Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 12

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 BRUNCH Allar helgar kl. 11:00-16:00 Amerískar pönnukökur Beikon, egg og ristað brauð Franskt eggjabrauð Hafragrautur Skyr Omeletta Big Brunch Eggs Benedict Gerðu þér dagamun og komdu á Sólon Borðapantanir í síma 562 3232 Landsbankinn hagnaðist um 18,2 milljarða króna eftir skatta í fyrra. Dróst hagnaðurinn því saman um 1,1 milljarð frá árinu 2018 þegar hann nam 19,3 milljörðum króna. Arðsemi eigin fjár var 7,5% borið saman við 8,2% ári fyrr. Bendir bankinn í tilkynningu á að án bankaskatts hefði arðsemin í fyrra reynst 9,2% sem þó er 0,8 prósent- um frá því markmiði bankans að ná að lágmarki 10% arðsemi á eigið fé sitt. Hreinar vaxtatekjur bankans námu 39,7 milljörðum í fyrra og drógust saman um 1,1 milljarð frá fyrra ári. Hreinar þjónustutekjur námu 8,2 milljörðum og stóðu í stað milli ára. Aðrar rekstrartekjur námu 8,5 milljörðum og jukust um 4,9 milljarða eða 136% milli ára. Hækkunin skýrist að sögn bankans aðallega af jákvæðum gangvirðis- breytingum óskráðra hlutabréfa. Neikvæð virðisbreyting útlána og krafna nam 4,8 milljörðum sam- anborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,4 milljarða árið 2018. Kostnaðurinn stóð í stað Rekstrarkostnaður nam 24 millj- örðum í fyrra og stóð í stað milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,5 milljarðar, samanborið við 14,6 milljarða ári fyrr. Annar rekstrarkostnaður jókst um 200 milljónir og nam 9,5 milljörðum króna. Heildareignir Landsbankans námu 1.426 milljörðum króna um nýliðin áramót og jukust þær um 100,3 milljarða milli ára. Útlán juk- ust um 7,1% eða 75,7 milljarða. Út- lánaaukning ársins kom aðallega til vegna lántöku einstaklinga. Í árslok 2019 voru innlán frá viðskiptavinum 708 milljarðar og jukust um 15 milljarða milli ára. Eigið fé bankans nam 247,7 millj- örðum í árslok, samanborið við 239,6 milljarða í árslok 2018. Stjórn bankans gerir tillögu um að 9,5 milljarðar verði greiddir í arð til eigenda en ríkissjóður Íslands held- ur á 98,2% hlut í bankanum. Lækk- ar greiðslan frá fyrra ári um 400 milljónir króna. Á árinu 2019 fækk- aði ársverkum hjá Landsbankanum um 11 og voru þau 950 talsins, sam- anborið við 961 árið 2018. ses@mbl.is Morgunblaðið/Golli Landsbankinn Mikill hagnaður varð af rekstri Landsbankans í fyrra. 18,2 milljarða hagnaður  Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða í arð til eigenda sinna  Arðsemi eigin fjár reyndist 7,5% 2019 en var 8,2% ári fyrr Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Icelandair tapaði 7,3 milljörðum króna á árinu 2019. Það er álíka mikið tap og árið áður, en þá tapaði félagið sjö milljörðum króna. Sé horft til fjórða fjórðungs ársins nam tapið 3,8 milljörðum króna, eða tæpum 30 milljónum Bandaríkjadala. Umtals- verður bati er á rekstrinum í fjórð- ungnum miðað við árið á undan, en á fjórða ársfjórð- ungi 2018 tapaði félagið 7,2 millj- örðum króna, eða rúmum 57 milljón- um dala. Eignir félagsins í lok tímabilsins námu jafnvirði 212 milljarða króna, eða tæpum 1,7 milljörðum Banda- ríkjadala. Eignirnar jukust milli ára um tæp 15%, en þær voru tæpir 1,5 milljarðar dala í lok árs í fyrra. Eiginfjárhlutfall 29% Eigið fé félagsins var 482,5 millj- ónir dala í lok fjórða ársfjórðungs, en var 471 milljón dala í byrjun ársins. Eiginfjárhlutfall Icelandair er nú 29%, og hækkaði úr 28% frá byrjun 2019. Tekjur Icelandair á fjórða árs- fjórðungi námu rúmum 40 milljörð- um króna, eða 319,2 milljónum dala, og jukust um sjö prósent milli ára. Þær voru 299 milljónir dala á fjórða ársfjórðungi 2018. Í tilkynningu frá félaginu segir að helsta ástæða tapsins á árinu 2019 sé kyrrsetning Boeing 737 MAX-þotna félagsins, en allar þrjár vélar félags- ins af þessari gerð hafa verið kyrr- settar síðan í mars á síðasta ári. Þar kemur einnig fram að félagið áætli að neikvæð nettó áhrif á EBIT vegna kyrrsetningarinnar séu um 12 millj- arðar króna. Árangur náðist í rekstri Bogi Nils Bogason, forstjóri fé- lagsins, segir í tilkynningunni að nið- urstaða fjórðungsins sé í takti við væntingar stjórnenda. Hann segir að árið í fyrra hafi reynst mikil áskorun, þar sem kyrrsetning MAX- véla félagsins hafi haft fordæmalaus neikvæð áhrif á rekstur félagsins. Það sjáist í lægri tekjum, auknum kostnaði og hömlum á nýtingu á flota félagsins og starfsmönnum. „En með því að einblína á leiðir til að bæta reksturinn, þá náðist umtalsverður árangur í undirliggjandi rekstri. Að auki þá sýndi það sig er á reyndi hvað leiðakerfið er sterkt og sveigj- anlegt, sem sést á því að farþega- fjöldi félagsins jókst um 25% á árinu, þrátt fyrir kyrrsetningu MAX-vél- anna.“ Bogi segir einnig í tilkynningunni að hann trúi því að með skýrri stefnu, sveigjanlegu leiðakerfi, sterkri fjárhagsstöðu og frábærum starfsmönnum sé félagið vel í stakk búið til að ná því markmiði sínu að skila hagnaði á árinu 2020 og leggja grunn að sjálfbærum og arðvænleg- um rekstri til framtíðar. Farþegum fækkaði í janúar Í gærmorgun birti félagið flutn- ingatölur fyrir fyrsta mánuð nýs árs. Þar sést að félagið flutti 210.257 far- þega í janúar en það er 7% minna en í janúar í fyrra. Segir félagið að það skýrist annars vegar af breyttum áherslum félagsins þar sem meiri þungi er settur í að flytja farþega til og frá landinu í stað þess að leggja áherslu á tengifarþega milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þá varð félagið einnig fyrir miklum áhrifum vegna þess óveðurs sem geisaði á landinu stóran hluta mánaðarins. Leiddi það til þess að flugáætlun félagsins rask- aðist mikið. Í tölum félagsins kemur fram að farþegum til Íslands fjölgaði um 17% frá janúarmánuði í fyrra og voru þeir 102.764. Farþegar frá land- inu voru 11% fleiri eða 40.443. Hins vegar varð samdrátturinn í hópi ten- gifarþega 35% og reyndust þeir 67.050 í mánuðinum. Sætanýtingarhlutfall hjá Ice- landair var 73,2% í nýliðnum mánuði samanborið við 71,9% yfir sama tímabil í fyrra. Félagið dró sæta- framboð sitt saman um 14% yfir samanburðartímabilið. Markaðurinn tók vel í flutninga- tölurnar í gær og hækkuðu bréf fé- lagsins um 3,4% í 246,7 milljóna króna viðskiptum. Icelandair tapaði 3,8 mö. á 4. ársfjórðungi  Tap ársins 7,3 ma. kr.  2019 reyndist mikil áskorun Flug Icelandair flutti 210.257 farþega í janúar 2020 en það er 7% minna en í janúar í fyrra. Segir félagið að það skýrist m.a. af breyttum áherslum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bogi Nils Bogason Hagnaður tæknifyrirtækisins Mar- els dróst saman um rúm tíu pró- sent á síðasta ári frá því sem var árið á undan. Hagnaðurinn árið 2019 nam 110,2 milljónum evra, eða 15,3 milljörðum íslenskra króna, en var 122,5 milljónir evra árið áður, eða tæpir sautján millj- arðar króna. Sé horft til fjórða ársfjórðungs síðasta árs þá var hagnaðurinn 10,2 milljónir evra, en 18,38 millj- ónir evra árið áður, og var undir væntingum, að því er fram kemur í uppgjörstilkynningu félagsins til Kauphallar. Eignir félagsins í lok ársins námu tæplega 1,9 milljarði evra, 258 milljörðum króna, og hækkuðu um 19% milli ára. Þær voru tæpir 1,6 milljarðar evra í lok árs 2018. Eigið fé Marels er 955,8 millj- ónir evra, eða 132 milljarðar króna, og hækkaði um 70% milli ára, en það var 560,9 milljónir evra í lok árs 2018. Eiginfjárhlutfall er 51%. Í tilkynningu Marels kemur fram að tekjur félagsins hafi auk- ist á milli ára. Þær voru 1,22 milljarðar evra á síðasta ári, eða 178 milljarðar ís- lenskra króna, en voru 1,18 milljarðar evra árið á undan. Árni Oddur Þórðarson, for- stjóri Marels segir í tilkynningu félagsins að síð- ustu 18 mánuðir hafi verið krefj- andi. „Undanfarnir 18 mánuðir hafa verið býsna krefjandi þar sem markaðsaðstæður lituðust af um- róti á heimsmörkuðum og við- skiptahindrunum. Stöðug nýsköp- un og náið samstarf við viðskiptavini um heim allan hafa gert okkur kleift að halda áfram vegferð okkar að umbreyta mat- vælaframleiðslu,“ segir Árni. Þá segir hann að fyrstu vikur ársins 2020 gefi góð fyrirheit um framhaldið, einkum í kjúklingaiðn- aði þar sem fjárfestingarþörf sé augljóslega að aukast. Marel hagnaðist um 15 milljarða Horfur Byrjun 2020 gefur góð fyrirheit.  Fjórði ársfjórðungur undir væntingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.