Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 B Æ J A R L I N D 1 4 - 1 6 2 0 1 K Ó P AV O G U R S Í M I 5 5 3 7 1 0 0 L I N A N . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 ú t s ö l u l o k 10 - 50% afslát tur af öllum vörum laugardaginn 8.febrúar - 2 5 % r o n a s v e f n s ó f i - s v e f n f l ö t u r 1 4 0 x 2 0 0 c m - V ö n d u ð s p r i n g d ý n a k r . 1 8 9 . 7 0 0 nú kr. 142.275 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að undirbúningi þess að setja upp öryggismyndavélar við nokkra af stærstu bæjum og þorp- um Vesturlands. Unnið er að verk- efninu í samvinnu lögreglu, sveitar- félaga og Neyðarlínunnar. Málið hefur verið alllengi til um- ræðu á Vesturlandi. Jón S. Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjór- anum á Vesturlandi, segir að til- gangurinn sé að auka eftirlit, með sama hætti og gert er í bæjunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, á Akureyri og víðar. Myndir eru teknar af öllum bílum sem aka inn í bæina og út úr þeim. Myndavélarnar eru vaktaðar hjá lögreglu sem getur leitað að bílnúm- erum eða skoðað myndir, ef eitthvað kemur upp sem þarf að athuga sér- staklega. Skagamenn lengst komnir Verkefnið er lengst komið á Akra- nesi. Til athugunar er að koma ör- yggismyndavélum upp í Borgarnesi og jafnvel víðar í sveitarfélaginu, í Stykkishólmi, Grundarfirði, Snæ- fellsbæ og hugsanlega víðar á Vest- urlandi. Jón segir áætlað að upp- setning hvers straurs með öllum búnaði kosti um 1,5 milljónir kr. Kostnaður við tengingar geti verið mismunandi og geti bæst við stofn- kostnað. Hann segir misjafnt hversu margar vélar þarf á hverjum stað eða í hverju sveitarfélagi. Byggðarráð Borgarbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi lögreglunnar um að ganga til samninga sveitarfé- laganna, lögreglunnar og Neyðarlín- unnar um verkefnið. Öryggismyndavélar um allt Vesturland  Enginn kemst óséður inn og út úr bæjum og þorpum Morgunblaðið/Eggert Öryggi Myndavélar vakta ferðir fólks í mörgum bæjarfélögum. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Frá árinu 2000 hafa 43 skip strand- að hér við land vegna þess að stjórnandi skips hafði sofnað, sam- kvæmt niðurstöðum Rannsókna- nefndar samgönguslysa. Jón Arilíus Ingólfsson, rannsóknastjóri sigl- ingasviðs, segir að meðalvökutími skipstjórnenda í þessum óhöppum hafi verið um 24 klukkutímar fyrir strand, en hámarkið sé 40 tímar. Jón Arilíus segir þennan fjölda uggvænlegan og það sé mikil mildi að ekki hafi orðið banaslys í þessum skipsströndum, en í nokkrum tilvik- anna eyðilögðust bátarnir. Hann segir það aldrei nógsamlega brýnt fyrir skipstjórnendum að þeir fái nauðsynlegan hvíldartíma og nýti þann viðvörunarbúnað sem sé um borð í bátunum. Í 41 tilviki á síðustu tveimur ára- tugum var um að ræða minni báta með fjóra eða færri í áhöfn, en í tveimur tilvikum voru skipverjar 10 og 13. Oft hafa óhöpp af þessum toga verið 1-2 á ári, en í fyrra voru þau fimm talsins og fjögur bæði 2005 og 2007. Jón Arilíus segir að margir minni bátanna hafi sótt mjög stíft en margir þeirra séu nú með tvær áhafnir. Það sé áhyggju- efni að á síðasta ári hafi ströndum fjölgað á ný. Í nýrri lokaskýrslu siglingasviðs RNSA er niðurstaðan sú að strand Mars HU í maí í fyrra megi rekja til þess að stjórnandi sofnaði. Þrír menn voru um borð og björguðust allir en báturinn var á grásleppu- veiðum í Húnaflóa. Báturinn losnaði af strandstað en sökk síðan rétt fyrir norðan höfnina á Hvammstanga. Bátnum var síðar lyft upp með belgjum og dreginn til hafnar þar sem hann var hífður á land. Þá komu í ljós skemmdir á stefni bátsins. Í lokaskýrslu RNSA kemur fram að upplýsingar bendi til þess að skipstjórinn hafi verið á fótum í um 20 klukkustundir og þar af um 17 tíma á sjó þegar báturinn strandaði. Bent er á að samkvæmt lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa skuli vera stýrimaður á skipum undir 24 metrum að skráningarlengd ef úti- vera skips fer fram úr 14 klukku- stund á hverju 24 klukkustunda tímabili. Sofnaði og strandaði 2017 Í ábendingu nefndarinnar er því beint til skipstjórnarmanna að fara eftir lögum um mönnun og útivist. Þá hvetur nefndin stjórnendur til að nota allan þann viðvörunarbúnað sem geti komið í veg fyrir atvik sem þetta. Rifjað er upp í lokaskýrsl- unni að samskonar atvik og þetta hafi orðið í júlí 2017. Þá sofnaði skipstjóri og strandaði sama báti ekki langt frá strandstaðnum síð- asta vor. Sérstök ábending nefnd- arinnar frá þeim tíma er samhljóða þeirri sem nú var gerð. Sofandi stjórnandi í 43 ströndum  Meðalvökutími skipstjórnenda í þessum óhöppum um 24 klukkutímar fyrir strand  Fimm slík óhöpp í fyrra  Bátur sem strandaði á Húnaflóa síðasta vor strandaði þar einnig fyrir þremur árum Ljósmynd/Úr skýrslu Rannsóknanefndar samgönguslysa. Á Húnaflóa Leki kom að Mars HU eftir strand síðasta vor og sökk hann ut- an við Hvammstanga skömmu eftir að björgunarsveit kom á vettvang. Rætt var á stöðufundi sóttvarna- læknis með áhöfn samhæfingarstöðv- ar almannavarna í gær, vegna kór- ónuveirunnar, hvort raunhæft væri að stöðva för ferðamanna eða setja hópa ferðamanna frá Kína í 14 daga sóttkví þegar þeir koma til landsins. ,,Er það talið afar erfitt í fram- kvæmd, m.a. vegna þess að í hverjum mánuði eru hér þúsundir einstak- linga með kínverskt ríkisfang en auk þess má búast við að ferðamenn ann- arra landa komi hingað til lands frá Kína,“ segir í stöðuskýrslu frá hópn- um. Fram kom á vefmiðlinum visir.is og í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að íslensk fjölskylda sem er nýkomin til landsins frá Kína er í 14 daga sóttkví heima hjá sér, en sömu tilmæli eiga ekki við um erlenda ferðamenn sem dvalið hafa í Kína og koma til lands- ins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalækn- ir sagði í samtali við mbl.is í gær að þessar ráðstafanir gætu auðvitað verið íþyngjandi fyrir fólk, en benti á að einungis væri um tilmæli að ræða, ekki fyrirskipanir. „Við höfum engin tök á því, eins og staðan er núna, að taka fólk með valdi. Það gæti komið upp sú staða að það þyrfti að gera það, en þá þarf að ræða það sérstak- lega. Það er allra sísti kosturinn,“ sagði Þórólfur. Hann benti einnig á að yfirvöld hér á landi hefðu ekki úrræði til að kom- ast að því hvaðan ferðamenn væru að koma og hvort þeir hefðu verið í Kína á undanförnum 14 dögum. Í þeim ríkjum þar sem slíkt hefði verið tekið upp þyrfti fólk að skrá sig sérstak- lega áður en það kæmist til landsins, en það hefði ekki verið gert hérlendis til þessa. Þá kæmu hingað þúsundir einstaklinga með kínverskt ríkisfang í hverjum mánuði, og ógjörningur væri að setja þá alla í sóttkví. Eitt hundrað Íslendingar eru nú staddir í Kína Að mati borgaraþjónustu utanrík- isráðuneytisins eru um 100 Íslend- ingar nú staddir í Kína en sumir þeirra eru þar búsettir. Í gærdag hafði sýking af völdum veirunnar verið staðfest hjá 28.284 einstaklingum og um 564 einstakling- ar látist eða 2%. Eitt dauðsfall af völdum veirunnar varð á Filippseyj- um, sem er eina dauðsfallið enn sem komið er utan Kína. 1.230 einstak- lingar eru sagðir hafa náð sér eftir veikindin skv. stöðuskýrslunni. omfr@mbl.is, solrun@mbl.is Ganga lengra en nágrannalönd  Talið er afar erfitt í framkvæmd að stöðva för ferðamanna eða setja hópa ferða- manna frá Kína í 14 daga sóttkví vegna veirunnar  Íslensk hjón eru í sóttkví Morgunblaðið/Eggert Viðbúnaður Kórónuveiran hefur ekki greinst hér á landi. Byggðarráð Borgarbyggðar leggur til við sveitarstjórn að Þórdís Sif Sig- urðardóttir, starfandi bæj- arstjóri Ísafjarð- arbæjar, verði ráðin sveitar- stjóri. Tillagan verður lögð fyrir fund sveitarstjórnar 13. þessa mán- aðar. Þórdís er lögfræðingur. Undan- farin ár hefur hún starfað sem sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjár- málasviðs Ísafjarðarbæjar. Hún er nú starfandi bæjarstjóri á Ísafirði eftir að Guðmundur Gunnarsson hætti. Starfið í Borgarbyggð var auglýst eftir að bæjarstjórn sagði Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störf- um í nóvember sl. helgi@mbl.is Starfandi bæjar- stjóri á Ísafirði flyst í Borgarbyggð Þórdís Sif Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.