Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.01.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ídag gangaBretar út úrESB. Það er síðbúin frétt. Þjóðin ákvað þetta með afgerandi hætti í þjóðar- atkvæði 23. júní 2016 og hefur svikahröppum því tekist að draga lappirnar í nærri fjögur ár! Afgerandi? – gæti einhver spurt. Var ekki niðurstaðan samþykkt með aðeins 52% gegn 48%? Mikið rétt. Og þegar glöggt er skoðað var sú niður- staða mjög afgerandi. Forysta Íhaldsflokksins lagð- ist eindregið gegn málinu í kosningabaráttunni og munaði um hennar vél. Meirihluti for- ystu Verkamannaflokksins var þar, þótt leiðtoginn Corbyn væri tvístígandi, enda lengi tal- inn brexit-maður í hjarta sínu. Frjálslyndi flokkurinn var heill og ákafur gegn útgöngu úr ESB. Skoski þjóðarflokkurinn var enn harðari. Eini flokkurinn sem kvað að með útgöngu átti engan mann á þingi! Þetta var því barátta almennings gagn- vart elítunni sem tapað hafði áttum. Obama, forseti Bandaríkj- anna, var fenginn til að koma við í Lundúnum og sagði þar við „sína mikilvægustu bandalags- þjóð“ að samþykktu Bretar út- göngu úr ESB og þyrftu því sér- stakan viðskiptasamning við Bandaríkin yrðu þeir settir aft- ast í röð þjóða sem óskuðu eftir slíku! Slík hótun var með mikl- um ólíkindum. Gestgjafinn, David Cameron, gerði enga at- hugasemd við svo fjandsamlega og fordæmalausa árás. Enda hefur síðar verið staðfest að for- sætisráðherrann pantaði sjálfur þessa hótun forsetans. Talið var að King, seðla- bankastjóri Bretlands, hefði ekki mikla trú á því að hægt væri að leggja fræðilegan grunn að þeim miklu hrakspám sem „kerfinu“ var nú ætlað að þyrla upp um hina bresku útgáfu af heimsendi, sem fylgdi hugsan- legri útgöngu. Osborne fjár- málaráðherra handvaldi fyrir Cameron kanadískan banka- stjóra til að taka við af King og spilaði sá með í hræðsluáróðri allra þeirra samtaka og stofn- ana sem hafa svo oft sýnt að þær bregðast aldrei vondum málstað. Allar spár Englandsbanka um áhrif þess að þjóðin hlypi á sig á kjörstað eru nú í hrúgu sem óboðlegt drasl. Gengi pundsins myndi hrynja með hræðilegum afleiðingum fyrir dýrtíð í landinu. Og það gerðist vissulega í fáeinar klukkustund- ir um morguninn sem úrslitin lágu fyrir. Fáeinum klukkutím- um síðar var það komið í samt lag og smávægileg varanlegri veiking pundsins varð efna- hagnum hagstæð. Nær allar þær hag- tölur sem fjúka áttu fjandans til kysi þjóðin vitlaust segja nú sömu sögu. Ekki vantaði upp á að pótintátar ESB létu sinn hræðsluáróður dynja og honum fylgdu iðulega hótanir um heimatilbúna erfið- leika og steina í götu. Margt var spegilmynd af því sem menn létu hafa sig í hér á landi í átök- um um Icesave. BBC, sem þó er eins og hvít- þveginn engill hvað lögboðna óhlutdrægni varðar miðað við ósköpin sem Íslendingar mega þola, gekk þó eins langt og það þorði í hlutdrægni sinni í að- draganda þjóðaratkvæðis. Það lá svo mikið við. Ólíkt aumingja- dómnum hér hafa bresk yfirvöld nú ákveðið að verðlauna ekki óverjandi framgöngu BBC með auknum framlögum. Fyrirtækið dró svo allar götur frá úrslitum þjóðaratkvæðis taum ESB í svo- kölluðum samningaviðræðum um útgöngu. Auðveldaði sú mis- notkun búrókrötum í kringum Theresu May að láta hana sitja uppi með furðusamning, sem hnýta skyldi Breta áfram á klafa ESB, hvað sem vilja þjóð- arinnar leið. Það munaði aðeins hárs- breidd að samsærið gegn bresku þjóðinni tækist. Mark- miðið var að þeir aðilar og stofn- anir, sem ríkustu trúnaðar- skyldur höfðu, myndu misnota sína aðstöðu til að skelfa þjóðina í blindandi áróðri frá því að samþykkja útgöngu. Hún stóð ofureflið af sér. En þá ákvað þingforsetinn og þeir þingmenn sem voru á móti útgöngu, þótt þeir hefðu heitið því að virða niðurstöðuna, að nú skyldi reynt til þrautar að tortíma mál- inu. Boris Johnson tapaði hverri atkvæðagreiðslunni af annarri og var þá synjað um kosningar! Loks náði hann að merja fram kosningar í landinu, þegar and- stæðingarnir léku af sér. Hann vann stórsigur, langt umfram björtustu vonir hans. Bretland er eitt öflugasta ríki ESB. Það munaði engu að vilji bresku þjóðarinnar yrði hafður að engu. Forystumönnum Íhaldsflokksins, fyrst Cameron og svo May, mátti ekki treysta yfir þröskuld. Svo er látið hér eins og Íslandi væri óhætt að „prufa aðild“ og gæti svo farið ef það vildi! Það hefur gerst í millitíðinni að íslensk yfirvöld réttlættu ömurleg svik sín í orkupakka- málinu með því að neitunarvald Íslands samkvæmt samningi um EES um lögleiðingu tilskip- ana hefði gufað upp! Sjálf for- sendan sem Sjálfstæðisflokkur- inn sagði við samþykkt EES vera grundvöll hennar. Eyðileggingar- herferðin gegn Bretum er óhugn- anleg, en af henni má mikið læra} Bretar gengnir úr gildru F lóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir nú rúmlega 20 milljónir einstaklinga sem flóttafólk af völdum stríðsátaka og ofsókna á heimsvísu. Hér er um mikinn vanda að ræða sem verður ekki leystur nema með samstilltu átaki fjölmargra ríkja og á alþjóðlegum vettvangi. Ísland tekur árlega á móti kvótaflóttamönn- um í samstarfi við Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna. Íslensk stjórnvöld hafa tekið á móti 247 slíkum einstaklingum frá árinu 2015. Stefnt er að því að taka á móti 85 á þessu ári og 100 á því næsta. Um er að ræða sýr- lenskt flóttafólk sem er í flóttamannabúðum í Líbanon, afganskt flóttafólk í Íran og flóttafólk í sérstaklega viðkvæmri stöðu í Kenía. Auk kvótaflóttamanna hefur umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi fjölgað veru- lega á síðustu árum. Það er fólk sem kemur til landsins á eigin vegum. Árið 2009 bárust 35 slíkar umsóknir en þær voru 1.096 árið 2017 eða rúmlega 30 sinnum fleiri. Á síðasta ári voru umsóknir 867 talsins. Samkvæmt upplýsingum frá Eurostat var Ísland árin 2017 og 2018 í 25. sæti yfir þau ríki Evrópu sem fengu til sín flesta umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ef miðað er við umsækjendur á hverja milljón íbúa var Ísland í 6. sæti á sama lista. Í samanburði við Norðurlöndin voru umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi árið 2019. Til viðbótar við þá 376 umsækjendur um alþjóðlega vernd sem fengu jákvæða niðurstöðu hjá Út- lendingastofnun árið 2019 fengu 155 ein- staklingar alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, sem aðstand- endur flóttamanna hér á landi eftir umsókn til Útlendingastofnunar eða sem kvótaflóttamenn. Í heild fékk því 531 einstaklingur vernd hér á landi í fyrra en 288 einstaklingar árið 2018. Við meðferð þessara viðkvæmu mála verður að sýna fólki virðingu og mannúð. Um leið verð- ur að tryggja jafnræði. Umsóknir fara í fagleg- an farveg hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Kærunefndin metur ákvarð- anir stofnunarinnar. Nefndin er sjálfstæð og úr- skurðir hennar endanlegir. Henni var komið á fót til að bregðast við gagnrýni m.a. frá Flótta- mannastofnun Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossi Íslands. Íslenskt stjórnkerfi hefur átt fullt í fangi með að taka á móti þessum fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Kostnaður dómsmálaráðuneytisins vegna útlend- ingamála fór úr ríflega 663 m.kr. árið 2014 í u.þ.b. 3,6 millj- arða króna árið 2019. Eðli málaflokksins kallar á reglulega endurskoðun til að meta hvað megi betur fara og hvort verið sé að gera nóg með hliðsjón af innlendum og erlendum skuldbindingum. Þar sem viðfangsefnið er fólk og líf þess er bæði mikilvægt og sanngjarnt að umræða um málaflokkinn sé málefnaleg, almenn og yfirveguð. aslaugs@althingi.is Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Jafnræði, virðing og mannúð Höfundur er dómsmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Lágmarkshlutfall evrópsksefnis í fjölmiðlaveitumsem miðla myndefni eftirpöntun skal vera 30%, samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum. Evrópska efnið skal vera sýnilegt og fjölbreytt. Fjölmiðlaveita getur ver- ið einstaklingur eða lögaðili sem starfsrækir fjölmiðil. Fjölmiðlaveit- ur með litla veltu verða undan- þegnar þessari skyldu. Í ljósi þess hvað skyldan er umfangsmikil og tæknileg er gert ráð fyrir því að gef- inn verði eins árs aðlögunartími. Tilefni breytingarinnar er fyrir- huguð innleiðing á tilskipun ESB sem breytir tilskipun um hljóð og myndmiðlun. „Að baki breytingar- tilskipuninni liggur einnig að áhorfs- venjur fólks hafa breyst og þá sér- staklega barna. Línulegt áhorf hefur minnkað og meira er horft á efni í ólínulegri dagskrá og á mynd- deiliveitum. Nauðsynlegt var talið að reglur um fyrrnefndar miðl- unarleiðir yrðu samræmdar til að stuðla að jafnræði fjölmiðla óháð þeirri miðlunarleið sem þeir kjósa. Þá hefur einnig orðið gífurleg tækniþróun á undanförnum árum, þá sérstaklega þegar litið er til þess hvernig efni er miðlað og því nauð- synlegt að lagaumhverfið endur- spegli þær breytingar,“ segir í Sam- ráðsgáttinni. Aukin vernd á ýmsum sviðum Í greinargerð með frumvarps- drögunum kemur m.a. fram að ríkari kröfur verði gerð til fjölmiðla og fjöl- miðlaveitna um að tryggja vernd barna gegn viðskiptaboðum með því að sýna ekki kostað barnaefni. Einnig verði gerð breyting sem kveði á um skyldu fjölmiðlaveitna til að auka aðgang sjón- og heyrnar- skertra að efni þeirra. Ákvæði um hatursumræðu hef- ur líka verið uppfært og tekur til fleiri hópa en áður. Auk þess verður bannað að hvetja til hryðjuverka. Þessu er breytt vegna breyttra leiða sem myndefni er miðlað eftir og aukningar á notendaframleiddu efni, en með því verður auðveldara að koma hatursáróðri og hvatningu til hryðjuverka á framfæri. Lagt er til að nýjum kafla verði bætt í fjölmiðlalög um réttindi og skyldur mynddeiliveitna. Með því verða ákveðnir þættir í starfsemi þeirra felldir undir fjölmiðlalög, þótt slíkar veitur séu ekki fjölmiðlar í eðli sínu. Framkvæmdastjórn ESB hef- ur gefið út leiðbeiningar um hvað teljist til mynddeiliveitna. Tilteknir hlutar samfélagsmiðla eins og Face- book, YouTube og Instagram eru taldir vera mynddeiliveitur. Það eru þeir hlutar sem miðla myndefni, hvort sem það er frá miðlunum sjálf- um eða notendaframleitt efni. Auglýsingareglur verða rýmk- aðar. Hámark auglýsinga á að verða 20% á tilteknum tímabilum en ekki bundið við 20% á klukkustund eins og nú. Fjölmiðlanefnd mun fá aukin verkefni, verði frumvarpið að lögum. Þar á meðal er skýrslugjöf til Eftir- litsstofnunar EFTA. Eins fær hún það hlutverk að efla miðla- og upp- lýsingalæsi almennings. Hlutverk samráðshóps evrópskra fjölmiðla- eftirlitsstofnana (ERGA) verður lög- fest með tilskipuninni. Fjölmiðla- nefnd mun því taka þátt í öllu starfi ERGA án þess þó að hafa kosninga- rétt. Talið er að bæta þurfi við einu stöðugildi hjá nefndinni. Evrópskt efni í leig- um verði minnst 30% Morgunblaðið/ÞÖK Áhorf Drög að ýmsum breytingum á fjölmiðlalögum eru nú til kynningar. Þetta er m.a. gert til að koma til móts við breytingar á áhorfshegðun fólks. Morgunblaðið/ÞÖK Mennta- og menningarmála- ráðuneytið leitar nú umsagna um drög að frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum (38/2011). Drögin eru birt í Samráðsgátt stjórnvalda (sam- rad.is). Í kynningu á frumvarp- inu segir m.a. að í mati fram- kvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins á tilskipuninni um hljóð- og myndmiðlunar- þjónustu hafi komið fram að hún fæli ekki í sér fullnægj- andi vernd barna og neytenda á mynddeiliveitum. Einnig var sýnt fram á ósamræmi á milli krafna til línulegrar og ólínu- legrar miðlunar. Auk þess þyrfti að endurskoða reglur til- skipunarinnar um við- skiptaboð. Umsagnarfrestur um frum- varpið er til 12. febrúar. Breytingar í bígerð FJÖLMIÐLALÖG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.