Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 13
Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Hart er nú tekist á í sölum öldunga- deildar Bandaríkjaþings um hvort kalla eigi til vitni í málaferlum full- trúadeildarinnar til embættissvipt- ingar á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta. Styrinn stendur einkum um hvort knýja beri John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, til þess að bera vitni fyrir öldungadeild- inni, en að minnsta kosti þrír þing- menn repúblikana hafa lýst yfir vilja til þess að heyra hvað hann hefur fram að færa um sakargiftirnar á hendur forsetanum. Hvíta húsið og lögfræðingateymi Trumps hafa reynt að koma í veg fyrir að Bolton beri vitni, en þjóðar- öryggisráð Bandaríkjanna hefur ályktað að stór hluti fyrirhugaðrar bókar Boltons, „The Room Where It Happened“, innihaldi leyndarmál „af hæstu gráðu“ sem varði þjóðar- öryggi Bandaríkjanna og því megi hún ekki koma út í núverandi mynd. Charles Cooper, lögfræðingur Boltons, hefur hafnað ályktun ráðs- ins og segir að ekkert sem fram komi í handriti bókarinnar gæti talist leynilegt, en völdum köflum úr hand- ritinu var lekið í fjölmiðla vestanhafs um síðustu helgi. Veit öll leyndarmálin Þar kom meðal annars fram að Bolton segir Trump hafa sagt við sig að hann vildi halda eftir hernaðar- aðstoð til Úkraínumanna til þess að þrýsta á um rannsókn á spillingar- málum sem gætu komið sér illa fyrir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, sem nú tekur þátt í forvali demó- krataflokksins fyrir forsetakosning- arnar í nóvember næstkomandi. Demókratar segja að eigi þessi frá- sögn við rök að styðjast sé ljóst að Trump hafi misbeitt valdi sínu til þess að reyna að tryggja sér endur- kjör með bellibrögðum. Vilja ekki að Bolton beri vitni  Bók Boltons sögð geyma „leyndarmál af hæstu gráðu“  Óvíst hvort meirihluti repúblikana heldur í atkvæðagreiðslunum Lögfræðingateymi Trumps gaf til kynna í fyrrinótt að Hvíta húsið myndi höfða mál til þess að koma í veg fyrir að Bolton bæri vitni, þar sem vitnisburður hans gæti snert þjóðaröryggi. „Hann veit öll leyndarmál þjóðarinnar,“ sagði Pat- rick Philbin, einn af lögfræðingum Trumps í málinu. Sagði Philbin að slíkur málarekstur gæti tekið marga mánuði og þar með lamað störf öld- ungadeildarinnar í allan þann tíma. Öldungadeildin hyggst greiða at- kvæði um vitnaleiðslur í kvöld en einfaldan meirihluta þingmanna þarf til þess að af þeim verði. Óvíst er hvort meirihluti repúblíkana, sem nú hafa 53 þingmenn af 100, muni halda eftir lekann úr handriti Boltons um síðustu helgi. Takist Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana, hins vegar að halda uppi flokksaga í sínum herbúðum er talið líklegt að hann muni kalla eftir því að forsetinn verði sýknaður eða málinu vísað frá strax í næstu viku. AFP Washington Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, mætir til fundar í öld- ungadeildinni en hart er tekist á um hvort kalla eigi vitni fyrir deildina. FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, tilkynnti í gær eftir fund neyðarnefndar stofnunarinnar að lýst yrði yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kórónaveirunnar. Um miðjan dag í gær hafði höfðu verið skráð um 7.711 sjúkdómstilfelli í Kína, flest í eða nálægt borginni Wuh- an, og 170 dauðsföll af völdum veirunnar. Þar af létust 38 sólarhringinn á undan. Einnig voru staðfest um 100 til- felli í yfir 15 öðrum löndum. Rússar tilkynntu í gær að landamærum ríkisins og Kína yrði lokað í dag og hætt yrði að gefa út rafrænar vegabréfsáritanir til kínverskra ríkisborgara til að reyna að koma í veg fyrir að kórónaveiran bærist til Rússlands. Fleiri ríki sem eiga landamæri að Kína þar á meðal Mongólía og Kasakstan, hafa gripið til svipaðra aðgerða. Þá hafa flugfélög, meðal annars British Airways, Luft- hansa, Finnair og SAS, hætt tímabundið beinu flugi til Kína. Vísindamenn lyfjafyrirtækisins Inovio í San Diego í Bandaríkjunum vinna nú að gerð bóluefnis gegn veirunni með nýrri genatækni. Er áformað að hefja tilraunir á mönnum snemmsumars og hugsanlega yrði hægt að bólusetja gegn veirunni í stórum stíl undir lok ársins. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í gær að þar á bæ væri fylgst grannt með áhrifum faraldursins á efnahags- líf heimsins. Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði eftir neyðarfundinn í gær að stofnunin hefði mestar áhyggjur af því að sjúkdómurinn ætti eftir að berast til ríkja þar sem heilbrigðiskerfi væru veikburða. Þá sagði hann að WHO teldi enga ástæðu til þess að setja hömlur á ferðalög til Kína eða viðskipti við landið vegna kórónaveirunnar, en nokkur flugfélög hafa lýst því yfir að þau hafi aflýst flugferðum til Kína. „Alþjóðaheil- brigðisstofnunin mælir ekki með, og leggst í raun gegn, hömlum,“ sagði Ghebreyesus á blaðamannafundi í Genf í Sviss í gær. gummi@mbl.is Neyðarástandi lýst yfir á heimsvísu  Rússland og fleiri ríki loka landamærum sínum að Kína Inflúensu Ebólu Bólusótt Lömunarveiki Hundaæði HIV Veirur hafa valdið nokkrum mannskæðustu sjúkdómum mannkynssögunnar Þær geta lifað sníkjulífi á öllum lífsformum, svo sem dýrum, jurtum, sveppum og sóttkveikjum Ákveðnar veirur eru háðar ákveðnum hýslum Á síðustu fimmárumhefur fjöldi veirutegunda semgreinst hafa aukist 20-falt Meðal útbreiddustu lífsforma á jörðinni en samt er minna vitað um þær en annað lífsform Á sama tíma virðst þær gegna mikilvægu hlutverki í þróun og uppruna lífsins Þá gætu þær lagt lið í baráttu við ofurbakteríur sem eru ónæmar gegn sýklalyfjum Þær geta nýtt sér frumur hýslanna til að fjölga sér Þær geta ekki fjölgað sér utan hýsla Vísindamenn eru ekki sammála um hvort þær séu lifandi Veirur finnast alls staðar á jörðinni Handan góðs eða ills?Veirur eru örsmáar -minni en bakteríur Eðli veira Heimild: New Scientist/Science Direct/ncbi.nlm.nih.gov/news-medical.net Þar á meðal Sænsku þingmennirnir Jens Holm og Hakan Svenneling lýstu því yfir í gær að þeir hefðu tilnefnt um- hverfissinnann Gretu Thunberg og hreyfingu hennar til friðarverð- launa Nóbels í ár. Þingmennirnir, sem báðir koma úr sænska Vinstriflokknum, sögðu í bréfi sínu til norsku Nóbelsverð- launanefndarinnar að þrátt fyrir ungan aldur hefði Thunberg lagt hart að sér til að opna augu stjórn- málamanna fyrir vánni í loftslags- málum. Thunberg, sem tilkynnti í gær að hún hefði sótt um einkaleyfi á nafni sínu og mótmælahreyfingarinnar „Fridays for Future“, eða föstudag- ar til framtíðar, var einnig nefnd sem mögulegur verðlaunahafi í fyrra, en Abiy Ahmed Ali, forsætis- ráðherra Eþíópíu, fékk þau fyrir að stilla til friðar í deilum Eþíópíu og Erítreu. Tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels verða að hafa borist fyrir 1. febrúar og hafa fjölmargir heimild til þess að veita útnefningu sína, þar á meðal fyrri verðlaunahafar, útvaldir háskólaprófessorar, þing- menn og ráðherrar og sjálfir með- limir verðlaunanefndarinnar. AFP Tilnefnd Thunberg (fyrir miðju) hefur vakið athygli með mótmælum sínum. Thunberg tilnefnd til friðarverðlauna FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.