Morgunblaðið - 08.02.2020, Page 13
FRÉTTIR 13Innlit
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
Styrkir til
krabbameins-
rannsókna
Nýjar áskoranir – nýjar leiðir
milljónum úthlutað
160
styrkir veittir
36
„Stuðningurinn hefur skipt sköpum og
hjálpað okkur að afhjúpa ferla sem
auka skilvirkni ónæmiskerfisins í því
að drepa æxlisfrumur.“
Erna Magnúsdóttir hlaut 10 milljónir
króna úr sjóðnum 2019.
„Þessi styrkur mun gera okkur
kleift að rannsaka áhrif skimunar
og greiningar á forstigi mergæxlis
á andlega heilsu.“
Andri Steinþór Björnsson hlaut 7,4
milljónir króna úr sjóðnum 2019.
„Aukinn skilningur á áhrifum krabba-
meinslyfja og þróun frjósemisvernd-
andi lyfja myndi auka verulega
lífsgæði stúlkna og kvenna í kjölfar
krabbameinsmeðferðar.“
Bríet Bjarkadóttir hlaut 2,5 milljónir
króna úr sjóðnum 2019.
Dæmi um rannsóknarverkefni sem styrkt eru af sjóðnumMarkmið Vísindasjóðs Krabbameinsfélagsins er að efla
rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð
og lífsgæðum sjúklinga. Fjölbreytt rannsóknarverkefni
eru styrkt af Vísindasjóðnum. Sérstaklega er hvatt til
umsókna til klínískra rannsókna og rannsókna sem
tengjast börnum og unglingum.
Stofnfé sjóðsins eru styrkir og gjafir frá almenningi og
fyrirtækjum um allt land. Við þökkum öllum velunnurum
félagsins. Með ykkar stuðningi varð stofnun sjóðsins að
veruleika.
Óskað er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum
• Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og aðrar
upplýsingar er að finna á www.krabb.is/visindasjodur/
• Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti
miðvikudaginn 4. mars
• Umsóknir skal senda rafrænt á visindasjodur@krabb.is
• Hámarksupphæð styrks er 10 milljónir króna
• Styrkur vegna sama verkefnis er veittur að hámarki í þrjú ár
Hægt er styrkja sjóðinn á krabb.is eða í síma 540 1900
Lj
ós
m
.K
ris
tin
n
In
gv
ar
ss
on
Sigmundur
Davíð Gunn-
laugsson,
formaður
Miðflokks-
ins, er
þessa dag-
ana með
fundi á
Austurlandi
í þeim
byggðum
sem mynda sameinað sveitar-
félag sem formlega verður
stofnað í vor. Í gær hitti Sig-
mundur fólk á Egilsstöðum,
fundar í dag á Borgarfirði
eystra og Seyðisfirði og á
morgun á Djúpavogi, að því er
fram kemur á vef Miðflokksins.
„Það er mikilvægt að vel
takist til með sameiningu
eystra, nú þegar ríkisstjórnin
leggur svo mikið upp úr þeim
málum, jafnvel þvingaðri sam-
einingu sem ég er ekki fylgj-
andi. Mikilvægt er einnig að
sameining sveitarfélaga leiði til
þess að opinberum störfum úti
um land verði fjölgað, en ekki
fækkað eins og stundum hefur
gerst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Viðreisn fer víða
Meðal þingmanna Viðreisnar er
ætlunin að tala við fulltrúa
sveitarfélaga, opinberra stofn-
ana, og atvinnulífsins. Sjónum
verður sérstaklega beint að Ár-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum
og Vesturlandi.
Sameining
takist vel
SIGMUNDUR FYRIR AUSTAN
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Óvenjumargir illviðrisdagar í
janúarmánuði höfðu auðsjáanlega
mikil áhrif á umferð ökutækja um
þjóðvegi landsins. ,,Umferðin á
Hringveginum í janúarmánuði dróst
mjög mikið saman eða um tæp átta
prósent og leita þarf átta ár aftur í
tímann til að finna viðlíka samdrátt.
Samdráttur er í umferðinni á öllum
landssvæðum,“ segir á nýútkomnu
yfirliti Vegagerðarinnar um umferð-
ina á Hringveginum í janúar.
„Gríðarlegur samdráttur“
Þar segir að þegar litið er á tölur
um umferð á 16 lykilteljurum á
Hringveginum hafi „gríðarlegur
samdráttur“ mælst í janúar borið
saman við sama mánuð á síðasta ári.
„Leita þarf aftur til ársins 2012 til
að finna meiri samdrátt en þá mæld-
ist tæplega 10% samdráttur. Það
sem sker sig úr núna er að sam-
dráttur mældist í öllum landssvæð-
um en árið 2012 jókst umferð á
Austurlandi hins vegar.
Ástæður samdráttar í umferð á
Hringvegi árið 2012 er sjálfsagt
flestum kunn en þá var efnahags-
kreppa á Íslandi, en nú hins vegar
má gefa sér að afar slæm tíð í janúar
eigi mesta sök á lítilli umferð,“ segir
í umfjöllun á vefsíðu Vegagerðar-
innar. Samanlögð meðalumferð á
dag yfir lykilteljara á hringveginum
sýnir að í janúar óku 57.642 bílar að
meðaltali um Hringveginn en þeir
voru 62.516 að jafnaði í fyrra.
17% samdráttur umferðar
á Vesturlandi í janúar
Fram kemur að umferðin dróst
saman á öllum landsvæðum, þó
mest um Vesturland eða um tæp
17% en minnst um Austurland eða
um 3,5%. Umferðin dróst saman um
15,8% á Norðurlandi, 10,8% á
Suðurlandi en 3,9% á höfuðborgar-
svæðinu ef tölurnar eru bornar sam-
an við sama mánuð í fyrra.
„Það verður afar fróðlegt að
fylgjast með framhaldinu og hvort
að á næstu mánuðum muni áfram
mælast samdráttur í umferð á
Hringvegi,“ segir á vef Vegagerð-
arinnar.
Minnkaði mest á fimmtudögum
Sé litið á umferðina á einstökum
vikudögum kemur í ljós að hún
dróst saman alla vikudaga. Hlut-
fallslega mest á fimmudögum en
minnst á föstudögum. Eins og
venjulega var mest ekið á föstu-
dögum en minnst á þriðjudögum.
Færri á ferðinni um allt land
Umferð ökutækja á Hringveginum dróst saman um tæp 8% í nýliðnum mánuði
„Leita þarf aftur til ársins 2012 til að finna meiri samdrátt,“ skv. Vegagerðinni
Morgunblaðið/Hari
Á vegum úti Umferðin á Hringveginum í janúarmánuði dróst mikið saman.
Inflúensa var staðfest hjá 29 einstak-
lingum í síðustu viku, eða nánast
tvöfalt fleiri en vikurnar á undan,
samkvæmt tilkynningu frá Embætti
landlæknis.
Frá því um mánaðamótin septem-
ber/október hafa samtals 169 verið
greindir með staðfesta inflúensu,
flestir á höfuðborgarsvæðinu, en
líka víða annars staðar.
Fimm þurftu innlögn á Landspít-
ala vegna staðfestrar inflúensu í síð-
ustu viku, þar af voru þrír 67 ára eða
eldri.
„Inflúensan færist nú í aukana,
þeim sem voru með staðfesta inflú-
ensu í síðustu viku fjölgaði frá því
sem var í vikunni á undan og þeim
sem eru með inflúensulík einkenni
fjölgar töluvert. Inflúensan er sam-
kvæmt þessu að breiðast talsvert út í
samfélaginu þessar vikurnar.“
Einkenni inflúensunnar koma oft-
ast snögglega og lýsa sér með hita,
hósta, hálssærindum, höfuðverk,
vöðvaverkjum og almennri vanlíðan.
Þeim fjölgar sem
greinast með flensu
Umhverfis- og
auðlindaráð-
herra skipaði í
gær Sigrúnu
Ágústsdóttur
forstjóra Um-
hverfisstofn-
unar.
Sigrún lauk
cand.jur. prófi
frá Háskóla Ís-
lands árið 1995.
Hún hefur starfað að umhverfis-
málum í um 20 ár, þar af sem sviðs-
stjóri hjá Umhverfisstofnun frá
árinu 2008 og var auk þess stað-
gengill forstjóra áður en hún var
settur forstjóri í október sl. Einnig
starfaði hún m.a. sem lögfræðingur
hjá umhverfis- og auðlindaráðu-
neytinu frá 2000-2008.
Embættið var auglýst í október
sl. og sóttu 12 um það.
Nýr forstjóri Um-
hverfisstofnunar
Sigrún
Ágústsdóttir