Morgunblaðið - 07.02.2020, Side 14

Morgunblaðið - 07.02.2020, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú þegar útgangaBreta úr ESB náðist fram með herkjum eftir að ótal fótum var brugðið fyrir hana, er seinni hálfleik- urinn hafinn. Hann ætti að vera í meginatriðum forms- atriði enda eru ótal fordæmi fyrir því hvernig halda skuli á samningum þjóða sem eru í nánu viðskiptasambandi sem gagnast báðum aðilum. En þótt aðeins blábyrjunin hafi birst okkur bendir hún svo sorglega til að sá leikur geti orðið ekki síður trylltur og torsóttur. Allt er það gert í aðeins einum til- gangi. Að halda því áfram að þeim sem enn húka inni í ESB að það þýði eymd og skaða, að vísu aðeins heimatilbúinn, að reyna að brjótast út. Orð Bor- isar eru fleyg: „Við reyndumst nægilega öflugir og stórir til að standa djöfulganginn af okk- ur.“ Það segir alla sögu um þá sem minna mega sín. Svo ekki sé talað um peð sem létu berja mál eins og orkupakkann ofan í sig og lúffuðu fyrir ógnunum en engum efnislegum rökum. Minnir myndin sem birtist Bretum nú óneitanlega á karl- inn sem lét draga sig á óperu sem hófst með forleik sem ekki er óalgengt. Þegar stutt hlé var gert eftir hann leit karlinn sveittur og strekktur á frú sína og sagði: „Eftir þennan forleik líst mér hreint ekki á eftirleik- inn.“ En ekki er þó annað vitað en að þau hjón hafi komist bæri- lega brött frá uppfærslunni og henni hafi lokið í tæka tíð. Vera má að þá hafi orðið til hin fræga setning sem karl sagði fyrstur við starfsfélaga sína, þegar hann taldi sig eftir þessa lífsreynslu vita sitthvað um óp- erur: „Það má ganga út frá því með fullri vissu að svona sýn- ingu ljúki aldrei fyrr en sú svera hefur sungið sitt.“ Hvað sem þessum sér- kennilega samanburði líður þá liggur þegar fyrir sumt af því sem tekist verður harkalega á um í samningum Breta og ESB og verður erfiðast. Og þar er fiskur ofarlega á blaði. Og þá kemur í ljós að endaskipti hafa verið höfð á samningsstöðunni. Sá er í betri stöðu sem vill út en hinn sem er að reyna að kaupa sig inn. Breskir stjórnmálamenn, með hinn misheppnaða Ed- ward Heath í broddi fylkingar, vildu ólmir inn í ESB og það þótt ljóst væri að Bretland þyrfti á löngum tíma og þess vegna allt til enda veraldar að borga óheyrilegar fjárhæðir með sér fyrir það að fá að lokast inni í hinum myrkvuðu álfa- klettum. Sú mynd var aldrei réttilega upp dregin í um- sóknarferlinu. En verst var þó farið með sjávarútveg- inn. Þótt hann vægi ekki þungt í breskum efnahag þótti bresk- um stjórnmála-„leiðtogum“ víst að innganga fengist trauð- lega samþykkt yrði sannleik- urinn um sjávarútveginn lagð- ur fyrir breskan almenning. Því var tekin beinhörð ákvörð- un, og sjálfsagt vísað í „kalt mat“, um að leyna veru- leikanum fyrir bresku þjóð- inni. Var þetta samningsatriði fellt undir þrjátíu ára þagn- argildi laga og þegar þau ár voru liðin voru samsærismenn gegn þjóðinni horfnir úr stjórnmálum og sumir úr heimi. Breskur sjávarútvegur var þá nánast að engu orðinn, þvert á alla eiðstafi um hið gagnstæða og þar með voru þeir fáir og veikburða sem máttu hreyfa andmælum vegna svikanna sem blöstu við. Hér heima sáust svipaðir taktar þegar Jóhönnustjórnin var í sínu bralli, þótt ekki væri opinberlega komið að sjávar- útveginum þegar úthaldið þraut. En þá var látið eins og yfir stæðu „samninga- viðræður“ af Íslands hálfu, sem voru helber ósannindi. Viðræðuhópar af hálfu Íslands sömdu ekki um eitt eða neitt heldur mættu fyrir útsendara ESB sem klóruðu athugasemd- ir sínar í kladdann um þá „að- lögun“ að reglum ESB sem þeir íslensku, ef má nota það orð, höfðu séð um að klára frá því að þeir mættu fyrir ESB- liðana síðast. En á þessum tíma, og um sumt nokkuð áður, og enn í framhaldinu hefur markvisst verið haldið áfram að skerða öryggi íslensks landbúnaðar og þar með þjóðaröryggi, eins og síðustu mál undirstrika. Í því efni má því miður engum treysta lengur. Orkupakkamálið var næst og óframbærileg uppjöf gagnvart neitunarvaldi Íslands, sjálfri forsendu þess að stætt var á vegna stjórnarskrárinnar að samþykkja EES-samninginn. Ekkert er heilagt og allt verð- ur undan að láta í þágu mein- lokunnar um að fyrr eða síðar skuli takast að svíkja Ísland inn í Evrópusambandið. En Bretar geta ekki tapað. Þeir þurfa aðeins að standa við að hvað sem tautar og raular fari þeir fyrir árslok. Böðlist viðsemjandinn enn þá má grípa í seinni hendingu bóndans frá Hæli sem allir þekkja. Dyravörðurinn í Glaumbæ hafði vald vildu menn inn, en var algjörlega valda- laus vildu þeir út} Forleikurinn frá, nú er það eftirleikurinn E nn ein kjarabaráttan og enn og aft- ur fer höfrungakórinn að kyrja sinn söng. Í þetta skiptið er höfrungakórinn svo óheppinn að gögn og upplýsingar eru almennt miklu aðgengilegri en á árum áður og það er hægt að skoða hvort ásakanir um höfrungahlaup eru réttar. Í Tímanum árið 1990 var spurt hvernig væri hægt að hindra „höfrungahlaup“ víxlhækkana launa. Árið 2015 fullyrti fjármálaráðherra í við- tali við Morgunblaðið að „við þurfum að stöðva þetta höfrungahlaup“. Rétt rúmu ári síðan kom svo ákvörðun kjararáðs um launahækkun þing- manna og æðstu ráðamanna. Augljóslega tókst fjármálaráðherra ekki það sem hann ætlaði sér, því þannig er mál með vexti að þetta svokallaða höfrungahlaup er bara fyrir tekjuhærra fólk. Ef við berum saman laun annarrar tekjutíundar (T2) og efstu (T10) frá 1991, af því að neðsta tekjutíundin er með mjög litlar atvinnutekjur, þá eru laun hjóna í sambúð í ann- arri tekjutíund, fasteignaeigendur með eitt til tvö börn hafa hækkað um rétt rúm 35% á meðan sami hópur efstu tekjutí- undar hefur hækkað um tæp 83%. Á leigumarkaði hefur önnur tekjutíundin hækkað um 49% en efsta tekjutíundin um 82%. Einstæður karl í annarri tekjutíund hefur hækkað um 13% en sá í efstu tekjutíund hefur hækkað um 51%. Á leigu- markaði hefur önnur tekjutíundin hækkað um 51% en efsta um 55%. Einstæð kona í annarri tekjutíund hefur hækkað um 21% en um 52% í efstu tekjutíund. Einstæð kona á leigumarkaði í annarri tekjutíund hefur hækkað um 64%, aðallega út af breytingum í bótakerfi árið 1995, en efsta tekjutíundin þar hefur hækk- að um 62%. Miðað við þessar tölur; hvar kemur „höfr- ungahlaupið“ fram? Hjá eignafólki með hærri tekjur. Ef það á að „stöðva“ höfrungahlaupið þarf að stöðva það hjá þeim sem eru með hæstu tekjurnar. Hið svokallaða höfrungahlaup er ekki láglaunafólki að kenna því þau sem eru með hæstu launin fá þá hækkun og bæta svo um betur. Fyrir utan hrunið, þá skera síðastliðin sex ár sig eilítið úr, því lægri tekjutíundir hafa hækkað hlutfallslega umfram hærri tekjutíundir. Sú þróun er þó enn langt frá því að bæta upp þá al- mennu þróun sem gögnin ná yfir aftur til ársins 1991, ná meira að segja ekki að bæta upp þá þróun sem hef- ur orðið á launum tekjutíunda síðan 2009. Höfrungakórinn, þar sem laglínurnar fjalla um ábyrgð láglaunastétta, hefur því aldrei átt rétt á sér. Miðað við sög- una er hins vegar tilefni til þess að breyta laglínunni og syngja höfrungalagið til þeirra tekjuhærri. Höfrungahlaup- ið er þeirra leikur og það er klassískt áróðurstæki að smyrja áróðri frá þeim sem eiga hann skilið yfir á þá sem eiga það ekki. Gögn upplýsa hræsni þeirra. Gögn eru upp- skriftin að betra og upplýstara samfélagi. Meiri gögn! bjornlevi@althingi.is Björn Leví Gunnarsson Pistill Höfrungahlaupið Höfundur er þingmaður Pírata. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Innflutningur svínakjöts jókstum 42% á árinu 2019. Gerðihann meira en að vega uppþann samdrátt sem varð í sölu á svínakjöti frá innlendum framleið- endum þannig að neyslan jókst í heild- ina. Innflutt svínakjöt er nú fjórð- ungur af neyslunni. Innflutningur á alifuglakjöti jókst einnig, um 20%. „Ef horft er til þróunar á sölu svínakjöts í nokkur ár sést að neyslan er að aukast. Það eru góðu fréttirnar. Neikvæðu fréttirnar eru aftur á móti þær að innflutningur eykur sinn hlut. Við erum að sjá aukinn innflutning á síðustu árum. Það er í samræmi við til- slakanir sem stjórnvöld hafa gert,“ segir Ingvi Stefánsson, formaður Fé- lags svínabænda, þegar upplýsingar um þróun innflutnings eru bornar undir hann. Lambahryggir í sumar „Við svínabændur þurfum að spýta í lófana til að svara sívaxandi eft- irspurn. Það er okkar að sinna þörfum markaðarins,“ segir Ingvi. Innflutningur á alifuglakjöti jókst á síðasta ári, þótt ekki væri það eins mikið og á svínakjöti. Svo brá við á síð- asta ári að innflutningur á kindakjöti var merkjanlegur. Fluttir voru inn lambahryggir í maí til ágúst, eins og frægt var, en það var vegna umræðu um að ekki yrði hægt að fá lamba- hryggi frá sláturleyfishöfum síðsum- ars. Innflutningur kindakjöts var þó aðeins tæpt prósent af innlendu kinda- kjötsframleiðslunni. Í heildina jókst innflutt kjöt um 625 tonn sem er um 17% meira en á árinu áður. Mest er þetta úrbeinað og jafnvel unnið kjöt. Til þess að bera það saman við innlendu framleiðsluna sem vigtuð er í heilum skrokkum þarf að umreikna steikurnar í kjöt með beini. Má sjá að innflutningurinn hefur auk- ist um rúm 1.000 tonn á þann mæli- kvarða reiknað. Í heildina samsvarar innflutningurinn 7.280 tonnum en heildarkjötmarkaðurinn er rúm 36 þúsund tonn. Sveiflur í innflutningi á kjöti vekja athygli. Innflutningur minnkaði á árinu 2018 en jókst aftur 2019 og var þá í heildina svipaður og á árinu 2017. Þetta á sérstaklega við um alifugla- og svínakjöt. Ingvi Stefánsson segir að þessi tröppugangur í innflutningi hafi verið til umræðu í röðum svínabænda en menn hafi engar sennilegar skýr- ingar á takteinum. Ekki heldur á því að stór hluti af innflutningi svínakjöts berst til landsins fyrstu sex mánuði ársins. Ekki sést til ferska kjötsins Reikna má með að innflutningur á kjöti aukist á þessu ári vegna heim- ildar til að flytja inn nýtt, ófrosið kjöt. Það á frekar við um nautgripa- og svínakjöt en alifuglakjöt. „Það er of snemmt að segja til um hversu mikið af fersku svínakjöti kemur til landsins. Við höfum ekki orðið varir við það á markaðnum, enn sem komið er, enda breyttust reglurnar ekki fyrr en um áramót. En við bíðum spenntir að sjá hvað kemur af fersku svínakjöti inn á markaðinn,“ segir Ingvi og telur að málið skýrist ekki fyrr en tveir eða þrír mánuðir eru liðnir af árinu. Fjórðungur af svína- kjötinu er innfluttur Innfl utningur á kjöti 2019 1.500 1.000 500 0 Tonn Heimild: Hagstofa Íslands, bráðabirgðatölur, Matvælastofnun2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Innfl utningur 2017-2019 Heildarsala og innfl utningur 2019 Innfl utt kjöt 2017 2018 2019 Umreiknað í kjöt m/beini* Sala á innl. framleiðslu Heildar- sala Hlutfall innfl utnings Alifuglakjöt 1.327 1.145 1.370 2.288 9.797 12.085 19% Svínakjöt 1.368 905 1.281 2.139 6.530 8.669 25% Nautakjöt 849 830 818 1.366 4.818 6.184 22% Reykt, saltað og þurrkað kjöt 220 231 139 232 232 Kindakjöt 0 2 39 65 7.100 7.165 1% Hrossakjöt 0 0 0 0 735 735 0% Pylsur og unnar kjötvörur 622 622 713 1.191 1.191 Samtals 4.386 3.735 4.360 7.281 28.980 36.261 *Áætlað Tonn 2018 2019 Aukning Alifuglakjöt 1.145 1.370 225 20% Svínakjöt 905 1.281 376 42% Nautakjöt 830 818 -12 -1% Hlutfall innfl utnings 2019 Aukinn innfl utningur 2018 til 2019Innfl utningur 2013 til 2019, helstu tegundir Einingar eru í tonnum Alifuglakjöt 19% Alifuglakjöt 25% Svínakjöt 22% Nautakjöt Svínakjöt Nautakjöt Svín Koníakshamborgarhryggur með sveppasósu og waldorf-salati.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.