Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 21

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 21
í sveitina til að hjálpa til við hey- skapinn og njóta samvista við ömmu og afa. Þegar skólaganga mín hófst varst þú ávallt reiðubúin að aðstoða mig og Helgu systur við heimanámið, jafnvel í kaffi- og matartímunum þínum. Þú saum- aðir og prjónaðir marga flíkina á okkur systurnar. Það lék allt í höndunum á þér. Þið pabbi fóruð með okkur í ferðalög um landið okkar og var þá gjarnan gist í tjaldi. Eftir gos bættist svo Linda systir í hópinn og fluttist fjölskyld- an á Selfoss en ég var komin í nám í Reykjavík. Ferðirnar austur á Selfoss urðu fastir liðir um nánast hverja helgi og alltaf var jafn gott að koma þangað. Við mamma ræddum mikið saman en hún var vel að sér um margt. Ég var vön að hringja í mömmu eftir kvöldfrétt- irnar á RÚV og spjalla en ekki lengur, það tekur tíma að venjast því. Elsku mamma mín, þú sem varst svo lífsglöð og hjálpsöm, ég kveð þig með söknuði og geymi yndislegar minningar um þig í hjarta mínu. Mamma mín, ég minnist þín að morgni dags er sólin skín og sendir birtu á sæ og jörð og sveipar stafagulli fjörð. Þú straukst mér í bernsku um brá, blítt og hlýtt varð allt að sjá, allt svo hljótt og undur rótt þá yfir færðist nótt. Mig þú signdir mjúkri hönd, myrkrið hvarf í draumalönd. Tilveran eitt ljúflingslag leikur í minni sérhvern dag. Þau eru liðin þessi ár, og þínar hafa lokast brár. Í mínum huga ertu enn, að þér hændust dýr og menn sem ekki mikils máttu sín. Svo minnast vil ég alltaf þín. (Helga Finnsdóttir) Steinunn Sveinsdóttir. Jæja gamla mín. Það eru ófáar minningarnar sem streyma um huga minn er ég sit hér og hripa þessi orð til þín í hinsta sinn. Hann var nú ekki upp á marga fiska litli, horaði strumpurinn sem stóð á tröppunum í Laufhagnum að gera hosur sínar grænar fyrir yngstu dóttur þinni en með okkur þróaðist einstök vinátta sem ég er svo óend- anlega þakklátur fyrir. Jú jú, ég reyndi nú oftar en ekki að ganga aðeins fram af þér en það tókst bara aldrei. Við vorum ekki alltaf sammála um málefnin eða pólitík- ina en eitt vorum við algjörlega sammála um en það var að lífið væri til að lifa því og maður mætti aldrei tapa húmornum. Það gerðir þú svo sannarlega ekki. Hjálpsemi ykkar hjóna átti sér engin tak- mörk og allar þær gæðastundir sem við Linda og drengirnir okkar áttum með ykkur eru ómetanleg- ar. Það er því með söknuði en einn- ig gleði í hjarta sem ég kveð þig hér í dag. Minningin um frábæra konu lifir í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt. P.s. Við pössum upp á gamla fyrir þig. Árni Þór Guðjónsson. Elsku amma mín, orð fá því ekki lýst hversu erfitt það er fyrir mig að sitja hér og skrifa minningarorð um þig í stað þess að sitja með þér við eldhúsborðið í Laufhaganum og spjalla við þig þar sem þú lest Moggann yfir morgunkaffinu. Það er stórt skarð í hjarta mínu núna á þessum sorgartímum. Frá því að ég leit fyrst dagsins ljós varst þú alltaf til staðar fyrir mig, allt þar til yfir lauk. Allar stund- irnar sem við áttum saman, hvort sem það var við að leggja kapal, spila rommý eða flokka allt legóið sem ég kom með heim í herbergið í Laufhaganum. Aldrei fór ég svangur úr Lauf- haganum. Það virtist ekki skipta máli hvaða tími sólarhringsins var þegar ég leit inn; alltaf var séð til þess að ég fengi eitthvað í svang- inn. Ef ég kom seint heim úr krefj- andi útköllum var alltaf tekið vel á móti mér og séð til þess að ég nærðist fyrir svefninn. Eftir að stóri strákurinn flutti í stórborgina sást þú til þess að hann ætti í fryst- inum uppáhaldsgrjónagrautinn sinn, sem þú hafðir lagað handa honum. Alltaf gat ég treyst á að það væri uppbúið rúm fyrir mig í Lauf- haganum þegar ég átti leið hjá. Ég þakka ykkur afa fyrir að hafa tekið að ykkur Vin, hundinn minn, þegar við mamma fluttum til Danmerkur. Elsku amma, ég kveð þig með miklum söknuði en minninguna um brosmildan grínista, elskulega og hjartahlýja konu mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Bjarki Þór Sævarsson. Elsku amma Guðný, í þessari kveðju vil ég þakka þér fyrir allar yndislegu minningarnar. Eins og öll skiptin þar sem ég var svo hræddur að sofa frammi í svefn- sófa en þú leyfðir mér alltaf að koma í rúmið til þín og afa. Ég veit þér líður betur núna en ég mun alltaf sakna þín sárt. En nú ert þú í himnaríki hjá öllum látnum ástvin- um þínum og ég veit að þú vakir yf- ir mér allar nætur og það get ég huggað mig við. Ég er svo glaður að hafa verið einn hjá þér síðasta kvöldið og við spjölluðum og horfð- um saman á sjónvarpið. Það var gaman að láta þig hlæja með blik- inu og kitlinu. Ég heiti þér því að passa og heimsækja afa Svenna eins mikið og ég heimsótti ykkur. Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Ég elska þig og sakna þín sárt. Ársæll Árnason. Elsku amma Guðný, þú ert frá- bærasta og hjartahlýjasta mann- eskja sem ég hef þekkt lengi og það var hræðilega erfitt að missa þig. Ég vil þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt sam- an. Þú leyfðir okkur alltaf að vaka fram eftir þegar við vorum að gista hjá þér og afa. Þú bakaðir og eld- aðir alltaf góðan mat og ég mun sakna bakstursins (sérstaklega súkkulaðikökunnar). Þið afi voruð alltaf til í að fara á KFC þegar við ætluðum að borða hjá ykkur. Það sem ég er að reyna að segja er: takk fyrir að vera þú sjálf. Í faðmi hennar ömmu þar bestan fékk ég blund, sem blóm und skógarrunni um hljóða næturstund. Við hennar söng ég undi, sem ljúfrar lindar klið, er líður hægt um grundu, og blómin sofna við. Og söknuður mig sækir og sorgarblandin þrá. Hvort á ég ættarlandið aftur fá að sjá? Því þar er elsku amma í aftanroðans glóð, og þar er mér hver minning svo mæt og hlý og góð. (Eva Hjálmarsdóttir.) Guðjón Árnason. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 ✝ AðalbjörgBjarnadóttir fæddist 14. júní 1918 í Tungu í Við- firði. Hún lést á Hrafnistu Laug- arási 22. janúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Bjarni Sveinsson frá Við- firði, f. 1894, d. 1978, húsasmíða- meistari og bátasmiður í Nes- kaupstað, og Guðrún Frið- björnsdóttir frá Skriðdal, f. 1893, d. 1989, klæðskeri í Nes- kaupstað. Systkini hennar voru: Guð- laug Ólöf, f. 1916, d. 1987, Jón- ína Stefanía, f. 1919, d. 2010, börn og sex barnabörn. 2) Ólöf, f. 1943, gift Kristni Pálssyni. Þau eiga fimm börn og 13 barnabörn. 3) Guðmundur, f. 1946, kvæntur Hildi Hrönn Hreiðarsdóttir. Eiga þau fimm börn, sex barnabörn og eitt barnabarnabarn. 4) Sigmundur, f. 1948, kvæntur Jóhönnu Guð- laugu Erlingsdóttur og þau eiga þrjár dætur og átta barna- börn. 5) Díana Bára, f. 1959, gift Stefáni Sveinssyni. Eign- uðust þau fjögur börn en misstu ungan son. Þau eiga níu barna- börn. Aðalbjörg var heimavinnandi húsmóðir meðan börnin voru yngri en frá 1957 vann hún hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Eft- ir að hún hætti að vinna fór hún í félagsstarf aldraðra í Gerðu- bergi. Hún var mikil hannyrða- kona, hafði gaman af að dansa og spila félagsvist. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 7. febrúar 2020, klukkan 15. Anna Sigríður, f. 1921, d. 2012, Ingi- björg, f. 1922, d. 2015, Friðbjörg Bergþóra, f. 1924, d. 2014, Sveinn, f. 1927, d. 1963, og Unnur Ólafía, f. 1933. Hinn 18. júlí 1942 giftist Aðal- björg Sigurði Þor- birni Guðmunds- syni, f. 15. janúar 1915, d. 26. maí 1977, frá Háhól á Mýrum. Foreldrar hans voru Guðmund- ur Sigurðsson, f. 1875, d. 1953, og Ólöf Jóhannsdóttir, f. 1886, d. 1964. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 1943, gift Gunnari Kristóferssyni og eiga þau þrjú Elsku mamma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Takk fyrir allt, mamma mín. Þín dóttir, Guðrún. Elsku mamma og tengda- mamma. Móðir mín kæra er farin á braut, til mætari ljósheima kynna. Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut, og föður minn þekka að finna. Vönduð er sálin, velvildin mest, vinkona, móðir og amma. Minningin mæta í hjartanu fest, ég elska þig, ástkæra mamma. Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt, af gæsku þú gafst yl og hlýju. í heimi guðsenglanna hafðu það blítt, uns hittumst við aftur að nýju. (Höf. ók.) Takk fyrir alla elsku þína, mamma mín. Díana og Stefán. Í dag kveðjum við tengdamóð- ur mína Aðalbjörgu Bjarnadóttur sem lést á Hrafnistu 22. janúar á 102. aldursári. Aðalbjörg var lífs- glöð og glaðlynd og hafði gaman af að vera innan um fólk og var ávallt glæsileg og var ætíð með hálsfesti, armband og eyrnalokka. Hún var mikil handavinnukona, prjónaði, saumaði, heklaði og skar út og var dugleg að gefa fólkinu sínu það sem hún gerði. Þegar ég hitti hana í fyrsta skipti fyrir 54 árum, þegar Guð- rún kynnti mig fyrir foreldrum sínum, tóku þau vel á móti mér og hafa alla tíð gert. Eftir að þau fluttu í Völvufell gistum við fjöl- skyldan gjarnan hjá þeim þegar við skruppum í bæinn og þá var tekið vel á móti okkur og var morgunmatur gjarnan kominn á borð um kl. 8 þá morgna. Það er margt sem má læra af henni tengdamóður minni en hún var æðrulaus og jákvæð manneskja. Þakka samfylgdina. Þinn tengdasonur Gunnar. Að hugsa til ömmu Öllu er að rifja upp kóngabrjótsykur og app- elsínu með sykurmola í heimsókn í Völvufellinu, blöndu af appelsíni og kóki á jóladag í faðmi stórfjöl- skyldunnar, smurðar eggjasam- lokur og mjólk í glerflösku sem var nestið okkar í sunnudagsbílt- úr, kjöt í karríi í hádeginu þegar við fengum að læra heima hjá ömmu. Amma sýndi elsku sína og væntumþykju með mat og miðað við öll þau ósköp af mat sem við höfum borðað með og fyrir ömmu þá leynir það sér ekki að henni þótti afskaplega vænt um ömmu- stelpurnar sínar. Og okkur þótti fjarska vænt um blíðu og bros- mildu ömmu Öllu. Í Völvufellinu stóð tíminn í stað og rólegheitunum fylgdi öryggi. Rétt eins og faðmur ömmu Öllu var sá allra mýksti, þar var hægt að hringa sig saman og láta hana rugga sér á meðan hún sönglaði eða hummaði fyrir okkur. Stríðal- inn heimilisköttur á sveimi um íbúðina á meðan við þræddum skrautlega hnappa og tölur upp á band. Á meðan saumaði hún út myndir og prjónaði. Í þessa ró sóttum við í þegar mikið lá við í skólanum, þarna var athvarf til að lesa og reikna fyrir lokapróf. Á meðan stóð amma í eldhúsinu og græjaði morgunkaffi, heita máltíð í hádeginu, miðdegiskaffi og snemmbúinn kvöldmat. Þegar hún var í kringum sjö- tugt sótti hún félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi og þar fór hún „all in“. Tók þátt í kórastarfi, tréskurði, glermálun, perlusaumi, bókbandi og öllu því sem þar var boðið upp á. Framleiðslan var mikil og við nutum góðs af því. Amma vildi gera heiminn fallegri með því að nota liti og allt sem glitraði á. Henni þótti oft sem við stelpurnar værum ekki nægilega kvenlegar í okkar rifnu gallabux- um og svörtu flíkum, og var ekk- ert að hika við að segja okkur það. Hún kenndi okkur að með því að vera snyrtilegur og hafa sig til sýndum við sjálfum okkur sjálfs- virðingu. Með því að passa upp á augabrúnirnar, setja á sig fallega festi, hatt á kollinn og lit á varirnar kæmi samferðafólk okkar og lífið sjálft betur fram við okkur. Undir það síðasta talaði hún um það að afi Siggi væri búinn að und- irbúa komu hennar með því að finna þeim heimili og að englarnir væru búnir að gera henni perlu- saumaða vængi. Þessi fallega mynd sem hún dró upp segir svo mikið um trygglyndi hennar og vilja til að gera veruleikan sem fal- legastan. Mikið sem við vonum að hún geti gaukað einhverju góð- gæti að englunum fyrir vængina. Takk amma Alla fyrir alla hlýjuna, öryggið og innri styrkinn sem þú gafst okkur og mun fylgja okkur um ókomna tíð. Agnes Ósk, Erla Björk og Alma Rut. Elsku amma, þá er komið að því að skrifa þessa hinstu kveðju. Í huga mér er fyrst og fremst þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svona dásamlega, hlýja, mjúka og hæfileikaríka ömmu, sem hafði alltaf tíma fyrir okkur systur. Ég er svo þakklát að hafa haft þig svona lengi í mínu lífi eða rúm 39 ár. Ég á svo ótal margar minningar að mér hlýnar um hjartarætur þegar ég hugsa um þig. Allra fyrstu minningarnar eru úr Völvu- fellinu, þar sem ég sat i mjúka fanginu þínu í eldhúsinu á gamla slitna kollinum, sem þú varst að sjálfsögðu búin að hekla utan um eins og þér einni var lagið. Þú með mjólkurkaffi í stóru glasi og hoss- andi mér á hnjám þér og syngjandi „Fuglinn í fjörunni“ og fleiri lög. Heimsóknirnar í Völvufellið eru okkur systrum eftirminnilegar. Bakkelsi úr frystinum, ís, suðu- súkkulaði og stundum konfekt. Síðan var rifist um hver ætti að sitja á græna tröppustólnum. Þú sást einnig um að okkur skorti aldrei hlýja vettlinga, hosur eða teppi, að ógleymdum prjónuðum brúðum og tuskudýrum. Þú sast aldrei auðum höndum, alltaf með handavinnuna við höndina. Eftir því sem aldurinn færðist yfir okkur spjölluðum við um gömlu dagana, hvernig lífið var þegar þú varst að alast upp og sem ung kona. Og allar breytingarnar og tæknina sem hafa orðið á þinni lífsleið. Þegar hnén voru orðin léleg og þú treystir þér ekki lengur með strætó í Mjóddina skutluðumst við systur oft með þig í búð að versla og þá enduðum við yfirleitt á kaffi- húsi þar sem þú bauðst okkur upp á drykk og með því fyrir ómakið. En okkur fannst bara dásamlegt að fá að eyða tíma með þér og fá að aðstoða fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Síðasta skipti sem við eyddum tíma saman var í janúar og þú orð- in afar ólík sjálfri þér. Þessi mjúka, vel tilhafða, litaglaða, glys- gjarna kona var orðin gömul og rýr, nánast óþekkjanleg þar sem þú lást sofandi í sjúkrarúminu. Þú sem hugsaðir alltaf svo mikið um útlitið, með permanent, tattóver- aðar augabrúnir og rauðan varalit. Örugglega elsta kona Íslandssög- unnar til að láta tattóvera auga- brúnirnar. Þú hafðir ekki lengur áhyggjur af útlitinu, þú varst orðin þreytt. Við áttum góða stund sam- an þar sem við dekruðum við þig. Það var skrýtið að þurfa að kveðja eina mögnuðustu konu í okkar lífi og eina af okkar helstu fyrirmynd- um þennan kalda föstudagsmorg- un í janúar. Elsku amma hvíldu í friði, við elskum þig. Þínar dótturdætur Aðalbjörg, Sandra Dögg og Brynja Dís. Þín langa ævi liðin er loks þig guð mun geyma. Við sem eftir erum hér við aldrei munum gleyma. (ÁÝK) Ólöf Sigurðardóttir. Aðalbjörg Bjarnadóttir ✝ Gísli Þór Sig-urðsson var fæddur á Akranesi 13. desember 1937 í húsinu Þórshamri við Vesturgötu. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 29. janúar 2020. Afasystir hans Guðrún Gísladóttir ljósmóðir tók á móti honum. Foreldrar Gísla voru þau Sigurður Gíslason, verkstjóri hjá Haraldi Böðv- arssyni & Co á Akranesi, f. 7. júlí 1907, d. 12. ágúst 1993, frá Litla-Lambhaga í Skilmanna- hreppi, og Jónína Elísabet Magnúsdóttir húsmóðir, f. 18. október 1909, d. 21. september 1983, frá Iðunnarstöðum í Lund- arreykjadal. Gísli Þór var næstelstur í fjögurra systkina hópi. Elst er Hrefna, f. 1936, Ármann Magn- ús, f. 1939, maki Guðrún Berg- mann Valtýsdóttir, f. 1941, d. 1978, og Sigurjón, f. 1947, maki Guðrún Adda Maríusdóttir, f. 1948. Gísli Þór kvæntist þegar hann var kominn fram yfir miðjan aldur Hönnu Krist- ínu Pálmarsdóttur, f. 1943, og bjuggu þau í Hafnarfirði. Síðar skildi þeirra leiðir. Gísli lætur ekki eftir sig af- komendur. Gísli ólst upp á Akranesi en dvaldi oft sumarlangt í Lambhaga hjá föð- urfólki sínu. Gísli lauk gagnfræða- prófi frá Reykholtsskóla í Borg- arfirði. Síðan lá leiðin í Iðnskól- ann á Akranesi þar sem hann nam vélvirkjun og lauk starfs- námi frá Vélaverkstæði HB&Co. Síðar varð hann sér úti um vél- stjórnarréttindi. Gísli starfaði lengi hjá HB&Co líkt og margir úr hans föðurranni, fyrst sem vélvirki og síðar til sjós. Lengst af með Guðjóni Bergþórssyni skipstjóra, vini og félaga. Eftir að sjómennsku lauk flutti Gísli búferlum til Reykjavíkur og starfaði hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við góðan orðstír. Síðustu æviárin bjó Gísli á Akranesi. Gísli Þór verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, 7. febr- úar 2020, klukkan 13. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. (Einar Benediktsson) Í huga mínum tek ég fram perluband minninganna. Perl- ur sem bera mörg litbrigði, sumar eru skærari en aðrar og í minningunni lýsa þær veg- ferð þinni. Ég minnist bróður sem í vöggugjöf hlaut góðar gáfur, glaðlyndur að eðlisfari og heill. Á vegferð sinni á vegi lífsins háði hann líka sína baráttu, eins og við öll gerum, hvert með sínum hætti á leið til þroska. Nú að leiðarlokum sé ég hann hverfa í ljósið, sem lýsir veginn áfram þar sem lífið hefst á ný í öllum sínum marg- breytileika. Hafðu hjartans þakkir fyrir samfylgdina og farnist þér sem best í nýjum heimkynnum. Guði falinn. Hrefna. Gísli Þór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.