Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Gæðavörur
í umhverfisvænum
umbúðum
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com,
kajaorganic@gmail.com
Hollt, bragðgott og þæginlegt
Vegan - Keto - Pascaterian - Glutenlaust
Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Heilsuhúsin, Fjarðarkaup, Melabúðin,
Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi
Hildur Guðnadóttir, tónskáld, sellóleikari
og söngkona, getur skráð nafn sitt á
spjöld Íslandssögunnar á sunnudags-
kvöld þegar Óskarsverðlaunin verða af-
hent við hátíðlega athöfn í Dolby-
leikhúsinu í Los Angeles.
Hildur er tilnefnd í flokki bestu
kvikmyndatónlistar fyrir kvik-
myndina Joker og vinni hún á
sunnudaginn verður hún fyrsti Ís-
lendingurinn til að hreppa Óskarinn.
Þá yrði hún þriðja konan til að fá
Óskarsverðlaun fyrir bestu kvik-
myndatónlistina í 84 ára sögu verð-
launanna. 33 ár eru síðan kona vann
síðast verðlaun í sama flokki þegar
Ann Dudley hlaut þau fyrir The Full
Monty.
Hildur fæddist árið 1982 og er
dóttir Guðna Kjartans Franzsonar,
klarinettuleikara og tónlistarkennara,
og Ingveldar Guðrúnar Ólafsdóttur
óperusöngkonu. Hildur byrjaði ung
að árum að læra á selló í Tónlistar-
skóla Reykjavíkur og var í fyrsta
nemendahópnum sem útskrif-
aðist af nýmiðlabraut Lista-
háskóla Íslands vorið 2005.
Hildur hefur verið í nokkrum
hljómsveitum og stofnaði til að
mynda hljómsveitina Rúnk upp úr
aldamótum þar sem hún spilaði
m.a. með tónlistarmönnunum Prins
Póló og Benna Hemm Hemm.
Fimm verðlaun
á einum mánuði
Sigurganga Hildar síðustu vikur
hefur verið mögnuð. Í lok síðasta
árs hlaut hún Emmy-verðlaun fyrir
tónlistina í þáttunum Chernobyl og það sem
af er þessu ári hefur hún unnið til fimm
verðlauna, meðal annars Golden Globe,
Grammy og BAFTA, ýmist fyrir tónlistina í
Chernobyl eða Joker.
Óhætt er að segja að mikill meðbyr sé
með Hildi í aðdraganda Óskarsverðlaun-
anna. 28 af 32 spekingum hjá Gold Derby,
sem sérhæfir sig í að segja fyrir um sigur-
vegara á verðlaunahátíðum, spá Hildi sigri
á sunnudag samkvæmt nýjustu spám. Eini
keppinautur Hildar, að mati spekinganna,
er Thomas Newman, en fjórir telja að hann
hreppi hnossið fyrir tónlistina í 1917. Hinir
þrír keppninautar hennar eru þó engir au-
kvisar; Alexandre Desplat er tilnefndur
fyrir Little Women, Randy Newman
fyrir Marriage Story og sjálfur John
Williams fyrir Star Wars: The Rise of
Skywalker.
New York Times spáir því sömu-
leiðis að Hildur hljóti Óskarinn í
flokki kvikmyndatónlistar fyrir
Joker.
Hildur er orðin alvön verð-
launahátíðum og ætti því að vera
nokkurn veginn á heimavelli á
sunnudaginn, sem er einmitt
uppáhaldsvikudagurinn hennar.
Það sagði hún að minnsta kosti í
viðtali við Morgunblaðið árið
2006. Ástæðan er einföld: „Það
er svo mikil ró yfir honum.“
Hildur ætti því mæta róleg og
yfirveguð á rauða dregilinn á
sunnudagskvöld, sama hver
niðurstaðan verður. erla@mbl.is
BAFTA Á BAFTA-verðlaununum, sem þykja gefa góð fyrir-
heit um Óskarsverðlaunin, í byrjun mánaðarins.
Litrík Hildur klæddist svörtu á fyrstu verðlaunahátíðunum
en var öllu litaglaðari á Grammy-verðlaununum í lok janúar.
Verðlaun gagnrýnenda Þriðju verðlaun ársins hlaut Hildur
á Critics’ Choice-verðlaunaafhendingunni um miðjan janúar.
Spekingar spá
Hildi Óskarnum
Hildur Guðnadóttir gæti orðið þriðja konan
sem hlýtur Óskarinn fyrir kvikmyndatónlist
Óskarsverðlaunin verða afhent aðfaranótt mánudags
Golden Globe
Hildur með
gullhnöttinn.
AFP
Áætlað er að varðskipið Þór komi til
Reykjavíkur um miðja næstu viku
þar sem áhafnarskipti verða. Verður
úthald varðskipsins þá búið að
standa yfir í 60 daga sem er með því
lengsta sem þekkst hefur hjá Þór
síðan skipið kom
nýtt árið 2011.
„Það er rétt að
úthald varðskips-
ins Þórs hefur
verið í lengri
kantinum að
þessu sinni.
Ástæðan er sú að
varðskipið er
mun stærra og
öflugra en varð-
skipið Týr. Þar
fer betur um mannskap og farþega
um borð heldur um borð í Tý. Þar
sem veður hafa verið válynd og útlit
var fyrir að svo yrði áfram var tekin
var sú ákvörðun að halda varðskip-
inu Þór áfram úti og færa áhöfnina á
varðskipinu Tý yfir á Þór. Stærstur
hluti áhafnarinnar á varðskipinu Tý
hafði talsverða reynslu af því að vera
um borð í Þór og því var vitað að
áhafnarskiptin myndu ganga vel,
sem og þau gerðu,“ segir Ásgeir Er-
lendsson, upplýsingafulltrúi Land-
helgisgæslunnar. Þór gegndi sem
kunnugt er lykilhlutverki í óveðrinu
á Norðurlandi í desember og á Vest-
fjörðum í janúar.
Áhafnarskiptin fóru fram í
Grundarfirði í síðasta mánuði. Þá
voru jafnframt teknar vistir um borð.
Hefðbundin áhöfn á varðskipum
Landhelgisgæslunnar telur 18
manns. Skipherrar hafa verið Hall-
dór Benóný Nellett og Páll Geirdal.
Þeir hafa skipt með sér túrunum. Þá
hefur Einar H. Valsson, skipherra á
Tý, jafnframt verið um borð undan-
farnar vikur til að hljóta þjálfun á
varðskipið Þór. sisi@mbl.is
Tveggja mánaða
úthald hjá Þór
Er miklu öflugra varðskip en Týr
Morgunblaðið/Eggert
Óveðrið Varðskipið Þór sá Dalvík-
ingum fyrir rafmagni í tæpa viku.
Halldór
B. Nellett