angra hana, voru hljóðbækur frá
Blindrafélaginu helsta dægra-
styttingin.
Heppinn er ég að hafa kynnst
fólki eins og Halldóri og Hildi; já,
og að hafa átt foreldra sem áttu
svona góða vini. Hlátur hennar
var smitandi, og þessi hæfileiki
að geta með glettinni athuga-
semd lyft hversdagsleikanum í
hæðir.
Lífsgleðin og brennandi áhugi
á mönnum og listum var hennar
aðalsmerki og andsvar við áföll-
um lífsins. Eflaust hefði hún vilj-
að ganga menntaveginn, eins
hæfileikarík og hún var, en því
var ekki að heilsa hjá stúlku sem
misst hafði föður sinn ung. Móðir
hennar, sýslumannsekkjan í
Stykkishólmi með börn á fram-
færi sínu, naut engra sérstakra
fríðinda. En Hildur hélt ein til
Reykjavíkur á unglingsaldri og
freistaði þar gæfunnar. Hún
kynntist helstu listamönnum
okkar og heillaði skáldin í sjálfu
Unuhúsi.
Síðustu ár móður minnar var
helsta gaman hennar að spjalla
við Hildi í símann á morgnana.
Þær „fóru yfir sviðið“ í léttum
dúr og það kom fyrir að þær
skáluðu í rauðvíni milli bæjar-
hluta.
Svo kom að því að Hildur
þurfti að fara á elliheimili, að-
allega vegna þess hve sjónin var
orðin slæm. Þar vitjuðu hennar
ættingjarnir og vinirnir sem
fyrr. En sú sem reyndist henni
tryggust var systirin Jóninna.
Samband þeirra var einstakt. Og
það að vera með þeim báðum og
hlusta á þær segja frá fólkinu við
Breiðafjörð var eins og að vera
leiddur inn í framandi heim.
Og nú er Hildur horfin af vett-
vangi. Efst í huga er mér þakk-
læti til hennar og Halldórs fyrir
vináttu við mig og fjölskyldu
mína alla tíð. Þau voru dýrmæt
fyrirmynd og mótuðu á ýmsan
hátt líf okkar hinna yngri sem
nutum vináttu þeirra.
Baldur Hafstað.
„Það sem ég óttast mest er að
vakna einn morguninn og langa
ekki lengur í sígarettu.“ Þessa
ógleymanlegu setningu sagði
Hildur einu sinni þegar ég heim-
sótti hana á elliheimilið.
Það var lífsgleðin sem hún var
hrædd um að missa. Hún reykti
alla tíð, oft í laumi, og eftir að á
elliheimilið kom voru reykingar
hennar besta heilsubót. Til þess
að geta notið sígarettu dagsins
þurfti hún nefnilega að leggja á
sig langa göngu út á svalir –
heilsubótargöngu fyrir mann-
eskju á hennar aldri.
Hildur naut lífsins. Hún var
besta vinkona mömmu, og
mamma sagði alltaf að Hildur
væri sú alskemmtilegasta mann-
eskja sem hún hefði nokkru sinni
kynnst. Skemmtileg var hún svo
sannarlega og líka óendanlega
hlý. Hún hafði svo mikið aðdrátt-
arafl að allir löðuðust að henni,
ekki síst börn og unglingar. Það
var lífsgleðin sem við löðuðumst
að og þessi einlægi áhugi sem
hún sýndi þeim sem kynntust
henni.
Hún gat líka alltaf gert grín að
sjálfri sér. Það var mikil vinátta
og samgangur milli foreldra
minna og Halldórs og Hildar.
Eitt sinn voru þau síðarnefndu á
leið heim á Stýrimannastíg úr
Snekkjuvogi, frá pabba og
mömmu. Þetta var fallegt kvöld
og stillt. Þá bendir Hildur allt í
einu á Laugardalshöllina, úr
nokkurri fjarlægð, yfir sig heill-
uð, og segir: „Mikið lifandis
skelfing er jökullinn fallegur í
kvöld, Halldór!“
Einu sinni vaknaði Hildur að
morgni til og vakti Halldór, sem
þurfti að fara til vinnu. Hún sagði
honum að klukkan væri orðin
átta, en að vekjaraklukkan hefði
stoppað á slaginu fimm. Grút-
syfjuð fóru þau á fætur, og af því
hún ætlaði að þvo þvotta þennan
dag dreif hún í að taka utan af
rúminu þeirra áður en þau fóru
niður í eldhús þar sem hún hitaði
handa þeim kaffi. Þegar þau eru
að hressa sig á kaffinu verður
henni að orði: „Er það ekki ein-
kennilegt, Halldór, að klukkan í
eldhúsinu hefur stoppað á nokk-
urn veginn sama tíma og klukkan
uppi á lofti?“ Þá svelgdist Hall-
dóri á, því nú fyrst áttuðu þau sig
á því hvað klukkan sló.
Hildur var hrædd við ketti.
Hún sagði stundum söguna af því
þegar köttur nágrannans læddi
sér inn um eldhúsgluggann hjá
henni. Hún stirðnaði upp af
hræðslu, en tókst loks að forða
sér út á götu. Þar hitti hún
ókunnugan mann, sem spurði
hana hvað amaði að. Hún sagði
farir sínar ekki sléttar og kvaðst
ekki þora inn í húsið aftur,
skepnunnar vegna. Maðurinn
brosti, fór inn, gómaði köttinn og
kom honum út. Í augum Hildar
var þetta hin mesta hetjudáð.
Það var hægt að tala við Hildi
um allt, því hún var eldklár og
sýndi öllu áhuga. Hún elskaði
skáldskap og meðan sjónarinnar
naut við las hún mikið. Hún var
fagurkeri hinn mesti og heimili
þeirra Halldórs og Unnar var
það fallegasta sem ég hef kynnst.
Að koma þar inn var eins og að
ganga inn á málverkasafn, því á
veggjunum héngu verk okkar
bestu málara. Hver einasti hlut-
ur í stofunni var líka litríkur og
valinn af smekkvísi.
Nú er Hildur hætt að reykja,
en mikið var gott að fá að þekkja
hana og eiga hana að. Fyrir utan
foreldra mína hefur mér ekki
þótt vænna um nokkur hjón en
þau Halldór og Hildi.
Vala Hafstað.
Hildi Solveigu Pálsdóttur, sem
ég nú minnist, kynntist ég árið
1960. Eiginmenn okkar voru
samstarfsmenn um langt skeið.
Þau Hildur og Halldór stofnuðu
framtíðarheimili sitt í glæsilega
bárujárnshúsinu við Stýrimanna-
stíg 6 í gamla vesturbænum í
Reykjavík. Ótaldar eru ánægju-
stundir okkar á fallegu og nota-
legu menningarheimili þeirra,
þar sem glaðværð og umhyggja
fyrir gestum og gangandi var í
öndvegi. Þar mátti einnig kenna
næman smekk þeirra t.d. á mál-
aralist svo eitthvað sé nefnt.
Hildur var mikill gleðigjafi, hafði
afar næmt skopskyn, trygglynd
og ljúf og hvort sem var í gleði
eða sorg var nærvera hennar
notaleg. Ég undirrituð átti marg-
ar ánægjustundir með þeim
systrum Hildi og Jóninnu á þeim
árum sem Hildur bjó á Drop-
laugarstöðum og fór ávallt fróð-
ari af þeim fundum. Nú þegar ég
sit við skrifborð mitt og pára
þessar línur hugsa ég til baka og
minnist þess hve þau Hildur og
Halldór voru vinmörg, enda
gestrisni þeirra mikil, eins og áð-
ur er nefnt. Sunnudaginn 19. jan-
úar síðastliðinn leit ég inn hjá
Hildi á Droplaugarstöðum og sá
þá að breyting hafði orðið á líðan
hennar. Þá kvaddi ég Hildi Sol-
veigu vinkonu mína eftir 60 ára
kynni. Í sporum hennar fær ekk-
ert gróið nema gott. Þann 21.
janúar síðastliðinn lauk Hildur
Solveig Pálsdóttir jarðvist sinni.
Blessuð veri minning hennar.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til ættingja hennar og
vina.
Guðfinna Guðmundsdóttir.
Það var nú síðast um jólin
þegar ég fór með stelpunni minni
að kveikja á kerti á leiði Halldórs
að ég rifjaði upp með henni vin-
skap minn og Halldórs og Hildar
síðustu 35 ár.
Allt frá því að príla upp á
stigahandriðið á Stýrimanna-
stígnum til þess að ná upp í dyra-
bjölluna, að fá hressingu í eld-
húsinu á meðan Hildur lagði
kapal og reykti smávindla yfir í
að vera boðið til sætis í borðstof-
unni. Þegar ég hafði aldur til vék
sódavatn í gleri fyrir kaffi og
þegar svo bar undir spurði Hild-
ur hvort ég væri á bíl og ef ég
neitaði var náð í smá púrtvín.
Yfirleitt sátum við í bókaher-
berginu, Hildur í sófanum að
sauma út og Halldór nálægt
skrifborðinu þar sem hann gat
teygt sig í lögfræðinga- eða
kennaratalið þegar athuga þurfti
uppruna og ættartengsl fólks
sem kom upp í umræðum okkar.
Alltaf var tekið vel á móti mér
og áhuginn einlægur á því sem
ég var að gera hverju sinni.
Fylgst var með námi heima og
erlendis, spurt um fjölskylduna
og mikið rætt um fólk, menn og
málefni og gott ef ættfræðifor-
vitni mín hefur ekki vaknað á
Stýrimannastígnum á sínum
tíma. Ég gætti þess líka vel að
hafa ættartölu mannsins míns á
hreinu áður en ég sagði Hildi frá
honum fyrst, kom vel undirbúin
en auðvitað skipti það engu máli
og Hildur ánægð eins og alltaf
fyrir mína hönd.
Minningarnar af Stýrimanna-
stígnum eru mér afar kærar og
mér þótti vænt um að Hildur
náði að hitta litlu strákana mína
tvo.
Sá yngri sat með okkur í vet-
ur, nokkurra mánaða gamall, á
svölunum á Droplaugarstöðum á
meðan Hildur fékk sér „ferskt“
loft, hún átti góðan dag og hélt í
höndina á mínum manni á meðan
við spjölluðum saman. Yndisleg
stund.
Vinátta Hildar og mín hefur
alltaf verið mér hjartfólgin. Virð-
ingin mikil og væntumþykjan
innileg og djúpstæð. Hvíldu í
friði, elsku vinkona mín.
Elísabet Árnadóttir.
Hildur Solveig
Pálsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Hildi Solveigu Páls-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.