Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 32
SMÁRALIND – KRINGLAN PRONTO matarstell frá Kahla Diskur 20,5 cm 1.890,- Matardiskur 26 cm 2.590,- Súpudiskur 22 cm 2.190,- Skál 14 cm 2.590,- Espresso bolli 8 cl 1.490,- Espresso bolli 10 cl 1.490,- Cappuccino bolli 25 cl 1.690,- Kaffikrús 28 cl 1.990,- Tekrús 40 cl 2.290,- Kaffibolli 16 cl 1.690,- PRONTO 16 cl kaffibollarnir komnir aftur Sérframleiddir fyrir okkur TAKMARKAÐ MAGN Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar- maður og tónlistarfræðingur, var út- nefndur bæjarlistamaður Seltjarn- arness 2020 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í byrjun viku. Árni hefur starfað að tónlistar- málum með margvíslegum hætti, sem tónlistarfræðingur, kennari, pí- anóleikari, kórstjóri og sem listrænn ráðgjafi Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands og gefið út þrjár bækur um tónlist á íslensku. Fyrir skömmu kom svo út bók eftir hann í Bandaríkj- unum, Jón Leifs and the Musical Invention of Iceland. Árni bæjarlistamaður FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 31. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Tindastóll, KR og Haukar unnu öll leiki sína í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöld. Fyrir leikina voru þau í 3.-5. sæti, öll með 18 stig. Staðan hefur því lítið breyst, nema hvað stigin eru orðin 20. KR vann ÍR á heimavelli, Haukar unnu Þór frá Þorlákshöfn í Hafnarfirði og Tindastóll vann útisigur á Þór frá Akureyri. »26 Þrjú lið hnífjöfn eftir góða sigra í gærkvöldi ÍÞRÓTTIR MENNING Dúettinn EKKI MINNA Duo heldur tónleika í Iðnó í kvöld kl. 22 og eru þeir liður í dagskrá Myrkra músík- daga. Dúettinn skipa Bretinn Andrew Power sellóleikari og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikkuleikari sem búa báðir í Kaupmannahöfn og flytja nýja norræna tónlist. Á tónleikum þeirra á Myrkum músíkdögum munu Andrew og Jónas flytja ný verk eftir dönsk tónskáld sem samin voru sér- staklega fyrir dúóið og frumflytja nýtt gagnvirkt gjörningstónverk eft- ir Áslaugu Rún Magnúsdóttur. EKKI MINNA Duo á Myrkum músíkdögum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Bassinn Davíð Ingi Ragnarsson vann til verðlauna á Grandi Voci Ist- anbul 2020-söngkeppninni sem fram fór í Istanbúl í Tyrklandi og lauk um liðna helgi og syngur hlutverk Sar- astrós í Töfraflautunni eftir Mozart í sérstakri uppfærslu í Salzburg síðar á árinu. „Frammistaðan er einn stærsti áfanginn síðan ég byrjaði að syngja,“ segir hann. „Þetta er mikill heiður og ég er ákaflega þakklátur skipuleggjendum fyrir stuðninginn.“ Um 120 óperusöngvarar skráðu sig til leiks, 62 þeirra víðs vegar að úr heiminum tóku þátt í keppninni og níu, þar á meðal Davíð, komust í úrslit. Nokkrum verðlaunahafa var boðið að taka þátt í Oper im Berg- uppfærslum í Salzburg í ár, þar á meðal Davíð. „Þessi keppni er fyrir unga söngvara, hugsuð sem stökk- pallur fyrir þá, og hefur verið árlega í Salzburg í Austurríki en var nú í Istanbúl í fyrsta sinn,“ segir Davíð. Þegar hann frétti að hún yrði í Ist- anbúl hafi hann sótt um að vera með enda ekki langt að fara frá Ísrael þar sem hann býr með ísraelskri unn- ustu og starfar við að selja hug- búnað, einkum til bandarískra stór- fyrirtækja. Körfubolti og söngur Óperusöngur fellur ekki vel að fullu starfi í hugbúnaðarfyrirtæki, að sögn Davíðs. „Það er erfitt að samræma þetta,“ segir hann. Hann bætir við að þátttakendur í Istanbúl hafi ýmist verið atvinnusöngvarar eða söngnemar og hann því skorið sig úr. „Ég varð að taka vinnuna með mér til Istanbúl,“ segir hann. „Enginn annar keppandi lauk við að syngja og fór síðan rakleiðis upp á hótel til þess að selja hugbúnað.“ Davíð var Íslandsmeistari í 10. og 11. flokki í körfubolta með Fjölni. „Þegar ég var yngri spáði ég aðal- lega í körfubolta,“ segir hann, en hann var meðal annars valinn í landsliðshóp 17 ára og yngri um aldamótin. Hann steig fyrst fram á söngsviðið þegar hann var níu ára. „Þá bjuggum við í Chicago og for- eldrar mínir vildu að ég reyndi fyrir mér í söng og komu mér í kirkju- kór,“ rifjar hann upp. Hann fór síðan fyrst í söngtíma 16 ára, lærði söng í Söngskóla Reykjavíkur og var síðan í einkakennslu í Berlín. Eftir að hann lauk formlegu námi fyrir um áratug hefur hann unnið reglulega með brasilískum kennara í New York í gegnum skype á netinu til að laga og bæta sönginn. „Söngnámi lýkur aldrei, maður vill alltaf bæta sig og þetta er ein leið til þess,“ segir hann. „Markmiðið er að ná lengra og lengra í söngnum, ná að syngja í þekktum óperuhúsum.“ Ekki hefur verið ákveðið hvenær uppfærslan verður í Salzburg en Davíð bíður spenntur eftir tækifær- inu. „Ég vona að fleiri dyr opnist í framhaldinu,“ segir hann. Grandi Voci Istanbul 2020 Bassinn Davíð Ingi Ragnarsson vann til verðlauna í söngkeppninni. Söng sig inn í hlutverk Sarastrós í Salzburg  Davíð Ingi Ragnarsson fagnaði merkasta áfanganum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.