Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.01.2020, Qupperneq 15
5.1. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 fordómar? Er það ekki iðulega af ótta við eitt- hvað, ekki síst það sem er framandi og við þekkjum ekki? Við finnum fordóma gjarnan hjá fólki sem hefur það verra en aðrir og lifir í stöðugum ótta um að verið sé að stela ein- hverju af því. Í Gullregni er Indíana dálítið bú- in að loka sig frá umheiminum sem er olía á eld xenófóbíunnar og rasismans. Sjálfur hef ég óbeit á rasisma, það er fátt sem fær blóðið í mér til að sjóða hraðar, en um leið þarf ég að nálgast mínar persónur af hlutlægni og virð- ingu. Það fæðist enginn fordómafullur; það er eitthvað sem gerir okkur þannig. Hræðsla, vonbrigði eða fingraför á sálinni; jafnvel langt aftur í ættir. Þann vítahring þarf að rjúfa. Maðurinn á að reyna að brjótast undan viðjum sem honum hafa verið skapaðar. Eins og við þekkjum þá hafa fordómar haft skelfilegar af- leiðingar í mannkynssögunni.“ Þarf að segja þessa sögu Og ef til vill er það skýringin á því að Ragnar er ennþá á kafi í þessari tilteknu sögu, átta ár- um síðar. „Það er ekki ólíklegt. Það þarf að segja þessa sögu. Víða erlendis hefur Ísland ákveðinn fegurðarljóma, umfram það sem við upplifum sjálf, ekki síst vegna hreinleikans sem við hreykjum okkur mikið af. Staðreyndin er hins vegar sú að við búum í samfélagi, þar sem sömu vandamál eru og annars staðar. Maðurinn er misvel gerð skepna – og misupp- lýst skepna.“ Ragnar er ekki ókunnugur staðháttum í Breiðholtinu en eins og menn muna þá gerðist tvíleikur hans, Börn og Foreldrar, í sama hverfinu. „Þær myndir voru gerðar í bullandi góðæri, skömmu fyrir hrun, þegar við bjugg- um við veruleikafirringu og hetjudýrkun á auðmönnum. Persónurnar í myndunum voru á hinn bóginn að kljást við erfiðleika og ein- hverjum fannst það ótrúverðugt á þeim tíma. „Það eru engin svona vandamál á Íslandi leng- ur,“ sagði fólk við mig – og meinti það. Það er ótrúlegt hvað sumir voru með höfuðið djúpt í sandinum. Auðvitað er og verður alltaf til fólk sem trúir því að Ísland sé betra en önnur lönd en hvað er íslenskt, þegar við veltum því fyrir okkur? Ekki kleinan og ekki einu sinni kjöt- súpan.“ Eins og fyrr segir vísar titill nýju mynd- arinnar, Gullregn, í tré þeirrar ágætu gerðar sem er úti í garði við blokkina sem Indíana býr í – og er henni afskaplega kært. Nema hvað fulltrúi báknsins tekur hús á Indíönu snemma myndar og upplýsir hana um að allur gróður sem ekki var jarðfastur aldamótin 1900 skuli fjarlægður. „Auðvitað er þetta eins og hver önnur fantasía,“ upplýsir Ragnar brosandi, „en staðreyndin er eigi að síður sú að fyrir nokkrum árum las ég frétt þess efnis að skýrsla í þessum dúr hefði verið skrifuð en endað ofan í skúffu í umhverfisráðuneytinu. Þetta er mjög áhugaverð pæling enda þótt ekkert hafi orðið úr þessu á sínum tíma; hvaða gróður er íslenskur og hvaða gróður ekki? Geta mosi og lyng verið heilög? Þetta sparkaði sögunni af stað.“ Aldrei að segja aldrei Talið berst að hinum sviðsverkum Ragnars og hvort þau komi líka til með að rata á hvíta tjaldið í framtíðinni. „Ég á síður von á því; þau henta ekki eins vel til kvikmyndunar og Gull- regn, þar sem mikið er á seyði utan sviðs. Hin tvö eru meiri rauntímaverk. Ég útiloka þó ekk- ert í þessu sambandi. Reynslan hefur kennt manni að segja aldrei aldrei.“ Sterkar kvenpersónur eru í öndvegi í öllum leikverkum Ragnars og sömu sögu má segja um síðustu sjónvarpsseríuna sem hann gerði, Fanga, og næstu kvikmynd á undan Gullregni, Málmhaus. „Það hafa mun færri sögur verið sagðar af konum gegnum tíðina; það á ekki síst við um kvikmyndirnar sem hafa verið mjög karllægur miðill, ekki bara hér á landi. Í Vaktaseríunum þremur og kvikmyndinni sem kom í kjölfarið, Bjarnfreðarson, var ég á bóla- kafi í tilvistarkreppu karla og að því loknu hafði ég einfaldlega þörf á að snúa mér að hinu kvenlega og hef lagt áherslu á það síðan,“ segir Ragnar sem einnig mun gera konum hátt und- ir höfði í næstu verkefnum, næstu kvikmynd og næstu sjónvarpsþáttum, Föngum II. „Ég er ekki að segja að karlar í krísu séu ekki gott efni í drama en konur eru samt á margan hátt áhugaverðari. Líf þeirra er oft og tíðum flóknara og tilfinningalífið stærra. Og svo er öld konunnar auðvitað upp runnin.“ Horfa öðruvísi á heiminn Fyrir liggur að mun fleiri karlar en konur hafa skrifað handrit og leikstýrt kvikmyndum gegnum tíðina en Ragnar fagnar því að leikar séu hægt og bítandi að jafnast. „Það eru marg- ir áhugaverðir kvenkyns höfundar og leik- stjórar að koma fram á sjónarsviðið, bæði hér heima og erlendis, og eiga eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. Konur horfa gjarnan öðruvísi á heiminn en við karlarnir og segja fyrir vikið með öðrum hætti frá. Gildir þá einu hvort þær eru að segja sögur af konum eða körlum.“ Raunar er Ragnar þess sinnis að góður höf- undur eigi ekki að nálgast sögur sínar út frá kyni. „Góður höfundur er kynlaus; hann skrif- ar bara persónur, hvort sem þær eru karlar eða konur. Aðalmálið er að hann beri virðingu fyrir viðfangsefni sínu og hafi áhuga á mann- legu eðli. Höfundurinn dvelur alltaf í andrúmi sem endurspeglar samfélagið sem hann býr í. Það er ekkert síður áhugavert að kona skrifi um karla – og öfugt. Væri ekki allt miklu fá- tæklegra og einhæfara ef konur skrifuðu bara um konur og karlar bara um karla?“ Við hæfi er að ljúka spjallinu á þeim orðum. Ég þakka fyrir mig og hverf út í mildan miðs- vetrarmorguninn með ljósmyndarastóðið á hælunum. Ragnar horfir á eftir okkur. Og klórar sér í höfðinu. „Ég kom að borðinu með sögu, upphaf, miðju og endi, en vann náið með hverjum og einum leikara til að bæta kjöti á beinin,“ segir Ragn- ar Bragason um tilurð Gullregns. Morgunblaðið/RAX Karolina Gruszka, sem fer með hlutverk pólsku tengdadótturinnar, er stórstjarna í heimalandi sínu. Sigrún Edda Björnsdóttir í hlutverki hinnar fordómafullu Indíönu og Halldóra Geirharðsdóttir sem hin hjartahreina vinkona hennar, Jóhanna. Þær léku báðar í sviðsverkinu í Borgarleikhúsinu. ’Góður höfundur er kynlaus;hann skrifar bara persónur,hvort sem þær eru karlar eðakonur. Aðalmálið er að hann beri virðingu fyrir viðfangsefni sínu og hafi áhuga á mannlegu eðli.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.