Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.02.2020, Blaðsíða 28
Menning MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Orgelið er allra besta hljóðfærið til að tjá það sem við skiljum ekki, hvort heldur það er guð, eitthvað mystískt eða náttúran“ segir org- anistinn Kristján Hrannar Pálsson sem í kvöld kl. 20 frumflytur lofts- lagsverk sitt +2,0°C á Klais-orgel Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru hluti af Vetrarhátíð og eru miðar seldir við innganginn og á tix.is, en allur ágóði tónleikanna rennur til Votlendissjóðs. Í upphafi kvölds heldur rithöfundurinn Andri Snær Magnason stutta ræðu. Kristján bendir á að ýmist lista- fólk hafi fengist við að semja loft- lagsverk með því að tengja saman veðurmæla og hljóðfæri. „Eins og Björk er að gera núna þar sem hún tengir himininn yfir New York við kórtalgervil,“ segir Kristján og tek- ur fram að hann sé ekki fara slíka tæknilega leið heldur reyni í tónlist sinni að fanga tilfinningarnar sem loftlagsvandinn framkallar. Hugsa þarf hlutina upp á nýtt „Verkið byggist upp á 20 stuttum köflum. Þetta byrjar í +0,0°C sem er jafnvægi og hækkar síðan um 0,1°C í hverjum kafla þar til það endar í +2,0°C með tilheyrandi heimsendi, brjálæði og ómstríðni sem endur- speglar átökin innra með okkur. Verkið er atónal en engu að síður mjög aðgengilegt,“ segir Kristján og bendir á að kaflarnir séu leiknir með vaxandi styrkleika. „Núna erum við í +1,5°C yfir meðalhita sem ætti að fá alla til að bregðast við hættu- ástandinu sem er ríkjandi, samt eru flestir bara enn pollrólegir í sínum hversdegi. Sjálfur upplifi ég sam- viskubit og einnig smá afneitun. Það er óþægilegt að horfast í augu við hlutina. Það leiðir til sinnuleysis og uppgjafar. Verkið fjallar í grunninn um það hvernig við sem manneskjur ætlum að takast á við vandann.“ Yfirskrift tónleikanna er „Ég vil að þú vitir“. Það vísar til þess að ég vil að fólk viti að við getum ekki leyst loftlagsvandann með þeim að- ferðum sem við þekkjum í dag. Það þarf að hugsa hlutina upp á nýtt,“ segir Kristján og tekur fram að ætl- un hans sé þó alls ekki að predika yfir fólki eða reyna að magna upp samviskubit heldur fremur að vekja fólk til umhugsunar um vandann. Aflátsbréf 21. aldarinnar „Ég upplifi mig svolítið týndan í allri þessari umræðu og er bara af veikum mætti að vekja fólk til um- hugsunar um þetta stóra verkefni þar sem margir upplifa sig sem svo smáa. Ég vil að fólk viti að við getum ekki leyst vandann með fortíðar- hugmyndafræði. Margir virðast líta á kolefnisjöfnun sem svar við öllu, en í mínum huga er það bara afláts- bréf 21. aldarinnar. Við þurfum nýj- an hugsunarhátt því það sem við er- um að gera í dag er augljóslega ekki að virka,“ segir Kristján og hvetur í leiðinni tónleikagesti til að nýta sér umhverfisvænan fararkost á leið sinni til Hallgrímskirkju eða fjöl- menna í bíla velji þeir þann kost. Loftslagsverkið +2,0°C er annað verk Kristjáns sem snertir á lofts- lagsmálum en árið 2016 sendi hann frá sér plötuna Arctic take one. „Þar fjallaði ég um valda bæi eða borgir á norðurslóðum sem orðið hafa fyrir áhrifum af hlýnun jarðar. Ég spann verkin á píanó og leyfði mér bara eina töku fyrir hvert verk,“ segir Kristján sem að þessu sinni hefur skipt píanóinu út fyrir orgelið, sem að hans sögn er stórkostlegt hljóð- færi. Kristján hefur starfað sem tónlistarmaður um árabil. Hann er í dag fastráðinn organisti við Óháða söfnuðinn í Reykjavík auk þess að stýra tveimur kórum á höfuðborg- arsvæðinu. Hann var meðlimur indí- rokk sveitarinnar 1860 á árunum 2010 til 2012 og sendi frá sér raf- popp-plötuna Anno 2013 sem hann vann með færeyingnum Janusi Rassmusen úr Kiasmos. Þá hefur Kristján kennt djasspíanóleik við FÍH. „Besta hljóðfærið til að tjá það sem við skiljum ekki“ Morgunblaðið/Eggert Organisti Kristján Hrannar Pálsson vill vekja fólk til umhugsunar.  Loftslagsverkið +2,0°C frumflutt í Hallgrímskirkju í kvöld Sinfóníuhljómsveit Íslands lagði í vikunni lokahönd á undirbúning fyrir fyrstu tónleikaferð sína til Bretlands, undir stjórn Yans Pas- cals Torteliers, fyrrverandi aðal- hljómsveitarstjóra hennar. Áður hefur hljómsveitin aðeins haldið eina tónleika í Bretlandi á Proms- tónlistarhátíð BBC sumarið 2014. Fyrstu tónleikar ferðarinnar verða í Royal Concert Hall í Nott- ingham í kvöld og þeir síðustu í Usher Hall í Edinborg sunnudaginn 16. febrúar. Hljómsveitin heldur alls átta tónleika ytra og kemur fram í nokkrum fremstu tónleika- húsum Bretlands, þeirra á meðal eru Symphony Hall í Birmingham og Cadogan Hall í London. Með í för eru píanistarnir Jean-Efflam Bavouzet og Yeol Eum Son, sem skiptast á að leika píanókonsert Maurice Ravels fyrir vinstri hönd. Á tónleikunum öllum verður flutt verkið Aeriality eftir Önnu Þor- valdsdóttur, staðartónskáld hljóm- sveitarinnar, sem verður með í för og tekur þátt í kynningu á verkum sínum á öllum tónleikastöðum. Önnur verk á efnisskránni eru svít- an L’Arlesienne eftir Georges Bizet, Sinfónía nr. 1 eftir Jean Sibelius og brot úr ballettsvítum verksins Rómeó og Júlíu eftir Sergej Prokofíev. Í tilkynningu frá hljómsveitinni kemur fram að breska dagblaðið The Telegraph hafi valið tónleika hljómsveitarinnar í ferðinni sem eina af áhugaverðustu tónleikum á vormánuðum í Bretlandi. Hægt er að fylgjast með tónleikaferðinni á samfélagsmiðlum undir myllu- merkinu #IcelandSymphony- OnTour. Morgunblaðið/Eggert Tilhlökkun Yan Pascal Tortelier stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands í fyrstu tónleikaferð hennar til Bretlands. Tónleikaferð til Bretlands Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Fim 13/2 kl. 19:30 AUKASÝNING Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Engillinn (Kassinn) Fös 7/2 kl. 19:30 síðustu sýningar Lau 15/2 kl. 19:30 síðustu sýningar Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Lau 8/2 kl. 19:30 síðustu sýningar Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum Bara góðar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 13/2 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegt uppistand! Útsending (Stóra Sviðið) Fös 21/2 kl. 19:30 Frums Lau 29/2 kl. 19:30 4.sýn Lau 14/3 kl. 19:30 7. sýn Lau 22/2 kl. 19:30 2. sýn Lau 7/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 3.sýn Sun 8/3 kl. 19:30 6. sýn Magnað verk um átök innan fjölmiðlaheimsins og vald fjölmiðlanna Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fim 27/2 kl. 19:30 29. sýn Sun 1/3 kl. 19:30 30. sýn Fim 5/3 kl. 19:30 31. sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Eyður (Stóra Sviðið) Fös 20/3 kl. 19:30 3.sýn Sviðslistahópurinn Marmarabörn Þitt eigið leikrit II (Kúlan) Fim 13/2 kl. 17:00 aðalæ Fös 21/2 kl. 18:00 auka Sun 1/3 kl. 15:00 7. sýn Fös 14/2 kl. 18:00 Frums Lau 22/2 kl. 15:00 4.sýn Lau 7/3 kl. 15:00 8. sýn Lau 15/2 kl. 15:00 2.sýn Sun 23/2 kl. 15:00 5.sýn Sun 8/3 kl. 15:00 9. sýn Sun 16/2 kl. 15:00 auka Lau 29/2 kl. 15:00 6. sýn Lau 14/3 kl. 15:00 10. sýn Hvert myndir þú fara? Þú mátt velja núna! Konur og krínólín - Leikhúslistakonur 50+ (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 15/2 kl. 16:00 Lau 22/2 kl. 16:00 Sun 16/2 kl. 16:00 Sun 23/2 kl. 16:00 Tískugjörningur sem allir hafa beðið eftir! Fegurð, fræðsla og fjör. Kópavogskrónika (Kassinn) Lau 14/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 4.sýn Sun 29/3 kl. 19:30 7. sýn Sun 15/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 27/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/4 kl. 19:30 8. sýn Fim 19/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 28/3 kl. 19:30 6. sýn Til dóttur minnar með ást og steiktum Skarfur (Kúlan) Fös 20/3 kl. 19:30 Frums Lau 21/3 kl. 19:30 2. sýn Í heimi þar sem illskan nærist á náttúrunni er ekki pláss fyrir ófleyga fugla. Brúðumeistarinn (Brúðuloftið) Lau 7/3 kl. 17:00 Frums Mán 9/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 14/3 kl. 17:00 3.sýn Átakamikil og nýstárleg sýning um uppgjör brúðumeistara við fortíðina Sjitt, ég er sextugur (Þjóðleikhúskjallarinn ) Lau 14/3 kl. 21:00 Frums Lau 21/3 kl. 21:00 3.sýn Fim 26/3 kl. 21:00 5.sýn Þri 17/3 kl. 21:00 2.sýn Sun 22/3 kl. 21:00 4.sýn Örn Árnason sýnir allar sínar skástu hliðar... í smá stund leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 7/2 kl. 20:00 46. s Mið 19/2 kl. 20:00 50. s Lau 29/2 kl. 20:00 54. s Lau 8/2 kl. 20:00 47. s Fös 21/2 kl. 20:00 51. s Fös 6/3 kl. 20:00 55. s Fös 14/2 kl. 20:00 48. s Lau 22/2 kl. 20:00 52. s Lau 15/2 kl. 20:00 49. s Fös 28/2 kl. 20:00 53. s Sýningum lýkur í mars. Níu líf (Stóra sviðið) Fös 13/3 kl. 20:00 Frums. Fös 27/3 kl. 20:00 8. s Þri 7/4 kl. 20:00 16. s Lau 14/3 kl. 20:00 2. s Lau 28/3 kl. 20:00 9. s Fim 16/4 kl. 20:00 17. s Sun 15/3 kl. 20:00 3. s Sun 29/3 kl. 20:00 10. s Fös 17/4 kl. 20:00 18. s Fim 19/3 kl. 20:00 aukas. Mið 1/4 kl. 20:00 11. s Lau 18/4 kl. 20:00 19. s Fös 20/3 kl. 20:00 4. s Fim 2/4 kl. 20:00 12. s Sun 19/4 kl. 20:00 20. s Lau 21/3 kl. 20:00 5. s Fös 3/4 kl. 20:00 13. s Mið 22/4 kl. 20:00 21. s Sun 22/3 kl. 20:00 6. s Lau 4/4 kl. 20:00 14. s Fim 23/4 kl. 20:00 22. s Fim 26/3 kl. 20:00 7. s Sun 5/4 kl. 20:00 15. s Fös 24/4 kl. 20:00 23. s Við erum öll, við erum öll, við erum öll; Bubbi. Vanja frændi (Stóra sviðið) Sun 9/2 kl. 20:00 11. s Fim 20/2 kl. 20:00 13. s Fim 27/2 kl. 20:00 15. s Sun 16/2 kl. 20:00 12. s Sun 23/2 kl. 20:00 14. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Helgi Þór rofnar (Nýja sviðið) Fös 7/2 kl. 20:00 9. s Lau 15/2 kl. 20:00 10. s Fim 27/2 kl. 20:00 11. s Drepfyndið og spennandi leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson Er ég mamma mín? (Nýja sviðið) Sun 9/2 kl. 20:00 Frums. Fim 20/2 kl. 20:00 aukas. Fim 5/3 kl. 20:00 7. s Fim 13/2 kl. 20:00 2. s Sun 23/2 kl. 20:00 4. s Sun 8/3 kl. 20:00 8. s Sun 16/2 kl. 20:00 3. s Sun 1/3 kl. 20:00 6. s Fim 12/3 kl. 20:00 9. s Tvær sögur ■ eða alltaf sama sagan? Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Mán 27/4 kl. 20:00 7. s Kvöldstund með listamanni. Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 11/2 kl. 20:00 4. s Fim 27/2 kl. 20:00 5. s Kvöldstund með listamanni. Club Romantica (Nýja sviðið) Mið 12/2 kl. 20:00 21. s Fös 14/2 kl. 20:00 22. s Fös 21/2 kl. 20:00 23. s Allra síðustu sýningar. Gosi (Litla sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Frums. Sun 22/3 kl. 13:00 9. s Sun 19/4 kl. 15:00 17. s Sun 23/2 kl. 15:00 2. s Sun 22/3 kl. 15:00 10. s Fim 23/4 kl. 13:00 18. s Sun 1/3 kl. 13:00 3. s Sun 29/3 kl. 13:00 11. s Lau 25/4 kl. 13:00 19. s Sun 1/3 kl. 15:00 4. s Sun 29/3 kl. 15:00 12. s Sun 26/4 kl. 13:00 20. s Sun 8/3 kl. 13:00 5. s Sun 5/4 kl. 13:00 13. s Sun 26/4 kl. 15:00 21. s Sun 8/3 kl. 15:00 6. s Sun 5/4 kl. 15:00 14. s Lau 2/5 kl. 13:00 22. s Sun 15/3 kl. 13:00 7. s Lau 18/4 kl. 13:00 15. s Sun 3/5 kl. 13:00 23. s Sun 15/3 kl. 15:00 8. s Sun 19/4 kl. 13:00 16. s Sun 3/5 kl. 15:00 24. s Eitt ástsælasta ævintýri allra tíma Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.