Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020
✝ Sigurður Þor-steinsson fædd-
ist í Reykjavík 9.
október 1936.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 18. janúar
2020. Foreldrar
hans voru Steinunn
Guðbrandsdóttir, f.
9. júní 1899, d. 23.
apríl 1982, og Þor-
steinn Guðbert Sig-
urðsson skólastjóri, f. 14. maí
1886, d. 19. ágúst 1954. Sig-
urður var yngstur af fimm
systkinum og eru þau öll látin.
Þau voru: Egill, f. 1920, d. 1976,
María, f. 1924, d. 1988, Guð-
brandur, f. 1928, d. 2009, og
Guðný, f. 1934, d. 1989.
Sigurður kvæntist 14. maí
1966 Ásdísi Minný Sigurð-
ardóttur frá Keflavík, f. 19.
Miðbæjarskólanum við Tjörnina
þar sem Þorsteinn var kennari.
Sigurður var fjögurra ára þeg-
ar Bretar hertóku borgina.
Hann bjó í Reykjavík með for-
eldrum sínum til 18 ára aldurs
þegar faðir hans lést skyndi-
lega, en þá flutti hann ásamt
móður sinni og bróður, Agli,
sem þá hafði fengið vinnu í toll-
inum á Keflavíkurflugvelli, til
Keflavíkur. Sigurður starfaði
lengst af í fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli þar sem honum
líkaði mjög vel.
Árið 1964 kynntist hann lífs-
förunaut sínum, Keflvíkingnum
Ásdísi Minný Sigurðardóttur,
og giftu þau sig árið 1966. Sig-
urður og Minný byggðu hús á
Vesturgötu 34 í Keflavík og
hófu sinn búskap þar. Árið 1970
flutti fjölskyldan síðan á Háteig
10 í Keflavík og hefur búið þar
síðan. Móðir Minnýjar, Karól-
ína, flutti með fjölskyldunni á
Háteiginn þar sem eiginmaður
hennar, Sigurður, var nýlátinn.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju í dag, 31.
janúar 2020, klukkan 13.
september 1941.
Faðir hennar var
Sigurður Benóný
Helgason, f, 1901,
d. 1969. Móðir
hennar var Karól-
ína María Karls-
dóttir, f. 1909, d.
1988. Börn Sig-
urðar og Ásdísar
Minnýjar eru: 1)
Karólína Sigríður,
f. 1969, maki Jón
Sigurðsson, f. 1967. Þau eiga
tvo syni og eitt barnabarn. 2)
Steinunn Björk, f. 1972. 3) Þor-
steinn Sigurður, f. 1977, maki
Sandra Skuld Kolbeinsdóttir, f.
1989.
Sigurður ólst upp í Reykjavík
í kreppunni miklu. Fjölskyldan
var á hrakhólum með leigu-
húsnæði og bjó víðsvegar um
borgina, þar á meðal um tíma í
Eitt af því óhjákvæmilega í líf-
inu er að deyja en þó er það alltaf
jafn sárt þegar dauðann ber að
garði. En minningarnar hrannast
upp og þær munum við, sem elsk-
uðum hann, alltaf eiga. Í minn-
ingunni vann pabbi minn í Para-
dís. Hann fór oft með mig og
systur mína litlar í heimsókn á
vinnustaðinn sinn. En til þess að
komast þangað varð maður fyrst
að fara í gegnum hlið þar sem
stóð vörður sem spurði okkur
hvert við værum að fara. Vörð-
urinn tók síðan ákvörðun um
hvort okkur yrði hleypt inn eða
ekki. Og síðan var maður skyndi-
lega kominn inn í Paradís. Þar
var einungis gott fólk og maður
skynjaði að öllum þótti vænt um
pabba. Vinnustaðurinn var eins
og ein stór fjölskylda: elskurnar
mínar, eruð þið komnar, má ekki
bjóða ykkur nammi? Þetta var
alltaf kærkomin setning. Ef þetta
var ekki Paradís – hvar þá? Og
síðan erum við skyndilega komin
inn í Keflavíkurkirkju, sunnu-
dagaskólinn. Ég sit á einum af
fremstu bekkjunum og sveifla
fótunum í takt við tónlistina. Ég
kann alla textana og handahreyf-
ingarnar utan að. Ég sé að pabbi
horfir ástúðlega á mig. Á þessum
tíma fóru yfirleitt bara mömmur
með börnin sín í sunnudagaskól-
ann og svo var pabbi líka. Hann
fór einnig oft með okkur í bíó.
Honum fannst Bugsy Malone að-
eins skemmtilegri en Grease sem
var mín uppáhalds. Og núna er ég
skyndilega stödd í höll í Kóngsins
Köbenhavn og ég sit í drottning-
arstól úr skíragulli. Ég er bara
eitthvað svo þreytt í fótunum,
bara fjögurra ára og hallir eru
svo ansi stórar og margir gangar.
Ókunnugur maður stendur fyrir
framan mig, hann er greinilega
mjög reiður og mér skilst á
handahreyfingum hans að ég
megi ekki sitja í þessum stól. Ég
horfi illu auga á manninn, merki-
leg með mig á svipinn. Þessi mað-
ur hlýtur að vera eitthvað mjög
skrýtinn. Til hvers að vera með
stóla sem ekki má sitja á? Ég er
heldur ekki að gera neitt af mér,
bara að hvíla lúin bein um stund-
arsakir, en þá kemur pabbi
skyndilega hlaupandi og bjargar
mér. Ég get alltaf stólað á pabba.
Minningarnar eru ótal fleiri sem
ég mun ávallt geyma í hjarta
mér. Sigurður Þorsteinsson var
mjög góður maður og hjónaband
hans og mömmu var einstakt.
Honum og móðurömmu minni
sem bjó hjá okkur varð aldrei
sundurorða. Hún tók mig meira
að segja stundum afsíðis og
sagði: Steinunn, þú mátt ekki
vera svona erfið við hann pabba
þinn og vera að stríða honum.
Eins og t.d. að sauma ermarnar á
jakkanum hans saman. Fyrir
gamlárskvöld keypti hann
stjörnuljós, ekki bara fyrir börn-
in sín heldur fyrir alla krakkana á
Háteignum. Og þegar ég var að
fara í próf í Háskóla Íslands og
var stressuð sagði ég stundum
við pabba: Ég er svo kvíðin ég
held ég sé skítfallin. Þá sagði
hann: Ég held það líka, örugg-
lega skítfallin og það er allt í lagi.
Það deyr enginn og verður ekki
heimsendir þótt þú myndir falla.
Þá hætti ég alveg að vera stress-
uð og gekk alltaf vel. En þú, elsku
pabbi, ert sko ekki fallinn. Lífsins
skóli er æðstur allra skóla og ég
gef þér fullt hús stiga, þú færð 10
frá mér.
Meira: mbl.is/andlat.
Steinunn Björk
Sigurðardóttir.
Elsku pabbi minn hefur nú
kvatt okkur, en maður er aldrei
alveg undirbúinn undir slíkan at-
burð. Sigurður Þorsteinsson var
alveg sérstaklega góður maður,
já það má með réttu segja alveg
einstakur maður. Hann gerði líf
mitt og margra annarra svo
miklu auðugra en það hefði ann-
ars verið án hans. Og hvað er
betra í lífinu en að mörgum líði
þannig þegar litið er yfir farinn
veg. Það er svo margs að minnast
og minningarnar sem eru ótal
margar hrannast upp. Ég man
eftir því þegar fjölskyldan var að
fara til Reykjavíkur þegar ég var
lítill. Þá sagði pabbi áður en lagt
var í hann: Á ég að galdra, hókus
pókus og síðan var hann skyndi-
lega kominn með ópalpakka í
hendurnar. Síðan jöpluðum við
systkinin og mamma á ópalinu á
leiðinni. Þegar ég var lítill veikt-
ist ég og var lagður inn á Landa-
kotsspítala í Reykjavík, pabbi
fékk frí í vinnunni og var hjá mér
í meira en mánuð. Hann sinnti
börnunum sínum af kostgæfni.
Sigurður Þorsteinsson var mjög
listrænn, hann var mjög flinkur
að teikna og hafði gaman af að
föndra. Hann bjó meðal annars
til stafakarla handa mér þegar ég
var að læra að lesa. Þetta var
löngu áður en stafakarlarnir
komu á markað. Sigurður Þor-
steinsson bjó til vegg í kjallara
flugstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli með myndum úr ís-
lenskri náttúru. Hann gerði þetta
smám saman og þetta var orðið
stórt listaverk. Þegar útlendir
birgjar komu í vinnuheimsóknir
til Íslands var stundum farið með
þá niður í kjallarann til að skoða
listaverkið hans Sigga Þorsteins
og voru þeir oft andaktugir yfir
verkinu.
Pabbi var alltaf til í að gera
eitthvað skemmtilegt með manni
og gaf manni mikinn tíma. Hann
tók mig oft með sér í vinnuna og
fríhafnarstarfsfólkið var allt svo
gott við mig, þetta var góður
vinnustaður. Elsku pabbi minn,
ég er svo þakklátur fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
saman. Ég elska þig um alla ei-
lífð. Guð geymi þig.
Sigurður Þorsteinsson.
Elsku pabbi minn hefur nú
kvatt okkur, en maður er aldrei
alveg undirbúinn undir slíkan at-
burð. Sigurður Þorsteinsson var
alveg sérstaklega góður maður,
já það má með réttu segja alveg
einstakur maður. Hann gerði líf
mitt og margra annarra svo
miklu auðugra en það hefði ann-
ars verið án hans. Og hvað er
betra í lífinu en að mörgum líði
þannig þegar litið er yfir farinn
veg. Það er svo margs að minnast
og minningarnar sem eru ótal
margar hrannast upp. Ég man
eftir því þegar fjölskyldan var að
fara til Reykjavíkur þegar ég var
lítill. Þá sagði pabbi áður en lagt
var í hann: Á ég að galdra, hókus
pókus og síðan var hann skyndi-
lega kominn með ópalpakka í
hendurnar. Síðan jöpluðum við
systkinin og mamma á ópalinu á
leiðinni. Þegar ég var lítill veikt-
ist ég og var lagður inn á Landa-
kotsspítala í Reykjavík, pabbi
fékk frí í vinnunni og var hjá mér
í meira en mánuð. Hann sinnti
börnunum sínum af kostgæfni.
Sigurður Þorsteinsson var mjög
listrænn, hann var mjög flinkur
að teikna og hafði gaman af að
föndra. Hann bjó meðal annars
til stafakarla handa mér þegar ég
var að læra að lesa. Þetta var
löngu áður en stafakarlarnir
komu á markað. Sigurður Þor-
steinsson bjó til vegg í kjallara
flugstöðvarinnar á Keflavíkur-
flugvelli með myndum úr ís-
lenskri náttúru. Hann gerði þetta
smám saman og þetta var orðið
stórt listaverk. Þegar útlendir
birgjar komu í vinnuheimsóknir
til Íslands var stundum farið með
þá niður í kjallarann til að skoða
listaverkið hans Sigga Þorsteins
og voru þeir oft andaktugir yfir
verkinu. Pabbi var alltaf til í að
gera eitthvað skemmtilegt með
manni og gaf manni mikinn tíma.
Hann tók mig oft með sér í vinn-
una og fríhafnarstarfsfólkið var
allt svo gott við mig, þetta var
góður vinnustaður. Elsku pabbi
minn, ég er svo þakklátur fyrir
allar góðu stundirnar sem við átt-
um saman. Ég elska þig um alla
eilífð. Guð geymi þig.
Þorsteinn Sigurður
Sigurðsson.
Í dag verður til moldar borinn
Sigurður Þorsteinsson. Þá ég
fæðist er Sigurður tíu ára, og var
þá í heiminn komið fyrsta systk-
inabarn Sigurðar, sem átti eftir
samvistir við hann æ síðan.
Aldrei brást mér Sigurður,
aldrei hrekkti hann og engan
trúrri þekkti ég alla hans ævi.
Hann hélt mér um hönd ungum,
varði mig áföllum, leiddi mig sér
við hlið í uppgötvun heimsins, frá
bernsku fram á unglingsár. Var
alltaf til staðar og leyfði mér að
vera með.
Gætti mín fyrir systur, las mér
bækur til stillu, fór með mig í
göngur og í bíó í Reykjavík út frá
Skólavörðuholti. Síðar suður með
sjó var hann með mig stálpaðan
til ferða og gerða. Var með á
heiðum við fiskveiðar, sýndi mér
staði og starfsemi og fór með mig
sem ungling margar ferðir um
landið.
Sigurður var mér uppeldis-
hjálp, heldur böldnum, eins og
eitthvað sjálfsagt gott sem lífið
átti til.
Sem hann er horfinn, þá loks-
ins skildi ég hver hafði um svo
margt alið mig upp. Ég kveð
frænda minn með söknuði og
virðingu og votta eiginkonu hans
og börnum samúð og virðingu,
við höfum mikils misst.
Meira: mbl.is/andlat
Þorsteinn Hákonarson
Fallinn er frá Sigurður Þor-
steinsson. Þessi uppeldisbróðir
minn úr braggahverfinu á Skóla-
vörðuholtinu var á margan hátt
athyglisverður maður. Hógvær
maður, hlýr, heiðarlegur, rétt-
sýnn, hjálplegur.
Aldrei man ég eftir að hann
hallaði réttu máli, aldrei man ég
eftir að hann talaði illa um nokk-
urn mann.
Honum tókst að lifa lífi sínu
vammlaus. Líf hans rann eins og
tær berglind í jökulflaumi lífsins
án þess mikið bæri á honum. „Þó
veröld sjái ei vatnslind þá, í vit-
und guðs hver dropi er talinn.“
Mesta gæfuspor hans var þeg-
ar hann kynntist Minný og sam-
an eignuðust þau gæfuríkt heim-
ili.
Ég var heimagangur á heimili
foreldra Sigurðar. Ég var alinn
upp hjá ömmu minni sem var
ekkja og vann úti. Ég var því
mikið einn og átti ætíð athvarf á
heimili Þorsteins og Steinunnar.
Faðir hans kennarinn Þorsteinn
G. Sigurðsson var einstakur mað-
ur, fróður og yfirvegaður, snjall
hagyrðingur. Enn man ég eftir
Steinunni þar sem hún stóð bros-
andi og glaðlynd við kolaeldavél-
ina.
Þorsteinn kenndi okkur Sigga
að tefla, spila lomber og manna
og marga góða siði. Í rauninni
mótaðist líf mitt á þessum aldri af
kynnum mínum af þessu heimili.
Endurminningin merlar æ og á
þeim stundum vakir þakklæti í
huga mínum. Skaphöfn Sigurðar
bar mikil merki Þorsteins föður
hans.
Þegar Þorsteinn dó flutti þessi
fjölskylda til Keflavíkur og leiðin
milli okkar lengdist og brautir
okkar lágu hvor í sína áttina.
Minný og börnum þeirra Sig-
urðar sendi ég mínar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur G.
Þórarinsson.
Sigurður
Þorsteinsson
Systir mín,
HILDUR SOLVEIG PÁLSDÓTTIR,
Stýrimannastig 6, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 31. janúar klukkan 15.
Jóninna Margrét Pálsdóttir
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR,
Neðstaleiti 5, Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 24. janúar.
Friðjón Alfreðsson
Halldóra Þórdís Friðjónsd. René Andersen
Jón Arnar Friðjónsson
Þórhallur H. Friðjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐFINNUR FRIÐFINNSSON,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
26. janúar. Útförin fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju laugardaginn
8. febrúar klukkan 13.
Halla Elimarsdóttir
Þorsteinn Friðfinnsson Anna Husgaard Andreasen
Guðbjörg E. Friðfinnsdóttir Geirmundur Vilhjálmsson
Sveinn Friðfinnsson
Aðalheiður Friðfinnsdóttir Lúðvík Rúnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
STEFÁN LÁRUSSON,
Strikinu 12, Garðabæ,
áður Þinghólsbraut 25, Kópavogi,
lést á lungnadeild A6, Landspítalanum í
Fossvogi, að kvöldi 25. janúar.
Ólöf Sigríður Jónsdóttir
Jón Lárus Stefánsson Hildigunnur Rúnarsdóttir
Stefán Stefánsson
Guðrún Svava Stefánsdóttir Guðmundur I.A. Kristjánsson
Björn Grétar Stefánsson Katrín Dögg Teitsdóttir
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ARI RÖGNVALDSSON
vélstjóri,
Vestursíðu 9,
áður Skálagerði 2, Akureyri,
er lést 20. janúar, verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar klukkan 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hetjurnar, félag
langveikra barna á Norðurlandi.
Sigríður Halldóra Hermannsdóttir
Anna Guðný Aradóttir Ásgeir H. Steingrímsson
Hermann Arason María Ólafsdóttir
Ingibjörg Aradóttir Trausti Guðmundsson
Sigríður Matthildur Aradóttir Sindri Már Heimisson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁGÚST KARL SIGMUNDSSON,
sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
24. janúar, verður jarðsunginn frá
Þykkvabæjarkirkju miðvikudaginn 5. febrúar
klukkan 13.
Ágústína Ólafsdóttir
Sigmundur Rúnar Karlsson Ásta Brynja Baldursdóttir
Ólöf Ásta Karlsdóttir Hermann Þorsteinsson
Ingibjörg Lilja Karlsdóttir Jón Ingþór Haraldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar