Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 29

Morgunblaðið - 07.02.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is  Rás 2  FBL BAFTA VERÐLAUN7 m.a.BESTA MYNDIN BESTI LEIKSTJÓRINN SAM MENDES ÓSKARS TILNEFNINGAR11 6 ÓSKARSTILNEFNINGAR SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI LEIKSTÝRÐ AF CLINT EASTWOOD Vetrarhátíð 2020 hófst í gær og stendur út helgina. Vetrarhátíð er haldin í 19. sinn og fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgar- svæðisins. Markmiðið með henni er að skemmta íbúum og gestum á höfuðborgarsvæðinu og gefa þeim tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru. Í kvöld er svo Safnanótt, sem er á dagskrá há- tíðarinnar, og fjöldi viðburða þá í boði í hinum ýmsu söfnum og á veg- um menningastofnana. Safnanótt stendur frá kl. 18 til 23. Gestum býðst að fara á ein 50 söfn á höfuð- borgarsvæðinu og skoða fjölmargar sýningar, þar sem boðið verður upp á fjölbreytilega dagskrá sem ætlað er að veita gestum nýja sýn á söfnin. Aðgangur að viðburðum er ókeypis. Við setningu vetrarhátíðar var byrjað að varpa á Hallgrímskirkju verkinu Sálumessa jöklanna, eftir Heimi Frey Hlöðversson, en kirkjan er þar í formi bráðnandi jökuls. Verkið er þrískipt og er önnur út- gáfa þess sýnd í Ásmundarsal við Freyjugötu og þriðja útgáfan á Hafnartorgi. Áhugasamir eru hvatt- ir til að fara í ljósgöngu og skoða fleiri verk sem lýsa upp skammdegið næstu kvöld og mynda áhugaverða gönguleið. Sum eru á Hörpu en sjón- listamennirnir Allenheimer (Atli Bollason), DVDJ NNS (Katla Blahutova) og Grainy Picker (Dom- inika Ovarowska) „spila á“ 40 metra háan ljósahjúp Hörpu á Vetrarblóti annað kvöld, laugardag, en hin kvöldin sýna þau ný og sérsamin ljósaverk til sýnis á hjúpnum. Ólík ljósalistaverk í borginni Á Skólavörðustíg er sýnt ljós- listaverk eftir Maríu Guðjohnsen þrívíddarhönnuð; í Hafnarstræti og Tryggvagötu er ljóslistaverk eftir margmiðlunarlistamanninn Boris Vitazek frá Slóvakíu; og verk eftir hóp nemenda í fornámi við Mynd- listaskólann í Reykjavík er sýnt á gatnamótum Austurstrætis og Póst- hússtrætis. Þá er á Austurvelli gagnvirk innsetning eftir Abby Portner þar sem blandað er skúlp- túr, ljósum og myndbandi, og nem- endur Barna-og unglingadeildar Myndlistaskólans í Reykjavík sýna hreyfimyndir á vegg Ráðhúss Reykjavíkur, Vonarstrætismegin. Verkin eru unnin í klippiforriti og teiknuð í tölvu. Listaverkið Tákn eftir Steinunni Þórarinsdóttur, sem er á þakbrún Arnarhvols, verður lýst upp á Safnanótt. Kl. 20 verður frumflutt þar af Cantoque Ensemble kórverk eftir tónskáldið Deborah Pritchard við ljóð Dave Neita. Kórar og gjörningur Lögð er áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði á Safnanótt og veita gestum nýja sýn á hin ýmsu söfn. Til að mynda verður svarthvítt og þögult kvikmyndaþema í Borgar- bókasafni í Grófinni; í Árbæjarsafni verður farið í draugagöngur, fyrst fyrir börn og svo fullorðna; í Lista- safni Reykjavíkur verða örleiðsagnir um einstök verk og listaverka- geymslur heimsóttar. Kl. 19 verður vitinn nýi við Sæ- braut vígður. Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræður syngja, og í fram- haldi af því verður opið hús í Höfða til kl. 21. Í Ráðhúsi Reykjavíkur flyt- ur Sigrún Harðardóttir gjörning í samvinnu við Harmoníukórinn undir stjórn Krisztinu Kalló og uppistand verður í Sjóminjasafninu, svo fátt eitt sé nefnt af dagskránni sem í heild má sjá á vefnum vetrarhatid.is. Ljósaverk og draugagöngur  Fjölbreytilegir viðburðir í söfnum höfuðborgarsvæðisins á Safnanótt í kvöld Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljósasýning Eins og undanfarin ár er listaverki varpað á Hallgrímskirkju. Hljómsveitarstjórinn Daníel Bjarnason og Víkingur Heiðar Ólafsson sáu í vikunni um dagskrá hjá Fílharmóníuhljómsveit Los Angeles sem helguð var nýrri nor- rænni tónlist. Gagnrýnandi Los Angeles Times, Mark Swed, lofar í umfjöllun dagskrá tónleika þeirra, verkin sem flutt voru og frammi- stöðu flytjenda. Frumflutt var til að mynda nýtt verk eftir Þuríði Jóns- dóttur, The CV of a Butterfly, og er því hrósað. Þá frumflutti Víkingur Heiðar í Bandaríkjunum nýjan pí- anókonsert Bents Sorensens, Mign- on – Papillons, sem rýnir segir stór- kostlegan. Og hann segir að rétt eins og á frábærum tónleikum sín- um með tónlist Bachs í Los Angeles í fyrra hafi Víkingi auðnast að láta hverja einustu nótu ljóma. Dagskrá Daníels og Víkings í LA hrósað Morgunblaðið/Hari Samhentir Víkingur Heiðar og Daníel Bjarnason fá lof fyrir frammistöðuna. Félag um átjándu aldar fræði held- ur á morgun, laugardag, málþing í Þjóðarbókhlöðu undir yfirskriftinni Framkoma karlmanna á átjándu og nítjándu öld gagnvart konum. Mál- þingið hefst kl. 13.30 og lýkur ekki síðar en 16.15. Erla Hulda Halldórsdóttir, dós- ent í sagnfræði við HÍ, fjallar um bónorðsbréf karla og vandræði kvenna; Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, fjallar um sjálf- ræði kvenna og þvingun karla í dulsmálum á átjándu öld; Sigurgeir Guðjónsson, doktor í sagnfræði, fjallar í sínu erindi um hugmyndir karlmanna á nítjándu öld um svo- kallaða hysteríu kvenna, og Dalrún J. Eygerðardóttir, doktorsnemi í sagnfræði við HÍ beinir sjónum að umfjöllun um ofbeldi karla gegn konum í vinnuhjúastétt. Þing um framkomu karla við konur Morgunblaðið/Ernir Dósent Erla Hulda Halldórsdóttir fjallar um bónorðsbréf karla og vandræði kvenna. Bandaríski leikarinn Kirk Douglas lést í fyrradag, 103 ára að aldri. Ferill Douglas spannaði um 70 ár og lék hann bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Af þekktustu hlut- verkum hans má nefna Spartacus í samnefndri kvikmynd frá árinu 1960. Douglas fæddist í New York árið 1916 og hlaut sína fyrstu til- nefningu til Óskarsverðlauna árið 1949 fyrir leik sinn í Champion. Douglas var tilnefndur þrisvar til Óskarsins en hlaut ekki verðlaun fyrr en árið 1996 og þá heiðurs- verðlaun fyrir framlag sitt til kvik- mynda. Í frétt BBC um Douglas segir m.a. að hann hafi verið hvað stoltastur yfir því að hafa mótmælt á sínum tíma svörtum lista yfir meinta kommúnista í Hollywood. AFP Allur Kirk Douglas árið 2011. Douglas látinn Enska hljóm- sveitin Tind- ersticks held- ur tónleika í kvöld í Hljómahöll- inni í Reykja- nesbæ. Sveit- in lék hér síðast árið 2008 og hlaut mikið lof fyrir en hún er nú á tónleikaferðalagi vegna nýrrar breiðskífu sinnar, No Treas- ure But Hope. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og skv. miðasöluvefnum tix.is verða rútuferðir í boði milli Reykja- víkur og Hljómahallar fyrir þá sem eiga aðgöngumiða. Tindersticks í Hljómahöllinni No Treasure But Hope.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.