Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 07.02.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Real Madrid – Real Sociedad.................. 3:4 Athletic Bilbao – Barcelona..................... 1:0  Real Sociedad og Athletic Bilbao eru komin í undanúrslit ásamt Granada og Mir- andés.  Coca Cola-bikar karla Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit: ÍBV – FH .............................................. 24:22 Afturelding – ÍR ................................... 38:31 Coca Cola-bikar kvenna Bikarkeppni HSÍ, 8-liða úrslit: Fjölnir – Haukar .................................. 20:33 Þýskaland RN Löwen – Melsungen...................... 30:33  Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen og Ýmir Örn Gíslason kom til félagsins í gær. Kristján Andrésson er þjálfari liðsins. Magdeburg – Hannover-Burgdorf.... 30:30  Gísli Þorgeir Kristjánsson hjá Magde- burg er frá keppni vegna meiðsla. Bergischer – Flensburg...................... 20:21  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk fyrir Bergischer og Ragnar Jóhannsson 1. Balingen – Lemgo ............................... 29:31  Oddur Gretarsson skoraði 7 mörk fyrir Balingen.  Bjarki Már Elísson skoraði 14 mörk fyr- ir Lemgo. Frakkland Toulouse – París SG............................ 28:36  Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað hjá PSG. Danmörk Skanderborg – GOG............................ 29:33  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 3 mörk fyrir GOG og Óðinn Þór Ríkharðsson 2. Viktor Gísli Hallgrímsson varði 15 skot. Svíþjóð Sävehof – Guif ......................................33:29  Ágústi Elí Björgvinssyni tókst ekki að verja skot í marki Sävehof.   Dominos-deild karla Fjölnir – ÍR ........................................... 81:82 Haukar – Tindastóll ............................. 76:79 Grindavík – Þór Þ. ................................ 95:78 Staðan: Stjarnan 17 15 2 1559:1387 30 Keflavík 17 13 4 1522:1382 26 Tindastóll 18 12 6 1562:1488 24 Haukar 18 11 7 1606:1538 22 Njarðvík 17 10 7 1450:1315 20 KR 17 10 7 1463:1421 20 ÍR 18 9 9 1526:1617 18 Grindavík 18 7 11 1526:1592 14 Þór Þ. 18 7 11 1448:1491 14 Þór Ak. 17 5 12 1460:1620 10 Valur 17 5 12 1354:1475 10 Fjölnir 18 1 17 1517:1667 2 Evrópudeildin Alba Berlín – Real Madrid ............... 97:103  Martin Hermannsson skoraði 10 stig og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Alba Berlín á þeim tæpu sautján mínútum sem hann lék. NBA-deildin Detroit – Phoenix ............................. 116:108 Toronto – Indiana............................. 119:118 Boston – Orlando.............................. 116:100 Brooklyn – Golden State.................... 129:88 Oklahoma City – Cleveland............. 109:103 Minnesota – Atlanta......................... 120:127 Dallas – Memphis ............................. 107:121 Utah – Denver ...................................... 95:98 LA Clippers – Miami........................ 128:111   Þau stórtíðindi bárust frá Þýska- landi í gær að þýska handknatt- leikssambandið hefði ákveðið að ráða Alfreð Gíslason sem þjálfara karlalandsliðsins. Í annað sinn á sex ára tímabili veðja Þjóðverjar á Ís- lending til að stýra landsliði sínu í íþrótt sem er ein sú allra vinsælasta hjá þessari stórþjóð. Samkvæmt upplýsingum frá þýska handknattleikssambandinu verður Alfreð kynntur formlega sem nýr landsliðsþjálfari í Hann- over í dag. Frá ráðningu hans var hins vegar greint á vef þýska sam- bandsins í gær. Þar kom fram að á stjórnarfundi á dögunum hefði ver- ið tekin sú ákvörðun að slíta sam- starfinu við fráfarandi landsliðs- þjálfara, Christian Proko. Þýskaland hafnaði í 5. sæti á EM í janúar og í 4. sæti á HM í fyrra þeg- ar liðið lék á heimavelli. Landsliðið mun koma saman í fyrsta skipti undir stjórn Alfreðs hinn 9. mars og leikur gegn Hol- landi hinn 13. mars. Alfreð mætir því Íslendingi í sínum fyrsta lands- leik en Erlingur Richardsson þjálf- ar hollenska landsliðið. Samningur Alfreðs gildir fram yfir lokakeppni EM 2022 sem hald- in verður í Ungverjalandi og Sló- vakíu. Fyrsta stóra verkefni Al- freðs með þýska liðið verður und- ankeppni Ólymp- íuleikanna sem fram fer í apríl. Þar verða Þjóð- verjar í snúnum riðli með Slóven- íu, Svíþjóð og Alsír en tvö lið komast á leikana í Japan í sumar. Alfreð hefur verið laus allra mála eftir að hann hætti störfum hjá þýska stórliðinu THW Kiel að eigin ósk síðasta sumar. Sagði hann í við- tali við Morgunblaðið í fyrra að til greina kæmi að þjálfa landslið. Hef- ur hann áður þjálfað landslið en hann stýrði því íslenska 2006-2008. Forráðamenn þýska sambandsins hafa vafalítið rennt til hans hýru augu þar sem Alfreð þjálfaði fé- lagslið í Þýskalandi í tuttugu og tvö ár með framúrskarandi árangri. Þrjú þeirra á meðal þeirra sögu- frægustu: Magdeburg, Gummers- bach og Kiel. Dagur Sigurðsson stýrði þýska liðinu á árunum 2014-2017. Undir stjórn Dags urðu Þjóðverjar Evr- ópumeistarar árið 2016 og unnu til bronsverðlauna á Ólympíu- leikunum í Ríó 2016. kris@mbl.is Þjóðverjar veðja aftur á Íslending Alfreð Gíslason KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Origo-höllin: Valur – Stjarnan ............ 18.30 DHL-höllin: KR – Keflavík ................. 20.15 Höllin Ak.: Þór Ak. – Njarðvík............ 19.15 1. deild karla: VHE-höllin: Höttur – Sindri ............... 19.15 Hveragerði: Hamar – Álftanes ........... 19.15 Borgarnes: Skallagr. – Breiðablik ...... 19.15 Vallaskóli: Selfoss – Snæfell................ 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Höllin Ak.: Þór Ak. – Grótta..................... 18 Víkin: Víkingur– Stjarnan U.................... 20 Origo-höllin: Valur U – FH U .................. 20 Dalhús: Fjölnir U – Haukar U ............ 20.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Víkin: Víkingur – Stjarnan U ................... 18 Fylkishöll: Fylkir – Grótta ....................... 19 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Fífan: Breiðablik – Leiknir R.............. 18.30 Kórinn: HK – FH ...................................... 19 Reykjavíkurmót kvenna: Origo-völlur: Valur – KR .......................... 18 Egilshöll: Fylkir – Fjölnir ........................ 19 Í KVÖLD! menn liðanna gengu til búnings- herbergja að loknum fyrri hálfleik höfðu níu leikmenn Tindastóls kom- ist á blað í stigaskorun. Þegar komið verður fram í úr- slitakeppnina, og leikjaálagið eykst umtalsvert, getur verið sterkt að vera með góða breidd. Erfitt er að komast alla leið á Íslandsmótinu án einhverra skakkafalla auk þess sem einn eða tveir leikmenn geta orðið litlir í sér þegar spennustigið er sem mest. Þess vegna getur verið kostur að treysta ekki um of á einn eða tvo leikmenn í sókninni. Ég gæti trúað því að formúlan sem Tindastóll fer eftir gæti reynst heppileg þegar á líður mótið. Leikmenn liðsins brugð- ust þó ekkert sérstaklega vel við mótlæti í síðasta leikhlutanum í gær og það ættu menn að skoða. Haukarnir voru sjálfum sér verst- ir í sókninni og hittu illa lengi vel. Lentu fyrir vikið fimmtán stigum undir. Þeir reyndu þó eins og þeir gátu að vinna leikinn. Minnkuðu muninn niður í tvö stig en komust aldrei yfir. Vítanýtingin skipti máli en þeir hittu bara úr 14 af 24 vítum. Þriðji sigur Stólanna í röð  Voru yfir allan tímann á Ásvöllum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ásvellir Ekki er gott að átta sig á hvað var að gerast þegar Árni Sæberg smellti af á þessu augnabliki í leik liðanna í Hafnarfirði í gær. Á ÁSVÖLLUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Skagfirðingar eru í ágætum málum í Dominos-deild karla í körfuknattleik þegar farið er að styttast í úrslita- keppnina þar sem vertíðin nær há- marki. Tindastóll er með 24 stig í 3. sæti eftir góðan útisigur á Haukum á Ásvöllum í gær, 79:76. Liðin voru jöfn fyrir leikinn með 22 stig og því um mikilvæg stig að ræða en efstu fjögur liðin í deildinni fá heima- leikjarétt í 8-liða úrslitum. „Ég held að flest lið yrðu bara mjög ánægð með að koma hingað og ná í sigur, sama hvernig það er gert,“ sagði leikstjórnandi Tinda- stóls, Pétur Rúnar Birgisson, að leiknum loknum. Ágætur taktur virðist vera í leik Tindastóls á nýjan leik. Þeir töpuðu nokkuð óvænt fyrir Val snemma árs en hafa svarað því með þremur sigr- um í röð. Liðið virkar heilsteypt og með góða breidd leikmanna. Má til að mynda benda á að þegar leik- Fjölnismenn eru svo gott sem falln- ir eftir eins stigs tap gegn ÍR í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í Dalhúsum í Grafarvogi í átjándu umferð deild- arinnar í gær. Leiknum lauk með 82:81-sigri ÍR-inga sem leiddu með fjórum stigum í hálfleik, 44:40. ÍR-ingar eru með 18 stig í sjö- unda sæti deildarinnar og hafa nú fjögurra stiga forskot á Grindavík. Fjölnismenn eru á botni deild- arinnar með 2 stig og þurfa að vinna þá leiki sem þeir eiga eftir til að eiga von um að halda sér uppi. Fjölnismenn þurfa kraftaverk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Seigur Evan Singletary fór lang- leiðina með að fella Fjölnismenn. Grindavík hirti áttunda sætið af Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfu- knattleik í Mustad-höllinni í Grindavík í átjándu umferð deild- arinnar í gær. Grindvíkingar voru með 60% þriggja stiga nýtingu í leiknum og leiddu allan tímann. Liðið er nú með 14 stig í áttunda sæti deildarinnar en Þórsarar eru einnig með 14 stig. Grindavík hefur hins vegar vinninginn þegar kemur að innbyrðis viðureignum liðanna og eru Grindvíkingar á leið í úr- slitakeppnina eins og sakir standa. Lífsnauðsynlegur sigur í Grindavík Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirliði Ólafur Ólafsson fór fyrir sínu liði í gær og skoraði 20 stig. Handknattleiksþjálfarinn Aðalsteinn Eyjólfsson verður áfram erlendis allra næstu árin og er ekki á heimleið í sumar með fjölskyldu sinni eins og til greina kom um tíma. Aðalsteinn hafði ákveðið að segja skilið við Er- langen næsta sumar. Fyrr í vikunni ákvað félagið að slíta samstarfinu fyrr en áætlað var og er Aðalsteinn því laus allra mála. Þegar Morgunblaðið hafði samband við Aðalstein í gær sagðist hann ekki geta tjáð sig um starfslokin en sagði ákvörðun félagsins ekki hafa komið sér mjög á óvart. Hann er nú að skoða hvað er í boði en spurður um hvort hann hefði gert upp við sig hvort hann yrði áfram erlendis sagði hann svo vera. Hann reiknar með því að vera áfram erlendis alla vega næstu tvö árin eða svo. Aðalsteinn hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Stuttgart í þýskum fjölmiðlum. kris@mbl.is Verður áfram erlendis Aðalsteinn Eyjólfsson Útlit er fyrir að næsti aðalfundur knattspyrnudeildar KR verði nokkuð líflegur. Tveir fyrrverandi leikmenn liðsins gefa kost á sér í stjórnina. Annar þeirra er fyrr- verandi atvinnumaður og landsliðsmaður, Indriði Sig- urðsson. Fremur sjaldgæft er að landsliðsmenn hafi látið til sín taka í knattspyrnudeildum þótt auðvitað megi finna um það dæmi. Hinn er Jón Skaftason sem er fræg- astur fyrir að skora mikilvægt mark fyrir KR gegn Fylki á lokaspretti Íslandsmótsins árið 2002. Kristinn Kjærnested, sem lengi hefur farið fyrir knattspyrnudeildinni, gefur ekki kost á sér eins og fram kom í október í fyrra. Hefur Kristinn verið formaður frá árinu 2008 og í stjórninni í tvo áratugi. Stjórnin mun því taka breytingum og hefur lögmaðurinn Páll Kristjánsson lýst því yfir að hann gefi kost á sér til formennsku. Páll hefur verið í stjórn knattspyrnudeildar síðustu þrjú árin og var um tíma formaður KR-klúbbsins. Landsliðsmaður í stjórn? Kristinn Kjærnested

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.