Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020
Bjarki Már Elísson fór á kostum
þegar lið hans Lemgo vann 31:29-
útisigur gegn Balingen á útivelli í
þýsku 1. deildinni í handknattleik í
gær. Íslenski landsliðsmaðurinn gerði
sér lítið fyrir og skoraði fjórtán mörk
í leiknum, þar af fjögur úr vítaköst-
um. Bjarki Már er markahæsti leik-
maður deildarinnar með 173 mörk á
tímabilinu og hefur nú fjögurra marka
forskot á hinn íslenskættaða Hans
Lindberg frá Danmörku, leikmann
Füchse Berlín, sem hefur skorað 169
mörk. Bjarki Már og Lindberg eru í al-
gjörum sérflokki í þýsku deildinni
þegar kemur að markaskorun en Sví-
inn Niclas Ekberg, leikmaður Kiel, er
þriðji markahæstur með 134 mörk.
Knattspyrnukonan Elín Metta Jen-
sen hefur framlengt samning sinn við
Íslandsmeistara Vals til næstu þriggja
ára. Elín Metta var algjör lykilmaður í
meistaraliði Vals á síðustu leiktíð þar
sem hún skoraði 16 mörk í átján leikj-
um í deildinni og þá var hún einnig
valin besti leikmaður deildarinnar. El-
ín Metta er uppalin á Hlíðarenda og á
að baki 135 leiki í efstu deild þar sem
hún hefur skorað 101 mark. Þá á hún
að baki 46 A-landsleiki þar sem hún
hefur skorað 14 mörk.
Martin Hermannsson og liðs-
félagar hans í Alba Berlín þurftu að
sætta sig við naumt tap gegn stórliði
Real Madrid í Berlín í Evrópudeildinni
í körfuknattleik í gær. Leiknum lauk
með 103:97-sigri Real Madrid en
Martin skoraði 10 stig, þar af tvær
þriggja stiga körfur, og gaf þrjár stoð-
sendingar á tæplega sautján mín-
útum.
Eitt
ogannað
SA tíu sinnum og hélt þar með yfir-
burðum sínum í íshokkí hér á landi
áfram.
Íslandsmót kvenna í íshokkí hefur
verið haldið á hverju ári hér á landi
síðan árið árið 2000 og hefur lið á veg-
um Skautafélags Akureyrar unnið tit-
ilinn 19 sinnum og á hverju ári síðan
2007. Björninn vann í fyrsta og eina
skiptið árið 2006. Yfirburðir SA eru
því fáheyrðir.
Það var aldrei spurning hvort liðið
færi með sigur af hólmi í gær. Karítas
Halldórsdóttir í marki Reykjavíkur
var eina ástæða þess að hann varð
ekki enn stærri þegar upp var staðið.
Sarah Smiley fór á kostum og skoraði
þrjú mörk, en hún hefur verið ein
besta íshokkíkona landsins í meira en
áratug og komið að flestu sem tengist
íshokkí hér á landi, bæði í karla- og
kvennaflokki.
„Þetta er alltaf jafn gaman og það
er sérstaklega gaman að fá að upplifa
þetta með ungum leikmönnum. Þetta
snýst allt um uppbyggingarstarf. Við
fáum ungu stelpurnar inn snemma og
gefum þeim tækifæri. Við höfum misst
fullt af góðum leikmönnum til útlanda
en við fáum alltaf inn unga og spræka
leikmenn sem eru tilbúnir,“ sagði
Sarah í samtali við Morgunblaðið.
Nú þurfa Reykjavík og SA að snúa
bökum saman, þar sem fram undan er
2. deild heimsmeistaramótsins sem fer
fram á Akureyri. Þar eru Íslendingar
á meðal þátttökuþjóða ásamt Ástralíu,
Nýja-Sjálandi, Tyrklandi, Króatíu og
Úkraínu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Yfirburðir SA fagnar 19 Íslandsmeistaratitlinum á síðustu 20 árum í Egilshöllinni í gærkvöldi eftir 7:1-sigur á Reykjavík. SA vann einvígið 2:0.
Yfirburðir Akureyringa
SA Íslandsmeistari 14. árið í röð 19 titlar á síðustu 20 árum Unnu 10 af
12 leikjum gegn Reykjavík á tímabilinu HM á heimavelli næst á dagskrá
Í EGILSHÖLL
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Skautafélag Akureyrar varð í gær Ís-
landsmeistari kvenna í íshokkí eftir af-
ar sannfærandi 7:1-sigur á Reykjavík í
Egilshöllinni. SA vann einnig sann-
færandi sigur í fyrsta leiknum í
Skautahöll Reykjavíkur og vann því
einvígið örugglega, 2:0. Liðin mættust
alls tólf sinnum á leiktíðinni og vann
mest tólf marka forskoti um miðjan
síðari hálfleikinn, 32:20. Birkir Bene-
diktsson var markahæstur Mosfell-
inga með 8 mörk og Þorsteinn Gauti
Hjálmarsson skoraði sjö mörk. Arnór
Freyr Stefánsson varði 10 skot í mark-
inu. Hjá ÍR var Sveinn Andri Sveins-
son atkvæðamestur með 7 mörk.
Þá eru Haukar komnir í undan-
úrslit í bikarkeppni kvenna eftir þrett-
án marka sigur gegn 1. deildar liði
Fjölnis í Dalhúsum í Grafarvogi í átta
liða úrslitum keppninnar í gær. Leikn-
um lauk með 33:20-sigri Hauka sem
leiddu með sjö mörkum í hálfleik, 16:9.
þjálfari liðsins, sagði í viðtali eftir leik
að liðið hefði fallið á prófinu og misst
hausinn í síðari hálfleik.
Markaskor FH-inga dreifðist vel
en Birgir Már Birgisson var marka-
hæstur með fjögur mörk, á eftir hon-
um komu nokkrir leikmenn með þrjú
mörk en Sigursteinn nýtti leik-
mannahópinn virkilega vel í leiknum.
Þrátt fyrir það virkuðu FH-ingar
bensínlausir á lokakaflanum og ráða-
lausir gegn sterkri vörn ÍBV.
Hjá Eyjamönnum var sóknarleik-
urinn hræðilegur í fyrri hálfleik, þá
aðallega færanýtingin en Phil Döhler,
besti leikmaður vallarins, varði nítján
skot í leiknum, mörg hver úr algjör-
um dauðafærum. Döhler varði 14 af
21 skoti Eyjamanna sem rataði á
mark FH-inga í fyrri hálfleik. Eyja-
mönnum óx ásmegin í síðari hálfleik
hvað færanýtingu varðar og skoruðu
til að mynda fjórtán mörk á síðustu
20 mínútum leiksins.
Petar Jokanovic var frábær í marki
ÍBV og varði 16 skot, hann varði oft á
tíðum á mikilvægum augnablikum
leiksins, þegar FH-ingar virtust vera
að komast inn í leikinn á ný.
Eyjamenn hafa komist í undan-
úrslit bikarsins í tvö af síðustu fimm
skiptum og orðið bikarmeistarar í
bæði skiptin, árið 2015 og 2018.
Afturelding fór létt með ÍR þeg-
ar liðin mættust að Varmá í Mos-
fellsbæ í fjórða og síðasta leik átta
liða úrslitanna. Leiknum lauk með
38:31-sigri Mosfellinga sem voru með
yfirhöndina í leiknum allan tímann.
Afturelding náði þriggja marka
forskoti eftir fimm mínútna leik og lét
þá forystu aldrei af hendi. Mosfell-
ingar leiddu með fimm mörkum í
hálfleik, 20:15, og Afturelding náði
Berta Rut Harðardóttir átti stórleik
fyrir Hafnfirðinga og skoraði tíu
mörk úr tíu skotum, þar af þrjú úr
vítum. Þá varði Saga Sif Gísladóttir
10 skot í markinu og var með 50%
markvörslu. Guðrún Jenný Sigurð-
ardóttir var markahæst Fjölnis-
kvenna með níu mörk.
Undanúrslit bikarkeppninnar
fara fram 5. og 6. mars næstkomandi
í Laugardalshöll. Í karlaflokki leika
Afturelding, Haukar, ÍBV og Stjarn-
an í undanúrslitum en í kvennaflokki
verða það Fram, Haukar, KA/Þór og
Valur.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Fögnuður Gleðin var ósvikin í Vestmannaeyjum í gær þegar ÍBV sló bikarmeistara FH úr leik í bikarkeppninni.
ÍBV sló bikar-
meistarana
úr leik í Eyjum
Afturelding keyrði yfir ÍR að Varmá
Í EYJUM
Guðmundur Tómas Sigfússon
sport@mbl.is
Eyjamenn unnu magnaðan sigur á
FH-ingum þegar liðin mættust í átta
liða úrslitum bikarkeppni karla í
handknattleik, Coca Cola-bikars, í
íþróttahúsinu í Vestmannaeyjum í
gærkvöldi. FH-ingar leiddu með sex
mörkum í hálfleik, 7:13, og mest með
7 mörkum, 10:17, þegar rúmar 20
mínútur voru til leiksloka. Þá tók við
alveg hræðilegur kafli hjá FH-ingum
þar sem Eyjamenn skoruðu níu af
næstu tíu mörkum leiksins. Hörm-
ungar FH voru þá einungis rétt að
byrja því Eyjamenn unnu þessar síð-
ustu 20 mínútur með 14 mörkum
gegn 4.
Lykilmenn FH-inga náðu sér eng-
an veginn á strik og má þar nefna
Einar Rafn Eiðsson og Ágúst Birg-
isson. Einar gerði eitt mark úr átta
skotum og tapaði boltanum fjórum
sinnum, þá náði Ágúst einungis að
skora úr einu af sínum fjórum dauða-
færum í leiknum. Sigursteinn Arndal,