Morgunblaðið - 08.02.2020, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 8. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 33. tölublað 108. árgangur
OUTLANDER PHEV
ALLTAF JAFN
VINSÆLASTUR
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · Mitsubishi.is
Verð frá
4.590.000kr.
ÞURFUM
AÐ HALDA
LENGUR ÚT
GLÍMAN VIÐ
FORELDRA-
HLUTVERKIÐ
MÆÐUR Í IÐNÓ 50ÓLAFUR ANDRÉS 49
Rannsóknir sýna að um allan
heim slasast árlega um 355 þúsund
manns um borð í skemmtibátum, að
sögn þeirra Björns Jónssonar og
Karl Birgis Björnssonar, sem
standa að fyrirtækinu Hefring ehf.
Líklegt er að um helmingur slíkra
slysa sé tilkynntur.
Þeir hafa þróað og lokið prófun-
um á „vaktara“, eða leiðbeinandi
siglingakerfi, sem mælir sjó- og
öldulag og gefur upplýsingar um
æskilegan hámarkshraða. Karl
Birgir segir að ef farið sé eftir leið-
beiningum kerfisins eigi að vera
hægt að fækka verulega slysum um
borð í bátum. »10-11
Upplýsir um æski-
legan hámarkshraða
Afgangur verður af rekstri 62
sveitarfélaga á landinu í ár gangi
fjárhagsáætlanir þeirra eftir en átta
sveitarfélög munu væntanlega skila
neikvæðum rekstrarafgangi. Sveitar-
félögin gera þó ráð fyrir að rekstrar-
niðurstaða A-hlutans verði aðeins
verri á þessu ári en í fyrra. »24
Afgangur af rekstri
í 62 sveitarfélögum
„Fólkinu var mjög brugðið og það
var skelkað. Það kom hvellur sem
líktist sprengingu við lendingu.
Miðað við alvarleika málsins voru
farþegar í frekar góðu jafnvægi. Það
var mjög vel að öllu staðið bæði hjá
Isavia, Icelandair og öllum þeim sem
komu að málum,“ sagði Kristín S.
Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri
Rauða krossins, um það þegar hjóla-
búnaður á flugvél Icelandair bilaði
við lendingu í Keflavík í gær.
Áfallateymi og viðbragðshópur
Rauða krossins voru virkjuð. Öllum
farþegum var boðin áfallahjálp þeg-
ar þeir komu úr vélinni og voru þeir
jafnframt hvattir til að hafa sam-
band í síma 1717 ef vanlíðan gerði
vart við sig á næstu dögum.
thorunn@mbl.is »2
Fólkinu var
mjög brugðið
Óhapp Farþegar fóru frá borði og
öllum var strax boðin áfallahjálp.
Dansararnir Rúna og Sólbjörg sigruðu í hæfi-
leikakeppni Frístundamiðstöðvarinnar Mið-
bergs, Breiðholt got talent, í gærkvöld. Söng-
konan Íris Þöll varð í 2. sæti og Marta Quental
saxafónleikari í 3. sæti. Í gærdag kepptu börn af
frístundaheimilunum og í gærkvöld unglingar
úr félagsmiðstöðvum. Keppnin var nú haldin í
11. sinn. Hún er löngu orðin einn af vinsælustu
viðburðum ársins hjá æskunni í Breiðholti.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breiðhyltingar sýndu fjölbreytta hæfileika
Hildur Guðnadóttir kvikmynda-
tónskáld segir undanfarnar vikur á
þeytingi milli verðlaunahátíða hafa
verið sannkallaða rússíbanareið.
„Þetta hefur verið brjálað,“ segir
hún hlæjandi í samtali við Morgun-
blaðið, en alls hefur tónlist hennar í
sjónvarpsþáttunum Chernobyl og
kvikmyndinni Joker hreppt tíu verð-
laun. Og nú spá margir sérfræðingar
því að hún fari líka heim með
Óskarsverðlaun annað kvöld.
Hildur segist finna fyrir miklum
stuðningi og áhuga að heiman og
finnst það fallegt. En hún hefur lítið
getað einbeitt sér að því að semja
undanfarið. „Ég hef lítið getað ein-
beitt mér. Það hefur verið frekar
mikill hávaði!“
Í samtalinu lýsir Hildur því
hvernig hún kom óvenjulega
snemma að vinnuferlinu við Joker.
Tónlistin var svo leikin við tökur
myndarinnar og hafði til að mynda
áhrif á það hvernig aðalleikarinn
Joaquin Phoenix brást við. „Tónlist-
in hafði áhrif á alla á settinu og er
djúpt inni í frumeindunum,“ segir
Hildur. „Það er svo fallegt við tónlist
hvernig hún getur náð á aðra staði
en orð, hún fer undir húðina.“
Sömu karlkyns tónskáldin hafa
komið að mörgum umtöluðustu
Hollywood-kvikmyndum síðustu ára
og Hildur keppir við þá nokkra um
Óskarinn. Hún neitar því ekki að
hún sé nú komin í þann karlaklúbb,
ein örfárra kvenna.
„Maður þarf bara að komast með
annan fótinn inn til að sanna að mað-
ur geti ráðið við þetta – og á síðustu
árum hafa stúdíóin séð að ég geri
það. Þar af leiðandi hafa þau gefið
mér tækifæri á stærri og stærri
verkefnum, sem er frábært.“
Hefur verið mikill hávaði
Margir spá Hildi Guðnadóttur tónskáldi Óskarsverðlaunum annað kvöld
AFP
Verðlaun Hildur með Gullinn hnött.
Hún hefur hreppt fjölda verðlauna.
MSpekingar spá Hildi … »4
Tónlist nær á aðra staði … »51