Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 2

Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Glæsileg borðstofuhúsgögnum frá CASÖ í Danmörku Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á prótínríkari mjólkurafurðum heldur áfram að minnka og sala á fituríkari afurðum eykst. Í heildina dregst salan saman. Skýringin ligg- ur ekki alveg á lausu en gæti verið aukinn innflutningur á ostum og samdráttur á hótelum og veitinga- stöðum vegna fækkunar ferða- manna. „Verslanamarkaðurinn hefur haldið sér. Íslendingar eru ekki neitt að minnka við sig í mjólkur- vörum. Við finnum fyrir samdrætti á fyrirtækjamarkaðnum. Virðist vera að kaup hótela og veitinga- staða séu að dragast saman. Út úr því má lesa samdráttinn í ferða- þjónustunni,“ segir Elín M. Stef- ánsdóttir, bóndi í Fellshlíð og for- maður stjórnar Mjólkursamsölunn- ar. Eins og sést á töflunum er mesti samdrátturinn á síðasta ári í mjólk, sýrðum vörum og skyri, rúm 5%. Sala á rjóma og smjöri eykst en sala á íslenskum ostum stendur í stað. Tölur um innflutning sýna að inn- flutningur á mjólkurosti hefur auk- ist um tæp 100 tonn eða 18%. Hefur innflutningurinn aukist ár frá ári, vegna tilslakana í tollamálum, og er hlutur innflutnings kominn í 9% af ostaneyslu landsmanna. Með því er sagan þó ekki öll sögð, eins og Elín bendir á. „Innflutn- ingur á svokölluðum jurtaosti hefur aukist. Til dæmis eru pítsustaðir farnir að nota hann mikið. Við erum svolítið hissa á þessu. Svo virðist sem nóg sé að skipta út hluta af mjólkurfitunni fyrir jurtafitu og kalla það jurtaost sem ekki ber neinn toll og er verðið því lægra,“ segir Elín. Hún tekur fram að Mjólkursamsalan sé að kanna þetta mál enda geti samkeppnin verið ósanngjörn ef verið er að flytja inn mikið af jurtaosti sem sé að mestu úr mjólk en með lægri tolli. Við skoðun á innflutningsskýrsl- um sést að innflutningur á jurta- ostum nærri tvöfaldaðist á árinu 2019, frá árinu á undan. Flutt voru inn tæp 300 tonn á móti 153 tonnum árið áður. Þetta kemur til viðbótar innflutningi á mjólkurosti sem sýndur er í töflunni hér með. Að auki voru flutt inn 173 tonn af jurta- rjóma, lítið eitt minna en árið á und- an. Efnahallinn eykst Svokallaður efnahalli í mjólkur- framleiðslunni eykst stöðugt með aukningu á sölu fituríkari vara og minni sölu þeirra prótínríkari. Hall- inn er nú orðinn 21 milljón lítra. Framleiðan er stillt af miðað við fituhlutann, til þess að örugglega sé til næg mjólk fyrir innlenda mark- aðinn. Þannig er kvótinn 145 milljón lítrar en framleiðslan í fyrra var þó meiri, nærri 152 milljónir lítra. Mjólkursamsalan þarf að nota prótínið sem ekki selst til að fram- leiða mjólkurduft og flytja út. Verð fyrir duft er lágt á heimsmarkaði og dugar langt í frá fyrir kostnaði. „Það eru engar töfralausnir til við þessu. Mjólkursamsalan hefur stundað öflugt vöruþróunarstarf og komið með margar nýjungar í skyri og osti sem mér hefur fundist ganga vel,“ segir Elín. Innflutningur á ostum eykst  Til viðbótar mjólkurostum koma svokallaðir jurtaostar en innflutningur á þeim tvöfaldaðist í fyrra  Sala á fituríkari afurðum eykst en prótínríkari vörur láta undan síga  Ferðamenn borða minna 160 150 140 130 120 110 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 Sala mjólkurafurða 2019 Skipting afurða 2019 Framleiðsla og sala, milljónir lítra Heimild: SAM, Hagstofa Íslands ( bráðabirgða- tölur) Sala, þúsundir lítra / tonn 2018 2019 Breyting Mjólk og sýrðar vörur 40.825 38.756 -5,1% Rjómi og sýrður rjómi 3.044 3.217 5,7% Skyrvörur 3.161 3.001 -5,1% Viðbit 2.351 2.390 1,7% Ostar 6.208 6.187 -0,3% Duft 1.191 1.173 -1,5% Samtals 56.780 54.724 Innvegin mjólk Heildarsala umreiknuð í fi tu Heildarsala umreiknuð í prótein Mjólk og sýrðar vörur, 71% (38.756 lítrar) Rjómi og sýrður rjómi, 6% Viðbit, 4% Duft, 2% Ostar, 11% Skyr og skyr drykkir, 5% Samtals 56.780 þúsundir lítra og kílóa Innlend framleiðsla, 6.187 tonn, 91% 9% 126 147 152 Innfl utningur 2018-2019 Þúsundir lítra / tonn 2018 2019 Breyting Mjólk, rjómi 142 108 -24% Jógúrt 171 170 -1% Smjör, mjólkurviðbit 3 5 67% Ostar 511 603 18% „Gríðarleg þörf er fyrir innviða- uppbyggingu,“ sagði Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra í ræðu sinni á flokksráðsfundi VG í félagsheim- ilinu á Seltjarnarnesi í gær. Tók hún þar undir sjónarmið Bjarna Bene- diktssonar, fjármála- og efnahags- ráðherra, um að selja þyrfti hlut ríkisins í Íslandsbanka. Katrín sagði í ræðu sinni að eitt af grunngildum VG væri félagslegt jafnrétti og jöfnuður, sem flokkur- inn ynni ötullega að. Í þessu sam- hengi nefndi hún lengingu fæðingar- orlofs, fleiri félagslegar lausnir í húsnæðismálum, að bæta kjör aldr- aðra og öryrkja og efla heilbrigðis- kerfið. „Heilbrigðismálin hafa verið mál málanna að undanförnu en þar höfum við staðið vaktina – stóraukið framlög til heilsugæslunnar og aukið þar þjónustu, ekki síst á sviði geð- heilbrigðismála, til Landspítalans og heilbrigðisstofnana um land allt og síðast en ekki síst hjúkrunarheim- ila,“ sagði hún. »12 Mikil þörf á upp- byggingu innviða  Katrín Jakobsdóttir á fundi VG Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað Katrín og flokksfélagar. Guðni Einarsson Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Enginn slasaðist þegar hjólabúnað- ur á þotu Icelandair brotnaði við lendingu á Keflavíkurflugvelli kl. 15.34 í gær. Um borð voru 160 far- þegar og sex manna áhöfn. Flugvélin var að koma frá Berlín. „Þetta var frekar óþægilegt,“ sagði Jóhann Steinn Eggertsson, farþegi. „Þetta var venjuleg lending þar til hjólið brotnaði undan vélinni, en allir eru heilir á húfi þannig að þetta fór eins vel og það gat farið. Þetta var mjög vel gert hjá flug- mönnunum.“ Að sögn hans var vélin lent þegar hjólabúnaðurinn gaf sig. Svo hallað- ist vélin og lagðist á hægri hreyf- ilinn. Farþegarnir fundu vel fyrir því. Flestir héldu þó ró sinni en þessi lífsreynsla var heldur óskemmtileg. Farþegarnir voru komnir frá borði tæpri klukkustund eftir lendingu. Áfallateymi Rauða krossins tók á móti þeim og bauð aðstoð. Farþegar sem áttu bókað tengiflug til N-Am- eríku héldu för sinni áfram. Mikilvægast að enginn slasaðist Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice- landair, sagði skipta mestu máli að engin slys urðu á fólki. „Aðflugið og lending voru eðlileg en skömmu eftir lendingu virðist lendingarbúnaður- inn hægra megin gefa sig þannig að hún dettur í raun niður á hreyfilinn hægra megin og rennur aðeins eftir flugbrautinni,“ sagði Bogi. Hann gat ekki sagt hvað olli því að lendingar- búnaðurinn gaf sig. Atvikið væri til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin, TF-FIA, er af gerðinni Boeing 757. Hún var smíðuð árið 2000 og er því 20 ára á þessu ári. Bogi sagði bæði eldri og yngri vélar í flota félagsins og almennt væru flug- vélar gerðar til að fljúga mun lengur en í 19 ár. Skipt væri um lending- arbúnað á ákveðnu árabili og flugvél- arnar færu reglulega í skoðanir og viðhald. „Miðað við þær upplýsingar sem við höfum hefur aldur vélarinn- ar ekkert með atvikið að gera. Ör- yggið er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur,“ sagði Bogi. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum, Samhæfingarstöð var virkjuð og Rannsóknarnefnd sam- gönguslysa (RNSA) látin vita. Sex flugvélum snúið frá Suðaustanátt, 19 m/s og 26 m/s í hviðum, var á Keflavíkurflugvelli kl. 16.00 í gær. Landgöngubrýr voru teknar úr notkun á fjórða tímanum vegna vindhraða. Wizz Air og Finn- air sneru flugvélum sínum við síð- degis í gær vegna veðurs hér, Wizz Air fimm og Finnair einni. Finnair- vélin kom aftur og lenti í gærkvöld. Guðjón Helgason, upplýsingafull- trúi Isavia, sagði að RNSA þyrfti að ljúka vettvangsrannsókn áður en leyft yrði að færa flugvélina. Hann taldi að þótt vélin yrði ekki færð af flugbrautinni í nótt myndi það ekki hafa teljandi áhrif á flug í dag því að önnur flugbraut væri opin. Enginn slasaðist þeg- ar hjólabúnaður bilaði  Í flugvélinni voru 160 farþegar og sex manna áhöfn Ljósmynd/Aðsend Óhappið Hjólabúnaðurinn hægra megin gaf sig eftir lendingu í Keflavík og flugvélin lagðist á hreyfilinn. Um borð voru 166 manns, enginn slasaðist. Ljósmynd/Rögnvaldur Óli Pálmason Heimkoma Farþegarnir fóru frá borði og var boðin áfallahjálp.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.