Morgunblaðið - 08.02.2020, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR 2020
nammi
Öskudags
Pantanir áwww.goa.is
Áttu von á
smáfólki í fyrirtækið
á öskudaginn?
STUTT
● Fjármála- og efnahagsráðherra hefur
enn ekki borist áfangaskýrsla frá
Bankasýslu ríkisins um mögulegar leiðir
til þess að losa um eignarhald ríkisins
á Íslandsbanka. Í ViðskiptaMogganum
29. janúar síðastliðinn var haft eftir Lár-
usi L. Blöndal, formanni stjórnar Banka-
sýslunnar, að ráðherra yrði afhent
skýrslan í komandi viku, þ.e. þeirri sem
nú er að líða.
Fyrr í þessari viku, þ.e. miðvikudag-
inn 5. febrúar, sagði ráðherra að rétt
væri að losa um eignarhald ríkisins í
Íslandsbanka. Þá hugmynd útfærði
hann ekki nánar enda ljóst að skýrslu
stofnunarinnar sem fer með eignarhlut-
inn í hans umboði er að vænta innan
tíðar.
Ekkert bólar á skýrslu
til ráðherra um sölu
Laxvísitala Nasdaq sýnir að meðal-
verð á ferskum laxi hefur fallið mik-
ið að undanförnu, eða 11,5% á síð-
astliðinni viku og 13,19% á síðustu
fjórum vikum, og
stendur meðal-
verð nú í 68,67
norskum krónum
á kíló, jafnvirði
rúmlega 932 ís-
lenskra krónum.
Heimildir
Undercurrent
News herma að
fallandi verð
megi rekja til
kórónuveirunnar sem kennd er við
borgina Wuhan í Kína. Eru afpant-
anir viðskiptavina í Kína sagðar hafa
haft veruleg áhrif og harmað að það
hafi þurft þennan sjúkdóm til þess
að koma verðinu úr óeðlilegum
hæðum.
Björn Hembre, forstjóri Arnar-
lax, gefur samt lítið fyrir þessar
skýringar er hann er spurður um
áhrif veirunnar. „Það er ekki mikið
hægt að segja um það, enda yrðu
það bara einhverjar getgátur.“ Jafn-
framt segir hann Kína ekki vera það
stóran kaupanda á markaðnum að
það væri líklegt til að hafa svona
mikil áhrif á verðlagningu.
„Þetta snýst bara um framboð og
eftirspurn. Fyrir jól var hátt verð
vegna þess að veðurskilyrðin í Nor-
egi gerðu það að verkum að erfitt
var að fá fisk á land í slátrun og
Noregur er langumsvifamesti fram-
leiðandinn. Þetta dró úr framboði og
hækkaði því verðið, svo hefur þetta
jafnað sig,“ segir Björn og bendir á
að verðið sé enn tæplega 38% hærra
en fyrir 12 vikum.
„Það sem hefur verið óeðlilegt er
ekki lækkun verðs, frekar að verð
var óeðlilega hátt,“ bætir hann við.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Slátrun Ekki fékkst fiskur á land í
Noregi vegna veðurs.
Verð á laxi lækk-
ar ört á markaði
Veðurskilyrði í Noregi stór þáttur
Björn Hembre
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það var létt yfir fólki í Hveragerði í
gær, þrátt fyrir hráslaga og lítið
skyggni. Í vinnsluhúsnæði Pure
North Recycling komu forsvars-
menn tíu íslenskra fyrirtækja saman
og undirrituðu samkomulag undir
heitinu Þjóðþrif. Þar er á ferðinni
verkefni sem ætlað er að stórauka
endurvinnslu plasts í landinu og
draga um leið úr útflutningi þess.
Með því er ætlunin að draga úr sót-
spori sem af endurvinnslunni óhjá-
kvæmilega hlýst.
Pure North býr til plastpallettur
sem seldar eru til framleiðslu á nýj-
um plastvörum hér á landi og er-
lendis.
Fyrirtækin sem undirrituðu sátt-
málann í gær eru Brim, Eimskip,
Össur, Mjólkursamsalan, Coca Cola
á Íslandi, Bláa lónið, Lýsi, Krónan,
Marel og BM Vallá.
Coca-Cola á Íslandi tekur þátt
Morgunblaðið tók Einar S.
Magnússon, forstjóra Coca Cola á
Íslandi, tali við athöfnina.
Sagði hann að drykkjarvöruiðnað-
urinn á Íslandi byggi vel að því að
framsýnt fólk hefði stofnað Endur-
vinnsluna fyrir um 30 árum, sem tek-
ur við plastflöskum og dósum til
endurvinnslu. Segir hann að það sé
markmið fyrirtækisins að 100% af
slíkum umbúðum skili sér í þann far-
veg.
„Í starfsemi Coca-Cola á Íslandi
fellur líka til plast utan um hráefni
og umbúðir. Yfir 95% af okkar úr-
gangi er flokkaður í safngáma, m.a.
plastið og við fögnum því að nú sé
kominn nýr umhverfisvænn valkost-
ur innanlands sem byggist á íslensku
hugviti og íslenskum náttúruauð-
lindum, jarðvarmanum, þar sem
tryggt er að plastið sem frá okkur
fellur verður aftur notað og að þann-
ig verði tryggð hringrás,“ segir ein-
ar.
Vilja allt plast til endurvinnslu
Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem
stýrir viðskiptum og þróun hjá Pure
North, segir áætlanir fyrirtækisins
fela í sér mikilvægt framlag í barátt-
unni við loftslagsvandann.
„Almennt sparast um 1,8 tonn af
olíu fyrir hvert tonn sem er endur-
unnið af plasti vegna þess hversu
mikla olíu þarf til þess að búa til nýtt
plast. Vinnsluaðferð Pure North,
með jarðvarmann og umhverfisvæna
orkugjafa að vopni, gefa okkur til
viðbótar það forskot að við spörum
um 0,7 tonn af kolefnislosun fyrir
hvert tonn sem er endurunnið.“ Pure
North hefur á síðustu árum endur-
unnið plast og þar hefur einkum ver-
ið um heyrúlluplast að ræða. Áslaug
Hulda segir að nýr búnaður fyrir-
tækisins geri fyrirtækinu betur
kleift að endurvinna allar tegundir,
bæði af hörðu plasti og mjúku.
Fyrirtækið fjárfesti fyrir nokkru í
nýjum búnaði frá Póllandi og Þýska-
landi sem gerir því mögulegt að
keyra tvær aðskildar framleiðslulín-
ur fyrir hinar ólíkur tegundir plasts
en að fram til þessa hafi þurft að
skipta búnaðnum á milli vinnsl-
unnar. Það er hins vegar ekki nægi-
legt hentugt til lengdar. Talið er að
um 20 þúsund tonn falli til af plast-
úrgangi á Íslandi á ári og segir Ás-
laug Hulda drauminn vera þann að
endurvinna það allt hér heima.
Starfsmenn og eigendur Pure North
Recycling stefna ótrauðir að því.
Þjóðþrif gegn plastmengun
Tíu stórfyrirtæki taka höndum saman og hvetja önnur til þátttöku um leið
Átak Forsvarsmenn fyrirtækjanna 10 komu saman í Hveragerði í gær. Fyrirtækin skuldbinda sig til að endurvinna
úrgangsplast hjá Pure North Recycling. Vonir standa til að fleiri fyrirtæki bætist í hópinn á komandi mánuðum.
Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson
Úrgangur Gríðarlegt magn af plasti fellur til á hverju ári sem búa má til
verðmætar vörur úr ef vilji stendur til þess.
Gengi Icelandair í Kauphöll Ís-
lands hækkaði um 7,17% í gær í
kjölfar þess að félagið skilaði upp-
gjöri fyrir síð-
asta fjórðung
ársins 2019
eftir lokun
markaða á
fimmtudag.
Eins og
Morgunblaðið
greindi frá í
gær var tap
Icelandair á
fjórðungnum
3,8 milljarðar
króna, og tap félagsins á árinu
öllu nam um 7,3 milljörðum króna.
Í gærmorgun voru birtar til-
lögur tilnefningarnefndar vegna
stjórnarmanna í félaginu, en
nefndin leggur til að þeir verði
Guðmundur Hafsteinsson, John F.
Thomas, Nina Jonsson, Svafa
Grönfeldt og Úlfar Steindórsson,
sem er formaður stjórnarinnar. Ef
farið verður að tillögum tilnefn-
ingarnefndar þurfa því tveir
stjórnarmenn að víkja, þau Ómar
Benediktsson og Heiðrún Jóns-
dóttir.
Reynslumiklir stjórnarmenn
Nýju einstaklingarnir sem lagt
er til að taki sæti í stjórninni, þau
John F. Thomas og Nina Jonsson,
eru sérfræðingar með yfirgrips-
mikla reynslu á flugmarkaði, sam-
kvæmt greinargerð tilnefningar-
nefndarinnar. Nina starfar sem
ráðgjafi hjá flugráðgjafarfyrir-
tækinu Plane View Partners og
Thomas er ráðgjafi í fluggeiranum
og starfar meðal annars fyrir al-
þjóðlega ráðgjafarfyrirtækið
McKinsey & Co. Bæði hafa þau
gegnt margvíslegum stjórnunar-
störfum innan fluggeirans á al-
þjóðavísu.
Icelandair
hækkaði
Flug Icelandair
tapaði í fyrra.
Tilnefningarnefnd
vill nýja stjórnarmenn
8. febrúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.39 125.99 125.69
Sterlingspund 162.62 163.42 163.02
Kanadadalur 94.36 94.92 94.64
Dönsk króna 18.453 18.561 18.507
Norsk króna 13.586 13.666 13.626
Sænsk króna 13.063 13.139 13.101
Svissn. franki 128.67 129.39 129.03
Japanskt jen 1.1411 1.1477 1.1444
SDR 172.16 173.18 172.67
Evra 137.91 138.69 138.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0461
Hrávöruverð
Gull 1564.75 ($/únsa)
Ál 1687.5 ($/tonn) LME
Hráolía 55.56 ($/fatið) Brent