Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 1

Morgunblaðið - 31.01.2020, Side 1
F Ö S T U D A G U R 3 1. J A N Ú A R 2 0 2 0 Stofnað 1913  26. tölublað  108. árgangur  ÆTLAR AÐ LANDA BIKAR UM HELGINA TJALDIÐ FELLUR Í PARADÍS NÝTUR LÍFSINS Á ÞINGVÖLLUM ÓVISSUTÍMAR 28 ÚTIVIST 16 SÍÐURELVAR MÁR Í SVÍÞJÓÐ 27 Sumir starfsmanna Isavia og þjónustufyrirtækja í Flugstöð Leifs Eiríkssonar nota nú andlitsgrímur og gúmmíhanska við afgreiðslu flugfarþega vegna hættu á smiti kórónaveirunnar. Dæmi er um slíkt við innritun farþega, eins og sést á mynd- inni sem tekin var í gær, og í verslunum og á veitingastöðum. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að heil- brigðisyfirvöld hafi útvegað grímur og annan búnað en starfsfólki sé í sjálfsvald sett hvort það telji þörf á eða vilji nota þennan búnað. Sama eigi við um þjónustu- og rekstrar- aðila í flugstöðinni. Fulltrúar frá landlækni héldu í fyrradag upplýsingafund með starfsfólki í flugstöðinni. »2 og 13 Afgreiðslufólk í Leifsstöð notar andlitsgrímur Ljósmynd/Páll Ketilsson NEYÐARÁSTANDI LÝST YFIR Á HEIMSVÍSU  Brunabótamat fasteigna hér á landi hefur hækkað um tæpa þrjá milljarða frá því í árslok 2015. Það fór yfir 10 þúsund milljarða núna í janúar, að því er fram kemur á vef Þjóðskrár. Í lok árs 2015 nam brunabótamat allra fasteigna hér á landi rúmlega sjö þúsund milljörðum króna. »6 Brunabótamat yfir 10 þúsund milljarða Guðni Einarsson gudni@mbl.is Drög að frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum gera m.a. kröfu um að minnst 30% af efni í fjölmiðlaveit- um sem miðla myndefni eftir pöntun sé evrópskt. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum, sem rekur mjög stóra efnisleigu, sagði að enn sem komið er næði fyrirtækið ekki þessu lágmarki. „Við erum að efla okkur í þessu og að búa okkur undir þessa lagabreyt- ingu,“ sagði Magnús. Hann sagði að væri erlent efni talsett eða lýsing ís- lensks þular fylgdi beinni útsend- ingu að utan teldist efnið vera inn- lent og því evrópskt. Texta verður annað erlent efni en það gerir það ekki íslenskt. Hann taldi að krafan um 30% lág- mark yrði ekki vandamál. Auðveld- ara væri að verða við henni í veit- unum en í línulegri dagskrá. Síminn gæti t.d. boðið upp á allt efni Skjás eins, sem er 20.000 klukkustundir, og uppfyllt skilyrðið. Magnús sagði að íslenskt efni myndi aðgreina ís- lenskar efnisveitur frá útlendum í framtíðinni. Síminn er nú að fram- leiða tvær leiknar íslenskar þátta- raðir. Hann sagði þetta vera enn eina löggjöfina sem skekkti samkeppnis- stöðu íslenskra miðla gagnvart er- lendum. Von væri á stórum efnis- veitum hingað á árinu sem sýndu eingöngu bandarískt efni. Þær þyrftu ekki að fara að íslenskum lög- um vegna þess að útsendingin væri ekki upprunnin hér á landi. Annað dæmi er bann við áfengisauglýsing- um hér á landi. Skekkir samkeppnis- stöðu íslenskra miðla  Kvaðir settar á íslenskar sjónvarpsveitur en ekki erlendar MEvrópskt efni í leigum … »14 Tæknibreytingar gera fyrir- tækjum nú hægara um vik að miðla afþreyingarefni beint í snjalltæki notenda í stað þess að fara í gegnum myndlykla- kerfi sjónvarpsstöðva. Framboð á erlendu efni mun aukast eftir þessum leiðum, til að mynda með opnun Viaplay hér á landi. Íslensk fjarskiptafyrirtæki boða sömuleiðis nýjar útfærslur á efnismiðlun í ár. Þá verður framleiðsla á íslensku efni aukin. »12 Framboð eykst í ár STREYMISVEITUR  Fyrsta rann- sóknar- eða veiðiskipið fer til loðnumælinga um helgina og tvö önnur fljót- lega. Er það nokkrum dögum fyrr en áætlað hafði verið. Var þetta ákveðið á fundi fulltrúa Hafró og útgerðar í gær. Í upphafi verður mesta áherslan lögð á að kanna loðnugöngur við Suðaustur- land enda hafa borist tilkynningar frá togurum um loðnu fyrir austan land. »4 Fyrsta leitarskipið af stað um helgina Loðna Ekki fannst næg loðna í janúar. Forstjóri Boeing hefur skipað hönn- uðum fyrirtækisins að skoða frá grunni hugmyndir um nýja milli- stóra vél sem lengi hefur verið rætt um að sé í burðarliðnum. Árið 2015 voru uppi áform um að hefja hönnun og smíði á nýrri vél sem myndi leysa af hólmi Boeing 757 og 767 vélar á borð við þær sem floti Icelandair samanstendur af. Margt bendir til að Boeing hafi misst af lestinni þar sem nú eru aðeins þrjú ár í að Air- bus afhendi fyrstu A321XLR-vélina sem fyllir skarðið sem 797-vélin átti að fylla. Icelandair segir að óvissan með síðastnefndu vélina hafi engin áhrif á flotaáform félagsins. »10 Morgunblaðið/RAX Risi Boeing leitar leiða til styrkja stöðu sína í samkeppni við Airbus. Allt á huldu um nýja vél  Boeing skoðar 797

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.