Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 10

Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020 Töfrar eldamennskunnar byrja með Eirvík Eldhúsið er ekki bara herbergi, heldur upplifun Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins. Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar – tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Tíð slys á RIB-bátum við landið urðu kveikjan að gerð öryggiskerfis við siglingar á slíkum farkostum. Hugmynd um hugbúnað með leið- beinandi siglingakerfi hefur þróast og nú er svo komið að kerfi frá Hefring ehf. er tilbúið og hefur ver- ið sótt um einkaleyfi á því á alþjóðavísu. „Vaktarinn“ hefur vak- ið athygli víða og fram undan eru viðræður við stóra bátaframleið- endur í Evrópu og tryggingafyr- irtæki hafa einnig sýnt áhuga. Helmingur slysa skráður Hugmyndavinna hófst 2017 og fyrirtækið Hefring var stofnað seint 2018. Í júlí í fyrra kom Ný- sköpunarsjóður atvinnulífsins inn sem hluthafi og síðan hafa þeir Karl Birgir Björnsson fram- kvæmdastjóri og Björn Jónsson, en þeir eru báðir viðskiptafræðingar, unnið að verkefninu í fullu starfi. Þriðji stofnandinn er Magnús Þór Jónsson, prófessor í verkfræðideild HÍ, og hann starfar með þeim Birni og Karl Birgi í hlutastarfi. Fjórði starfsmaðurinn er Grikkinn, Evan Kirou, sem er nýlega fluttur til Ís- lands og hefur tengsl í hafsækna starfsemi víða um heim. Hann þekkir m.a. til og hefur tengsl inn á markað með lystisnekkjur og rekstrarumsjón fyrir slík fley, en sú grein hefur sýnt verkefninu áhuga. Á síðustu árum hefur Rann- sóknanefnd samgönguslysa, sigl- ingasvið, fjallað um 14 mál vegna slysa um borð í harðkorna bátum, RIB. Öll tengjast þau of miklum siglingahraða miðað við aðstæður og höggum vegna öldu. Mörg slys á bátum hér við land má tengja óvar- kárni og því ætti ölduvari að geta gagnast mörgum. Erlendis er vandamálið stórt og segja þeir Björn og Karl að rann- sóknir sýni að um allan heim slasist árlega um 355 þúsund manns um borð í skemmtibátum. Aðeins um helmingur slíkra slysa sé tilkynntur og gæti fjöldinn því losað 700 þús- und, aðeins á skemmtibátum. Þeir segja að 96% slysa á sjó verði vegna mannlegra mistaka og því sé verk að vinna við að auka öryggi. Búnaðurinn sem nú hefur verið hannaður er miðaður við báta undir 24 metrum, ekki aðeins fyrir RIB- báta, og tekur tillit til bátsgerðar og hraða. Þeir segja að hreyfingar báta séu yfirleitt svipaðar þó svo að hraðinn geti verið verulega mis- munandi og þá um leið höggin sem koma á bát, skipverja og farþega. Nýjung sem er ekki til staðar „Útbúnaðinum má að hluta líkja við ökurita í bílum, sem notar há- markshraða og gerir ökuskrá,“ segir Karl Birgir. „Við höfum gert ökurita fyrir báta til að leiðbeina skipstjórnarfólki. Búnaðurinn er hannaður til að mæla sjó- og öldu- lag og breytingar á aðstæðum og nota það til að reikna hámarks- hraða í rauntíma, sem á þá við hverju sinni. Þetta er nýjung sem er ekki til staðar í dag. Kerfið tekur ekki völdin af skip- stjóranum, enn sem komið er, en gefur leiðbeinandi hámarkshraða miðað við sjó og öldulag. Ef farið er eftir leiðbeiningum sem kerfið veitir skipstjórnarmönnum á að vera hægt að fækka slysum veru- lega. „Vaktari“ gæti fækkað slysum  Hefring sækir um einkaleyfi á leiðbeinandi siglingatæki  Mælir sjó- og öldulag og ráðleggur um há- markshraða  Samkvæmt skráningum slasast 355 þúsund manns árlega í skemmtibátum víða um heim Ljósmynd/Hefring ehf. Prófanir Karl Birgir Björnsson, Einar Hansen hjá Landhelgisgæslunni og Björn Jónsson fara yfir niðurstöður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.